Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.1987, Side 2

Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.1987, Side 2
2 FÖSTUDAGUR 13. NÓVEMBER 1987. Fréttir Ungfhi heimur: Anna Maigtét hafn- aði í þriðja sæti Það ríkti mikil eftirvænting í gær- kvöldi hjá þeim sem fylgdust með beinni útsendingu frá keppninni ungfrú heimur sem haldin var í Roy- al Albert Hall í London í gærkveldi og sýnd var í beinni sjónvarpsút- sendingu víða um heim, en talið er að um 500 milljónir manna hafi fylgst með keppninni. Hér á íslandi söfnuðust vinir og kunningjar saman fyrir framan sjón- vörp víða í borginni og fylgdust með enda voru fáir á ferð um götur og torg á meðan á útsendingunni stóð. Miklar vonir höfðu verið bundnar við að Önnu Margréti Jónsdóttur fulltrúa íslands í keppninni myndi vegna vel, enda kom það á daginn því hún hafnaöi í þriðja sæti. Ungfrú heimur 1987 varð hin tví- tuga ungfrú Austurríki, Ulla Weiger- storfer. Ulla fær í verðlaun 30 þúsund pund ásamt því að hún mun ferðast út um allan heim til að safna fé til handa bágstöddum börnum. Eftir að úrslit lágu fyrir var það eina sem ungfrú heimur gat sagt, „Ég er mjög hamingjusöm." í öðru sæti varð hin 23 ára Albani Jimenez frá Venzuela, sem margir höfðu talið fyrirfram að væri mjög sigurstrangleg. -J.Mar Þrjár fegurstu stúlkur heims, hin austurriska Uila Weigerstorfer, ungfrú heimur, ungfrú Venezuela, Josefina Jom- enez, og Anna Margrét Jónsdóttir, ungfrú ísland. Simamynd Reuter Norski sagnfræðingurinn Dag Tangen: Sá bréfið og man það i grafum dráUum þar sem greinterfrá samstaifí Stefans Jóhanns og BandaríHjamanna Páll Vilhjálmason, DV, Ostó: Fréttin um samstarf Stefáns Jó- hanns Stefánssonar, fyrrum forsætisráðherra, við bandarísku leyniþjónustuna er byggö á bréfi sem finnst í bandarísku skjala- safni. Vitneskjan um tilvist þessa bréfs kemur frá norskum sagn- fræðingi, Dag Tangen. 1 samtali við DV í gær sagðist Tangen hafa séð bréf í skjalasafni frá forsetatíð Harry S. Truman þar sem segir að Stefán Jóhann Stef- ánsson hafi verið í samstarfi við bandarísk yfirvöld. Truman var forseti Bandaríkj- anna frá 1945 til 1953. Stefáln Jóhann Stefánsson var forsætis- ráðherra íslands árin 1947 tíl 1949. Tangen á ekki afrit af bréfinu og hann man ekki hver skrifaöi það né hvenær það er dagsett. Tangen rakst á bréfiö þegar hann var aö leita að heimildum um samskipti Bandaríkjanna og Noregs eftír stríð. Tangen segist viss um aö þaö stafi af mistökum að bréfið liggi frammi í Truman skjalasafninu í Bandaríkjunum. Yfirleitt er þess vel gætt að viðkvæmar heimildir um samskipti Bandaríkjanna og íslands liggi ekki á lausu. Bandarí- skra heimilda um ísland er mun betur gætt en svipaðra heimilda um Noreg, sagði Tangen. Aðspurö- ur sagðist hann ekki búast við að bréfið yrði aftur gert leynilegt þótt það hefði tyrir mistök verið gert opinbert. Þar sem Tangen getur aðeins munaö innihald bréfsins í grófum dráttum er erfitt aö slá þvi fóstu hvort og hve náið samstarf var á milli Stefáns Jóhanns Stefánssonar og bandarískra yfirvalda. Aftur á móti hefur Tangen undir höndum önnur gögn sem sýna að Banda- ríkjamenn höfðu I hyggju að ræða óformlega við íslenska ráðamenn um hættuna sem stafaöi af íslensk- um kommúnistum og valdatöku þeirra. Frá þeim gögnum heftir verið greint í DV síðustu tvo daga. í álitsgerð, sem bandaríska utan- ríkisráðuneytið sendi Truman forseta sumarið 1947, er sagt að ekkert mæli því mót að talaö sé óformlega viö íslenska ráöamenn um hættuna á uppreisn kommún- ista á íslandi. DularfuUa bréfiö, sem Dag Tang- en sá í skjalasafhinu í borginni Independence í Missouri í Banda- ríkjunum, gæti staöfesí að Banda- ríkjamenn hefðu fengið forsætis- ráðherra íslands, Stefán Jóhann Stefánsson, til að eiga við sig óformlegar viðræður um það hvemig mætti best draga úr áhrif- um kommúnista og flokks þeirra, Sameiningarflokks alþýðu, sósíali- staílokksins, í íslensku samfélagi. Það er hins vegar óliklegt að nið- urstöður þeirra samræðna, hafi þær átt sér stað, muni á næstunni verða opinberar. Þessar niðurstöð- ur eru of viðkvæmar til að veröa gerðar opinberar í náinni framtíö. DV Það voru margir sem hringdu í Arna Harðarson, sambýlismann önnu Margrétar, til að óska honum til hamingju með frábæra frammistöðu kærustunnar. DV-mynd Brynjar Gauti Ámi Harðarson, unnusti fegurðardrottningarínnar: Þetta var mjög gott Þaö ríkti mikil spenna á heimili þeirra Önnu Margrétar og Árna Harðarsonar laganema þegar DV leit þar inn rétt fyrir klukkan 10 í gærkvöldi. Anna Margrét var kom- in í úrslitahópinn og bara eftir að velja fulltrúa heimsálfanna og ásamt þremur fegurstu stúlkum heims. Fulltrúar heimsálfanna voru kallaðir upp en Anna Margrét var ekki þeirra á meðal. Stuna leið um stofuna en mikil fagnaðarlæti brutust fram þegar tilkynnt var að Anna Margrét hefði lent í þriðja sæti.. „Mér fannst þetta mjög gott,“ sagði Ami Harðarson, unnusti Önnu Margrétar, þegar úrslit lágu fyrir. „Ég var orðinn rosalega spenntur, sérstaklega eftir að í ljós kom að Anna Margrét hafði fengið flest stig þeirra 6 stúlkna sem ko- must í úrslit. Fyrir keppnina gerði ég mér allt- af vonir um að hún kæmist í úrslit en ég hugsaði ekki lengra. Ég hef verið í sambandi við hana m?ðan á undirbúningi keppninnar stóð og mér fannst hljóðið í henni fara batnandi eftir því sem nær dró keppninni." Anna Margrét og Ámi kynntust þegar þau vom 12 ára. „Eg varð strax skotinn í henni,“ sagði Ámi. „Samt var hún 174 sentímetrar á hæð en ég ekki nema 150. En mað- ur lét ekkl svona byrjunarörðug- leika á sig fá og mig minnir að við höfum verið kærustupar í heila viku. Við byrjuðum svo að vera saman þegar við vorum fimmtán og höfum verið saman með hléum síðan.“ Lengra varð viðtalið við Áma ekki því síminn og dyrabjall- an byijuðu samtímis að láta í sér heyra og auðséð var að margir viidu óska Áma til hamingju meö að vera í sambúð með þriðju faileg- ustu stúlku heims. -J.Mar Marín Samúelsdóttir, móðir Önnu Margrétar: Ég held ég átti mig ekki strax á þessu „Mér líður mjög vel, ég er farin að róast aðeins,“ sagði Marín Samúels- dóttir, móðir Önnu Margrétar, í samtali við DV skömmu eftir að úr- slit lágu fyrir. „Ég var búin að gera mér vonir um aö hún yrði ein af tólf efstu stúlkunum. En ég varð mjög ánægð þegar kom á daginn að hún var í hópi þeirra sex sem komust í lokaúrslit en þegar tilkynnt var að hún hefði hafnað í þriðja sæti, æ ég get ekki lýst þvi hvernig mér leið. Annars held ég aö ég átti mig ekki alveg á þessu fyrr en á morgun, maður þarf tíma til að melta úrslitin með sjálfum sér.“ -J.Mar Foreldrar önnu Margrétar, Malín Samúelsdóttir og Jón Kristófersson, ásamt bræðrum hennar, Kristófer og Árna, fylgjast spenntir með þegar Ijóst var að Anna Margrét væri komin í undanúrslit. DV-mynd Brynjar Gauti Misstí íbúð vegna svika: Kópavogsbær útvegar konunni aðra íbúð Sjötugri ekkju, sem missti íbúð sína í Kópavogi fyrir nokkru vegna svika fasteignasala, hefur verið boð- in íbúð af bæjarfélaginu, samkvæmt upplýsingum sem DV fékk hjá Kristj- áni Guðmundssyni, bæjarstjóra Kópavogs. „Við höfum hugsað okkur að út- vega konunni góöa íbúð hér í bænum,“ sagði Kristján í samtali við DV. „Henni stendur til boða góð íbúð og þaö gæti orðið stutt í það aö hún fengi hana afhenta. Þetta er að ger- ast þessa dagana og er í raun nýtil- komið,“ sagði Kristján. í DV 24. október síðastliðinn var birt viðtal við konuna þar sem hún greindi frá því hvemig hún var svik- in. Kom þar fram að fasteignasalinn hefði verið gerður gjaldþrota árið 1983 en mál hans hefur lengi verið að velkjast í kerfinu. -ój

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.