Dagblaðið Vísir - DV - 13.10.1987, Page 33
ÞRIÐJUDAGUR 13. OKTÓBER 1987.
33
Fólk í fréttum
Svanur Krístjánsson
Svanur Kristjánsson, dósent í
stjómmálafræði við HÍ, hefur getið
þess í fréttum DV að Svavar Gests-
son verði líklega endurkjörinn
formaður Alþýðubandalagsins þrátt
fyrir yfirlýsingar Svavars um að
hann hyggist ekki gefa kost á sér til
endurkjörs.
Svanur fæddist í Hnífsdal 23. ágúst
1947 en flutti með foreldrum sínum
inn á ísafjörð þegar hann var á fyrsta
ári. Hann varð stúdent frá MA 1967
og lauk BA-prófi í stjómmálafræö-
um frá Macalester College í Minne-
sota og MA-prófi frá háskólanum í
IUinois 1972. Svanur varði doktors-
ritgerð 1977 um íslensk stjómmál
1916rl944. Hann var stundakennari
við námsbraut í þjóðfélagsfræði við
HÍ frá 1973, lektor frá 1974 og dósent
við félagsvísindadeild frá 1980. Svan-
ur gegndi prófessorsstöðu í fjarveru
Ólafs Ragnars Grimssonar 1981-1985
og var deildarforseti félagsvísinda-
deildar HÍ frá 1983-85.
Svanur gekk í Alþýðubandcdagið
1974 og var um skeið í útgáfustjóm
Þjóðviljans og miðstjóm Alþýðu-
bandalagsins en sagði sig úr því 1985.
Hann er nú í stjóm Félagsútgáfunn-
ar sem gefúr út Þjóðlíf.
Svanur giftist 25. september 1980
Auði Styrkársdóttur, f. 27. ágúst
1951, ritstjóra, MA. Foreldrar Auðar
em Styrkár, prentari og starfsmaður
í Odda, Sveinbjömsson, og kona
hans, Herdís, bókavöröur í Sól-
heimaútibúi Borgarbókasafnsins,
Helgadóttir, trésmiðs Jónssonar.
Svanur og Auður eiga tvíburana
Halldór Auðar og Kára Auðar sem
em fæddir 1979. Svanur átti son fyr-
ir hjónaband, Heiðar Inga, f. 1968,
sem er nemi við Samvinnuskólann
á Bifröst. Heiðar á dóttur á fyrsta ári.
Svanur á tvö systkini: Sæmund, f.
1945, fyrrv. verkamann og sjómann
í Kópavogi, og Maríu, f. 1954, fóstm,
gifta Ingólfi Vestmann Ingólfssyni,
raftæknifræðingi í Danmörku, og
eiga þau tvo syni.
Foreldrar Svans era Kristján,
fyrrv. skipstjóri og nú hafnsögumaö-
ur á ísafirði, Jónsson, og kona hans,
Ingibjörg Bjamadóttir. Faðir Krist-
jáns er Jón, sjómanns og verka-
manns í Hnífsdal, Eirikssonar, b. á
Moldhúsum á Álftanesi, Guðmunds-
sonar. Móðir Kristjáns var Amfríð-
ur Kristjánsdóttir, Ámasonar frá
Súðavík, Jónssonar, af Amardals-
ættinni, bróður Guðrúnar,
langömmu Kristmar Ólafsdóttur,
varaformanns Alþýðubandalagsins,
og Gests Ólafssonar skipulagsstjóra.
Móðir Svans, Ingibjörg, var dóttir
Bjama útgerðarmanns í Ögumesi,
Einarssonar snikkara, Bjamasonar,
af Amardalsættinni.
Svanur Kristjánsson.
Afmæli
Matthías
Stefánsson
Matthías Stefánsson, fýrrv. starfs-
maður hjá Rafmagnsveitu Reykja-
víkur, til heimilis að Bólstaðarhlíð
50, Rvík, er níræður í dag. Hann er
fæddur í Grímshúsum á Grímstaða-
holti og ólst upp hjá móðuAsinni til
fiórtán ára aldurs en var í sveit á
sumrin. Eftir fermingu var hann eitt
ár í Eilífsdal í Kjós og síðan hjá séra
Halldóri á Reynivöllum ínKjós fram
til tvítugsaldurs. Matthías fluttist þá
til Reykjavíkur og fór til sjós. Hann
var fyrst á skútu, þá á mótorbátum
en síðast á togurum. Þegar Matthías
kom í land 1924 hóf hann störf hjá
Rafmagnsveitu Reykjavíkur og
starfaði þar í tæp fimmtíu ár.
Matthías giftist 1923 Guðrúnu
Kortsdóttur, f. 8. febrúar 1900. For-
eldrar Guðrúnar vom Kort Gísla-
son, b. á Skjaldartjöm á Vatnsleysu-
strönd, og kona hans, Margrét
Þorvarðardóttir.
Matthías og Guðrún eignuðust
fiögur böm sem öll em á lífi. Þau
em: Guðrún, f. 1923, verslunarmað-
ur í Bókaverslun Lárasar Blöndal í
Rvík, en hún er ekkja eftir Gísla Stef-
ánsson, hótelstjóra á Siglufirði, og á
hún þrjú böm; Matthías, f. 1924, yfir-
verkstjóri hjá Rafmagnsveitu
Reykjavikur, giftur Líneyju Sigur-
jónsdóttur, og eiga þau þrjár dætur;
Margrét, f. 1927, hárkollumeistari
Þjóðleikhússins, gift Ásbimi Magn-
ússyni, starfsmanni á Keflavíkur-
flugvelli, og eiga þau einn son; Hulda
Pálína, f. 1930, gift Jóni Péturssyni,
dýralækni á Egilsstööum, og eiga
þau þijú böm.
Systkini Matthíasar vom sjö og
em þau öll látin. Þau vora: Páll, tré-
smiður í Rvik; Sesselja, gift Guð-
mundi Jónssyni, verkamanni í Rvík;
Ragnheiður, gift Kristni Jónssyni,
sjómanni í Keflavík; Gunnar, linu-
maður hjá Rafveitu Reykjavíkur,
giftur Ástu Hermannsdóttur; Krist-
ín, sem lést sautján ára; Soffia, sem
lést tveggja ára, og Sigurður, vígslu-
biskup á Möðruvöllum í Hörgárdal,
giftur Maríu Ágústsdóttur.
Foreldrar Matthíasar vom Stefán
Hannesson sjómaður, síðast í Kefla-
vík, og kona hans, Guðrún Matthías-
dóttir, sem lengi rak kaffisölu í
Traðarkotsundi 6. Faöir Stefáns var
Hannes, b. og smiður á Brekku á
Hvalfiarðarströnd, Jónssonar. Móð-
ir Matthíasar, Guðrún, var dóttir
Matthíasar, b. á Fossá í Kjós, Eyjólfs-
sonar.
Matthías dvelur á sjúkrahúsi
þessa dagana og verður því ekki
heima á afmælisdaginn.
Knstinn
ísaksen
Kristinn isaksen.
Kristinn Isaksen bifreiðarsfióri,
Hringbraut 136E, Keflavík, er sex-
tugur í dag.
Kristinn er fæddur og uppalinn í
Reykjavík en fluttist suöur í Garð
1972 og síðan til Keflavíkur 1982.
Hann var lengst af leigubílsfióri á
Bæjarleiðum en hefur veriö bílsfióri
hjá Sérleyfisbifreiðum Keflavíkur
síðustu tíu árin. Kristinn á fiögur
böm: Guðmund, þijátíu og þriggja
ára, Erlu Maríu, tuttugu og fiögurra
ára, Helenu, tuttugu og tveggja ára,
og Eriku, nífián ára. Kristinn á sjö
systkini. Foreldrar Kristins era Hag-
emp og Margrét ísaksen.
Kristinn mun taka á móti gestum
að heimili sínu í Keflavík 16. október
nk.
Þórdís Þorgrímsdóttir
Þórdis Þorgrímsdóttir.
Þórdís Þqrgrímsdóttir frá Bald-
urshaga í Ólafsvík, Lindaholti 6 í
Ólafsvík, er sjötug í dag.
Þórdís er fædd og uppalin í Ólafs-
vík og giftist Benjamín Guðmunds-
syni, f. 1. ágúst 1925, starfsmanni
Rafmagnsveitu ríkisins í Ólafsvík.
Foreldrar hans vom Guðmundur
Þórðarson, fiskimatsmaður í Rvík,
og kona hans, Guðrún Benjamíns-
dóttir.
Þórdís átti tvær dætur áður en hún
kynntist Benjamín. Þær era: Anna
Þórarinsdóttir, f. 12. október 1939,
matráðskona í Skálatúni, gift Sævari
Hermannssyni, vélsfióra í Rvík; og
Sólveig Jóhannesdóttir, f. 31. janúar
1943, fiskitæknir í Ólafsvík, gift ívari
Steindórssyni, sjómanni í ðlafsvík.
Synir Þórdísar og Beifiamíns em
Þorgrímur, f. 15. júlí 1947, útgerðar-
maður í Ólafsvík, giftur Kristínu
Kjartansdóttur; Rúnar, f. 6. desemb-
er 1948, útgerðarmaður í Ólafsvik,
giftur Ragnhildi Albertsdóttur; og
Svavar sem lést 1968, áfián ára að
aldri. Auk sinna eigin bama hafa
Þórdís og Benjamín alið upp tvær
fósturdætur sem era Sigrún, bama-
bam Þórdísar, f. 23. desember 1956,
skrifstofustúlka í Rvík, gift Krisfiáni
Sturlusyni, starfsmannasfióra hjá
Hagkaupi; og Ólina, bróðurdóttir
Þórdisar, f. 3. febrúar 1963, skrif-
stofustúlka hjá ESSO.
Systkini Þórdísar em: Laufey, f.
17. desember 1911, gift Ólafi Bimi
Ólafssyni, netagerðarmanni í Ólafs-
vík; Kristín, f. 6. nóvember 1927, gift
Ottó Ámas\Tii, skrifstofusfióra í Ól-
afsvík, bæði látin; og Kristinn, f. 6.
nóvember 1927, sjómaður í Ólafsvík,
giftur Ebbu Jóhannesdóttur fiski-
tækni.
Foreldrar Þórdísar vom Þorgrím-
ur Vigfússon, sjómaður í Ólafsvik,
og kona hans, Sigrún Máifríður Sig-
urðardóttir hjúkrunarkona.
Eymundur Torfason
Eymundur Torfasqn vélsfióri,
Dvaiarheimilinu Hlíf, ísafirði, er ní-
ræður í dag.
Eymundur er fæddur í Asparvík í
Strandasýslu og ólst þar upp til átta
ára aldurs en fluttist þá að Kald-
aðamesi til Ólafs Gunnlaugssonar
og Sigurðar Sveinssonar. Hann ólst
þar síðan upp og í Reykjaríirði og
Kúvíkum og var síðast á Gjögri en
fluttist til ísafjarðar 1919. Eymundur
lauk vélsfióraprófi á ísafirði 1926 og
var síðan vélsfióri á bátunum Sæ-
birni og Bifröst frá FlatejTÍ. Hann
var vélsfióri í íshúsinu í Neðsta-
kaupstað en hefur síðan unnið
margs konar landvinnu. Fyrri kona
Eymundar var Rannveig Benedikts-
dóttir frá Bolungarvík. Eignuðust
þau einn son, Garðar, sem lést ung-
ur. Seinni kona Eymundar er Krisfi-
ana Jakobsdóttir. Systkini
Eymundar vora sjö. Af þeim em
þijú á lífi en þau eru: Ásgeir, sjómað-
ur í Rvik. Torfhildur, húsmóðir á
ísafirði, og Guðbjörg, húsmóðir í
Hnífsdal. Látin em Þórdís, húsmóðir
í Keflavík, Kristbjörg, húsmóðir á
Akureyri, Bjöm, sem lést ungur.'og
Loftur, sjómaður í Hafnarhólum í
Steingrímsfirði.
Foreldrar EjTnundar vora Torfi
Bjömsson, b. í Asparvík, og kona
hans, Anna Bjamveig Bjarnadóttir.
80 ára____________________
Jónína Ólafsdóttir, Gunnlaugsgötu
17, Borgarhreppi, er áttræð í dag.
75 ára________________________
Hermann Guðjónsson, Óðinsgötu
15, Reykjavík, er sjötíu og fimm ára
í dag.
Jófríöur Kristjánsdóttir, Bólstað-
arhlíð 66, Reykjavík, er sjötíu og
fimm ára í dag.
60 ára________________________
Alfreð Kristinsson, Kleppsvegi 4,
Reykjavik, er sextugur í dag.
Gisli Ferdinandsson, Lækjargötu 6
A, Reykjavík, er sextugur í dag.
50 ára
Bára Magnúsdóttir, Ytri-Bakka,
Arnarneshreppi, er fimmtug í dag.
Anna Jóhannsdóttir, Drafnargötu
7, Flateyri, er fimmtug í dag.
40 ára
Benedikt Kristjánsson, Krumma-
hólum 6, Reykjavík, er fertugur í
dag.
Sigríður Siguijónsdóttir, Varma-
dal, er fertug í dag.
Helgi Björnsson, Huppahlíð 1,
Ytri-Torfustaðahreppi, er fertugur
í dag.
Kolbrún Finnsdóttir, Dalbraut 3,
Reykjavík, er fertug í dag.
Jóhann Magnús Magnússon,
Brekkubyggð 54, Garðabæ, er fer-
tugur í dag.
Sigrún Einarsdóttir, Langagerði 68,
Reykjavík, er fertug í dag.
Stefán Finnsson, Garðsbrún 2,
Hafnarhreppi, er fertugur í dag.
Hjörieifur Eríendsson
Ifjörleifur Már Erlendsson, Hát-
úni 22, Keflavík, er sextugur í dag.
Hjörleifur er fæddur og uppalinn
í Vestmannaeyjum og starfar nú
sem gæslumaður í Keflavík. Kona
hans er Ástrós Eyja Kristinsdóttir,
f. 7. nóvember 1933, og eiga þau sex
böm. Þau em: Harpa, f. 4. janúar
1953, ræstingakona í Rvík, gift Þórði
Haraldssyni skordýraeyði; Þröstur,
f. p. nóvember 1954, lögregluþjónn í
Rvík, giftur Dýrborgu Ragnarsdótt-
ur; Hrönn, f. 1. desember 1955,
skrifstofumaður á Akranesi, gift
Þorgeiri Kolbeinssyni, skipaaf-
greiðslumanni á Akranesi; Hlíf, f. 28.
janúar 1957, ræstingakona, gift Óm-
ari Leifssyni, starfsmanni Eimskips;
Sóley, f. 27. júlí 1963, gift Jóhanni
Guðnasyni, sjómanni í Keflavík;
Bylgja Dögg, f. 30. júlí 1970, verslun-
armaður í Keflavík.
Andlát
Ingólfur Guðmundsson frá Lóma-
tjörn lést í Borgarspítalanum
aðfaranótt laugardagsins 10. þ.m.
Guðbjörg Jónsdóttir, Efri-Holtum,
Vestur-Eyjafjöllum, lést í Sjúkra-
húsi Suðurlands laugardaginn 10.
október.
Sigurður Jónsson, fyrmm bóndi í
Úthlíð, Biskupstungum, Hamra-
borg 14, Kópavogi, lést sl. sunnudag
í Landspítalanum.
ÆTTFRÆÐINÁMSKEIÐ
Hafið þið áhuga á að rekja ættir ykkar og frændgarð?
Grípið þá tækifærið og lærið til verka á ættfræðinám-
skeiði.
Fyrsta flokks rannsóknaraðstaða.
Ættfræðiþjónustan - sími 27101.