Dagblaðið Vísir - DV - 23.10.1987, Blaðsíða 27
FÖSTUDAGUR 23. OKTÓBER 1987.
39
Fólk í fréttum
Sólrún Jensdóttir
Sólrún Jensdóttir, skrifstofu-
stjóri í menntamálaráðuneytinu,
hefur verið í fréttum DV vegna
umræöna um héraðsskóla.
Sólrún Björg er fædd 22. júlí 1940
í Reykjavík og starfaði sem blaða-
maður á Morgunblaðinu 1960-1966.
Hún lauk BA-prófl frá Háskóla ís-
lands 1971 og stundaði nám í
sagnfræði í Bretlandi og Bandaríkj-
unum. Sólrún lauk M.phil. prófi í
sagnfræði frá London School of
Economics 1980 og starfaði viö
kennslu og sagnfræðirannsóknir
við framhaldsskóla og Háskóla ís-
lanfls 1980-1983. Hún var aöstoðar-
maður Ragnhildar Helgadóttur
menntamálaráöherra 1983-1984 og
skrifstofustjóri í menntamálaráðu-
neytinu frá 1984. Sólrún giftist 1962
Þórði Harðarsyni, f. 14. mars 1940,
prófessor í lyflæknisfræði við HÍ.
Foreldrar Þórðar eru Hörður Þórð-
arson, sparisjóðsstjóri í Rvík, sem
er látinn, og kona hans, Ingibjörg
Oddsdóttir. Böm þeirra Sólrúnar
og Þórðar eru Hörður, f. 23. október
1965, Steinunn, f. 6. júlí 1977, og
Jens, f. 14. febrúar 1982.
Systir Sólrúnar er Snæfríður
Rósa, f. 22. janúar 1944, gift Sæ-
mundi Sigurðssyni, bakarameist-
ara í Rvík, og eiga þau þrjú börn.
Foreldrar Sólrúnar eru Jens Bene-
diktsson, f. 13. ágúst 1910, d. 1.
desember 1946, prestur og blaða-
maður í Rvík, og kona hans,
Guöríður Stella Guðmundsdóttir,
f. 23. október 1913, verkstjóri. Faðir
Jens var Benedikt Frímann, b. og
síðar kaupmaður í Rvík, Magnús-
son, b. og skrifara í Bólstaðarhlíð
í Svartárdal, Brynjólfssonar. Móðir
Jens var Jensína Jensdóttir, b. á
Spákonufelh, Jósefssonar, b. á Spá-
konufelh, Jóelssonar, af Harða-
bóndaættinni. Móðir Jensínu var
Steinunn, systir Bjöms á Veðra-
móti, afa Sigurðar Bjamasonar
sendiherra. Steinunn var dóttir
Jóns, b. á Háagerði, Jónssonar, b.
á Finnastöðum, bróður Jónasar á
Gili, íöður Meingmndar-Eyjólfs,
langafa Jóns, fóður Eyjólfs Kon-
ráðs. Dóttir Jónasar var Sigurlaug,
langamma Áma Björnssonar, afa
Jóns L. stórmeistara. Móðir Stein-
unnar var Guðríður Ólafsdóttir, b.
á Harastöðum, Guðmundssonar,
bróður Davíðs á Spákonufelh, lang-
afa Davíðs Jónatanssonar, afa
Davíðs Oddssonar.
Móöir Sólrúnar, Guðríður, er
systir Þorbjamar, ritstjómarfull-
trúa Morgunblaðsins. Faðir Guð-
ríðar var Guðmundur, múrara-
meistari í Rvík, Þorbjarnarson,
sjómanns á Akranesi, Jónssonar.
Móðir Guðmundar var Ingibjörg
Guðmundsdóttir, b. á Háteigi á
Akranesi, Sveinssonar, b. á Ægis-
síðu í Vesturhópi, Guðmundsson-
ar, bróður Kristmundar á KolugiU,
langafa Ragnars Bjarkan deUdar-
stjóra. Móðir Ingibjargar var
Guðríður, systir Margrétar,
langömmu Ingibjargar Magnús-
dóttur, deildarstjóra í heilbrigöis-
ráðuneytinu. Guðríður var dóttir
Magnúsar, b. á Lambhúsum á
Akranesi, Sigurðssonar. Móðir
Guðríðar var Helga Gísladóttir,
dótturdóttir Hans KUngenbergs, b.
á Krossi á Akranesi, forfóður
Klingenbergættarinnar en af þeirri
ætt eru t.d. Matthías Á. Mathiesen
ráðherra, Víglundur Þorsteinsson,
formaöur Félags íslenskra iðnrek-
enda, pg Sonja Backman, kona
Birgis ísl. Gunnarssonar mennta-
málaráöherra. Móðir Guðríðar var
Jónína Aðalbjörg, systir HaUdórs
alþingismanns, fóður Ragnars, for-
stjóra ÍSAL, Önnu, ömmu Valdi-
mars Örnólfssonar, og Þorsteins,
afa Önnu Þóru Árnadóttur auglýs-
ingateiknara. Jónína var dóttir
Stefáns, prests á Desjarmýri, Pét-
urssonar, bróður Þórunnar,
langömmu Vals Amþórssonar.
Sólrún Jensdóttir.
Móðir Jónínu var Ragnhildur
Björg Metúsalemsdóttir, sterka, b.
í Möðrudal, Jónssonar. Móðir
Ragnhildar var Kristbjörg Þórðar-
dóttir, b. á Kjarna 1 Eyjafiröi,
Pálssonar, forfóður Kjamaættar-
innar. Meöal bama hans var Páll,
afi Friðriks Friðrikssonar æsku-
lýðsleiðtoga og Björg, langamma
Rögnvalds Sigurjónssonar píanó-
leikara.
Sveinn Bergsveinsson
Dr. Sveinn Bergsveinsson pró-
fessor, Þrastarhólum 10, Reykja-
vík, er áttræður í dag. Sveinn
fæddist í Aratungu í Hrófbergs-
hreppi, Strandasýslu, en var
sendur vikugamall í fóstur til ekkju
föðurbróður síns. Sveinn hóf nám
við MA 1927. Hann settist í HÍ1932
og lauk prófi í norrænum fræðum
1936. Hann fór til náms í hljóðfræði
við Berlínarháskóla 1936-37 sem
skiptinemi, en síðan til Kaup-
mannahafnar og skrifaði doktors-
ritgerð um íslenska setningahljóð-
fræði. Sveinn varði doktorsritgerð
sína við Kaupmannahafnarhá-
skóla en doktorsnafnbót hlaut
hann 1941. Hann starfaöi við De-
utsche Spracharchiv í Braunsch-
weig 1940—41 og var þá jafnframt
lektor í Gottlinger. Sveinn starfaði
í Berhn 1941-44, er hann veiktist
af berklum. Sveinn var stunda-
kennari viö MR 194647 og við
Gagnfræðaskóla Vesturbæjar
194648. Hann gaf út fyrsta hefti
Nýyrða 1953. Sveini var boðin staða
við Humbolt háskólann í Austur-
Berlín og starfaði hann þar, fyrst
sem gistiprófessor, en frá 1961 sem
yfirprófessor við norrænu stofnun-
ina.
Sveinn kvæntist 1935 Önnu Mar-
íu, f.21.4. 1912, en þau shtu sam-
vistir. Sveinn og Anna María
eignuðust tvær dætur sem báðar
em búsettar í Danmörku. Þær eru
Edda, f.9.4. 1936, og Sinja, f.19.9.
1937.
Sveinn var þriðji elstur fimmtán
systkina. Þijú systkinanna dóu í
barnæsku, en af þeim tólf sem náðu
fullorðinsárum lifa tíu. Systkini
Sveins: Guðbjörg, f.10.9. 1905, gift
Marinó L. Stefánssyni, kennara í
Reykjavík; Bergsveinn, f.7.10.1906,
vélstjóri í Reykjavík, ekkja hans
er Valgerður Jónsdóttir; Jóhannes,
f.20.10.1908, verkstjóri í Reykjavík,
giftur Kristínu Jónsdóttur; Hjálm-
fríöur Lilja, f.1.2. 1910, Ijósmóðir í
Kópavogi; Guðlaugur Margeir,
f.8.2.1911, dó ungur; Kristján, f.4.6.
1912, dó einnig ungur; Pétur Einar,
f.25.10.1913, fv. hótelstjóriáHólma-
vík, giftur Björgu Aradóttur;
Kristján, f.6.3.1915, fv. póst- og sím-
stöðvarstjóri á Hólmavík, var
kjörsonur Jóns, verslunarstjóra á
Hólmavík, og konu hans, Guönýjar
Oddsdóttur. Kristján er giftur
Önnu Jónsdóttur; Ólafur, f.7.6.
1916, fv. forstjóri í Reykjavík, hann
er ókvæntur; Friðrik, f.1.9.1917, dó
ungur; Anna Stefanía, f.17.1. 1919;
gift Magnúsi Guðmundssyni, b. á
Blesastöðum á Skeiðum; Ánanías,
f.4.6. 1920, vélstjóri á Akureyri,
Sveinn Bergsveinsson.
hann er látinn. Ekkja hans er
Brynhildur Þorláksdóttir; Ragnar
Guömundur, f.15.7. 1922, fv. aðal-
varðstjóri í Reykjavík, giftur Gyðu
Jónsdóttur; Guðný, f.5.5. 1924,
deildarstjóri á Ólafsfirði, gift Arn-
grími Guðbjömssyni, en hann er
látinn.
Foreldrar Sveins vom Berg-
sveinn kennari, f. í Sunndal í
Kaldrananeshreppi 21.9. 1876,
d.13.7. 1967, Sveinsson, og kona
hans, Sigríöur Guðrún, f.10.10.
1879, d.13.7. 1967, Friðriksdóttir.
Foreldrar Bergsveins voru Sveinn,
b. í Sunndal. Kristjánsson, b. á
Dunk í Hörðudal, Ólafssonar, og
kona hans Björg Ólafsdóttir, b. á
Hellu á Selströnd við Steingríms-
fjörð, Bjarnasonar. Foreldrar
Sigríðar Guðrúnar voru Friðrik,
b. í Drangavík í Ámeshreppi, Jó-
hannesson, og kona hans, Guð-
björg Bjömsdóttir.
Sigurbjorg Ögmundsdóttir
Sigurbjörg Ögmundsdóttir, Víði-
gmnd 22, Sauðárkróki, er áttræð í
dag. Sigurbjörg fæddist á Sauðár-
króki og ólst þar upp hjá foreldrum
sínum.
Maður hennar var Svavar Guð-
mundsson en þau giftu sig 23.1.1927.
Svavar var lengi bæjargjaldkeri
hjá Sauðárkróksbæ en hann var
vel þekktur sem góður söngmaður.
Svavar lést 6.6.1980.
Sigurbjörg og Svavar eignuðust
átta börn. Bamaböm Sigurbjargar
em nú tuttugu og fjögur og
langömmubömin fimmtíu og
níu.
Foreldrar Sigurbjargar vom Ög-
mundur, söðlasmiður á Sauðár-
króki, f. 31.3.1879, d. 9.8.1968, og
kona hans, Kristín Björg, f. í Gröf
í Víðidal 15.4.1884, d. 17.8.1942. For-
eldrar Kristínar voru Páll Friðrik
Steinsson, Friðrikssonar, og kona
hans, Ingibjörg Jakobína Jósefs-
dóttir, Jósefssonar. Foreldrar
Ögmundar voru Magnús, b. og
formaður, Ögmundsson, b. og
formanns, Jónssonar, og kona
hans, Sigurbjörg Andrésdóttir, b. á
Syðri-Bægisá í Öxnadal, Tómas-
sonar, af Kjarnaætt.
Sigurbjörg mun taka á móti gest-
um á heimili dóttur sinnar og
tengdasonar að Öldustíg 3, Sauðár-
króki, á morgun, laugardaginn
24.10., frá kl. 16.00.
70 ára_____________________
Jón Sigvaldi Steinsson, Hólavegi 8,
Sauðárkróki, er sjötugur í dag.
60 ára______________________
Áróra Oddsdóttir, Kríuhólum 2,
Reykjavík, er sextug í dag.
50 ára_____________________
Ármann Halldórsson sjómaður,
Klapparstíg 5, Miðneshreppi, Gull-
bringusýslu, er fimmtugur í dag.
Marta Þuríður Sigurðardóttir,
Fannarfelh 8, Reykjavík, er fimm-
tug í dag.
Brigitte Puff, Skarðshlíð 9 A, Akur-
eyri, er fimmtug í dag.
Guðmundur Sigurbergsson flug-
virki, frá Svínafelh í Nesjahreppi í
Austur-Skaftafehssýslu, er fimm-
tugur í dag. Hann er staddur á
æskuslóðunum á afmælisdaginn.
40 ára_____________________
Borgar Benediktsson, Eyrarbraut
14, Akureyri, er fertugur í dag.
Pétur Rúnar Siguroddsson,
Blöndubakka 9, Reykjavík, er fer-
tugur í dag.
Guðbjörg Þóroddsdóttir, Fjólugötu
4, Akureyri, er fertug í dag.
Haukur Sigurðsson, Brekkubyggð
5, Blönduósi, er fertugur í dag.
Ketill Leósson, Fossheiði 52, Sel-
fossi, er fertugur í dag.
Guðrún Magnúsdóttir, Holtsgötu
30, Njarðvík, er fertug í dag.
Sigríður Ásgeirsdóttir, Grenigrund
12, Akranesi, er fertug í dag.
Pál Jakop Breiðaskarð, Brunngötu
12 A, ísafirði, er fertugur í dag.
Afmæli
Biynjólfur Jónsson
Brynjólfur Jónsson verkstjóri,
Byggðavegi 147, Akureyri, er sex-
tugur í dag. Brynjólfur fæddist í
Rauðhúsum í Saurbæjarhreppi í
Eyjafirði og ólst þar upp hjá for-
eldrum sínum. Árið 1953 flutti
hann til Akureyrar og vann þá
ýmis almenn störf th sjós og lands.
Árið 1955 hóf hann störf hjá Vega-
gerö ríkisins. Brynjólfur hefur
unnið þar síðan og verið verkstjóri
hjá Vegageröinni sl. sextán ár.
Kona Brynjólfs er Guðný Árel-
íusdóttir frá Geldingsá á Sval-
barðsströnd, f.9.2. 1936. Foreldrar
hennar eru Árehus, b. á Geldingsá,
sem látinn er fyrir mörgum árum,
Hahdórsson, og Lára Þorsteins-
dóttir.
Brynjólfur og Guðný eiga fimm
syni: Halldór, f.10.1. 1955, er verk-
stjóri hjá Möl og sandi á Akureyri.
Kona hans er Valgerður Skjaldar-
dóttir og eiga þau tvö börn; Jón,
f.4.12. 1957, er sjómaður. Hann er
ókvæntur og býr á Akureyri; Hilm-
ar, f.17.10. 1959, er bakaranemi.
Sambýliskona hans er Ally Halla
Aðalgeirsdóttir og eiga þau eina
dóttur; Brynjólfur Atli, f. 26.7.1965,
er trésmiður. Hann er ókvæntur
og býr í foreldrahúsum: Einar.
menntaskólanemi. f. 26.10.1963, er
einnig ókvæntur og : foreldrahús-
um.
Brynjólfur á'tti þrjú svstkini og
eru tvö beirra á hfi: Elstur var Ari
sem látinn er fyrir mörgum árum;
Þorgerður f. 22.10.1922, býr á Akur-
eyri. Hennar maður er Jóhannes
Ólafsson, verkstjóri hjá Iðunni.
Þau eiga fjórar dætur og tvo syni;
Haraldur, f. 27.7.1930, hefur unnið
ýmis almenn verkamannastörf.
Kona hans er Áslaug Axelsdóttir.
Hún átti son fyrir en saman eiga
þau Haraldur tvö böm. Þau búa á
Akureyri.
Foreldrar Brynjólfs eru bæði lát-
in en þau vom Jón, f. í Syðri-Vill-
ingadal í Saurbæjarhreppi 8.8.1878
og b. þar, Einarsson og kona hans,
Sigrún, f. í Gyðugerði í Flatey á
Skjálfanda 2.12. 1891, Jónsdóttir.
Föðurforeldrar Brynjólfs vora Ein-
ar, b. í Rauðhúsum, Jónsson og
Guðrún Jónsdóttir. Móðurforeldr-
ar Brynjólfs voru Jón Jónsson og
Guðrún Jónsdóttir en þau bjuggu
um tíma að Þúfu í Fnjóskadal.
Guðmundur Bjömsson
Guðmundur Bjömsson rafvirki,
th heimhis að Bræðratungu 4,
Kópavogi, er sextugur í dag. Guð-
mundur fæddist í Reykjavík og ólst
þar upp hjá foreldrum sínum.
Hann gekk í barna- og unghnga-
skóla í Reykjavík en 1952 fór hann
í Iðnskólann í Reykjavík og lauk
þaðan prófi í rafvirkjun 1957. Guð-
mundur hefur svo starfað í iðn
sinni hjá ýmsum aðhum og sl.
fimmtán ár þjá Rafmagnsveitu
Reykjavíkur þar sem hann hefur
unnið í götuljósadehd. Um þessar
mundir starfar hann við innheimtu
hjá Rafmagnsveitunni.
Kona Guðmundar er Sigurrós, f.
18.10. 1929, en þau giftu sig 1950.
Faðir Sigurrósar er látinn en hann
var Gísh, kennari á Hesteyri við
Hesteyraríjörð, Bjarnason. Móðir
Sigurrósar er Halldóra Benedikts-
dóttir.
Guðmundur og Sigurrós eiga
fjögur böm: Lilja f. 3.10. 1948, er
gift Stefáni Þór Sigurðssyni, sím-
virkja á Gufuskálum. Þau eiga
tvær dætur en Lhja átti dóttur fyr-
ir; Halldóra, f. 23.11. 1952, er gift
Róbert Jónssyni véltæknifræðingi.
Þau búa í Kópavogi og eiga þrjár
dætur; Björn, f. 19.10.1959, er raf-
eindavirki. Sambýliskona hans er
Hanna Lárusdóttir. Hún á einn son.
Björn og Hanna búa í Reykjavík;
Sóley f. 22.3. 1963, er gift Einari
Unnsteinssyni bifvélavirkja. Þau
búa í Reykjavík og eiga tvær dætur.
Guðmundur á þrjár systur.
Foreldrar Guðmundar em látnir
en þeir voru Bjöm, sem lengi var
matsveinn til sjós en síðan starfs-
maður hjá Eimskip, Guðmundsson
og Lhja Guðmundsdóttir. Föður-
foreldrar Guðmundar voru
Guðmundur Bjamason og Hjört-
fríður Elísdóttir. Móðurforeldrar
Guðmundar voru Charlotta María
Jónsdóttir og Guðmundur, skip-
stjóri í Stykkishólmi, Halldórsson.
Guðmundur verður ekki heima á
afmæhsdaginn.
Andlát
Herdís Þórðardóttir, Ölduslóð 28,
Hafnarfirði, andaðist á heimili sínu
20. október.
Sigríður Jónsdóttir, áður th heimh-
is á Kleppsvegi 24, lést á Ehi- og
hjúkrunarheimihnu Gnmd 20. okt-
óber.
lorgni
Kristinn Pálsson, Hryggji
lést á Landakotsspítala að
21. október.
Valgerður Þorbergsdóttir, Hjalt-
eyri, lést í Fjórðungssjúkrahúsinu
á Akureyri miövikudaginn 21. okt-
óber.