Dagblaðið Vísir - DV - 16.10.1987, Blaðsíða 17
FÖSTUDAGUR 16. OKTÓBER 1987.
17
Lesendur
Frá stríðinu við Persaflóa.
Persaflóastríðið
Að friðarborðinu
Konráð Friðfinnsson skrifar:
Eins og öllum ætti að vera kunn-
ugt, sem fylgjast með fréttum berjast
írakar og íranir af miklum eldmóði,
og hafa gert undanfarin sjö ár.
Hve oft höfum við ekki heyrt, eða
lesið um, áð annar hvor aðihnn gerir
öfluga eldflaugaárás á andstæðinginn.
Svo og svo margir fallnir og þar með
búið að hefna fyrir viliimannlega árás
hins.
Hvað gerist svo? Auðvitað svarar
kúlnaþolandinn í sömu mynt. Á þann
veg hafa málin gengið sl. sjö ár.
En um hvað snýst ófriður landanna
tveggja og hver er að sækjast eftir
hveiju? Um það hef ég ekki hina
minnstu hugmynd. Hallast hins vegar
helst að því að hinir sprengjusjúku
menn fái bara svona mikið út úr því
að heyra hveliinn frá byssum sínum.
Hvaða ástæða önnur gæti legið að
baki?
Hvor aðilinn hóf þessa baráttu, er
annar hvor þeirra „vondi“ aðilinn?
í sumar birtust svo stóru sjálfskip-
uðu alþjóðagæslumennimir með sín
fullkomnu herskip og hugðust skakka
leikinn við Persaflóa. Og þá fauk tapp-
inn úr flöskunni.
Þar er nú nápast allt á suðupunkti
og ástandið aldrei jafnógnvekjandi.
Hvernig þetta ófriðarbál endar veit
enginn. Friðelskandi þjóðir heims
verða afdráttarlaust að taka höndum
saman og reyna alvarlega að koma
írönum og írökum að friðarborðinu
til að útkljá sín mál með pennann ein-
an að vopni. - Penninn verður ávalit
farsælasta lausnin, raunar sú eina,
þegar öllu er á botninn hvolft.
íslendingar ættu hiklaust að styðja
slíka viðleitni. Eða það sem betra er,
eiga frumkvæðið. Ég er þeirrar skoð-
unar að þessi úlfúð sé ekki einkamál
Khomenis eða klerkanna né heldur
andstæðinga þeirra. Margnefnd deila
snertir alia heimsbyggðina.
Hugsið ykkur alla þessa ungu menn
sem fómað er til einskis. Fólk má ekki
líta undan þvílíkri smán sem stríðs-
hijáðir þegnar þessara ríkja mega
þola. Þrætur leysast eigi með vopna-
skaki. Sagan mælir ei í þá veru. Eða
nefnið mér eitt dæmi.
Takmarkanir á
starfsráðningum?
Útivinnandi húsmóðir hringdi: sem komið á vissan aldur, segjum störf sín, eiumitt með þeim hætti
Ég tek undir með þeim er skrifar um og yflr fimmtugt, sé bent kurteis- sem hér er rætt um?
í lesendadálkDVumofangreintefni. lega á að segja störfura sínum Hvað raig varðar þá færi ég aldrei
Ég hef einmitt dæmi um þetta frá lausum vegna þess eins að fyrirtæki aftur í störf hjá fyrirtæki sem hefði
sjálfri mér. Ég er enn á góðum aldri vilji ekki hafa fólk á þessum aldri í þá stefnu að segja fólki upp störfum
hvað viövíkur flestum störfum á störfum! erþaðkemstyfirmiðjanaldur.Þetta
hinum fijálsa vinnumarkaði. En skyldu þeir hafa í huga sem nú eru
hversu ftjáls er þessi vinnumarkað- Nú er kvartað mikiö um fólkseklu aö ráöa sig til starfa og lita á starf
ur? hér á landi en er ekki litiö fram hjá sitt sem einhverja framtíðarstöðu.
Það eru mörg dæmi þess að fólki, þeim stóra hópi sem hefur yfirgefið
VERSLUNARMANNAFÉLAG
REYKJAVÍKUR
FRAMBOÐSFRESTUR
Ákveðið hefur verið að viðhafa allsherjaratkvæða-
greiðslu í Verslunarmannafélagi Reykjavíkur um kjör
fulltrúa á 16. þing Landssambands íslenskra verslun-
armanna.
Kjörnir verða 88 fulltrúar og jafnmargir til vara. Listar
þurfa að hafa borist kjörstjórn á skrifstofu Verslunar-
mannafélags Reykjavíkur, Húsi verzlunarinnar, fyrir
kl. 12 mánudaginn 19. október nk.
Kjörstjórn
Bifreiðar með afturdrifi á ónegldum snjóhjólbörðum
hafa betri aksturseiginleika með farg yfir afturöxli.
Sandpokar afhentir í bækistöðvum gatnamálastjóra
við Meistaravelli, Sigtún, Grensásveg og Sævar-
höfða.
Gatnamálastjóri
ðlfS á íslandi
- alþjóðleg fræðsla og samskipti
heldur upp á
30 ára afmæli félagsins
laugardaginn 17. október:
★ Kl. 16.30 Hátíðarfundur í Norræna húsinu
★ Kl. 19.30 Árshátíð AFS á íslandj í Þórscafé
(,,Norðurljós“)
Miðasala á skrifstofu. Verð kr. 1500,-
AFS-arar, fjölmennið og takið með ykkur gesti!
Stjórnin
Úrval
Tímarit fyrir alla
HENTAR ÖLLUM ALLS STAÐAR - Á FERÐALAGINU JAFNT SEM HEIMA
Skop 2 • Sjálfsvíg unglinga 3 • Saga ræktuöu perlanna 10 • Persónuleikapróf 14 • Draumar -
tilgangur svefnsins 21 • Eyrnanudd - leið til betri heilsu 27 • Nítján stundir í „Frystikistu fjandans"
30 • Úrvalsljóð 36 • í leit að lífselixír 38 • Eitt sinn var ég vændiskona 41 • Táknfræói kossins 49
• Einstaklingsbundin orkukreppa 54 • Hugsun í orðum 60 • Þegar Ólöf á Stórhamri gekk aftur 62
• Faðir minn Lincoln og ég 71 • Sagan af Skugga 75 • í kjölfar ísbrjóts við tónlist eftir Tsjaíkowskí
84 • Villt dýr og borgir 89 • Völundarhús 96