Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.1987, Qupperneq 16

Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.1987, Qupperneq 16
16 FÖSTUDAGUR 13. NÓVEMBER 1987. Spumingin Hvað finnst þér um Syk- urmolana (hljómsveit- ina)? Guðmundur Sigurðsson: Mér fmnst .svona allt í lagi með þá. Þeir hafa komið sér vel áfram. Ég hef samt ekki hlustað mikið á þá. Soffia Helga Valsdóttir: Ég hlusta lít- ið á útvarpið þannig að ég veit lítið um þá. Viktoría Ottósdóttir: Þeir eru ekki nógu góðir. Guðmundur Sigtryggsson: Ég þekki þá bara ekkert, þannig að ég hefi ekki myndað mér neina skoðun. Anna Dagbjört Hermannsdóttir: Mér finnst þeir alveg glataðir. Guðbjörg Rúna Guðmundsdóttir: Þeir eru bara ágætir, held ég. Söng- konan er góð. Lesendur „í Bandarikjunum kemst enginn upp með að selja innflutta vöru, allra síst matvæli, án þess að strangt gæðaeftirlit sé viðhaft," segir bréfritari. - ís- lenskur fiskur gæðaprófaöur á rannsóknarstofu vestra. Fjölgun fisksöluleyfa til Bandaríkjanna: Lofsvert fram- tak viðskipta- ráðherra Árni Sigurðsson skrifar: Mér finnst vera lofsvert framtak hjá núverandi viðskiptaráðherra að gefa út leyfi til útflutnings á fiski til Bandaríkjanna, til viðbótar þeim sem höfðu það fyrir. Það er engan veginn réttlátt að gagnrýna ráðherra fyrir þessa leyfis- veitingu þótt þeir S.H.-menn og sjávarafurðadeildarmenn SÍS láti sig hafa það að segja að þetta komi þeim undarlega fyrir sjónir. Þetta átti að vera búið að gera fyrir löngu, og þaö er ástæðulaust að leita álits framleiðenda á þeirri ákvörðun. Þótt núverandi sölufyrirtæki okkar í Bandaríkjunum hafi náð góðum árangri má það ekki verða til þess að engir aðrir geti fengið sams konar aðstöðu þar. Þeir hjá S.H. tala um að sá góði árangur, sem náðst hefur þar vestra, sé því að þakka, næstum eingöngu, að standa vörð um gæði framleiðsl- unnar. Þetta geti fáir og smáir aðilar tæpast tryggt kaupendum með sama hætti og stór heildarsamtök. Ég þekki vel til markaðsmöguleika í Bandaríkjunum og sannleikurinn er sá að þar kemst einfaldlega enginn upp með að selja vöru, allra síst matvæli, án þess að strangt gæðaeft- irlit sé viðhaft, bæði af hálfu seljenda og síðan aftur er varan kemur í hend- ur kaupenda þar. Framkyæmdastjóri sjávarafurða- deildar SÍS er sömu skoðunar og þeir hjá S.H. að því er varðar gæðaeftirlit- ið. En hann bætir því við að mikill fjöldi seljenda á viðkvæmum mark- aði, eins og hann telur Bandaríkja- markað vera, geti skapað glundroða. Þetta er hreinasta bábilja og er al- veg dæmigerð fyrir aðila sem stunda viðskipti í skjóli einokunar eða verndar hins opinbera að hluta til eða öllu leyti. Þeir aðilar, sem nú fengu úthlutað leyfum til fisksölu fyrir vestan, eru auðvitað ánægðir og er það að von- um. Það er hins vegar ástæða til að líta ekki fram hjá hugsanlegu mati ráð- herra á stöðunni. Það getur einmitt verið að hann sjái mun lengra fram í tímann en Sumir aðrir þótt þeir þykist þekkja vel til. Ráðherra hefur einnig dvaÚð í Bandaríkjunum og starfað þar og þekkir vel til, vegna mikifla samskipta á fjármálasviðinu, sem oft fara fram, einmitt í Banda- ríkjunum. Það skyldi þó aldrei vera að við- skiptaráðherra sé að búa í haginn fyrir hugsanlegar viðræður um frí- verslunarsamning við Bandaríkin. En hann hefur einmitt borið á góma hjá sumum ráðherrum, t.d. utanrík- isráðherra. Bandaríkjamenn eru ekki ýkja hrifnir af einokun eða takmörkunum á sviði viðskipta. Þeir munu áreiðan- lega vilja stuðla að dreifingu í inn- flutningi matvæla til sín og þá er hyggilegt að geta bent á fleiri en einn eða tvo aðfla, ef til þess kæmi að samningaviðræður um fríverslun færu af stað milli ríkjanna. „Bjór, áfengur eða óáfengur, er aðeins neysluvara sem fólk á að geta haft aðgang að, hér sem annars staðar," segir f bréfinu. Húsnæðisframvarp félagsmálaráðherra: Miklar betmmbætur Jónína Sveinsdóttir skrifar: Lagafrumvarp það, sem Jóhanna Sigurðardóttir félagsmálaráðherra flytur um breytingar á húsnæðis- málakerfinu, hefur orðið tilefni nokkurra umræðna. í þeim umræð- um hafa vakið nokkra athygli gagnrýnisraddir sumra stjómar- þingmanna. Meginbreytingin í frumvarpinu virðist vera sú að koma í veg fyrir að þeir sem eiga margar íbúðir fái lán, enn á ný. Sagt er að þess finnist dæmi að lán hafi verið veitt þeim sem eiga allt að 6 eða jafnvel 8 íbúðir! Flestmn ætti að vera ljóst að slík til- högun er með öflu óhæf. í annan stað er 1 nýja frumvarpinu lögð áhersla á aukna fyrirgreiðslu tfl handa hinum efnaminni. Nú mætti ætla að flestir gætu fall- ist á þessi sjónarmið. En þá kemur fram að tveir stjómarþingmenn and- mæla framvarpinu. Annar segir þó í viðtali við Alþýðublaðið, hinn 22. okt. sl., að hann hafi ekki séð frum- varpið (?). Sú frásögn virðist harla kynieg, því í Mbl. segir sama dag (22. okt.), að þingflokkur sjálfstæðis- manna hafi „á fundi í fyrradag samþykkt frumvarpið með ákveðn- mn fyrirvörum"! Fróðir menn á alþingi telja að and- staða fyrmefndra þingmanna kunni að stafa af því að fariö hafi fyrir bijóstið á þeim að Jóhönnu hafi á stjómarandstöðuárunum reynst snjöll við að koma málum fram í þinginu þótt við ofurefli hafi verið að etja. Hún mun enda almennt talin dugmikil og starfhæf vel. Þau um- mæfl leyfieg mér að viðhafa þótt ég sé ekki flokkssystir hennar. Varla getm- andstaðan gegn hús- næðisfrumvarpinu stafað af því að það er kona sem flytur málið. Stimd- mn getur þingmönnum dottið í hug að kjósa konur tfl trúnaðarstarfa í þinginu þvert gegn flokkssamþykkt- um. Benda má á að konur úr Norðurlandskjördæmi eystra (þær Kolbrún Jónsdóttir og Valgerður Sverrisdóttir) hafa fengið eitt og eitt atkvæði við forsetakjör og segir ný- lega í blaðagrein í DV að svo virðist sem einhver þingmaður vflji koma sér í mjúkinn hjá konum. Þótt ég sé ekki krati vfl ég skora á þingmenn að veita mnræddu frum- varpi brautargengi. Þar er um að ræða betrambætur á núverandi kerfi. Huglækningar Svar til Þórn Erlent mál er ekki tfl fyrirstöðu. Hugurinn beinist að líkama og sál. Auðvitað er tfl óheiðarlegt fólk sem þykist kunna að lækna. En sem betur fer gildir það ekki mn alla. Þeir era margir sem hafa fengið lækningu. Hulda skrifar: í tflefni af lesendabréfi, sem birt- ist í DV hinn 29. okt. sl., vfl ég taka fram eftirfarandi: Mér er nokkuð kunnugt um huglækningar og veit að huglæknir getur fundið sjúk- dóm í fólki og læknað hann þótt hann þekki ekki sjúklinginn. Bjórfrumvarpið: Haldlrtil andstaða - gagnslítil rök Rögnvaldur skrifar: Umræða um bjór er nú tekin fyrir eina ferðina enn á alþingi. Tveir fyrr- verandi ráðherrar, báðir úr Sjálf- stæðisflokki, hafa lýst andstöðu við framvarpið og gerðist það strax við fyrstu umræðu. Menn bjuggust við að miklar um- ræður á þingi fylgdu í kjölfarið en svo varð þó ekki. Umræðum um bjór- inn var frestað. Flutningsmenn framvarpsins eiga heiður skilið fyrir að gera tilraun, og kannski þá síðustu, til að greiða götu þessarar eftirsóttu og langþráðu neysluvöra að borðum landsmanna. Auövitað er bjór, áfengur eða óáfeng- ur, ekkert annað en ein þeirra neysluvara sem fólk á að geta haft óheftan aðgang að, hér sem annars staðar. En það er með eindæmum hvemig andstæðingar bjórfrumvarpsins á alþingi flytja mál sitt. Dæmi og til- vitnanir era svo langsóttar að það 'vekur furðu manns hvað heflbrigðir og greindir einstaklingar geta látið frá sér fara. Annar fyrrverandi ráðherranna, sem nú er á móti bjómum, sagði að við íslendingar værum haldnir þeirri sjálfsblekkingu að við væram ekki að drekka áfengi þegar við drykkjum bjór. - Sami aðili vitnaði allt aftur tfl Gullfoss-áranna og sagði að danskir verkamenn hefðu verið það síðasta sem híft var upp úr lestum skipsins í Danmörku, við lok affermingar! Hinn fyrrrverandi ráðherra Sjálf- stæðisflokksins sagði að sér blöskr- aði þegar fyrsti flutningsmaður, sem einnig er sjálfstæðismaður, flutti rök sín með frumvarpinu. Yfirleitt má segja aö þau rök, sem haldið hefur verið á lofti gegn fram- leiðslu og sölu áfengs öls hér, séu gagnslítil og andstaðan haldlaus með öllu. Langflestir þeirra þingmanna, sem hafa nú uppi andstöðu gegn bjór- framvarpinu, drekka sjálfir bjór, - en bara ekki hér á landi heldur er- lendis. Flestir þeirra eru staðnir að því að notfæra sér að áfengur bjór er til sölu í fríhöfninni í Keflavík, annaðhvort með því að kaupa hann við komu tfl landsins eða hefja ferð- ina með því að kaupa hann á bamum þar syðra. Þetta er þvflíkur hráskinnsleikur að engu tali tekur. Hvemig geta and- stæðingar bjórframvarpsins, þeir er sannanlega neyta áfengs öls yfirleitt, staöið fyrir framan alþjóð og sagt: Við viljum ekki áfengan bjór hér, - en nota hann svo sjálfir er þeir dvelja erlendis? Þetta er hræsni og hana eiga flutn- ingsmenn bjórframvarpsins að afhjúpa í málflutningi sínum. - Era hirúr áköfu andstæðingar bjórfram- varpsins kannski að vemda ein- hveija aðila hér í þjóðfélaginu? Eiga umboðsmenn annars áfengis, t.d. sterkari drykkjanna, einhver ítök í þess konar málflutningi? Það liggur beinast við að spyrja þannig.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.