Dagblaðið Vísir - DV - 03.10.1987, Blaðsíða 16
Lög og réttur
íwí**"*
■
>' ■■ -í.
"L *
Reykjavík 28. september.
Kæri vin.
Þá verður reynt að halda áfram að
segja þér tíðindi að heiman. Göngur
og réttir gengu vel og fé heimtist allt-
of vel af fjalli. Enn aukast því
vandræðin út af öllu þessu keti. Samt
er reynt að bjarga því sem bjargað
veröur. Til dæmis hefur verið ákveð-
ið að skjóta riðuveikt fé hvar sem það
er að finna en hjóða riðuketið ekki
til sölu heldur aka því beint á haug-
ana. í Tímanum sá ég frétt um
riðuveikiær og þar stóð að áætlað
væri „að hirða af þeim gærumar eft-
ir sláturhúsaslátrun". Þaö á þá að
láta sláturhúsin fjúka í leiðinni, enda
litið með þau að gera eftir að tekist
hefur að útrýma varginum. En nóg
um landbúnaðinn að sinni.
Helstu fyrirsagnir
Þegar ég var í sveit á sumrum sem
barn var ég strax orðinn sólginn í
blaðalestur. Hið lögboðna lesefni
bænda í þann var Tíminn sem kom
færandi stefnuna. íhaldið reyndi aö
koma sínu að með því að gefa út blað
sem nefndist ísafold og Vörður og
hafði að geyma valdar greinar og
fréttir úr Morgunblaðinu en engar
auglýsingar. Löngu síðar var mér
sagt að fólk, sem átti ættingja í út-
löndum, hefði sótt mjög í þessa
sérútgáfu til að senda og gefa þeim
færi á að fylgjast með því sem hér
væri að gerast. Mér hefur stundum
dottið í hug að bæta um betur og
klippa bara út fyrirsagnir úr blöðum
og senda þér og láta þig svo ráða í
hvers konar frétt hafi fylgt hverri
fyrirsögn. Ég ætla að taka nokkrar
fyrirsagnir og geta þess innan sviga
hvað ég tel að þér detti í hug. Þá
miða ég við að þú munir eitthvað af
þvi sem ég hefi sagt þér í síma þegar
þú hefur hringt og leitað frétta milli
bréfa frá mér:
Ekki lögð áhersla á samstarf við
Nato. (Ur ályktun miðstjórnar Al-
þýðubandalagsins.)
Stórgjöf til bæjarins. (Þekktur skatt-
svikari taldi rétt fram.)
Fyrsta uppboð á þriðjudag. (Jón Sig.
heggur á Útvegsbankahnútinn.)
500 ökumenn kærðir. (Óku á lögleg-
um hraða frá Reykjavík í Kópavog.)
Birgir ísleifur gegnir öllum ráðherra-
störfum Sjálfstæðisflokksins. (Jón
Baldvin sparar á öllum sviöum.)
Leitað að húsnæði undir kvennafang-
elsi. (Nú skal þjarmað að Kvennalist-
anum.)
Ég er leikstjórinn. (Davíð setur fund
í borgarstjóm.)
Tvær flugur í einu höggi. (Kaupið
hækkað og verðbólgan eykst.)
Tók gullhúðað í stað ekta. (Visa eða
Euro?)
Bandarísk bláber í óperunni. (Kristj-
án Jóhannsson farinn til Ítalíu.)
Þannig mætti lengi telja en ég læt
þetta nægja að sinni. Þú ræður í þetta
eins og þér sýnist.
Lög og regla
Nú er mjög í tísku að gera átak í
hinu og þessu. Að undanfomu hefur
lögreglan í Reykjavík verið með
umferðarátak í gangi, það er að segja
átak sem felst í því að taka þá sem
ekki fylgja umferðarlögum. Þeir sem
aka of hratt eru teknir, þeir sem aka
yfir á rauðu eru teknir og þeir sem
aka fullir em teknir og svo fram-
vegis. Er ekki að orðlengja það að í
Bréftil vinar
Sæmundur Guðvinsson
þessu átaki hefur komið í ljós að
þúsundir ökumanna fara ekki eftir
lögum og reglum. „Skítt með allar
reglur, ég ek bara eins og mér sýn-
ist.“ En af hveiju er ástandið svona
slæmt? Um það var ég að hugsa á
sunnudaginn þar sem ég stóð í óra-
langri biðröð fyrir utan Háskólabíó
í kulda og trekki. Ég var aö bíða eft-
ir að kaupa miða á mynd sem heitir
Beverly Hills II og er víst svaka vin-
sæl. Nú, sem ég hími þarna í kuldan-
um og góni í kringum mig sé ég 15
umferðarlagabrot á skömmum tíma
og hætti aö telja eftir það, enda kom-
inn í anddyrið. Við miðasöluna
stendur skýrum stöfum á skilti að
þessi mynd sé bönnuð innan 12 ára.
Þetta þótti mér skrýtið því flestir
þeirra sem voru að kaupa miða voru
á þrjúbíó-aldrinum. Datt mér helst í
hug að foreldramir hefðu ekki treyst
sér til að hanga í biðröðinni í þessum
kulda og þvi sent bömin til miða-
kaupa.
Þegar farið var að hleypa inn
ruddist bamaþvagan að
dymnum með aðgöngumiða
í höndunum. Flest
virtust þau á aldrinum sex til 10 ára.
Einnig var nokkuð um fullorðna og
héldu sumir þeirra á smábömum.
Og öllum var hleypt inn á kvikmynd
sem er bönnuð bömum innan 12 ára.
Ekki er ég að ásaka vesalings dyra-
vörðinn sem fékk á sig þúsund
manns í einu. Það hefði varla verið
sýnt mikið þann daginn ef hann hefði
eytt tíma í að þýfga hvem og einn
um aldur og krefjast sannana. Þó
heyrði ég hann eitt sinn segja að
þetta gengi ekki þegar lítil hnáta,
fjögra ára eða svo, rétti fram sína
litlu hönd sem hún hafði kreppt utan
um miðann: „Þú ert nú of ung. Þetta
gengur ekki,“ sagði dyravörður í
öngum sínum. Ung kona segir þá
hátt og með þótta: „Þetta barn er
með mér.“ „Það skiptir nú ekki
máli,“ segir dyravörður. En auðvitað
fóru þær mæðgur inn því þvagan
fyrir aftan beinlínis mddi þeim inn.
Kvikmyndin um þessa amerísku
löggur þótti mér í heild leiðinleg -
þessi vanalegi byssu- og bílaleikur
myndina út í gegn sem endar svo
með stórskotahríð þar sem tugir
liggja í valnum. Má vel vera að for-
ráðamenn kvikmyndahúss, sem
kennir sig við Háskólann, telji þetta
góða sunnudagshugvekju fyrir böm
og foreldrar séu sömu skoðunar.
Kemur mér ekki við.
En kvikmyndaeftirlitið hefur
greinilega talið rétt að banna mynd-
ina bömum innan 12 ára. Foreldrar
sinna því í engu né heldur bióstjór-
inn. Er svo hægt að ætlast til þess
að unglingar beri virðingu fyrir lög-
um og reglum í umferðinni þá þeir
fá bílprófið þegar þeir hafa alist upp
við það frá blautu bamsbeini að regl-
ur séu til að bijóta þær, athuga-
semdalaust? Ég bara spyr, en
blessaður, farðu ekki að svara. Hins
vegar skal ég geta þess svona innan
sviga að sonur minn dró mig á þessa
dellumynd. Hann er að vísu bara 10
ára en stór eftir aldri.
Ég ætla ekki að pára meira að sinni.
Bjöm frændi þinn bað mig að spyija
hvort hann ætti að gefa Gjaldheim-
tunni upp heimilisfangjð þitt þama
úti. Þú lætur mig vita. Hér veður
allt upp í sköttum og nú er Jón Bald-
vin búinn að skattleggja mjólkurís,
enda óhollt að úða í sig ís eftir að
farið er að kólna og komið haust.
Þinn vinur, Sæmundur.