Dagblaðið Vísir - DV - 03.10.1987, Side 6

Dagblaðið Vísir - DV - 03.10.1987, Side 6
44 :DAGUR 3. OKTÓBER 1987. Veiðivon Sumarið er liðið og veiðimennirnir eru aö pakka niður veiðidótinu þessa dagana en sjóbirtingsveiðin stendur þó fram í október. Sumarið hefur alls ekki verið eins gott og veiðimenn áttu von á, sumir fengu þó þann stóra sem þeir höfðu í mörg sumur reynt við og aldrei veitt. Stangveiðin hefur þrátt fyrir allt vatnsleysið aðeins verið 9 pró- sentum lakari en meðalveiði síðustu ára. Netaveiðin var hins vegar íjórð- ungi lakari en í fyrra og gráta það víst fáir nema þá helst netaveiði- bændur. Laxveiðimenn og laxinn fagna þessu víst innilega. Laxarnir sem komu á land í sumar voru 60.000 á móti einum 90.000 í fyrra sem er töluverð fækkun en mest eru það netin sem verða að súpa seyðið af minni laxveiði. Haustið getur verið stórkostlegt og síðustu veiðitúramir geta verið tign- arlegir, við fórum fyrir nokkrum dögum vestur í Reykhólasveit í „eft- irleitir“ eins og í göngum. Veiðin var ekkert merkileg en veðurfarið var gott. Logn og blíða, haustlitirnir komnir á gróðurinn og bændur aö smala fé í fjöllunum í kring, gæsir hundruðum saman að fljúga án þess að nokkur væri til að skjóta á þær. Þetta er það sem maður leitar að og finnur helst fyrir vestan, langt frá öllu stressssssssi. Um kvöldið sett- umst við fyrir utan veiðihúsið og sáum rennisléttan Króksíjöröinn blasa við, það var toppurinn á þessu kvöldi. Eitt er það sem veiðimenn fagna á þessu sumri öðru fremur, þó ekki nema smáhluti þeirra fái að njóta þess hér á suðvesturhorninu og þaö er hið nýja veiðisvæði í Hvammi í Hvammsvík í Kjós. Ótrúlegur fjöldi veiðimanna á öllum aldri hefur lagt leiö sína þangað til veiða á þessu hausti og veitt vel. Veiðimönnum finnst þetta merkilegt að þurfa að- eins að borga fyrir þá fiska sem þeir veiða. Eitthvað nýtt í íslenskri veiði og kannski verðlag sem mætti taka upp í laxveiðinni? Væri það ekki sanngjarnt? Hvers vegna eiga menn að borga fyrir ekki neitt nema maðkaeyðslu og stress, ég veit það ekki. Sumarið hefur boðið upp á ýmis- legt, þó ekki veiddu menn alltaf í matinn á bestu bæjum, einn og tveir laxar eftir sumarið hggja víða í frystikistum. Laxveiði er lottó, happ- drætti eða bara heppni. Laxveiðimenn verða samt tilbúnir í startholunum næsta sumar um leið og veiðin hefst, það er engin hætta á öðru. En hvort þeir verða eins fjöl- mennir og í sumar skal látið ósagt. Við fréttum af einum sem ætlaði í golfið frekar og annan sem hugðist reisa sér sumarbústað en ekki renna fyrir laxa, steina eða slý. Þeir um það. -G.Bender Fluguveiðimönnum hefur fjölgað stórum í sumar og þeir eru á öllum aldri og þeir yngri nema af þeim eldri og reyndari. Víðidalsáin kom vel út i sumar og hér eru það veiðimaðurinn og leiðsögu- maðurinn við ána sem táka nokkur létt spor með þann stærsta ( sumar 32 pund, bolta fiskur. Pálmi Viðar Samúelsson er einn af þeim mörgu sem lagt hafa leið sína til veiöa f Hvammi f Hvammsvik i Kjós og hér kastar hann flugu fyrir regn- bogana. Erla Víglundardóttir fer viða að veiða á hverju sumri með eigin- manni sínum, Kristjáni Kristjáns- syni, og hér er hún við Víðidalsá í Steingrímsfirði með boltalax. Jakob Guðmundsson með 22ja punda hæng úr Blöndu. Hörkuholl úr Svartá í Húnavatnssýslu með þá meðal annars innanborðs Halldór Ingvason, Óla P. Friðþjófsson, Pétur Haraldsson, Adólf Ólason og Þórarin Tyrfingsson sem veiddi sína laxa í þessum túr á flugur númer 12 og 14, agnarsmáar. Kr. Jónsson með stóran hæng úr Blöndu fyrir utan heimiii sitt á Blönduósi. En Sigurður fer víðar en í Blöndu til veiða eins og í Laxá á Refasveit og Litluá í Kelduhverfi. Einar Guðmundsson fyrir utan veiði- húsið i Langholti nokkru áður en hann renndi fyrir konunginn þennan eina og sanna. Veiðigarpar við Noröurá í Borgar- firöi, sem endaði í 1040 löxum, með einn lax. Þórólfur Jarl Þórólfsson með háfinn, Ásgeir Þ. Árnason og Ásgeir Eiriksson.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.