Dagblaðið Vísir - DV - 23.10.1987, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 23.10.1987, Blaðsíða 2
2 FÖSTUDAGUR 23. OKTÓBER 1987. Fréttir _____________________________________________DV Sláturhúsin í landinu: Sautján með lóggiklingu en þvjátíu og þijú á undanþágu - sláturhúsin eru frá því að vera kofar eða fískverkunarhús og upp í það fullkomnasta Á íslandi eru 50 sláturhús sem eru með eða hafa fengið leyfi til slátrun- ar. Af þessum fjölda eru aðeins 17 hús með löggildingu en 33 eru rekin á undanþágu frá ári til árs. Samkvæmt skýrslu sláturhúsa- nefndar frá því í júni síðastliðnum er ástand sumra þeirra sláturhúsa, sem eru á undanþágu, vægt sagt hrikalegt. Sum eru gamlir kofar eða fiskverkunarhús sem breytt er í slát- urhús á haustin eins og sláturhúsin í Grindavík og Bolungarvík. Svo eru önnur mjög fullkomin og til fyrir- myndar. Til að sýna fram á hið alvarlega ástand sumra sláturhúsanna eru hér tekin dæmi úr skýrslunni: Sláturhúsið í Stykkishólmi: ...frágangi lóðar ábótavant og geymsla kjöts fer fram í aflögðu fisk- ffystihúsi...“ Sláturhús Kaupfélags Króksfjarð- ar: „Sláturhúsið er gamalt og ófull- komið...“ Sláturhús Arnfirðinga á Bíldudal: „Sláturhúsiö er gamalt hús sem Mat- vælaiðjan á Bíldudal átti. Með núverandi skipulagi er ekki hægt að koma viö þeirri heilbrigðisskoðun sem krafist er...“ „Sláturhúsið er gamalt og lélegt og verður ekki notað til frambúðar," segir í skýrslunni um sláturhúsið á Ísafirðí þar sem þessi mynd var tekin. Sláturhús Kaupfélags Önfirðinga, Flateyri: „Fjárrétt og banaklefi eru í húsi sem annan hluta ársins er notað sem vörugeymsla. Eftir aflífun eru gripimir fluttir á vagni í hús sem annan tíma ársins er notað til fisk- verkunar...“ Sláturhús Einars Guðfinnssonar í Bolungarvík: „Slátrað er í fiskverk- unarhúsi. Búnaður er settur upp fyrir hverja sláturtíð...“ Sláturhús Kaupfélags ísfirðinga: „Sláturhúsið er gamalt og lélegt og verður ekki notað til frambúðar. Frysting og geymsla kjöts fer fram í gömlu lélegu húsi...“ Sláturhús Kaupfélags Stranda- manna: „Sláturhúsið sjálft er gamalt og lélegt og þarfnast endurbygging- ar...“ Sláturhús Kaupfélags Bitrufjarðar: „Engin frysti- eða geymsluaöstaða er við húsið. Því eru allar afurðir fluttar til frystingar í önnur hér- uð...“ Sláturhús Kaupfélags Eyfirðinga, Dalvík: „Slátrað er í mjög gömlu húsi.. .Frysting fer fram í sam- byggðu húsi viö ófullnægjandi aöstæður þar sem frágangur á frysti og geymslum fullnægja ekki kröfum um geymslu matvæla...“ Sláturhús Kaupfélags Langnes- inga, Þórshöfn: ....í húsinu var fyrstu áratugina fiskvinnsla og fryst- ing. Slátrun fer fram við ófullnægj- andi aðstæður með tiiliti til heilbrigðisskoðunar...“ Sláturhús Kaupfélags Héraðsbúa, Reyðarfirði: „Slátrað er í mjög gömlu fiskverkunarhúsi þar sem ekki er hægt að koma við aðstöðu til heil- brigðisskoðunar...“ Sláturhús Pöntunarfélags Eskfirð- inga: ....frágangur hússins og búnaður er í lágmarki og heilbrigðis- skoðun htil sem engin. Frysting og geymsla á kjöti er í fiskverkunar- húsi...“ Sláturhús Matkaups í Vík: „Slátrað er í gömlu timburhúsi við mjög ófull- komnar aðstæður...“ Sláturhús Kaupfélags Suðurnesja, Grindavík: „Sláturleyfishafi leigir fiskverkunarhús í 3 mánuði á ári. Þar er komið fyrir færanlegum bún- aði í sláturtíð. Kjöt er flutt til fryst- ingar í önnur byggðarlög...“ Hér hafa verið nefnd nokkur dæmi um ástand sláturhúsa á íslandi sem rekin eru á undanþágum. -S.dór Mútufé ræðismannsins í Nígeríu Greiðslan samþykkt af blenskum yfiivöldum - ræðismaðurínn átti að nota féð til að liðka fyrir sóluleyfum og bankagreiðslum Þau 360 þúsund sterlingspund sem ræðismaður íslands í Nígeríu, Mike Ikense, fékk til að liðka fyrir um söluleyfi og bankatryggingar varð- andi skreiðarsölu til Nígeríu voru afhent honum með vitund og vilja íslenskra yfirvalda og yfirmanna bankakerfisins hér á landi. Ræðis- maðurinn notaði þetta fé í mútur í Nígeríu eins og hann átti að gera en um það leyti sem dæmið var að ganga upp var framkvæmd stjómar- bylting í Nígeríu. Skipt var um embættismenn í öllum aðalstöðum og þar með hafði ræðismaðurinn mútað til einskis. Margir eru þeirrar skoðunar, sam- kvæmt heimildum DV, að rangt hafi verið að kæra ræðismanninn. Hann hafi gert eins og fyrir hann var lagt en byltingin breytti öllu. Bent er á að þegar Ólafur Bjömsson, formað- ur Samlags skreiðarframleiðenda, komst í samband viö japanska fyrir- tækið Sumi Tomo, fyrir tilstuðlan Jóhannesar Norðdal seðlabanka- stjóra, en japanska fyrirtækið á hlut í Jámblendiverksmiðjunni og hefur sambönd í Nígeríu, gekk heldur ekki neitt að liðka fyrir sölu og greiðslum. Mike Ikense ræðismaður er enn mikill áhrifamaður í Nígeríu. Þeir sem best þekkja til mála þar syðra, eftir áralöng skreiðarviðsldpti, halda því fram að að kæra Skreiðarsam- lagsins á hendur honum muni endanlega loka öllum leiðum fyrir íslendinga að innheimta þær 15 milljónir dollara, eða um 800 milljón- ir króna, sem Nígeríumenn skulda okkur vegna skreiðarkaupa síðustu ára. Það vom þeir Einar Benediktsson sendiherra og Matthías Á. Mathie- sen, þáverandi viðskiptaráðherra, sem fundu og gerðu Mike Ikense að ræðismanni Islands í Nígeríu. Sem kunnugt er hafa ýmsir er- lendir aðilar reynt að liðka fyrir þessum viðskiptum fyrir íslendinga en ekki gengið eða þeir reynst svika- hrappar. Nefna má Indveijann sem Sarnlag skreiðarframleiðenda er nú í málaferlum við í London. Fyrir- tækið Decacia Ltd. í London fékkst við þessi viðskipti en reyndist svo bara vera pappírsfyrirtæki. AUir muna tilraun Bjama Magnússonar hjá íslensku umboðssölunni til að selja 60 þúsund pakka af skreið í fyrra. Hann fékk diplómatavegabréf hjá íslenskum yfirvöldum en samt fór allt í handaskolum og því máli er raunar ekki lokið enn. Þannig hefur skreiðarsalan til Ní- geríu síöustu árin verið ein sorgar- saga og um 800 milljónir króna að öUumlíkindumtapaöar. -S.dór SkieSðamiálið: Bankastjóra- nefhd rannsakar málið Kikisstjórnin hefur skipað 3ja manna nefnd til aö rannsaka skreiðarsöluna til Nígeríu síð- ustu árin. Geir Hallgrímsson seðlabankastjóri er formaöur nefndarinnar, tilnefndur af for- sætisráðherra. Með honum 1 nefndinni eru Einar Ingvarsson bankastjóri og Halldór Guð- björnsson, fyrrum bankastjóri Útvegsbankans. Nefndin mun meðal annars þurfa að fara til Nígeríu ef rann- sóknin á að verða marktæk. Kæra sú sem skreiðarframleið- endur hafa borið fram á ræðis- mann íslands í Nígeríu mun torvelda þeim mjög að fá réttar upplýsingar þar syðra. Fróðir menn um Nígeríuvið- skipti telja að ræðismaðurinn sé svo sterkur í stjómkerfi landsins að það fari allt eftir því hvað hann segir hvort þeim verður ágengt í Nígeríu. -S.dór Tekjur ríkissjóðs 30% hærri en á sama tímabili í fyrra - greiðsluhallinn 400 milljónum króna hærri fyrstu níu mánuðina Tekjur ríkissjóðs fyrstu níu mán- uði þessa árs hafa aukist talsvert meira en gjöldin, miðað viö sama tímabil í fyrra. Tekjumar urðu 33,8 milljarðar króna sem er 30% hækk- im. Gjöldin hækkuðu um 26% og urðu 37,2 milljarðar. Rekstrarhallinn er því 3,4 milljarðar, nákvæmlega sá sami og fyrstu níu mánuöina á síð- asta ári. Greiðslustaða ríkissjóðs er hins vegar lakari en í lok september í fyrra, halli upp á 1,4 milljarða króna sem er 400 milljónum króna meira en þá. Greiðslustaðan er jöfnuð með aðstoð Seðlabankans. Verri greiðslu- staða nú stafar fyrst og fremst af drætti á lántökum hjá lífeyrissjóðun- um en reiknað var með 1.300 milljón- um frá þeim. Spariskírteini munu gefa nálægt áætlun og sömuleiðis munu bankamir lána ríkissjóði um 1,6 milljarða króna. Framangreindar hækkanir á tekj- um og gjöldum ríkissjóðs eru einn mælikvarðinn á verölagsþróun í landinu og sKjóta fótum undir það mat að verðbólguhraðinn sé á sama bih eða nærri þrefalt meiri en ráð- gert var í upphafi ársins. -HERB

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.