Dagblaðið Vísir - DV - 13.10.1987, Page 3

Dagblaðið Vísir - DV - 13.10.1987, Page 3
ÞRIÐJUDAGUR 13. OKTÓBER 1987. 3 Fréttir Kópavogsbúum þykja Reykvíkingar djarftækir í Vatnsendamálinu: Sagðir hafa hirt 18 hektara aukalega Skelðahreppur: Hrta- verta á Það var stór dagur hjá hluta fbúa I Skeiöahreppi á laugardag. Þá tengdust tólf bæir hitaveitu. Eru þá þrír bæir i hreppnum án hita* veitu. Verið er að leggja lagnir að tveimur bæjura. Þá mun aöeins einn bær verða án hitaveitunnar. Aö sögn Bjarna Valdimarssonar á Fjalli er áætlaður kostnaður á hvem bæ um 700 þúsund krónur. Þeir tólf bæir, sem nú hafa tengst hitaveitunni, boruöu holu að Húsatóftum. Ór holunni renna sjállkrafa 15 sekúndulitrar af 74 stiga heitu vatni. Bjami sagði að aðeins væri notaður þriðji hluti þess vatns sem holan gæfi. . -sme Samkvæmt samanburði Skúla Norödahl, skipulagsarkitekts Kópa- vogsbæjar, ber teikningum af landi því, sem Reykjavíkurborg hefur keypt úr Vatnsenda, hvergi nærri saman við landamerkjateikningar Kópavogs- manna. Meðal annars segir hann aö Reykjavík merki sér 18 hektara sem Kópavogsbær keypti af einstaklingi á Víðivöllum fyrir um áratug. Skúii nefnir mörg dæmi um það aö borgaryfirvöld noti önnur landamerki en bæjaryfirvöld í Kópavogi. Um sumt af þessu hefur veriö ágreiningur en eftir kaup borgarinnar á 41 hektara af Vatnsendalandi em helst horfur a að þessar deilur blossi upp fyrir al- vöm. Bæjarráð Kópavogs mun fjalla um máiiö á fimmtudag. í viöræðum DV við bæjarfuiltrúa í Kópavogi hefúr komiö fram að þeir telja borgaryfirvöld í Reykjavík sýna hreinan yfirgang varðandi skipulags- mál á þeim svæðum sem skarast milli bor'garinnar og nágrannanna. Þeir minna á Fossvogsdalinn sem borgar- yfirvöld vilji nýta undir hraðbraut sem kæmi að mestu innan marka Kópavogs. Kópavogsmenn vilja gera daiinn að útivistarsvæði og þar hafa meðal annars verið uppi hugmyndir um golfvöll. Ágreiningurinn um Foss- voginn hefúr stöðvað aliar ákvarðanir um hann næstu árin. Borgaryfirvöld hafa deilt við Vatns- endabónda árum saman vegna lands sem tekið var undir vatnslögn frá vatnsbólum borgarinnar. Þaö er út af fyrir sig hlálegt að lögnin er aðveituæð til Kópavogs en Kópavogsbúar kaupa kalt og heitt vatn og einnig raforku af borginni þótt með mismunandi hætti sé. Mögulegt er að beita eignar- námslögum til þess aö ná landi til nota vegna almannaþarfa. Landakaup borgarinnar nú virðast hins vegar í stærri stil en vegna vatnsæðarinnar einnar. Kaupin á Vatnsendalandinu eru háð þeim skilyrðum að Kópavogsbær faili frá forkaupsrétú og aö Alþingi sam- þykki eignamámslög vegna kaupanna og breyttra landamerkja milli Reykja- víkur og Kópavogs. Samkvæmt framansögðu liggur ekki fyrir hver afstaða bæjaryfirvalda í Kópavogi verður eða þá um afdrif málsins. -HERB í góða veðrinu að undanförnu hafa margir lagt leið sina niður að tjörn til að njóta veöurblíðunnar og eins til að fóðra endur og svani á brauð- meti. Mjög mikið af fugli er nú á tjörninni og þvi margir svangir goggar að seðja. Enda ber ekki á öðru en fuglarnir kunni að meta kræsingarnar. DV-mynd S Afli íslensku togaranna Þeir vestflrsku í algerum sérflokki í skýrslu, sem Landssamband ís- lenskra útvegsmanna hefur gefið út um afla togaranna fyrstu átta mánuði ársins, kemur í ljós að enn sem fyrr eru Vestfjarðatogaramir í algerum sérflokki hvað afla og aflaverðmæti snertir. Þá em frystitogarar ekki tald- ir meö. Enn sem fyrr er Guðbjörg ÍS aflahæsti togæi landsins. Guðbjörg ÍS veiddi j)ennan tíma 4.267 lestir og landaði 30 sinnum. Skiptaverðið var 25,90 krónur á kíló og meðalskiptaverðmæti á úthaldsdag var 579.450 krónur. Til samanburðar má geta þess að næsthæsta skipið hvaö skiptaverðmæti á úthaldsdag snertir var Júlíus Geirmundsson ÍS með 3.012 lestir í 28 löndunum, skipta- verðmætið 28,20 krónur en meðal- skiptaverðmæti á úthaldsdag 464.280 krónur. Páll Pálsson ÍS er í 3. sæti með 3.949 lestir í 34 löndunum, skipta- verðmæti 23,30 krónur á kíló en meðalskiptaverðmæti á úthaldsdag 444.734 krónur. Flestir hinna vest- firsku togaranna em með á bilinu 3 til 4 hundmð þúsund í meðalskipta- verðmæti á úthaldsdag. Nokkrir togarar, sem að stórum hluta súmda rækjuveiðar, em með hærri skiptaprósentu og em því ekki samanburðarhæfir við þá sem að mestu stunda bolfiskveiðar eins og vestfirsku togaramir. Togarar annars staðar af landinu, sem stunda bolfiskveiðar, em með meðalskiptaverðmæti á úthaldsdag á bilinu 200 og upp í 350 þúsund krónur. Frystitogaramir era svo alveg sér á báti. Þar em Akureyrin EA og Örvar HU langhæst. Akureyrin var með 4.566 lestir, skiptaverðmæti 39,40 krónur á kíló og meðalskiptaverðmæti á út- haldsdag 847.999 krónur. Örvar HU var með 3315 lestir, skiptaverðmæti á úthaldsdag 41,20 krónur á kíló og með- alskiptaverðmæti á úthaldsdag 833.536 krónur. -S.dór SeHóss: Eldri borgarar funda Regína 'Ilioiaransem, DV, SeHbasi; El(fri borgarar á Selfossi komu sam- an á fúnd í Tryggvaskála nýlega og ræddu starfsemi Félags eldri borgara í sumar en hún þótti heppnast mjög vel. Margir fóm í feröalög bæði utan- lands og innan og vom fúndarmenn ánægðir með hvað ferðalögin vom vel skipulögð og ódýr og var Einari Jóns- syni, formanni Styrktarfélags aldr- aðra á Selfossi, sérstaklega hrósað fyrir snilldarsamninga um ferðalögin. cinsdivrGTE Skólavöröustíg 1 Sími: 22966 101 Reykjavik. AUKIN SNERPA, BETRIAFKÖST Ef þú sefur illa og ert úrillur ó morgnana, lœtur umferðina fara í taugarnar ó þér, ótt erfitt með að einbeita þér að verkefnum dagsins, skaltu líta við í Heilsuhúsinu. Við leiðum þig í allan sannleikann um CII1S<JIMG115

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.