Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.1987, Qupperneq 8

Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.1987, Qupperneq 8
8 FÖSTUDAGUR 13. NÓVEMBER 1987. Útlönd Hafa misst fjóra menn Stjórnvöld í Suður-Afríku segjast hafa misst íjóra hermenn í aðgerð- um til aöstoöar skæruliðum stjórn- arandstöðunnar í Angola. Segja þau hermennina hafa fallið á átök- um viö sveitir stjómarhers Angola sem stjómað sé af sovéskum og kúbönskum liðsforingjum. S-Afríkumenn segja að stjórnar- her Angola hafi ráðist á sveitir úr her Jónasar Savimbi. Sagði magn- us Malan, varnarmálaráðherra S-Afríku, að her hans hefði neyöst til að blanda sér í málið vegna þess hversu mikla aöstoð rikisstjórn marxista í Luanda fengi nú frá Sov- étríkjunum og Kúbu. EXPEL THE IMO PSOVINCÍAL COU ?.THE TRAJTOR-NOT OUR l||p, PATRIOTS ÖF SRI lAMK i r öf n Friðatviðræðum frestað Javier Perez de Cuellar, aöairit- ari Sameinuðu þjóðanna, sagði í gær að viðræðum þeim sem heflast áttu í dag raeð fulltrúum írans og íraks yrðihugsanlega frestað, Tals- maður SÞ sagði að enn hefði ekki heyrst neitt frá írönum um það hver fulltrúi þeirra í viöræðunum yrði. Utanríkisráðherra íraks hefur lýst sig reiðubúinn til að koma til New York en talið er að hann muni draga komu sína þar til viðbrögð írana verða ljós. Vonir að vakna Koma Miguel Obando Y Bravo, kardinála frá Nicaragua, til Washing- ton, þar sem hann mun ræða við Daniel Ortega, forseta Nicaragua, hefur vakið vonir manna um að friöarviöræður deiluaðUa þar í landi muni komast á fljótlega. Kardínálinn kom til Washington í gærkvöldi. Búist var við að hann tæki við tUlögum um vopnahlé og fylgjandi skUyrðum frá deUuaðilum í dag. Mun kardínálinn funda með báöum aðUum, annars vegar forsetan- um, hins vegar fuUtrúum kontraskæruUða. KardínáUnn var í síðustu viku vaUnn af deUuaðUum báðum tíl þess að gegna hlutverki sáttasemjara í fyrirhuguðum viðræðum. Myrtu tuttugu og fimm SkæruUðar tamUa á Sri Lanka myrtu í gær tuttugu og fimm manns á norðurhluta eyjunnar. Hinir myrtu voru í langferðabifreið sem ók á jarðsprengju sem skæru- Uðamir höföu komið fyrir. Hinir myrtu voru aUir tamilar. Að sögn dagblaðs á Sri Lanka voru þrettán af þeim sem skæru- liðahreyfing tamila, Tígramir, myrtu í gær, félagar í annarri skæruUðahreyfingu sem keppir við Tígrana. Tígrarnir hafa myrt meira en sex hundruö meðUmi annarra hreyf- inga undanfarin tvö ár í baráttu sinni fyrir því að veröa einu tals- menn tamila á Sri Lanka. Krefjast að Roh hættl FuUtrúar stjómarandstöðunnar í Suöur-Kóreu kreíjast þess nú aö frambjóðandi stjómarflokks iands- ins, Roh Tae-Woo, dragi framboö sitt til baka. Kröfur sínar byggja stjómarandstæðingar á aöild Roh að valdatöku Chun Doo Hwan í desembermánuði 1979. Roh stýrði þá hersveit viö landamæri kóresku ríkjanna tveggja og yfirgaf vígstöðu sína til aö aöstoða við valdatöktma. Sendiráðs- maður myrtur Starfsmaður bandaríska sendi- ráðsins í E1 Salvador og innlendur lögreglumaður voru myrtir í San Salvador, höfuðborg landsins, í gær. Sendiráðsstarfsmaðurinn, Billy Majico Quinteros Marinex, liðlega þrítugur öryggisvörður, var staddur á bensínstöð skammt frá hverfi þar sem margir sendiráðsstarfsmenn búa. Segir lögreglan að þrír grímu- klæddir menn hafi ekið inn á bensín- stöðina og rænt Quinteros. Óku þeir honum á autt bifreiðastæði, skammt frá knattspyrnuvelli, og skutu hann til bana. Bifreið hans fannst síðar brunnin í öðm borgarhverfi. Talsmaður sendiráðs Bandaríkj- anna sagði í gær að Quinteros hefði verið óvopnaður og starfað sem bif- reiðarstjóri. Ekki var tekið fram hverjum hann þjónaði í því hlut- verki. Leynileg útvarpsstöð skæruliða stjómarandstöðunnar í E1 Salvador hvatti í morgun alla liðsmenn hreyf- ingarinnar til þess að efla starfsemi sína og grípa til meiri aðgerða. Er aðgerðunum ætlað að mæta hertum aögerðum stjórnarhersins. Lögreglumaðurinn, sem áður get- ur, var skotinn til bana á götu úti í einu af fátækrahverfum borgarinn- Lögregluþjónar standa yfir liki Quinteros í gær. Símamynd Reuter ar. Bjami Hinriksson, DV, Bordeaux: Uppreisn braust út í Saint Maur fangelsinu í Indre héraði í Frakk- landi í gærkvöldi, Af 440 föngura taka 400 þátt í uppreisninni. Hafa þeir sem gísla fangelsisstjórann, einn fangavörð auk tíu annarra. Eldar loguðu í alla nótt og enn í morgun því fangarnir fóru ham- fórum um fangeisið áður en þeir tóku sér stöðu í miöju þess. Svo virðist sem einhverjir hafi særst í uppreisninni því þrlr voru fluttir á sjúkrahús. Sérsveitir óeiröalög- reglu komu á staðinn eins fljótt og viö varð komið. Þetta fangelsi var í fréttum fyrr í vikunni því á þriðjudaginn struku þaðan þrír fangar sem enn er leit- að. í fangelsinu situr Georg Ibra- him Abdallah sem taiimi er einn af foringjum líbanskra hryðju- verkasamtaka. Hann afplánar Mfstíðarfangavist fyrir morð á fjögur hundruð fangar gerðu uppreisn í gærkvöldi. Símamynd Reuter bandariskum og ísraelskum sendi- ráðsstarísmönnum í París. Abd- allah var í einangruöum hluta fangelsins þegar uppreisnin braust út og er nú í höndum yfirvalda. • Fangamir kreíjast þess að fá aö tala viö blaðameim. Samningaviö- ræöur við yfirvöld hafa staðið yfir í nótt og í morgun með aöstoö prests sem fangamir höfðu tekið sem gísl en síðan sleppt. Láklegast er að uppreisnin sé til- komin vegna óánægju fanganna með aðbúnað. Frönsk fangelsi eru yfirfull og mikið er talað um endur- bætur en engar mikilvægar ákvarðanir hai'a verið teknar í þeim efnum. Skjóta óeirðaseggi umsv'rfalaust Lögreglan í Bangladesh hefur nú fyr- irmæli um að skjóta óeirðaseggi umsvifalaust ef til þeirra sést. Til- skipun þessi fylgir í kjölfar mikilla óeirða sem komið hefur til í Dhaka, höfuðborg landsins, undanfarið. Tveir lögreglumenn vom felldir í óeirðunum þar í gær þegar óeirða- seggir vörpuðu handsprengjum að hópi lögreglumanna. Að sögn sjónarvotta skaut lögregl- an í Dhaka að minnsta kosti tvo mótmælendur til bana í gær. Lög- reglan segist ekki geta staðfest þetta þótt fréttaritarar hafi séð lík mann- anna tveggja. Undanfarna tvo daga hafa staðið allsherjarverkfóll í Dhaka. Stjómar- andstaða landsins hefur nú boðað áframhald verkfallanna, að minnsta kosti fram yfir helgi. Verkfóllin em nokkurra af leiðtogum stjómarand- boðuð í mótmælaskyni við handtöku stöðu landsins. Lögreglan í Dhaka stendur vörö yfir líkum starfsbræöra sinna í gær. Sfmamynd Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.