Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 13.10.1987, Qupperneq 16

Dagblaðið Vísir - DV - 13.10.1987, Qupperneq 16
16 ÞRIÐJUDAGUR 13. OKTÓBER 1987. Spumingin Ert þú hlynnt(ur) tveggja flokka stjórnmálakerfi hér? Bjarni Kristinsson: Ég veit ekki, satt aö segja. Ég held þó aö betra sé aö hafa flokkana fleiri en tvo. Eysteinn Nikulásson: Já, miklu frek- ar - tel að auöveldara verði að koma ýmsum mikilvægum málum í fram- kvæmd með tveimur flokkum. Hanna Bjarnadóttir: Nei, ég er ekki hiynnt því - finnst þó nógu margir flokkar hér og vil alls ekki fleiri en nú eru. Steinn Gunnarsson: Alveg eins. Það hlýtur að verða auðveldara og fljót- virkara að ráða fram úr málunum þannig. Guðrún Guðmundsdóttir: Ég held það, svona fljótt á litið. Auður Stefánsdóttir: Nei. Tveir flokkar yrðu allt of þröngir málefna- lega séð. Mér finnst nauðsynlegt að hafa fleiri en tvo flokka. .iriiiij iifiis í___________________________________ Nýja flugstöðin - og hin gamla. Bréfritari saknar andrúmsloftsins í þeirri síðarnefndu. Nýja flugstöðin-og sú gamla Samanburðurinn á flugstöðinni nýju og þeirri gömlu er þeirri gömlu í hag frá mínum bæjardyrum séð. - Fyrir það fyrsta er aðkeyrslan. Til þeirrar gömlu ók maöur um manna- byggðir og fólk var á ferli. Manni finnst notalegra að aka þar sem sést til mannaferða. Aðkeyrsla að hinni nýju er stundum ógnvekjandi. Einnig fannst mér gamla bygging- in vera mun hlýlegri á allan máta. Það má mikið gera til endurbóta í hinni nýju flugstöð til þess að hún verði jafnvistleg og sú gamla var. Far vel, gamla flugstöð, og hafðu þökk fyrir allt og allt, eins og sagt er á kveðjustundu. Flugfarþegi skrifar: Ég var einn þeirra sem voru mjög fylgjandi byggingu nýrrar flugstöðv- ar, ekki síst vegna þess að sú gamla var talin vera of litil af þeim sem gleggst áttu til að þekkja. Hins vegar kom mér sem flugfar- þega þetta sjaldan í hug þegar ég átti þama leið um og maður var far- inn að gjörþekkja allar aðstæður þama og fann ekki fyrir þrengslum þótt þröngt væri á þingi þegar far- þegar í „transit" hópuöust inn snemma morgims eða síðla dags og bættust í hóp þeirra nýju. Síðan var nýja flugstöðin opnuð við hátíðlega athöfn. Og sjá, þetta var allt harla gott. Eða svo var því lýst við vígsluna. Annað átti þó eftir að koma í ljós. Nú kom að því að maður fór að nota stöðina, ef svo má að orði kom- ast. í fyrsta sinn, sem ég þurfti þess og ók suður eftir frá Reykjavík og kominn langleiðina, að ég hélt, hugs- aði ég með mér: Hvað er að koma yfir mig og hvar er ég eiginlega? - Ég sá nefnilega enga flugstöð fyrr en allt í einu að ég sé rísa eins og dökkt hrúgald upp úr jörðinni. Þetta var þá flugstöðin! hugsaði ég. Hefði verið dimm þoka eða súld hefði ég sennilega ekki komið auga á hana fyrr en ég hefði keyrt fram hjá stör- grýtinu í kringum hana. Og nú set ég fram mína skoðun á þessari nýju flugstöð sem ætlar að veröa þungur baggi á okkur fiár- hagslega í náinni framtíð. Hún er vægast sagt ömurleg. Aðkeyrslan er sú óþægilegasta sem þekkist. Og stórgrýtið, sem tyllt hefur verið fyrir framan bygginguna, gæti ég trúað að yrði ekki til að auðvelda útgöngu fólks ef einhvem tíma þyrfti að rýma húsið í skyndingu, svo sem vegna jarðskjálfta. Þá hugsun er ekki þægi- legt að hugsa til enda. En hvers vegna stórgrýti fyrir framan flug- stöð? Nú, þama hefur til skamms tíma ekki verið hægt að njóta almenni- legra veitinga og hefur það lítið breyst frá því sem var í gamla staðn- um. Þeir sem era að taka á móti farþegum hafa hingað til alls engan aðgang haft að einu né neinu, ekki einu sinni vatni úr „brynningar- bunu“ sem alþekkt er á flugvöllum og víðar. Aðalstöðvar Bifreiðaeftirlits ríkisins. „Eiga ekki eftirlitsmenn að lesa af mælunum sjálfir?" spyr bréfritari. Mannleg samskipti Guðrún Hansdóttir hringdi: Mér finnst til fyrirmyndar að hafa nafn höfúnda undir greinum eins og gert er í Dagblaðinu Vísi. Stundum er verið að skrifa um hús- dýr, hunda og ketti sem hafa verið vinir mannsins um aldir. Hundar hafa hér áður fyrr bjargað mörgum mann- lífúnum og enn í dag em þeir til margs þarfir. Það er oft talað um hunda sem skilja eftir sig óhreinindi. En ég spyr: hvað gerir mannfólkið? Hvaö með öll skemmdarverkin á símaklefúm og öðrum opinberum verðmætum? Gott fólk, hafið það í huga, að vits- munaveran, maðurinn, ætti að líta sér nær og ganga betur um almenning- seigur en gert er í dag. Hafið aðgát >' nærvera sálar og takið tillit til þess sem er að gerast í þjóð- félaginu sem er margbreytilegt og margslungið. Fáið ekki útrás í skemmdarverkum. Strengjum þess heit að gæta þeirra eigna sem era í eigu almennings. Bestu kveðjur. Einstök framkoma bifreiðaeftiiiítsmanns Sorphaugar Reykjavíkur •• Omurieg umgengm 6939-0501 skrifar: Ég get nú vart orða bundist en þann- ig er að ég hef síðastliðin sex ár komið með bifreiö 1 mælaaflestur hjá Bif- reiðaeftirliti ríkisins. Þegar ég kom þangað hinn 7. okt. sl. fékk ég þá furðulegustu þjónustu sem ég hef heyrt um. Ég var beðinn að hlaupa út í bíl og skrifa niður tölumar á mælinum. Sá er um þetta bað virtist upptekinn í samræðum um sumarbústaði við kunningja. Er ég kom inn aftur var ég beðinn um að hlaupa aftur út og nú til að ná í skráningarskírteinið. Þegar hér var komið spurði ég manninn hvort hann hefði ekki getað beðið um skírteinið strax svo að ég þyrfti ekki að marg- hlaupa út. Þá svarar hann: „Þú hefúr gott af að hlaupa!“ En þar sem ég hef aldrei verið beð- inn um skírteinið áður spurði ég manninn hvort þetta væra nýjar regl- ur. Ekki stóð á svarinu: „Vertu ekki með þennan kj- • “ Síðan hendir hann bókinni til mín með þeim orðum að nú geti ég hlaupiö eins langt og mér sýnist og feginn yrði hann þegar ég kaemi mér burt af lóðinni!! Ég spyr: Eiga ekki eftirlitsmennimir að lesa af mælunum sjálfir og era engin takmörk fyrir því hvemig menn tala við viðskiptavinina? Hringið í síma 27022 miUi kl. 13 og 15, pAa clrrífírS v?V^d 2)JKbJL ILlxJ Starfsmaður í Gufúnesi hringdi: Það var sl. nótt, þegar hann rauk upp með hávaðaroiti, að allt fór úr böndunum á sorphaugum borgarinn- ar. Þar er líka, að mínu mati, um- gengni með þeim ódæmum að til skammar er fyrir borgina. í sliku veðri sem þá var fýkur allt sem fokið getur og í allar áttir og ekki síst inn á umráðasvæði Áburðarverk- smiðjunnar en þar er í raun hættu- svæði þegar málið er skoðað betur. Það mál er þó tilefni annars pistils. Það hefúr sjaldan eða aldrei verið eins illa staðið að umgengni og frá- gangi þama og nú er. Þama koma hross í stórum hópum og krafsa og gramsa í því rush sem er á staðnum. Nú, allir vita að þama er orðin ein aðalbirgðastöð landbúnaðarvara, svo uppörvandi sem þaö er nú fyrir þjóð- félagið. Þegar borgin var með frágang á haugunum og umsjón alla var ástand- iö mun betra. Nú er þetta komið í hendur verktaka, sem virðist, því mið- ur, ekki hafa full tök á málunum. Ég skora á viökomandi yfirvöld að láta fara fram athugun á umgengni allri og frágang á sorphaugum borgarinn- ar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.