Dagblaðið Vísir - DV - 03.10.1987, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 03.10.1987, Blaðsíða 14
60 LAUGARDAGUR 3. OKTÓBER 1987. Popp Platan Gísli - heitir eftir Gísla á Uppsölum „Ég hef ekki hugmynd um hve mikið ég á af óútgefnum lögum. Þau eru að minnsta kosti nær hundrað en tvö hundruð," sagði Rúnar Þór Pétursson er við röhb- uðum saman á Hrafninum eitt haustkvöldið. Platan Gísh var að koma út. - „Elsta lagið á plötimni samdi ég fyrir tíu árum, annað er sex ára, tvö fjögurra og afgangur- inn öllu nýrri,“ sagði Rúnar. Gísh er önnur sólóplatan hans. Sú fyrri heitir Auga í vegg. „Ég gaf hana út sjálfur, nennti ekki að vaða milli útgefenda. Það er bölvað púl aö vera sinn eigin útgefandi, miklu betra að láta aðra sjá um þá hlið fyrir sig eins og núna,“ sagði Rúnar og glotti. Hvemig ætti hann að mega vera að því að sinna útgáfu- málum? „Það er nóg að gera í spila- mennskunni ef maður kærir sig um.“ Rúnar benti í átt að pínulitlu sviði Hrafnsins. „Við Jón Ólafsson bassaleikari ætlum að spila héma í kvöld. Annað kvöld bætist Sigur- geir Sigmundsson gítarleikari í hópinn og þá köllum við okkur Bandið hennar Helgu. Það heitir eftir Helgu sem rekur Hrafninn. Við Sigurgeir erum síðan í hljóm- sveit með Steingrími Guðmunds- syni trommuleikara og Stefáni Ingólfssyni bassaleikara. Þegar þessi hljómsveit spilar í Holiywood heitir hún Kynslóðin. Annars stað- ar gengur hún imdir nafninu Xsplendid. Ég á frí á mánudags- og þriðjudagskvöldum.“ Helgaipopp Ásgeir Tómasson I blönduðum stíl Á plötunni Gísla er bluestónhst, reggae, rokkarar, trúbadúrmúsík og róleg lög. Blandaðir ávextir - helst eitthvað fyrir aha, að sögn Rúnars Þórs Péturssonar. „Ég hef mest gaman af að spha trúbadúrtónlistina," sagði hann. „Mér líður best þegar ég spila þannig tónhst. Ég spennist allur upp í rokkinu. Aldurinn er senni- lega farinn að segja til sín.“ Dágóður fjöldi tónlistarmanna leikur og syngur með Rúnari á nýju sólóplötunni. Alhr þeir sem að framan eru taldir leggja fram sinn skerf. Einnig gefur þar á að hlýða Þorstein Magnússon gítar- leikara og starfshróður hans,' Tryggva Hubner. Láms Grímsson leggur Rúnari og hð, einnig Sigurð- ur Reynisson og Megas syngur meö í einu lagi. „Upphaflega átti Gísh aðeins að verða trúbadúrplata,“ sagði Rúnar Þór Pétursson. Svo fékk ég Stein- grím Guðmundsson til að koma með sneriltrommu til að spha með í titillaginu. Hann tók náttúrlega allt settið með og áður en ég vissi af höfðu málin þróast á aht annan hátt en ég hugsaði mér fyrst. Ég er svo sem ekkert ósáttur við það.“ Að lokum: Hvers vegna heitir platan Gísh? Ég spurði Rúnar Þór Pétursson að því. „Eitt lagið á plötunni fjallar um Gísla á Uppsölum og það hvernig fjölmiðlarnir mddust inn í fábrotið hf hans með frystikistur og annað dót sem hann hafði engin kynni haft af. Þegar ég flyt þetta lag fæ Nóg að gera hjá Rúnari Þór Péturssyni sem leikur með þremur hljóm sveitum fimm kvöld í viku. DV-mync ég mjög oft viðbrögð frá áheyrend- um. Sumir eru innhega sammála textanum mínum. Aðrir verða öskureiðir og oft sprettur upp rifr- ildi um Gísla heitinn. Mér finnst því tílvahð að heiðra miningu hans með því að láta plötuna heita eftir honum." Bubbi Morthens snýr rokkhliðinni niður um þessar mundir. Dögun ku vera meira í ætt við Konu en Frelsið. Tólf heimsþekktir spilarar á einni og sömu plötunni Allflestir liðsmenn stórhljómsveitarinnar sem leikur ð Phenomena II i veislu eftir að plötusamningur hafði verið undirritaður í septemberbyrjun. Phenomena n er undarlegt fyrir- bæri. Tólf manna stórhljómsveit hljóðritar eina plötu, gerir kvik- mynd sem verður gefin út á myndbandsspólu og sphar kannski eitthvað opinberlega á einhvers konar undrasviði í tæknhegum skhningi og verður síðan lögð nið- ur. Tólfmenningamir, sem taka þátt í Phenomena II, eru engir smákarl- ar. Söngvaramir fjórir em Glenn Huges (Deep Purple), Ray Ghlen (Black Sabbath), John Wetton (Asia) og Max Bacon (GTR). Gítar- leikaramir eru sömuleiðis fjórir: Mel Gahey (Whitesnake), Kyoji Yamamoto (Vow Wow), Scott Gor- ham (Thin Lizzy) og John Thomas (Budgie). Bassaleikari hópsins er Neh Murray (Whitesnake), Leif Johan- sen (A-ha) leikur á hljómborð og trommuleikaramir em Michel Sturgis (A-ha) og Toshihiro Nhmi (Vow Wow). Platan Phenomena II er tíu laga. Tónlistin er eftir Tom Galley og Mel Gahey. Einnig á Richard Bai- ley hlut að einu lagi. Tom samdi aha texta og stjómaði upptökum plötunnar. Hann er sumsé heilinn að baki fyrirbærinu ásamt W.F. Rimensberger. Nafnið Phenomena II gæti bent th þess að einhvem tíma hafi Phenomena I verið búin th. Sú er raunin. Að þeirri plötu unnu Glenn Huges, Cozy Powell, Mel Gahey, Neil Murray, Don Airey og Ted McKenna. Þriðja platan verður gerð síðar. Enn er ekki farið að velja hljóðfæraleikara á hana. Dögun hjá Bubba Morthens Nýja platan hans Bubba Morthens heitir Dögun og það sem ég hef heyrt af henni lofar virkhega góðu. - Bjóst einhver við öðm? Platan kemur út í fyrstu viku nóvember. Bubbi áformar að kynna hana með myndarlegum útgáfutónleikum síðar í þeim mánuði, væntanlega í íslensku óperunni. Það er Grammið sem gefur Dögun út. Að sögn útgefandans er það ekki rokkhliðin sem snýr upp á Bubba að þessu sinni. Platan er mjög ólík metsöluplötunni, Frelsi til sölu. En á hún eftir að seljast jafnvel? „Þótt hún seldist helmingi verr væri það eigi síður gott,“ sagði Ásmund- ur Jónsson í Gramminu. Hann kvað tæplega sautján þúsund eintök seld af Frelsinu. Hún hefur th skamms tíma verið á topp tíu á vinsældalista DV og er þar jafnvel enn. Það var Tómas M. Tómasson sem stjómaði upptökum Dögunar. Hann leikur jafnframt á bassa og hljómborð á plötunni. Ásgeir Óskarsson sér um slagverkið og Þorsteinn Magnússon leikur á rafmagnsgítar. Bubbi Morthens hefur lítinn tíma th að halda tónleika á næstunni. Nú taka við upptökur í Svíþjóð þar sem hann vinnur enn að sinni fyrstu plötu fyrir Mistlur-útgáfuna sem er í eigu hðsmanna Imperiet. Við verðum því að bíða stórtónleikanna í næsta mánuði. Bruce syngur um ástina Það er hátíð í bæ hjá aðdáendum Bmce Springsteens þessa dagana. Níunda plata hans var að koma út. Tunnel of Love heitir hún og er ekki kántríplata. Hún inniheldur ekki heldur hið dæmigerða gaha- buxnarokk Springsteens og text- amir em ólíkir því sem hann hefur oftast sungið um á fyrri plötum. Að þessu sinni syngur hinn thtölu- lega nýkvænti rokkari um ástina. Brace ræsti ekki út E-Street bandið vegna nýju plötunnar held- ur fékk hann hljóðfæraleikara héðan og þaðan. Það var th dæmis Richard Greene, fymun fiðluleik- ari gæðasveitarinnar Seatrain, sem kom þeim orðrómi af stað að Bmce fengist við dreifbýlistónhst á Tunn- el of Love. Greene lék með í nokkrum lögum en í endanlegu hljóðblönduninni var hann þurrk- aður út! Kannski fyrir að hafa talað af sér. dreifbýllstónlist, hvað sem sfðar kann að verða. Nú er fullsannað að Bruce Springsteen hefur ekki ennþá snúið sér að

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.