Dagblaðið Vísir - DV - 03.10.1987, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 03.10.1987, Blaðsíða 5
LAUGARDAGUR 3. OKTÓBER 1987. 43 Spumingaleikur__________ Veistu fyrr en í fimmtu tilraun? I Hér býður DV lesendum að reyna sig við sjö spurningar úr ýmsum áttum. Skráið hjá ykkur stigin og sjáið hve glögg þið eruð. 5 stig 4 stig 3 stig 2 stig 1 stig Fleyg orð Hann sagði í ræðu árið *1946 að „járntjald væri fallið milli Austur- og Vestur-Evrópu". Þessi maður var enskur, fæddur árið 1874. Hann varð meðal annars frægur fyrir margar og áhrifamiklar ræður. Hann var forsætisráð- herra Breta á árum heimstyrjaldarinnar síð- ari. Þannig kom 3 hannoftfyr- -rnm á Ijós- U myndum. Staður í veröldinni Rússar og Japanir börð- ust um þennan stað árin 1904 og 1905. Samnefndur staður er í Texas í Bandaríkjunum og annar í Ontario í Kanada. Umræddur staður er mikilvæg herskipahöfn. Hann var endastöð Sí- beríujárnbrautarinnar. Staðurinn er við Gulahaf og tilheyrir nú Kína. Fólk í fréttum Hann sagðist í viðtali við DV hafa verið „hræddur um að harðar kosningar myndu skaða flokkinn". Um var að ræða framboð til varaformennsku i um- ræddum flokki. Af ofangreindum ástæð- um dró hann framboð sitt til baka. Hann er meðal annars kunnur fyrir verslunar- störf í Austurstræti. Flokkurinn hans hélt landsfund um síðustu helgi. Frægt í sögunni Það er upphaf þessa máls að ungur maður reri báti sínum um Reykjavíkurhöfn árið 1913. Þetta háttalag var talin móðgun við konung Danmerkur. Vandræðin stöfuðu af því að hann hafði blá- hvítan fána við hún í skut bátsins. Maðurinn hét Einar Pét- ursson og var verslunar- maður að atvinnu. Þessi mynd var tekin af söguhetjunni á Reykja- víkurhöfn. Sjaldgæft orð Orð þetta er meðal ann- ars notað um úlpu sem sigmenn notuðu til að safna í eggjum í fugla- bjargi. Það þekkist einnig sem heiti á lykkju á enda öng- uls þar sem öngultaumur er festur í. Þá hefur þetta orð einnig verið notað um poka á neti. Sagnorð af sama stofni er notað um að greiða flækjur á línu. Orðaf samastofni kemur^ fyrir í orðasambandinu þegar sagt er að eitthvað hafi „farið út um ... og hvappinn. Stjórn- málamaður Hann var fæddgr á þess- um stað árið 1892. Faðir hans var danskur, þá verslunarmaður þar. Hann var umsvifamikill í togaraútgerð og mikill baráttumaður fyrir þá at- vinnugrein. Hann var lengi þingmað- ur fyrir Gullbringu- og Kjósarsýslu. Hann varformaður Sjálf- stæðisflokksins á tíma- bilinu frá 1934 til 1961. Rithöfundur Hann fæddist 16. októ- ber árið 1887 eða fyrir hartnær öld. Hann var seinustu ævi- árin bóndi í Bessatungu í Saurbæ í Dölum en kenndi sig við annan bæ í sömu sveit. Frægar eru sögur Þór- bergs Þórðarsonar af þessum manni. Fyrstu bók sína kallaði hann Söngva föru- mannsins. Svona lítur fæðingar- staður hans út nú á dögum. Svör eru á bls. 40 íslensk fyndni Leggið manninum orð í munn. Merkið tillöguna: „’lslensk fyndni", DV, pósthólf 5380, 125 Reykjavík Höfundur: Konráð Ragnarsson, Álakvísl 6, 110 Reykjavík.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.