Dagblaðið Vísir - DV - 03.10.1987, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 03.10.1987, Blaðsíða 10
56 LAUGARDAGUR 3. OKTÓBER 1987. Helgi Hálfdanarson: Vegna Jóns úr Vör Ég má til meö að leiðrétta mis- skilning í vinsamlegum ummælum Jóns skálds úr Vör í minn garö. Þau birtust í DV s.l. laugardag. Þar fer hann með vísukorn um laxveiði og eignar mér. Hið rétta er, að fyrir mörgum árum gisti hjá mér norður í landi kunningi að sunnan og var að basla við að veiða lax þar í grenndinni. Hann hafði yfir enska vísu, sem hann kallaði Veiðimannabæn, og bað mig fyrir hvern mun að reyna að snara þessu fyrir sig. Skildist mér hann eiga undir því drjúgan slatta af sáluhjálp. Og enda þótt laxveiði sé í mínum augum einhver auvirðOegasta iðja sem um getur, þá fannst mér svo mikið til um þá trúarsannfæringu mannsins, að almættið skOdi ekki annað tungu- mál en íslenzku, að ég lét þetta eftir honum. Þessa þýddu vísunefnu tók hann svo með sér, og virðist hafa flíkað henni án þess að gera nógu glögga grein fyrir uppruna hennar; og því var Jón í góðri -trú að eigna mér hana. Nú er þetta skáldverk ekki bein- línis sú Lilja, sem ég vildi kveðið hafa. Enda fæst ég ekki við yrking- ar. Það held ég líka að væri að bera í bakkafullan lækinn. Kunningi minn einn, Hrólfur Sveinsson að nafni, hefur sagt, að ég telji það fyrir neðan virðingu mína að fremja slíkan nektardans á al- mannafæri. Auðvitað sagði hann þetta mér tO háðungar; því hann veit eins vel og ég sjálfur, að mér er með öllu fyrirmunað að yrkja. Hafi ég nokkurn tíma reynt að berja saman vísu, þá hefur það ein- ungis verið til að staðfesta þá sjaldgæfu fotlun að geta ekki ort. Hitt skal þó játað, að ég uni fjarska- lega vel mínum hag án þess að standa í yrkingum. Á höfundi þeirrar ensku vísu, sem ég hef þarna reynt að þýða, kann ég því miður engin skO; og vísunni sjálfri gleymdi ég undir eins. En varla hefur kveöskapur- inn verið eftir neitt lárviðarskáld, þó eflaust hafi hann verið eitthvað burðugri en þessi umskiptingur minn. Svo langar mig til að þakka Jóni úr Vör fyrir góða vináttu, og fyrir allt sem hann hefur vel gert og prýðilega þrátt fyrir þá „sérvizku" sína að hafa fasta atvinnu í stað þess að una „hlut sínum úr ríkis- sjóði“, sem hann að vísu telur, að rithöfundar séu „fæstir ofsælir af‘. Kerksni x>v -Nú getum við loksins fengið dyr hér á stofuna sem við höfum svo lengi ætlað að gera! ÆmTP® s® ■Nei, nei, nei, nei! Ég sagði ykkur að ég væri bara að skoða!!! •Heyrðir þú eitthvað hræðilegt og skerandi óp rétt áðan...? -Hefur þú verið að nota teppið í dag Solla, það hefur krull- ast upp á átta enda.J Sérstæd sakamál Maðurinn með andlitin tvö Pat Durkin var þekktur fyrir að koma vel fram, vera duglegur og skapgóður. Hann tók hverjum vanda með brosi. Þetta var andlitið sem starfsfélagar hans og ókunnugir þekktu. En Durkin átti sér annað andht sem færri sáu. Unga konan hans, Díana, kynntist því strax eftir brúð- kaupið og það skipti sköpum fyrir þau bæði. Superman var nafnið sem Pat Durkin gekk almennt undir í htla bænum Rother- ham á Englandi. Durkin var þrjátíu og sex ára og lögregluþjónn. Fáir voru í vafa um löghlýðni hans, snar- ræði og hjálpsemi og reyndar töldu sumir hann hreina fyrirmynd. Durkin virtist hafa sérstakan hæfi- leika tO þess að finna á sér hvar þörfin fyrir hjálp hans væri mest á hveijum tíma og skipti þá htlu hvort einhver gamall og lúinn þurfti að fá rétta hjálparhönd við eitthvað eða börn þurftu á aðstoð að halda við að komast í skólann og heim. Þá minntust þess margir er hann hafði eitt sinn klifrað upp í tré til þess að hjálpa ketthngi sem hafði farið upp í það og komst ekki niður. Annar maður í einkalífinu Heima fyrir var Pat Durkin þó aht annar maður. Því fékk unga konan hans, Díana, strax að kynnast. Við hana var hann hvorki vingjamlegur né góður í umgengni. í rauninni kom hann fram við hana eins og mesti fantur - djöfuh, sögðu sumir - því hann misbauð henni kynferðislega. Það varð svo til þess að almenningur fékk að vita hvemig fyrirmyndarlög- regluþjónninn Pat Durkin var heima fyrir. Þó máhð hafi nú komið fyrir rétt þar sem áður óþekkta hhðin á Durk- in var opinberuð eru samt ýmsir í Rotherham sem halda því enn fram að það sem kom fram við yfirheyrsl- umar og vitnaleiðslurnar geti ekki átt viö rök að styðjast. Það geti ekki verið að Durkin hafi verið fantur. Kvæntur áður Hjónabandið með Díönu var annað hjónaband Durkin. Fyrra hjóna- bandið hafði endað með skOnaði. Var það fyrir fimm árum. Er eiginkona hans fyrrverandi nú á hæh fyrir fólk sem þjáist af geðveOu. Dag einn áriö 1983 gerðist svo það sem varð til þess að Pat Durkin kynntist stúlkunni sem varð síðari eiginkona hans. Hringt var á lög- reglustöðina í Rotherham og beðið um aðstoð. Ung kona hafði gleymt lykhnum að íbúðinni sinni inni hjá sér og hafði því lokað sig úti. Pat Durkin fór strax á staðinn. Þar hitti hann Díönu sem var þá tuttugu og þriggja ára. Var það ást við fyrstu sýn. Einkaritari Díana var einkaritari í ráðhúsi borgarinnar. Kom síðar í ljós að hún var með öfgasinnaðar stjórnmála- skoðanir. Þannig hafði hún verið félagi í Nýfasistahreyfingunni, NFM, og vegna aðOdar sinnar að henni hafði henni gefist tækifæri til þess að kaupa DWM Lugerskammbyssu, sem notuð hafði verið í síðari heims- styijöldinni, fyrir tíltölulega lágt verð. Síöar hélt hún því fram að hún myndi ekki af hveijum hún keypti hana. Var áður í höndum SS- manna Það sýndi sig þó við frekari rann- sókn að Lugerskammbyssan hafði verið smíðuð fyrir 1936 en það ár kom hún í vopnabúr þriðja ríkisins. Komst hún svo í hendur þýsks hðs- foringja sem var sendur til starfa meö SS-deild í Frakklandi. Að stríðinu loknu var byssan svo flutt tíl Englands. SennOega hefur einhver breskur hermaður komist yfir hana á meginlandinu og tekið með sér heim. Díana var mjög glöð að fá byssuna þegar hún komst í hennar hendur og hlóð hana fimm skotum eins og síðar kom í ljós. Brúðkaupið Durkin átti vinkonu, Ann Har- wood, hjúkrunarkonu sem er nú þijátíu og fimm ára. Er hann kynnt- ist Díönu sneri hann þó baki við Ann. Um tveggja ára skeið bjuggu Pat og Díana svo saman en árið 1985 voru þau gefin saman í ráðhúsinu við borgaralega athöfn. Tveir vottar þurftu að vera viðstaddir en þar sem vinimir tveir, sem lofað höfðu að Sjö dögum fyrir atburðinn voveiflega. Pat Durkln og Dfana á brúökaupsdaginn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.