Dagblaðið Vísir - DV - 13.10.1987, Síða 37
ÞRIÐJUDAGUR 13. OKTÓBER 1987.
37
Bruce Springsteen stofnaði sjóð til hjálpar atvinnulausum úr stáliðnaðinum og hér sést hann með tveim úr þeim hópi.
Poppsljaman Bruce Springsteen
hefur verið nefndur stjama verka-
lýösins og einnig kallaður „The
Boss“ sem útleggst sem forstjórinn á
íslensku. En nú hefur Springsteen
verið sakaöur um að vera harðstjóri
og allt annað en vinur verkalýðsins.
Tveir fyrrum starfsmenn hans hafa
höfðað mál á hendur honum og krefj-
ast skaðabóta fyrir að hafá verið
margsviknir af söngvaranum. Þaö
em Michael Batlan sem vann hjá
honum í 13 ár og Douglas Sutphin
sem var hjá honum í 10 ár samfleytt.
Þeir segjast hafa unnið að meðaltali
80 stimda vinnuviku hjá Springsteen
og verið reiðubúnir til starfa allan
sólarhringinn en aldrei fengið greitt
eftir yfirvinnutaxta. Þeir segjast hafa
margbeðið um leiðréttingu sinna
mála en aldrei fengið, auk þess hafi
söngvarinn verið iðinn við að rukka
þá um peninga eða draga af þeim
kaup ef hann taldi þá gera afglöp í
starfi.
Talsmaður Springsteen segir að vel
hafi verið gert við þessa menn, er
þeir hættu hafi Springsteen borgað
hvorum um sig 10 þúsund dollara
fyrir hvert ár sem þeir unnu hjá
honum.
Engin furða þótt Brando noti sólgleraugu, svona á sig kominn.
Brando var kominn með talsvert varadekk er hann ræktaði kókoshnetur á
einkaeyju sinni á Tahiti. "
Peter Holra virðist hafa tryggt
fjárhag sinn eftir að hafa farið illa
út úr viðskiptum sínum við Joan
Collins. Hann kvæntist nýlega á
laun Kathy Ann Wardlow, dóttur
milljónara, en raóðir hennar ku
ekki vera par hrifin af ráðahagn-
ura.
Með þessari giftingu hefur Holm
tryggt sér áframhaldandi veru í
Bandaríkjunum en kunnugir segja
að Peter Holm sé ekkert sérstak-
lega vinsæll í heimalandi sinu,
Sviþjóð, núna,
Hann er séður hann Peter Holm. Þessi lét blekkjast, Kathy Ann
Wardlow.
Hvar er Brando nú?
Marlon Brando er orðinn ein
mesta ráðgátan í Hollywood. Hann
lifir einangruðu og einmana lífi í
vfilu sinni í Los Angeles. Þar situr
hann niöursokkinn í eigin hugsanir
og drekkir sorgum sínum með stans-
lausu mataráti. Nú er svo komið að
þetta fyrrum glæsimenni og hæst-
launaði kvikmyndaleikari heims er
orðinn að hálfgleymdu 160 kílóa fitu-
hlassi.
Brando hefur orðiö fyrir miklum
áföllum í lífi sínu. Sú kona sem hann
elskaði mest, Jifi Banner, dó frá hon-
um í bfislysi og eini leikstjórinn sem
hann kunni almennfiega að meta,
Norman Garey (leikstjóri Superman
I myndarinnar), skaut sig árið 1982.
Ekki bætir úr skák að elsti sonur
hans, Christian, vill sem minnst af
fóður sínum vita.
Fyrir stóran hluta gífurlegra
auöæfa sinna hafði Marlon Brando
fjárfest í eyju á Tahiti. Þar hafði
Brando komið af stað umfangsmik-
illi kókoshneturækt, auk þess sem
hann rak hótel þar. Það á ekki af
karlinum að ganga því fellibylur
lagöi í einni svipan allt saman í rúst
og neyddist Brando til þess að selja
eyjuna í kjölfar þess. Þaö undrar víst
fáa, sem á annað borö þekkja hrak-
fallasögu hans, hve Ula er fyrir
þessum 63 ára lefiíara komiö.
Sviðsljós
Olyginn
sagði... -
Fay
Dunaway
er farin að eiga stefnumót við
fyrrum eiginmann sinn, Ijós-
myndarann Terry O'Neill, en
þau hafa verið skilin að skiptun
um skeið. Fay hefur búið í New
York með sex ára syni þeirra
hjóna, Liam. Nú er talið líklegt
að hún flytji aftur til London
þar sem Terry býr. Segið svo
að rómantíkin blómstri ekki
henni Ameríku... T
Shirley
Maclaine
hefur getið sér gott orð sem
rithöfundur á síðustu árum en
bækur hennar hafa að mestu
snúist um endurminningar
hennar. Hún hefur átt sína
aðdáendur hér á landi enda
hefur fyrsta bók hennar verið
gefin út á íslensku. Maclaine
gaf um daginn út nýja bók sem
heitir „It's All in the Playing".
Hún var á ferðinni í Frankfurt
fyrir stuttu og kynnti bók sína
á bókaþingi þar.
Mikhail
Baryshnikov
var að leika í nýrri mynd sem
að sjálfsögðu snýst aðallega
um ballettdans. Myndin er tek-
in á Ítalíu og fjallar um banda-
rískan ballett. Sjálfsagt þykir
mörgum skrítið að gera mynd
um amerískan ballett á Ítalíu
en þar þótti fyrirfinnast rétta
umhverfið fyrir myndina. Hún
er tileinkuð Noru Ross sem
stóð fyrir stofnun ballettaka-
demíu í Kaliforníu fyrir löngu.
Baryshnikov lék sem kunnugt
er í White Nights þar sem hann
stóð sig mjög vel svo að beðið
verður eftir þessari mynd hans.