Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.1987, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.1987, Blaðsíða 28
40 FÖSTUDAGUR 13. NÓVEMBER 1987. Jarðarfarir Ingvi Rafn Einarsson, sem lést aö heimili sínu, Götuhúsi, Eyrarbakka, 4. nóvember sl„ verður jarðsunginn frá Eyrarbakkakirkju laugardaginn 14. nóvember kl. 14. Ingvi lætur eftir sig 6 börn og 5 fósturböm. Eftirlif- andi eiginkona hans er Þorbjörg Katarínusdóttir. Dagný Björk Guðmundsdóttir, Borgarvík 24, Borgarnesi, verður jarðsungin frá Borgarneskirkju laugardaginn 14. nóvember kl. 14. Stefán Guðjónsson, Hólagötu 7, Vestmannaeyjum, verður jarðsung- inn frá Landakirkju laugardaginn 14. nóvember kl. 14. Bjarni Ingvar Kjartansson, Garða- vegi 14, Keflavík, verður jarðsunginn frá Keflavíkurkirkju laugardaginn 14. nóvember kl. 14. Stefán Guðmundsson frá Eystri-HÓl í Landeyjum, verður jarðsunginn frá Bústaðakirkju mánudaginn 16. nóv- ember kl. 13.30. LUKKUDAGAR 12. nóvember 27255 Hljómplata frá FÁLKANUM að verðmæti kr. 800,- 13. nóvember 2563 DBS reiðhjól frá FÁLKANUM að verðmæti kr. 20.000,- Vinningshafar hringi i sima 91-82580. Nauðungamppboð þriðja og síðasta á fasteigninni Álíhólsvegi 49, kj., þingl. eigandi Hörður Rafh Sigurðsson, fer fram á eigninni sjálfri mánud. 16. nóvember kl. 11.00. Uppboðsbeiðendur eru Skattheimta ríkissjóðs í Kópavogi og Bæjarsjóður Kópavogs. Ástúni 12 - hluta - þingl. eigandi Jakobína R. Daníelsdóttir, fer fram á eigninni sjálfri mánud. 16. nóvember kl. 13.30. Uppboðsbeiðendur eru Ólaf- ur Thoroddsen, Sigríður Jósefsdóttir hdl., Veðdeild Landsbanka íslands, Bæjarsjóður Kópavogs og Ævar Guð- mundsson hdl., Nýbýlavegi 28, efri hæð, þingl. eigandi Neonþjónustan hf., fer fram á eigninni sjálfri mánud. 16. nóvember kl. 14.00. Uppboðsbeiðandi er Bæjarsjóður Kópavogs. Menning „Con anima Það var ekki að sjá að áheyrendum þætti efnisskrá sinfóníutónleik- anna í gærkvöldi neitt óspennandi, þeir troðfylltu salinn eins og fyrri daginn. Samt er ég ekki nema mátulega viss um að klarinettkon- sert eftir Weber og fimmta Tsja- kofskís séu sérstakir dráttarhestar fyrir miðasöluna; en hver veit? Og þaö var enginn svikinn af þessum tónleikum. Þarna var sá ágæti Frank Shipway í brúnni og Guðni Franzson klarinettleikari að debút- era með sinfóníunni. Það lofaði auðvitað góðu. Tónlist Leifur Þórarinsson Guðni Franzson er eins og stend- ur í efnisskránni, „meðal efnileg- ustu tónlistarmanna okkar“. Af hverju honum var valið að leika jafnvanþakklátt og niðerfitt verk og konsert í Es dúr eftir Weber veit maður aldrei. Kannski hefur hann bara viljað þaö sjálfur. Það geta ekki allir alltaf verið að spila Mozart þó kannski sé það samt eini klarinettkonsertinn í heiminum sem mann langar að „heyra aft- ur“. Nú, en Guðna tókst þetta ágætlega, hann hefur bæði húmor og skap sem hjálpaði mikið upp á sakirnar. Frank Shipway er hörkustjóm- andi, ekki síst í rómantískri músík. Það þekkjum við bæði úr Mahler fyrstu og sjöundu Bruckners. Og þó flmmta Tsjækofskís sé talsvert annar handleggur nýttust honum margir þeir eiginleikar sem töfr- uðu upp úr skónum þá. Andante- byrjunin gaf strax „rétta“ tóninn. Klarinettin lögðu upp í ferðina með „geig í hjarta“ og fíngerð dínam- íkkin var yndislega útpæld, alls ekki tilgerðarleg, eins og stundum kemur fyrir. Og allegro con anima var raunverulega con anima en ekki kontróllaus vitlausraspítali eins og mörgum finnst sjálfsagt að meðhöndla Tsjækofskí. Shipway er samt troðfullur af tilfinningum. En hann kann að nýta þær skynsam- lega. Hægi þátturinn var yndisleg- ur og ætti að veita Joe Ognibene og fleiri fálkaorðuna fyrir. Sömu- leiðis valsinn sem mér hefur alltaf fundist vera tragiski hápunkturinn í verkinu. Og ekki má gleyma strengjunum: þeir hljómuðu á köfl- um eins og í stóru alvöruhljóm- sveitunum úti í heimi samtaka í ljóslifandi söng. Þá var maður nú þakklátur, já, hrærður og glaður. LÞ Guðni Franzson. Björgvin Filippusson lést 6. nóv- ember sl. Hann var fæddur 1. desember 1896, sonur hjónanna Ingi- bjargar Jónsdóttur og Filippusar Guðlaugssonar. Björvin starfaði lengst af hjá Mjólkursamsölunni. Hann giftist Jarþrúði Pétursdóttur, en hún lést árið 1971. Þau hjón eign- uöust níu böm. Útför Björgvins verður gerð frá Áskirkju í dag kl. 13.30. Jóhannes Halldór Pétursson lést 7. nóvember sl. Hann var fæddur að Svínahálsi í Dölum þann 14. sept- ember 1946. Hann var sonur hjón- anna Péturs Matthíassonar og Guðbjargar Jóhannesdóttur. Eftirlif- andi eiginkona hans er Þóra Kristj- ánsdóttir. Útför Jóhannesar var gerð frá Fossvogskirkju í morgun. Holtagerði 8, neðri hæð, þingl. eig- andi Jófríður Valgarðsdóttir, fer fram á eigninni sjálfri mánud. 16. nóvember kl. 14.30. Uppboðsbeiðendur eru Veð- deild Landsbanka íslands, Bæjarsjóð- ur Kópavogs og Ingi Ingimundarson hrl. Hlíðarvegi 146, þingl. eigandi Kristó- fer Eyjólfsson, fer fram á eigninni sjálfri mánud. 16. nóvember kl. 15.00. Úppboðsbeiðendur eru Iðnaðarbanki íslands hf„ Jón Eiríksson hdl. og Brunabótafélag íslands. Álfatúni 33, 1. hæð, þingl. eigandi Stjóm verkamannabúst., tal. eigandi Þorbjöm Stefánsson, fer fram á eign- inni sjálfri mánud. 16. nóvember kl. 15.30. Uppboðsbeiðendur em Gjald- skil s£, Veðdeild Landsbanka íslands og Bæjarsjóður Kópavogs. Víðihvammi 32, kjallara, þrngl. eig- andi Þorbjörg Sigurjónsdóttir, fer fram á eigninni sjálfri mánud. 16. nóv- ember kl. 16.00. Uppboðsbeiðendur em Iðnaðarbanki íslands hf. og Reyn- ir Karlsson hdl. Bæjarfógetinn í Kópavogi. Niels E. Larsen lést 4. nóvember. Hann fæddist 9. júlí 1910 í Odense í Danmörku. Árið 1938 kom hann til íslands og hóf störf sem garðyrkju- maður á Elh- og hjúkrunarheimilinu Grand. Hann varð síðar ráðsmaður heimflisins og haföi því starfað þar nær hálfa öld þegar hann lést. Eftir- lifandi eiginkona hans er Margrét Jónsdóttir. Þeim hjónum varð tveggja dætra auðið. Útför Nielsar verður gerð frá Fossvogskirkju í dag kl. 13.30. Tilkyimingar FAAS Félag aðstendenda Alzheimersjúklinga er með símatlma í Hlíðarbæ við Flóka- götu á þriðjudögum kl. 10-12 í síma 622953. Ákeyrsla við Versl. Nóatún Ljóshærða konan á Isuzu Trooper, sem bakkaði á gráa Toyotu Corollu í gær, fimmtudag 12. nóv„ vinsamlegast gefi sig fram við lögregluna af sjálfdáðun, það myndi spara mikinn tíma. Nýjungar í nýtingu jarðefna Dagana 16.-18. nóvember nk. gengst end- urmenntunarnefnd Háskóla íslands fyrir námsstefnu um nýjungar í nýtingu jarð- hita. Markmið námsstefnunnar er að kynna möguleika á betri nýtingu jarðhita og þeim nýjungum sem fram hafa komið á síðustu árum. Einnig hvemig hægt er að standa að nýjum nýtingarfram- kvæmdum og bæta þær sem fyrir eru. Námsstefnan er ætluð öllum þeim sem áhuga hafa á framtíð jarðhitanýtingar á íslandi. Umsjónarmenn námsstefnunnar eru dr. Jón Steinar Guðmundsson verk- fræðingur og dr. Valdimar K. Jónsson, prófessor við Háskóla íslands, en auk þeirra flytja sex sérfræðingar erindi. Skráning er á skrifstofu Háskóla íslands. Trúnaðarbréf afhent Hinn 26. október aíhenti Tómas Á. Tóm- asson sendiherra Karoly Nemetti, forseta Ungverska alþýðulýðveldsins, trúnaðar- bréf sitt sem sendiherra íslands í Ung- verska alþýðulýðveldinu með aðsetri í Moskvu. Vakningasamkomur í Neskirkju með Toger Larson verða öll kvöld kl. 20 þessa viku. Fyrirbænir, mik- ill söngur, tónlist og lofgjörð. Fórn verður tekin. Lögfræðiaðstoð laganema Orator, félag laganema, verður með ókeypis lögfræðiaðstoð fyrir almenning á fimmtudagskvöldum milli kl. 19.30 og 22 í síma 11012. Félagsmiðstöð Geðhjálpar að Veltusundi 3b, er opin á fimmtudögum kl. 20-22.30, laugardögum og sunnudög- um kl. 14-18. Einnig hefur Geðhjálp opna skrifstofu alla virka daga kl. 10-14 þar sem seld eru minningarkort félagsins og veittar upplýsingar um starfsemina. Sími 25990. , . vogi. Þar verður ávallt boðið upp á nýtt Nytt UtlDU Gullkomsins brauð og kökur og annað góðgæti. Snæ- Bakaríið Gullkornið hefur opnað nýtt land hefur nú undir einu þaki: söluturn, útibú í Snælandi, Furugrund 3, Kópa- ísbúð, videoleigu og bakarí. Basar Fundir Kvenfélag Háteigssóknar heldur basar laugardaginn 14. nóvember kl. 13 í Tónabæ. A boðstólum verða hand- unnir munir, pijónadót, kökur, jólapapp- ír og kort. Tekið verður á móti basarmunum í kirkjunni á milli kl. 17 og 19 á fóstudag og í Tónabæ á laugardag milli kl. 10 og 12. Allur ágóði rennur í altaristöílusjóð. Kvenfélag Hallgrímskirkju heldur sinn árlega basar í safnaðar- heimili kirkjunnar laugardaginn 14. nóvember kl. 14. Þar verða að venju góð- ir og eigulegir munir ásamt kökum og fleiru. Tekið verður á móti basarmunum og kökum á fimmtudag milli kl. 20 og 22, fostudaga kl. 15-22 og fyrir hádegi á laug- ardag. Flóamarkaöur Lionessuklúbbur Reykjavíkur heldur flóamarkað í Lionsheimilinu Sig- túni 9 laugardaginn 14. nóvember kl. 14. Á boðstólum verða glæsilegir munir, all- ir ódýrir. Kaffi á könnunni. Happdrætti Happdrætti samtaka um byggingu tónlistarhúss Fyrirhugað var að draga í happdrætti Samtaka um byggingu tónlistarhúss 14. nóvember nk. í beinni útsendingu sjón- varpsins frá tónleikum í Reiðhöllinni. Af ýmsum ástæðum reyndist ekki unnt að halda tónleikana á þeim degi. Kom þar margt til. Lögreglustjóri haföi ákveðið að tónleikamir þar mættu ekki standa nema til kl. 19. Erfitt var að samræma tíma þeirra fjölmörgu listamanna sem ætla að koma fram og plötuútgáfa í tengslum við tónleikana hefur tafist. Hefur því stjóm samtakanna ákveðiö með leyfi dóms- málaráðuneytisins að fresta drætti til laugardagsins 9. janúar nk. og verður þá dregið á tónleikum í Háskólabíói í beinni útsendingu sjónvarpsins. Hádegisfundur hjá Varðbergi og SVS Dr. Michael S. Voslensky, hinn heims- kunni fræðimaður og rithöfundur sem flýði árið 1972 frá Sovétríkjunum þar sem hann hafði gegnt háum embættum, verð- ur staddur hér á landi um helgina. Félögin Varöberg og SVS (Samtök um vestræna samvinnu) halda með honum hádegisfund i Átthagasalnum á Hótel Sögu laugardaginn 14. nóvember kl. 12. Fundurinn er opinn félagsmönnum í SVS og Varðbergi, svo og öllum gestum félags- manna. Skipulagsstjóm ekki stjóri í DV í gær var sagt aö skipulags- stjóri heföi samþykkt ráöhús viö Tjörnina. Hið rétta er að þaö var skipulagsstjóm ríkisins sem sam- þykkti defliskipulag Kvosarinnar þar sem gert var ráð fyrir ráðhúsi sem raunar kom fram í frétt DV. -J.Mar

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.