Dagblaðið Vísir - DV - 03.10.1987, Blaðsíða 15
LAUGARDAGUR 3. OKTÓBER 1987.
61
Kvikmyndir
fMMM
Vittorio og Paolo Taviani snúa hér bökum saman og leikstýra Vincent Spano (t.v.) og Joaquim de Almeida (t.h.) viö töku myndarinnar „Good Morning, Babylonia“.
Bandarískir leikarar á faraldsfæti
Það er ekkert nýmæli að
bandarískir leikarar fari út fyrir
land-
steinana og leiki undir stjóm
erlendra leikstjóra. Marlon Brando
lék í „Last Tango in Paris“ undir
stjóm Bemardo Bertoluccis, Will-
iam Hurt lék í „Kiss of the Spider
Woman“ undir stjóm Hector Ba-
benco og við íslendingar fengum
að fylgjast með Jack Lemmon í
Makkaróní eftir Ettore Scola á ný-
liðinni kvikmyndahátíð. Dæmin
eru í sjáifu sér óteljandi en eigi að
síður hafa menn greint ákveðna
aukningu í þessum „útflutningi"
bandarískra leikara að undanfómu
og þykir mörgum það forvitnileg
þróun.
Ástæður þess að erlendir kvik-
myndaleikstjórar vilja nú nota
bandaríska leikara em bæði efna-
hagslegar og hstrænar. Þeim leik-
stjómm, sem gera myndir með
ensku tali, fer fjölgandi enda hefur
komið í ijós að með því að láta leik-
arana mæla á enska tungu aukast
mjög möguleikarnir á alþjóðlegum
markaði. Þetta er staðreynd sem
menn hafa orðið að kyngja hvort
sem þeim líkar betur eða verr.
Þessu höfum við íslendingar fengið
að kynnast og nú er svo komið að
víða um heim tíðkast að gera tvær
útgáfur af hverri mynd, annars
vegar með innlendu tah og hins
vegar ensku. Því má spyrja: Em
menn búnir að gefast upp fyrir
heimsvaldastefnu bandarískrar
menningar? Þá má ekki gleyma
þeirri veigamiklu ástæðu að nafn á
frægum bandarískum leikara gefur
mynd oft á tíðum mikla og ódýra
auglýsingu.
Lægri laun skipta engu
En það er ekki bara að erlendir
leikstjórar leiti til bandarískra
William Hurt og Raul Julia I „Kiss of the Splder Woman“.
Kvikmyndir
Sigurður Már Jónsson
leikara heldur sækjast leikarar frá
Bandaríkjunum eftir því að losna
undan áhrifavaldi Hohywood og
kynnast nýjum leikstjórum. Hafa'
leikaramir látið sig htlu skipta þó
að þeir hafi orðið að lækka laun sín
verulega. Það er meðal annars
frammistaða Wihiams Hurt undir
stjóm Babenco sem hefur orðið til
að kveikja þennan áhuga banda-
rískra leikara. Hurt fékk óskarinn
fyrir frammistöðu sína en ekki
vakti síður athygli að það skyldi
vera brasilískur leiksljóri sem
stjómaði þessum frábæra leik
Hurts. í kjölfar þess hafa margir
„miðlungsþekktir“ bandarískir
leikarar séð fram á aukna þroska-
möguleika með því að leika í
erlendum myndum.
„Good Moming, Babylonia" og
„Un homme amoureux“ („A Man
in Love“) em dæmigeröar fyrir
þessa þróun. „Un homme amour-
eux“ var leikstýrt af Diane Kurys
og notaöi hún leikarana Peter Coy-
ote, Jamie Lee Curtis og Peter
Riegert í myndinni. Þaö em hinir
ítölsku Taviani bræður sem leik-
stýra „Good Moming, Babylonia"
og nota þeir Vincent Spano og hinn
portúgalskættaða Joaqinm de Al-
meida í myndinni. Báöar myndim-
ar vom frumsýndar í Cannes í
sumar og fengu misjafna dóma en
þó vom flestir á einu máh um að
leikaramir hefðu fyllilega staðið
fyrir sínu.
Leikgleði vaknar
Þessir fjórir bandarísku leikarar
höfðu frá mörgu athyghsverðu að
segja eftir töku myndanna. Riegert,
sem meðal annars hefur leikið í
„Local Hero“ eftir Skotann BUl
Forsyth, „Le Grand Camaval" eftir
Frakkann Alexandre Arcady og
„Stranger“ eftir Argentínumann-
inn Adolfo Aristarain, hefur eftir-
farandi aö segja um reynslu sína:
„Undir stjóm erlendra leiksljóra
nýtrn- maður meiri „leikgleði" og
án þess að slegið sé af hstrænum
kröfum hverfa peningaáhyggjur
sem sífeht hanga yfir manni í
Bandaríkjunum. Þá verður sögu-
þráðurinn oftast öðmvísi. Meira er
hugsað um að þjóna anda sögunnar
en hvað áhorfendur vilja.“ Sjálf-
sagt muna margir eftir Riegert í
myndinni „Animal House".
Þeir Almeida og Spano hafa frá
annarri reynslu að segja. „Þetta er
mikil breyting frá bandarískum
leikstjórum, ekki síst vegna þess
að Taviani bræðumir em tveir
menn sem hugsa eins og einn. Þeir
skiptast á um að stjóma tökum á
myndum sínum og á meðan heldur
hinn bróðirinn sig í fjarlægð,“ segir
Almeida sem meðal annars hefur
sést í myndinni „Beyond the Lim-
it“ með Richard Gere. Og hann
bætir við: „Tavianis bræður em
nyög rökrænir í myndum sínum.
Þeir em yfirleitt búnir að skipu-
leggja ahar tökur fyrirfram og vita
nákvæmlega hvar þeir ætla að hafa
myndatökuvélina og hvaöa atriði
þeir ætla að nota. Bandarískir leik-
stjórar hafa þetta öðmvísi því þeir
þurfa yfirleitt að prófa sig lengi
áfram þar til þeir finna rétta töku.
Aðferð Tavianis bræðranna gerir
það að verkum að þeir hafa lengri
tíma fyrir leikarana.“
En hvað fmnst evrópsku leik-
stjórunum um bandarísku leikar-
ana?
Bandarísku leikararnir eru
hugmyndarikari
„Þeir hafa skarþari tilfinningu
fyrir hlutverki sínu en evrópskir
leikarar,“ sagði Diane Kurys. „Þá
em þeir hugmyndaríkari og virð-
ast einfaldlega taka leikinn alvar-
legar."
Það er því greinilegt að báöir aðil-
ar virðast vera hæstánægðir með
þetta fyrirkomulag og er hald
manna að þessi samskipti eigi eftir
að aukast enn frekar í framtíðinni.
Er nú bara og bíða og sjá hvort
Dustin Hoffmann, Robert De Niro
eða einhver álíka frægur leikari
stingiu: upp kollinum hér á klakan-
um og leikur í íslenskum hangi-
kjötsvestra.
-SMJ/Byggt á Herald Tribune
Peter Coyote og Jamie Lee Curtis I „A Man In Love“.