Dagblaðið Vísir - DV - 23.10.1987, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 23.10.1987, Blaðsíða 17
FÖSTUDAGUR 23. OKTÓBER 1987. 17 Lesendur I Landsbankanum er mikiö af hæfu fólki meö langa starfsreynslu. - Úr Landsbankanum, við biöstofu hjá banka stjórum. Staða landsbankastjóra: Innanhússmaður verði ráðinn Fyrrum starfsmaður skrifar: Nú er skammt í það að ráðið verði í stöðu bankastjóra Landsbankans. Ef að líkum lætur verða margir um hituna og ekki enn víst að einungis sé um einn aðiia að ræða af pólitíska sviðinu sem nauðsynlegt er talið að hliðra til fyrir þótt nú sé rætt um einn af fyrrv. ráðherrum í þessa stöðu. Það er annars alveg merkilegt með þá aðila sem annaðhvort falla út af alþingi í kosningum eða missa ráð- herradóm sinn að ávallt skuli þurfa að aðstoða þá sérstaklega við að finna sér nýjar stöður í þjóðfélaginu. En hvað sem því líður hafa verið nefndir til sögunnar nokkrir af inn- anhússmönnum Landsbankans sem umsækjendur að bankastjórastöð- unni. Allt hæfir menn og reynslurík- ir í bankamálum. Það er því ekki áhorfsmál að ein- hver úr þeirra rööum hreppi stöðuna ef þeir sækja um. Það er komið meira en nóg af pólitóskum ráðningum í bankastjórastöður hér á landi. Það er heldur ekki að ósk eða undirlagi viðskiptavina bankans eöa aUs al- mennings að svo gangi til lengur. Dæmið frá Útvegsbankanum, þar sem aðeins er einn bankastjóri í stað þriggja áður, sýnir að það er hæfni manna og farsæl reynsla sem ræður úrslitum í stjórnum banka. Aldrei hefur gengið betur hjá Útvegsbank- anum en einmitt nú, með aðeins einn bankastjóra! Sem viðskiptamaður Landsbank- ans (allt frá barnsaldri) vildi ég koma þeirri ósk á framfæri að tekið yrði tillit til óska starfsfólks bankans um að ráöa í þessa lausu bankastjóra- stöðu, einhvern þeirra sem þar starfa og hafa talsvert langan starfsferil að baki. Ég held að þetta sé ósk margra annarra viðskiptavina bankans. Og bankinn er nú í eigu okkar allra og það ætti því að vera sanngjörn beiðni að ganga nú einu sinni til móts við óskir flestra viðskipta- manna og eigenda Landsbankans. Kvenfólk betri bflstjórar? Rajgnar R.Þ. skrifar: Eg get ekki stillt mig um að skrifa nokkrar línur vegna ummæla gatna- málastjóra í ýmsum viðtölum út- varps og sjónvarps um að konur séu betri ökumenn en karlmenn. Ég held að hann hafi ekki hugmynd um hvað hann er að segja, nema þá að hann styðjist við einhverjar skýrslur um málið. Hann ætti að sjá til þeirra! Svo hik- andi og lafhræddar í umferðinni að það er engu lagi líkt, löngum akandi langt undir hámarkshraða. Þetta skapar hættu þótt þær lendi ekki í klandri sjálfar. Oft eru þær með ljóslausan bílinn, sjálfsagt til að spara rafmagnið, geri ég ráð fyrir! Og þegar þær eru að aka út á aðal- braut þá aka þær ekki af stað nema bíU sé að minnsta kosti í mílu fjar- lægð. En það þýðir að þær safna bílum fyrir aftan sig. Þegar þær eru síðan að leggja bíln- um sínum í bílastæði eru þær svo lengi að því að þar safna þær líka bílum að sér meðan á því stendur. Og svo segir gatnamálastjóri að kon- ur séu betri bílstjórar! Nei, það er nú öðru nær. Ég veit fuUvel hvað ég er að segja því að ég ek mikið bíl og get undantekningar- laust bent á hvort það er kvenmaður eða karlmaður sem ekur áður en ég sé bílstjórann - að því undanskUdu að um gamla karla sé að ræða eða ungling með pabba viö hliðina á sér. Ég tek það fram að það eru ekki ALLAR konur svona, en u.þ.b. 80%, hin 20%-in eru góðir bílstjórar. - Heill sé þeim! Ég treysti konum hins vegar í hvaða ábyrgðarstarf sem er eins og t.d. þingmennsku, gjaldkerastöðu eða hvað annað - BARA EKKIUND- IR STÝRI. Kvenlólk betri bilstjórar? Hvaö sem því liöur er umferöarþunginn orðinn afar mikill á flestum aðalbrautum víðs vegar i þéttbýli. LOTTÓSPILASTOKKURINN 32 númeruð spil þar sem þú getur dregið happa- töluna þina. Fæst á flestum útsölu- stöðum lottósins. Dreifing Príma, heildverslun, sími 651414. Lottóspilastokkurinn á hvert heimili. Finnst frúnni bíllinn skítugur...! Renndu þá við hjá HOLTABÓNI Smiðjuvegi 38 Við þvoum og bónum. Djúphreinsum sæti og teppi. Sími 77690.“ HAFNARFJARÐARBÆR- LÓÐIR Hafnarfjarðarbær mun úthluta lóðum í Setbergi og víðar á næstunni: 1. Lóðir fyrir 9 einbýlishús og 40 parhús og raðhús við Stuðlaberg. 2. Lóðir fyrir iðnað og þjónustu við Hamraberg. Bygginganefndarteikningar liggja þegar fyrir og ber umsækjendum að leggja fram óskir um stærð og staðsetningu í umsókn. 3. Nokkrar eldri lóðir (7 talsins). Nánari upplýsingar veitir skrifstofa bæjarverkfræð- ings, Strandgötu 6, þ.m.t. um gjöld vegna lóðanna, byggingarskilmála o.fl. Umsóknum skal skilað á þar til gerðum eyðublöðum, sem þar fást, eigi síðar en mánudaginn 9. nóvember nk. Eldri umsóknir ber að endurnýja eða staðfesta. Bæjarverkfræðingur Meiraen) Zj ilYaúfrábærreynslaaf FERGUSON áíslandi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.