Dagblaðið Vísir - DV - 16.10.1987, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 16.10.1987, Blaðsíða 4
4 FÖSTUDAGUR 16. OKTÓBER 1987. Fréttir Hugmynd ASÍ-manna um ráðstöfun umframfjár Irfeyrissjóðanna: Vilja setja 800 milljónir í íbúðaframleiðslu meðal annars til þess að svara eftirspum og lækka íbúðaverð „Ásmundur Stefánsson hefur sett fram þá hugmynd aö 800 milljónir króna af ráðstöfunarfé lifeyrissjóð- anna á næsta ári fari í framkvæmda- lán til byggingarfyrirtækja. Þannig væri hægt að bregðast við eftirspum á íbúðamarkaðnum og lækka íbúða- verð eða halda því niðri,“ segir Ásmundur Hilmarsson hjá Tré- smiðafélagi Reykjavíkur en hann er í húsnæðisnefnd Alþýðusambands- ins. „Þetta eru peningar sem eru um- fram áætlun um hvað 55% af ráð- stöfunarfé sjóðanna gerðu á næsta ári. En þeim er gert að leggja þetta hlutfall til kaupa á skuldabréfum húsnæðismálastjómar ef sjóðfélagar eiga að njóta lánsréttinda. Þetta skil- yrði hefur bætt stórlega skil á líf- eyrisiðgjöldum til sjóðanna auk þess sem samið var um auknar iðgjalda- greiðslur sem fara áfram vaxandi á næstu árum. Lífeyrissjóðimir hafa því þetta mikið auknar tekjur og það skiptir miklu máli hvemig hús- nséðishlutanum af því verður varið,“ segir Ásmundur Hilmarsson. Hann segir jafnframt að meðal fyrstu hugmynda ASÍ-manna í síð- ustu kjarasamningum um nýtt húsnæðislánakerfi hafi verið svipuð uppástunga og sú sem Pétur Blönd- al, formaður Landssambands lifeyr- issjóða, greindi frá í DV í gær, um úthlutun lánsheimilda með ríkis- ábyrgð í stað beinna lánaúthlutana húsnæðismálastjómar. Þá hafi því meðal annars verið varpað fram að húsnæðislánin yrðu persónubundin og hver íslendingur, 16 ára og eldri, fengi eitt lán um ævina sem hann gæti gert við hvað sem hann vildi, jafnvel ávaxtað það á verðbréfa- markaðnum. -HERB Hópbónusinn á ísafirði: Tiyggir öllum 51 þúsund á mánuði - getur orðið stefnumótandi fyrir komandi kjarasamninga Samningur sá um hópbónus, sem íshúsfélag Isfirðinga geröi á dögunum við starfsfólk sitt, tryggir öllum starfs- mönnum það kaup sem bónus- hæsta fólkið haíði, eða um 320 krónur á klukkustund sem nemur um 51 þús- und krónum á mánuði. Þessi samning- ur getur orðið stefnumarkandi fyrir fiskvinnslufólk í landinu í komandi kjarasamningum. Þessi laun eru tii muná hærri en til að mynda Aust- firðingar gerðu kröfu um fyrir sitt fiskvinnslufólk. Að sögn Hrafnkels A. Jónssonar, formanns Árvakurs á Eskifirði, var krafa verkalýðsfélaganna þar upp á 35 til 38 þúsund króna lágmarkslaun fyrir fiskvinnslufólk. Hann sagðist fagna mjög hópbónussamningunum á ísafírði og þeir yrðu án vafa stefnu- markandi í komandi kjarasamning- um. Pétur Sigurðsson, formaður Al- þýðusambands Vestíjarða, sagði að í raun hefði Verkalýðsfélagið Baldur á ísafirði ekki staðið að þessari samn- ingagerð heldur starfsfólkið sjálft og eigendur íshúsfélagsins. „Það má segja að þama hafi grasrót- arhreyfingin verið að verki," sagði Pétur. Hann sagði ennfremur að þetta hefði verið tilraun eigenda frystihúss- ins til að fá starfsfólk í staðinn fyrir að missa það. Jafnvel þótt enn vantaði þar fólk hefði nýi samningurinn laðað fólk að síðustu dagana. Á fimmtudaginn verður haldinn samningafundur milli Alþýðusam- bands Vestfjarða og Vinnuveitendafé- lags Vestfjarða. Þar mun reyna á það hvort aðrir fiskvinnslueigendur taka upp sama hátt og þeir hjá íshúsfélagi ísfirðinga. -S.dór Víða er unnið að gatnaframkvæmdum þessa dagana. Þessi mynd er tekin á gatnamótum Listabrautar og Kringlumýrarbrautar en þar standa nú yfir miklar lagfæringar. DV-mynd BG Halldór Baldursson og Kjartan Sigurðsson með tvær af níu rjúpum sínum í fyrstu ferð sinni á rjúpu í gær. DV-mynd G.Bender „Búast má við svipuðu rjúpna- ári og í fyrra“ - segir Amþór Garðarsson fuglafræðingur „Snjólagið er hagstætt fyrir ijúp- urnar þessa dagana. Hún er dreifð en það er mikið af henni,“ sagði Amþór Garðarsson fuglatræðingur í samtali við DV en í gær var leyfilegt að hefja tjúpnaveiði. „Rjúpan er talin á vorin og svo er athuguð aldurssamsetning í veiðinni í október og nóvember. Aldur unga segir okkur til um hlutfall, hvort það er hátt eða lágt. Það má búast við að þetta verði svipað ijúpnaár núna og í fyrra sem var gott. Heldur hefur þó ijúpunni fækkað á Norðausturlandi en fjölgað héma á Vesturlandi," Am- þór ennfremur. „Það er rigning og þíða héma en menn halda samt til veiða, svo framar- lega að veðrið versni ekki mikið í nótt," sagði tíðindamaður okkar á Pat- reksfirði um ijúpnaveiðina. „Við sáum töluvert af ungum hér í sumar - með mesta móti. Það er farið víða héma til að skjóta, eins og á Barða- ströndina, þar sem má skjóta, Dyi\j- andisheiði og Klettsháls, svo eitthvað sé nefnt,“ sagði Vestfirðingurinn. -G.Bender Svefneyjar: Málið enn hjá sak- sóknara Svefneyjamálið er enn til með- ferðar hjá embætti ríkissaksókn- ara. Hallvarður Einvarðsson ríkissaksóknari sagði í gær að málið yrði afgreitt innan skamms. Hann treysti sér ekki til að segja til um hvenær það yrði. Hallvarður sagði að miklar annir væra hjá embættinu og framganga mála væri samkvæmt því. -sme Súðavík er með hæsta hlutfallið - alft að 60% aflans flutt út óunnið FerskfiskútflutningurLnn frá Is- aflans flutt út, frá Reykjavík 303%, landi hefur aukist rajög undanfarin frá ísafiröi 30,6% og frá Seyðisfiröi misseri og er nú svo komiö að 5% og Garði 30%. til 58,6% þess afla sem berst að landi Frá átta stööum á landinu eru á á 39 stöðura á landinu eru fiutt út i milli 20% og 25% aflans fiutt út. Frá gámum. 6 stöðum 15% til 20% flutt út, frá 10 Súðavík er með langhæsta hlut- stööum 10% til 15% aflans og frá 9 falUð. Þaöan era flutt 58,6% aflans stööumeru5%till0%aflansfluttút sem berst þar á land. I 2. sæti era Það er einmitt þessi vaxandi fersk- Vestmannaeyjær en þaðan eru 363% fiskútflutningur sem varö til þess að Verkamannasambandið og Sam- stöðura á landi. band flskvinnslustööva tóku upp Andstæðingar þessarar kenningar samvinnu innan neöidar þeirrar benda á að eför að skreiðarvinnsla sem fjallar um móftm nýrrar fisk- lagöist af sé það sá uraframafli sem veiöistefnu um að flskvinnslan fái áður fór í skreið sem nú er fluttur helming kvófans til ráðstöfunar á út og sé það fiskvinnslunni til góðs komandi ári. enekki til skaða. Um þetta er deflt Mjög margir hafa áhyggjur af því og stefnir í átök innan nefhdarinnar að ef ferskfiskútflutningurinn eykst um mótun fiskveiðistefhunnar enn stefni í atvinnuleysi á ýmsum vegna þessa máls. -S.dór

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.