Dagblaðið Vísir - DV - 03.10.1987, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 03.10.1987, Blaðsíða 3
LAUGARDAGUR 3. OKTÓBER 1987. 41 Sterk bein Hópefli er það kallað þegar fólk safnast saman við borð af ásettu ráði til að segja einhverja vitleysu í fyrirfram ákveðinn tíma og kom- ast síðan að sameiginlegri niður- stöðu sem er óskiljanleg öllu vepjulegu fólki. Þessi aðferð er mikið notuð um allan heim en mest þó í Reykjavík þar sem stjómvöld virðast hafa tekið haria í þjónustu sína en jóla- gjöfin frá þeim í ár er hundrað og íimmtíu prósent söluskattur á jóla- gæsina og fjallalambið og undan- rennuna og tíu þúsund yfirlýsingar um það að nú megi laun alls ekki hækka í landinu af því að það sé bara á stefnuskrám ríkisstjórna að verðbólgan verði svipuð og í ná- grannalöndunum en það er ekki hægt að ná því markmiði, að mati þeirra sem telja sanngjamt að við höfum tuttugu og sjö þúsund krón- ur á mánuöi en þeir sjálfir tvö hundmð og sjötíu, nema launin verði fryst eins og þorkurinn og karfmn og rækjan og lánsloforð húsnæðiskerfisins. Og svo spyr fjölmiðlabyltingin hvers vegna svona vel gangi að fá útlendinga til að vinna hér á landi þótt kaupið sé lágt og ekki stendur á svari frá þeim sem gerst þekkja þessi mál: - Það er af því að í ná- grannalöndunum þarf fólkið að borga megnið af laununum sínum í skatta. ísland er sem sagt orðiö svoköll- uð skattaparadís og má því búast við að filmstjömur og tennisleikar- ar flykkist hingað á næstu dögum og gætum við þá hætt að bíða eftir því að kostnaðurinn við leiðtoga- fundinn skilaði sér í aukinni eyðslu ferðamanna sem aldrei komu þótt nú sé búið að byggja hér svo mörg hótel að þau geta hýst hér um bil alla heimsbyggðina. Fjölgun Svo á að flölga hér skemmtistöð- um og stækka þá sem fyrir eru og fá hingað heimsfræga skemmti- krafta til að létta okkur lifið og gera okkur þaö bærilegra að nú á að fara skattleggja bílana okkar sem við elskum svo heitt og væri þetta að mínu viti allt gott og bless- að, einnig fiugstöðin og Laugaveg- urinn, Kringlan og Krafla, ef búið væri að flytja inn nóg af erlendu vinnuaili, tennisleikurum og film- stjömum á skattlausa árinu, til að borga eitthvað af þessu, aö minnsta kosti leiðtogafundinn. Ég er nefnilega hræddur um að það verði almenningur í landinu, eins og kartöflubændur og silung- sveiðimenn, sem sitji að lokum uppi með milljarð hér og þar en ekki þeir sem vita nákvæmlega UTAH RtK ÆO NTA m'a r KAV r la Hz* £A * A Háaloft Benedikt Axelsson hvað heppilegast er fyrir fólkið í landinu að hafa í laun svo að það bíði ekki tjón á sálinni. Þetta stafar auðvitað af því hve mikil þensla er í þjóðfélaginu en þensla er eitt af þessum orðum sem sérfræðingar hafa fundið upp og getur þýtt hvað sem er og fer það eftir áherslum hvort það er ják- vætt eða neikvætt og ef marka má ríkisíj ölmiðlabyltinguna er þensl- an eins og leikrit, hún er í mörgum þáttum og er einn þeirra sá gríðar- legi skortur á atvinnuleysi sem er að sliga þjóðfélagið. Vafalaust er þetta alveg rétt hjá ríkinu þótt ég geti ekki dæmt um það því að ég er steinhættur að botna í samfélaginu og veit það eitt að hvað framkvæmdir varðar hljótum við að vera orðnir hér um bil jafnmargir og Kínveijar sem eru aftur á móti álíka margir og krónumar í fjárlagahallanum. Mikið vildi ég að pólitíkusamir okkar hefðu ekki það sterk bein að þeir þyldu alla þá góðu daga sem em framundan að þeirra mati. Kveðja Ben.Ax. 63 Finnurðu átta breytingar? Þessar tvær myndir sýnast í fljótu bragði eins. En á neðri myndinni hafa fáOið burt hlutar af myndinni eða þeir breyst, alls á átta stöðum. Það er misjafhlega erfitt að finna þessar breytingar en ef fjölskyldan sameinast um að leysa þetta trú- um við því að allt komi þetta að lokum. Merkið með hring eða krossi þar sem breytingamar eru og sendið okkur neðri myndina. Skilafrestur er tíu dagar. Að þeim tíma liðnum drögum við úr réttum lausnum og veitum þrenn verðlaun, öll írá versluninni Japis, Brautarholti 2. Þau eru Supertech ferðatæki (verðmæti 3.860,-), LED útvarpsvekj- ari (verðmæti 2.350,-) og Supertech útvarpstæki (verðmæti 1.365,-). í öðru helgarblaði héðan 1 frá birtast nöfn hinna heppnu en ný þraut kemur í næsta helgarblaði. Góða skemmtun! Merkið umslagið: „Átta breytingar - 63, c/o DV, pósthólf 5380,125 Reykjavík. Verðlaunahafar reyndust vera fyrir 61. gátu: Hrafhhildur Sveinsdóttir, Fögrubrekku 36, 200 Kópavogur (ferðatæki), Ásta Sóllilja, Hæðargarði 40,108 Reylgavík (útvarpsvekjari), Ragnheiður Reynis, Gautland 11, 108 Reykjavík, (útvarps- tæki). Vinningamir verða sendir heim. ISIISlllÉiÉI , ■ W 1

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.