Dagblaðið Vísir - DV - 23.10.1987, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 23.10.1987, Blaðsíða 6
6 FÖSTUDAGUR 23. OKTÓBER 1987. Viðskipti DV Gamlar bækur eru verðlitlar „Þaö er einhver bábilja í gangi að hægt sé að kaupa gamlar bækur og tímarit og selja aftur á hærra verði. Þetta er í langflestum tilvika algjört rugl,“ segir Bragi Kristjánsson, forn- bókasah í Bókavörðunni við Hverfis- götu, um fjárfestingargildi gamalla bóka og tímarita. Bragi segir að það séu yfirleitt tímarit frá átjándu og nítjándu öld sem hægt sé að hagnast af fjárhagslega, en allur obbinn af bókum lækki snarlega í verði. Bragi segir ennfremur: „Maöur kemur kannski í hús til gamallar ekkju og hún sýnir manni stolt ljóðabækur frá 1916 eftir Hannes Hafstein sem hafa fylgt henni og hennar fólki. Þegar hún spyr hversu mikið hún geti fengið fyrir þær verð- ur hún hvumsa við er ég svara; Því miður, frú, þær seljast ekki fyrir nema 800 krónur.“ Hvar hægt að hagnast? Af eldri tímaritum, sem hægt er aö hagnast á, en mjög erfitt er jafnframt að verða sér úti um, nefnir Bragi sem dæmi Lærdómslistafélagsritin, 15 bindi, sem komu út fyrir árið 1800, og Klausturpóstinn sem kom út Peningamarkaður INNLÁNSVEXTIR Innlán óverötryggö (%) hæst Sparisjóösbækur ób. Sparireikningar 14-17 Lb.Úb 3ja mán. uppsögn 15-19 Úb 6 mán. uppsögn 16-20 Úb.Vb 12 mán. uppsögn 17-26,5 Sp.vél. 18mán. uppsögn 25,5-27 Bb.lb Tékkareikningar 6-8 Allir nema Vb Sér-tékkareikningar Innlán verðtryggð 6-17 Ib Sparireikningar 3ja mán. uppsögn 2 Allir 6 mán. uppsögn Innlán með sérkjörum 3-4 14-24,32 Ab.Úb Úb Innlán gengistryggð Bandaríkjadalir 5,5-6,5 Ab.Vb Sterlingspund 8,25-9 Ab.Úb. • Vb Vestur-þýsk mörk 2,5-3,5 Ab.Vb Danskarkrónur 9-10,5 Ib ÚTLÁNSVEXTIR Útlán óverðtryggð (%) lægst Almennir víxlar(forv.) 28-29,5 Bb.Lb Viðskiptavixlar(forv.) (1) 30,5-31 eða kge Almenn skuldabréf 29.5-31 Lb Vióskiptaskuldabréf(1) kge Allir HlaupareikningarMirdr.) Útlán verðtryggð 30 Allir . Skuldabréf Útlán til framleiðslu 8-9 Lb Isl. krónur 28-29 Vb SDR 8-8,25 Bb.Lb, Úb.Vb Bandaríkjadalir 8,5-8,75 Bb.Úb. Vb Sterlingspund 11,25- 11,75 Sp Vestur-þýsk mörk 5,5-5,75 Bb.Sp, Úb.Vb Húsnæðislán Lifeyrissjóðslán 3,5 5-9 Dráttarvextir 42 MEÐALVEXTIR Överötr. sept. 87 29,9 Verðtr. sept. 87 8.4% VÍSITÖLUR Lánskjaravísitala sept. 1778 stig Byggingavísitala 1 sept. 324 stig Byggingavísitala 2 sept. 101,3 stig Húsaleiguvísitala Hækkaöi 9% 1. júlí VERÐBRÉFASJÓÐIR Gengi bréfa verðbréfasjóða (upp!. frá Fjárfestingarfélaginu): Avöxtunarbréf 1,2714 Einingabréf 1 2,301 * Einingabréf2 1.356 Einingabréf 3 1,422 Fjölþjóðabréf 1,060 Gengisbréf 1,0295 Kjarabréf 2,350 Lifeyrisbréf 1,157 Markbréf 1,197 Sjóðsbréf 1 1,147 Sjóösbréf 2 1,110 Tekjubréf HLUTABRÉF 1,239 Söluverð að lokinni jöfnun m.v. 100 nafnv.: Almennar tryggingar 114 kr Eimskip 278 kr. Flugleiðir 196 kr. Hampiðjan 118 kr Hlutabr.sjóðurinn 119 kr. lönaðarbankinn 143 kr. Skagstrendingur hf. 182 kr. Verslunarbankinn 126 kr. Útgerðarf. Akure. hf. 160 kr. (1) Við kaup á viðskiptavíxlum og við- skiptaskuldabréfum, útgefnum af þriðja aðila, er miðaö við sérstakt kaupgengi, kge. Búnaðarbanki og Samvinnubanki kaukpa viðskiptavfxla gegn 31 % ársvöxt- um og nokkrir sparisj. 30,5%. Skammstafanir: Ab = Alþýðubankinn, Bb = Búnaðarbankinn, lb = lönaðar- bankinn, Lb = Landsbankinn, Sb = Samvinnubankinn, Úb= Otvegsbankinn, Vb = Verslunarbankinn, Sp = Sparisjóð- irnir. Nánarl upplýsingar um penlngamarkað- Inn birtast I DV á fimmtudögum. snemma á 19. öld. Fyrrnefnda selst á um 300 þúsund krónur og það síðar- nefnda á milli 100 til 120 þúsund krónur. „Það eru mest tímarit frá þessum árum, samt ekki öll, sem halda verð- gildi sínu og hugsanlega gott betur. Gamalt guðsorð frá þessum tíma selst á 100 krónur blaðið. Yfirleitt fæst mjög lítið fyrir gamlar guðs- orðabækur. En veraldlegt prent, eins og gamlar lögbækur, fæst mikið fyr- ir,“ segir Bragi. Bíddu í hálft ár Um mann, sem kemur til hans með fúlgu og biður hann um að fjárfesta fyrir sig í bókum sem hann æth svo að selja aftur eftir þrjú til fjögur ár með hagnaði, segir Bragi að á flestum tímum sé ekki hægt að fá réttu ritin, gömlu tímaritin sem áður voru nefnd, en ef tilboð mannsins standi í hálft ár sé hugsanlega hægt að fá þessi rit. „En almennt talaö eru sárafáir sem fjárfesta í bókum. Flestir kaupa því bækur af innri áhuga en ekki tíl að fjárfesta,“ segir Bragi. Ástæðan fyrir því að gamlar bækur eru flestar verðlausar eða verðlitlar er lögmál markaðarins, framboð og eftirspurn. Eftirspurn eftir gömlum bókum er htil og þeir verða alltaf færri og færri sem safna. Gömlu safnaramir eru að mestu að hverfa. Missa lesendahóp sinn „Sjáðu til, Guðrún Lárusdóttir var mjög vinsæl fyrir fimmtíu árum, en nú er aldrei spurt um bækur eftir hana. Höfundar missa lesendahóp sinn,“ segir Bragi. Varöandi Laxness segir Bragi að ekki fáist mikið fyrir frumútgáfur bóka hans enda hafi verið gefið út það mikið af þeim. Og þetta gildi um aðra vinsæla höfunda hka. „Það gæt- ir þó vaxandi eftirspurnar eftir frumútgáfum bóka Steins Steinars, Vhhjálms frá Skálholti og Þórbergs Þórðarsonar." Ættfræðibækur Ættfræðibækur njóta mikilla vin- sælda og nefna má í því sambandi Ættir Austfirðinga, 4 bindi. Verðið er 25 til 30 þúsund krónur. í fyrra voru bindin Húnvetnskar ættir gefin út og þar með hrapaði frumútgáfan í verði. Gunnar Valdimarsson í fornbóka- sölunni Bókinni staðfestir að gamlar bækur og blöð haldi almennt talaö ekki verðgildi sínu. „Mér virðast safnarar vera búnir að vera. Það er af sem áöur var í þeim efnum, þá söfnuðu menn.“ Um verð á gömlum fræðiritum, sem seljast frekar hátt en halda samt ekki verögildi sínu, nefnir Gunnar ritið Náttúrufræðinginn, sem seljist á um 30 þúsund krónur, Jökul, rit Jöklarannsóknarfélagsins, sem selj- ist á 15 þúsund krónur. Eimreiðin Gunnar segir ennfremur að Eim- reiðin, sem var gefin út í Kaup- mannahöfn, hafi verðgildi, en það sem síðar kom út sé verðlítið. Eftir- spum eftir fyrstu árgöngum Skírnis sé sömuleiöis fyrir hendi. Við látum Braga Kristjánsson eiga lokaorðin um verðmæti gamalla bóka og blaða: „Fólk ætti ekki að henda gömlum blööum eða bókum án þess að athuga hvaö fæst fyrir þau, þótt verðið sé almennt ekki hátt.“ -JGH Ferðamenn: Borða hundrað þúsund fleiri morgunverði en í fyrra Birgir Þorgilsson ferðamálastjóri segir að um 15 prósent aukning sé á erlendum ferðamönnum til íslands það sem af er árinu. Fylgi þetta eftir út áriö munu 17 þúsund fleiri ferða- menn hafa sótt landið heim frá því í fyrra. Allt í allt verði þeir um 130 þúsund. „Þessi aukning kemur sér vel fyrir ferðaþjónustuna. Hún þýðir hjá hót- elunum um 100 þúsund fleiri gisti- nætur. Og svo ég haldi áfram í þessum dúr þá eru þetta líka 100 þúsund fleiri morgunverðir og svona mætti áfram telja,“ segir Birgir. -JGH Kringlan hjálpar núna Austurveri „Verslun okkar í Austurveri geng- ur nú mun betur eftir að Kringlan var opnuð í næsta nágrenni. Það hefur sérstaklega orðið aukning á fostudögum en laugardagamir eru einnig góðir,“ segir Hannes Karls- son, aðstoðarmaður yfirverslunar- stjóra Sláturfélags Suðurlands. Hannes segir að ýmsar úthtsbreyt- ingar hafi verið gerðar á Austurveri og eflaust eigi þær sinn þátt í að verslun hafi aukist þannig að það sé ekki bara nærvera Kringlunnar sem hafi haft sitt að segjfi. -JGH Flugfélag Norðuriands: Líflegt í leiguflugi „Þetta er gott ár hjá okkur hjá Flugfélagi Norðurlands þó um ör- litla fækkun farþega í áætlunar- flugi sé að ræða. Á móti kemur að leiguflugið hefur verið mjög líf- legt,“ segir Sigurður Aðalsteins- son, framkvæmdastjóri Flugfélags Noröurlands. „Þetta er okkar besta ár í leiguflugi tíl þessa." Sigurður segir að útlit sé fyrir svipaða afkomu félagsins og í fyrra en þá varð hagnaður af rekstri fé- lagsins um 3,5 milljónir króna. Farþegar með félaginu eru um 20 þúsund á ári. í leigufluginu ber mest á Grænlandsflugi og flugi með íþróttahópa. -JGH Hagvirki ætlar að bjóðaíflugvöllinn á Egilsstöðum „Við getum ekki gert heima- mönnum annað en bjóða í verkið,“ segir Jóhann Bergþórsson, for- stjóri Hagvirkis, stærsta verktaka- fyrirtækis á íslandi, en Hagvirki ætlar að bjóða í gerð fyrsta áfanga flugvaharins á Egilsstöðum. Mikl- ar umræður hafa verið um útboðið, heimamenn vildu fá verkið en ráð- herra ákvað að láta bjóða það út. Útboðið verður opnað 2. nóvember. Jóhann segir að bjartur vetur sé fram undan hjá Hagvirki. Fyrir- tækið er nú með um 250 manns í vinnu en var með tæplega 340 í sumar þegar mest var að gera. „Þaö er ennþá mikil spenna á byggingar- markaðnum og nóg að gera en þaö er erfiðara í jarðvinnunni, ekki eins mikið að gera.“ Hagvirki er nú meðal annars að ljúka við nýju flugstöðina á Kefla- víkurflugvelli og eldsneytisaf- greiðslu Skeljungs og Essó við flugstöðina. Þá er það byrjað að byggja Búsetablokkina í Grafar- vogi og er að hefja byggingu 38-íbúða fjölbýhshúss viö Ála- granda. Skolpdælustöðvar Reykja- víkurborgar eru einnig á könnu Hagvirkis. „Og þá lögðum við 100 kílómetra af bundnu slitlagi úti á landi í sum- ar,“ seg'r Jóhann Bergþórsson. -JGH Þetta er gott ár hjá Flugfélagi Norðurlands

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.