Dagblaðið Vísir - DV - 23.10.1987, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 23.10.1987, Blaðsíða 12
12 FÖSTUDAGUR 23. OKTÓBER 1987. Neytendur Þar sem verölag reyndist margvíslegt í könnuninni brugöum við á það ráð að breyta lítillega forsendum fyrir súluriti svo niðurstöðumar komi betur fram. í stað þess að reikna „innkaupakörfu" höfum við talið hversu oft hver verslun er fyrir ofan og fyrir neðan meðalverð eins og Verðlagsstofnun gerir. Ljósa súlan táknar það verö sem lágt reyndist en sú dökka það sem hærra reyndist. Ef lagt hefði verið saman verð á öllum vörum í könn- uninni og gerð súla með samanlögðu verði á „inn- kaupakörfunni" heíðu niðurstööumar ekki verið sannleikanum samkvæmar. Dæmi um þetta er versl- unin Fjarðakaup sem reyndist oftast hafa lægst verð. Þar sem kiwi kostar kr. 185 í versluninni en ekki nema kr. 145 í Hagkaupi hefðu niöurstöðumar skekkst á þann hátt að Fjarðakaup hefðu sýnst mun dýrari versl- un heldur en hún er í raun þegar á heildina er litið. Sömu sögu er að segja af Nýjabæ. Þar var verðlag yfir- leitt hærra en gengur og gerist en kiwi kostar þar kr. 272 og hefði heildarverðlag verslunarinnar virst mun hærra en það er í raun hefðum við reiknað „innkaupa- körfu“ í súluriti. -PLP Mikil FYRIR NEÐAN MEÐALVERÐ FYRIR OFAN MEÐALVERÐ verðsamkeppni Innkaupakarfa með þeim vörum sem könnunin náði til. DV-mynd KAE Fjarðarkaup Nýibær Kaupstaður SS Austurveri Hagkaup Mikligarður en dýrast á kr. 85,40 í Miklagarði. Þó verð á jógúrt sé frjálst kostaði Sunnudagsjógúrtin það sama alls staðar, eða kr. 29. Talsvert Vcmtaði þó upp á verðmerkingu á mjólkur- vöra sums staðar en verslunum er skylt að hafa uppi verðlista á áber- andi stað. Þar sem verðlista var að finna var hann þó oftar en ekki svo gott sem falinn. Aðeins var kannað verð á tveim tegundum hreinlætisvara. Það var Revlon Flex sjampó og Colgate blá mint tannkrem. Sjampóið reyndist dýrast í Nýjabæ þar sem það kostaði kr. 119 en ódýrast í Fjarðarkaupum þar sem það kostaði kr. 97, sem er langt undir meðalverði sem var kr. 107. Tannkremið var dýrast í Nýjabæ og SS Austurveri á kr. 59 en ódýrast í Hagkaup á kr. 52. -PLP DV kannaði verð í stórmörkuðum á dögunum. Farið var í sex stórmark- aði og kannaö verð á 11 vörategund- um. Helsta niðurstaða könnunarinn- ar er sú að verðsamkeppni setur meir mark sitt á verðlag heldur en oft áður. Verðmunur á einstökum vöruteg- undum reyndist oft ærið mikill. Þar era mest áberandi ávextir og græn- meti en ekki var tekið tillit til merkja á þessum vörategundum í könnun- inni, og þar með ekki heldur til gæða. Mestur reyndist munurinn á verði kiwi og gulrófna. Kiwi fæst ódýrast á kr. 145 kr. kílóið í Hagkaupi í Kringlunni en dýrast í Nýjabæ á Eiðistorgi. Þar kostaði kiwi kr. 272 kr. kílóið. Gulrófur reyndust ódýrastar í Fjarðarkaupum en þar kostaði hvert kíló aðeins kr. 26. Þær voru dýrastar í Nýjabæ á kr. 43. Eins og áður segir reyndist munur- inn ekki jafnmikill á verði merkja- vara. Þannig kostaði Diletto kaffi nánast það sama alls staðar. Það var ódýrast í Fjarðarkaupum á kr. 81,70 Nýibær Fjarðar- kaup Kaup- staður SS Austurv. Hagkaup Kringl. Mikli- garður Meðal verð Kiwi 272,00 185,00 148,00 159,00 145,00 169,00 179,70 Appelsínur 90,00 85,60 79,00 95,00 69,00 85,00 83,90 Sunnud. Jógúrt 29,00 29,00 - ★ 29,00 29,00 29,00 Úrvals Jógúrt ♦ - * 29,00 29,00 ★ 29,00 Diletto kaffi 250 g 85,00 81,70 84,60 85,00 85,00 85,40 84,40 Milupa7korna - 54,10 - - 55,00 54,50 54,50 Kartöflur 2 kg 85,00 82,80 86,00 94,00 78,00 85,00 85,10 Gulrófur 43,00 26,00 29,00 27,00 35,00 38,00 33,00 Morgungull 450 g 155,00 138,50 166,75 155,50 146,00 152,30 Revlon Flex sjampó 119,00 97,00 106,30 114,50 103,00 102,00 107,00 Colgate blá mint 50 ml 59,00 54,20 54,20 59,00 52,00 52,90 55,20 * Verðmerkingu vantar Sekkur af kartöflum kostar kr. 230. I honum eru alls 10 kíló þannig að hvert þeirra kostar aðeins kr. 23. DV-mynd KAE Odýrar kartöflur Við sögöum á dögunum frá kart- öflusölu við Umferðarmiðstöðina þar sem fá mátti kartöflur á 22 krónur kílóið í 15 kflóa sekkjum. í Fiarðarkaupum í Hafnarfirði rákumst við á kartöflur á kr. 23 hvert kíló í 10 kílóa sekkjum. Eins og fram kemur í töflu um verð- könnun hér á slðunni kostar hvert kíló af kartöflum almennt kr. 42, þannig aö ef vel er að gáð má spara vel með því að kaupa kartöflumar annaðhvort við Umferðarmiöstöð- ina eða í Fjarðarkaupum. -PLP smur Er viö vorum að gera verðkönn- unina, sem birtíst hér á síöunni, rákumst við á appelsínur á ótrú- lega lágu verði í Kaupstað í Mjóddinni. Appelsinurnar kosta kr. 19 hvert kfló. Þær eru kannski ekki ýkja fallegar en það má vel . pressa úr þeim safann, nota þær í marmelaði og flelra þess háttar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.