Dagblaðið Vísir - DV - 03.10.1987, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 03.10.1987, Blaðsíða 2
40 LAUGARDAGUR 3. OKTÓBER 1987. Brefð- síðan Nærklæði prinsins Fjölskyldan sem malar höfundi sinum gull. Gróðapungurinn Bill Cosby Marga hefur lengi fýst aö vita í hveiju Skotamir ganga undir köfl- óttu pilsunum. Sumir halda því fram aö það sé ekkert meðan aörir þykjast vissir um að sú trú eigi ekki við rök að styðjast. Karl Bretaprins á sitt skotapils og notar það oft við hátíðleg tækifæri. Hann segist nota þykkar íþróttabux- ur undir pilsinu og segist helst vilja hafa þær rósóttar. Prinsinn segir að það sé útilokað að nota venjulegar nærbuxur vegna kulda þegar stormasamt er. Bill Cosby hefur nú slegið öll met í tekjum sjónvarpsleikara. Þrátt fyrir að margir leikarar hafi orðið vellauð- ugir af leik í sjónvarpsþáttum hefur Cosby skotið þeim öllum ref fyrir rass. Nú er talið að um 70 milljónir manna víðs vegar um heiminn sjái þættina um fyrirmyndarfóðurinn í viku hverri. Cosby fær tekjur sínar ekki ein- ungis af því aö leika í þáttunum því að hann er einnig helsti höfundur þeirra og framleiðir þættina í sam- vinnu viö aðra. Og það er ekki bara vinnan í sjón- varpinu sem aflar honum fjár. Hann græddi verulega á bók sinni um upp- eldismál sem hann gaf út á síðasta ári. Hún varð víða metsölubók. Lauslega áætlað hefur Cosby grætt ríflega hálfan annan milijarð ís- lenskra króna á þáttunum og hagnaðurinn verður stöðugt meiri því að vinsældir þáttanna aukast jafnt og þétt. Kissinger og hundurinn hans Fátt hefur heyrst af Henry Kissin- ger síöustu árin. Hann er að mestu sestur í helgan stein eftir að hafa verið í eldlínu heimspólitíkurinnar árum saman. Hann er sagður feginn hvíldinni en hann virðist þó ekki ætla að hafa það þrautaiaust í ellinni því að ný vanda- mál skjóta stöðugt upp kollinum. Það nýjasta er að hundurinn hans er með gikt. Kissinger hefur gripið til þess ráðs að senda hvutta til nálastungu- læknis í von um að hann fái bót meina sinna. Henry Kissinger. Veistu fyir en i fimmtu tilraun? Hvippa, hvíppur. Ólafur Thors. Stefán frá Hvítadal. Karl Bretaprins notar rósóttar buxur undir pilsinu. ára risi Ricky Campeador er einn metri á lengd og rúm tuttugu kíló að þyngd. Það væri svo sem ekkert sérstakt ef hann væri ekki bara tveggja ára gamall. Drengurinn er á stærð við fimm til sex ára gamalt barn. Reyndar notar hann skó númer 28, sem þætti jafnvel stórt fyrir fimm ára gamalt bam. Og drengurinn getur borðað þessi líka ósköp. Móðir hans þarf ekki að hafa áhyggjur af lystarleysi hans. „Hann borðar álíka mikið og ég,“ segir faöirinn, Camby Campeador. Þegar Ricky litli fæddist, í apríl 1985, var hann eitt af stærsfii böm- um sem fæðst hafa í Ameríku. Hann var 29 merkur og rúmlega 61 cm. Á þessum tveimur árum hefur Ricky haldið áfram að vaxa og vaxa. „A hveijum morgni vakn- ar Ricky klukkan sex og heimtar að fá eitthvað í svanginn. Röddin í honum er djúp og skerandi þegar hann öskrar mat, mat, svangur, svangur. Hann fær þá einn fjórða úr lítra af ávaxtasafa og það nægir honum þar til móðirin fer á fætur og eldar morgunverð. Ricky borðar að jafnaði mest allra í morgunmat fyrir utan pab- bann. Hann drekkur tvö glös af mjólk, borðar tvær ristaðar brauð- sneiðar og tvö egg. Eftir morgun- verð fara systur hans tvær í skólann en Ricky fer inn í sér- Móðirin er aðeins um 1,60 m en fæddi engu aö sfður eltt stærsta bam sem fæðst hefur i Bandarfkj- unum. hannað leikherbergi þar sem ekki er hægt að hafa hann lausan um íbúðina. „Hann er eins og hryðju- verkamaður ef hann fær að ganga laus, brýtur allt og bramlar sem hann kemur nálægt,“ segir faðir- inn ennfremur. Móðir hans er heymardauf og aðeins um 1,60 m á hæð. Hún á því erfitt með að halda á honum. Þó hún sé heymardauf heyrir hún titring frá rödd hans, hljóðin úr dengsa em slík. Faðir hans segist oft fara með hann í bíltúr. Það er það skemmti- legasta sem Ricky gerir en það getur verið erfitt stundum. Einu sinni þegar þeir vom á ferð tók Ricky plastflösku úr sætinu og grýtti henni út um gluggann með þeim afleiðingum að flaskan lenti í höfði ökumanns annars bfis. Faö- ir hans bar fram afsakanir um aö það hefði verið bamiö sem gerði þetta en maðurinn hló bara og sagði: Ég hef nú aldrei séð stærra bam, herra minn“. Það þarf engu minni kvöldverð ofan í drenginn en fullvaxta karl- mann. Hann borðar heil ósköp, bæði af kartöflum og kjöti. Hann hreinsar alltaf diskinn sinn og fær sér jógúrt í eftirmat. Eins og eðlilegt hlýtur að teljast var Ricky lengur en önnur böm að læra aö ganga og það var ekki fyrr en nú í sumar sem hann fór að ganga óstuddur. Hann gat ekki loftað sínum eigin þunga. Læknar segja aö drengurinn sé alheilbrigöur og hann geti orðið 1,90 metrar á hæð, jafnvel hærri.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.