Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.1987, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.1987, Blaðsíða 10
10 FÖSTUDAGUR 13. NÓVEMBER 1987. UÚönd Þjóðhetja Svía áttræð lifandi í dag. Hvar skyldi hún þá vera fyrirmyndin að Línu langsokk og hvernig varð Lína langsokkur til? Því hefur Astrid Lindgren auð- vitað margsinnis þurft að svara í viðtölum við fjölmiðla. „Það var Karen dóttir mín sem bjó nafnið til. Hún bað mig að segja sér sögu um þessa Línu. Ég skrökvaði sam- an einhverju smátt og smátt,“ segir Astrid Lindgren. Fyrirmyndina sótti hún í bekkjarsystur Karenar, stúlku sem var sérlega fjörmikil, auk þess sem hún var eldrauð- hærð. í dag selur fyrirmyndin að Línu langsokk grænmeti á torgi í heimabæ sínum. Emil í Kattholti segir Astrid Lind- gren hafa orðið þannig til að hún hafi verið að gæta drengs er var sérstaklega hávaðasamur. Hafi hún þá brugðið á það ráð að segja honum söguna um Emil til að halda honum stilltum og láta hann hætta að öskra. Um bræðrakærleik Kveikjan að sögunni um bræð- uma Ljónshjarta kom er Astrid Lindgren var á gangi í kirkjugarð- inum í Vimmerby. „Á meðan ég gekk þama í kyrrðinni fór ég að hugsa um fólkið sem er jarðað þarna. Hvernig skyldi það hafa lif- að og af hverju dó það? í Vimmerby var legsteinn með nöfnum tveggja bræðra. Ég velti því mikið fyrir mér hvernig líf þeirra hefði verið. Stuttu seinna var blaðamanna- fundur þar sem kynntur var drengurinn sem átti aö fara með aðalhlutverkið í Emil í Kattholti. Jtann var greyið spurður spjörun- 'um úr og stóð sig með mikilli prýði. Þegar fundinum var lokiö settist hann í fang bróður síns sem kyssti hann á kinnina og þá ákvað ég að skrifa um bræðrakærleik. Ég var ekki búin að ákveða hvað ég gerði viö þessa væntanlegu sögupersón- ur. Er ég svo var á lestarferðalagi fór lestin framhjá vatni og nátt- úrufegurðin og kyrrðin var slík að ég ákvað að sagan skyldi gerast í öðrum heimi." „En mestu skiptir að ég er svo ótrúlega mikill krakki í mér. Ég hef eiginlega aldrei orðið fullorð- in,“ segir Astrid Lindgren sem verður áttatíu ára á morgun. Ævintýrin eftir Astrid Lindgren eru snar þáttur i lifi barna um allan heim. Bækur hennar hafa selst í milljónatali á ótal tungumálum. Persónur úr umhverfinu En hvaðan fær hún þá söguhetjur sínar? Fyrirmyndirnar eru flest- allar persónur úr umhverfi hennar, persónur sem margar eru Þegar Lína langsokkur var gefin út 1945 töldu sumir gagnrýnendur Línu flytja boðskap kapitalismans á meðan öðrum þótti hún andfélagsleg og óheppileg fyrirmynd fyrir börn. Sá sem áleit vart við því að búast að ævintýrið um Linu næði vinsældum reyndist ekki sérlega sannspár. Mu«tr»W>: INLKIO VANO NYMAN Guimlaugur A. Jónsson, DV, Lundr Astrid Lindgren, sænski bama- bókahöfundurinn heimskunni, verður áttatíu ára á morgun. Þessa dagana er varla unnt að opna dag- blað í Svíþjóð án þess að við manni blasi viðtöl við Lindgren eða frá- sagnir af lífi hennar og starfi. Sjónvarpið hefur heldur ekki látið sitt eftir liggja og sýnir nú margar af þeim ihyndum sem gerðar hafa verið eftir sögum hennar. Sjálf hef- ur hún lesið upp úr sögum sínum í útvarpi og sjónvarpi. Er greinilegt að Svíar vilja sýna Astrid Lindgren allan hugsanlega sóma á þessum tímamótum í lífi hennar. Hún er fyrir löngu orðin eins konar þjóðhetja í Svíþjóð. í skoðanakönnunum um vinsælustu konu Svíþjóðar undanfarin ár hafa Astrid Lindgren og Silvía drottning jcifnan slegist um efsta sætið. Ótal verðlaun Ótal verðlaun hafa henni verið veitt, aldrei þó bókmenntaverðlaun Nóbels en margir Svíar telja að hún hefði fyrir löngu átt að vera búin að fá þau. Astrid Lindgren er ekki einungis mikill barnavinur heldur einnig dýravinur. Undanfarin ár hefur hún mjög látið til sín taka í bar- áttunni fyrir bættum aðbúnaði dýra í Svíþjóð. Öfugt við tekjuhæstu íþrótta- og poppstjömur Svía hefur Astrid Lindgren aldrei flúið land undan skattpíningunni í heimalandi sínu. Eitt sinn var henni þó nóg boðið er í ljós kom að ákvæði í skattalögum gerði það að verkum að hún þurfti að borga meira en hundrað prósent af tekjum sínum í skatta þaö árið. Þá var jafnvel þessum hógværa og lítilláta bamabókahöfundi nóg boðið. Skrifaði hún harðort bréf til Gunnars Stráng, þáverandi fjár- málaráðherra, með þeim afleiðing- um að skattalögunum var breytt. í milljónatali Auðvitað þénaði Astrid Lindgren mikla peninga því bækur hennar hafa selst í milljónatah á ótal tungumálum. Börn í sex heimsálf- um hafa kynnst því hversu spenn- andi lífið er í Vimmerby og nágrenni í Smálöndum í Svíþjóð. Ævintýri þau, er gerðust þar, em snar þáttur í hversdagslífi barna um aÚan heim. Hver þekkir ekki Emil í Kattholti, Börnin í Óláta- garði, Karl Blómkvist og Línu langsokk, svo nokkrar söguhetjur séu nefndar. Sveitakrakki „Þetta er það eina sem ég kann, ég skrifa bara um það sem ég þekki,‘‘ hefur Astrid Lindgren margsinnis sagt í viðtölum er hún Eg hef eiginlega aldrei orðið fullorðin, segir Astrid Lindgren sem verður áttatiu ára á morgun. er beðin um að segja frá hvemig hún fari að því að skrifa svo vinsæl- ar bækur. „Ég veit nákvæmlega hvemig það var að vera sveita- krakki í Smálöndum, því skrifa ég um það.“ Hins vegar segist hún ekki geta orðið við óskum þeirra sem vilja að hún skrifi um böm einstæðra foreldra. „Ég þekki ekki líf þeirra. Væntanlega mun eitthvert þeirra barna, sem nú era aö alast upp hjá einstæðu foreldri, skrifa um þá reynslu sína," segir hún. Er hún er spurð um það hvort hún þekki þá „landið í fjarska", eins og hún lýsir því í sögum eins og Elsku Míó minn, Bræðurnir Ljónshjarta og Ronja ræningjadóttir, svarar hún því játandi. „En hvemig ég þekki það mun ég ekki segja,“ segir Lind- gren hlæjandi. Lína umdeild Astrid Lindgren virðist gædd þeirri náðargáfu að vita hvað börn vilja heyra. Er Lína langsokkur var gefin út 1945 voru þó engan veginn ailir gagnrýnendur á sama máli um ágæti sögunnar. Sumir töldu Línu flytja boðskap kapítalismans á meðan öðrum þótti hún andfélags- leg og engan veginn heppileg fyrirmynd fyrir börn. Einn gagn- rýnandi taldi þetta ósmekklegt ævintýri og vart við því að búast að það myndi ná vinsældum eða nokkur muna eftir því þegar fram hðu stundir. Hann reyndist ekki sérlega sannspár. Er Astrid reyndi að fá Línu lang- sekk útgefna gekk það ekki í fyrstu. Bonnier, eitt stærsta bókaforlag Svíþjóðar, hafnaði handritinu tvisvar sinnum og urðu fyrirtæk- inu þar með á afdrifaríkustu mistökin í sögu þess. Astrid leitaði þá til annars forlags sem þorði að taka áhættuna og hefur ekki haft ástæðu til að sjá eftir því.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.