Dagblaðið Vísir - DV - 20.11.1987, Qupperneq 8
8
FÖSTUDAGUR 20. NÓVEMBER 1987.
Utlönd_________
Hver bauð
Gorbatsjov?
Til háværra mótmæla dró í full-
trúadeild bandaríska þingsins í gær
þegar þingmenn deildu þar um það
hvort heimila ætti Mikhail Gor-
batsjov, aðalritara sovéska komm-
únistaflokksins, að ávarpa þingmenn
deildarinnar.
Fjölmargir þingmenn gengu í
ræðustól í gær og mótmæltu því að
„þessum kommúnista" yrði heimil-
uð innganga í sali deildarinnar.
Virtist þeim efst í huga sú spurning
hver hefði eiginlega boðið aðalritar-
anum að ávarpa þingmenn til að
byrja með.
Áætlað er að Gorbatsjov ávarpi
fulltrúadeildina í næsta mánuöi þeg-
ar hann kemur til Washington til
Alþjóðlegir yfirmenn fjölmiðla
gagnrýndu í gær fimm Mið- og Suð-
ur-Ameríkuríki fyrir takmarkað
ritfrelsi. Kom gagnrýnin fram í lok
árlegs fundar fjölmiðlasamtaka Am-
eríkuríkja.
Sagði í tilkynningu fundarmanna
að ekkert ritfrelsi ríkti í Panama,
Nicaragua, Paragua, Kúbu og Chile.
Til að leggja áherslu á skilaboð sín
var blaðamaðurinn Roberto Eisen-
mann, sem er útlægur frá Panama,
kjörinn í stjórn samtakanna.
Skýrsla fundarmanna um Kúbu
var styst en Panama sætti hörðustu
gagnrýninni. Nýlega hefur herfor-
ingjastjórnin i Panama lokað fimm
málgögnum stjórnarandstæðinga og
leiðtogafundar með Ronald Reagan
forseta. Tilkynnt var um þessa fyrir-
ætlan fyrr í þessari viku.
Það var forseti deildarinnar, Jim
Wright, sem tilkynnti þingheimi
þetta og sagðist hann hafa fengið
upphringingar frá bæöi George
Shultz utanríkisráðherra og Howard
Baker, starfsmannastjóra Hvíta
hússins, um málið.
Talsmenn Hvíta hússins vilja hins
vegar halda því fram að boðið hafi
komiö frá þinginu sjálfu. Hafi Reag-
an forseti ekki farið þessa á leit
heldur sé meðal þingmanna hópur
vinstrisinnaðra frjálslyndisstefnu-
manna sem séu reiðubúnir til að ýta
fram boðinu til aðalritarans.
herinn hefur tekið undir sig eignir
þeirra. Hæstaréttardómari og blaða-
maður voru myrtir í Panama eftir
að þeir gagnrýndu tillögu að nýjum
lögum um fjölmiöla. Nokkrir blaða-
menn hafa verið fangelsaðir og hefur
þeim verið misþyrmt.
Varðandi Chile og Nicaragua var
sagt í skýrslu fundarmanna að þó svo
að stjórnarandstæðingar fengju að
gefa út blöð væri það ekki næg sönn-
un þess að ritfrelsi ríkti í löndunum.
Nicaraguastjórn hefur hótað að
stöðva útgáfu La Prensa ef banda-
ríska þingið samþykkir fjárveitingu
til kontraskæruliða. í Chile er blaða-
mönnum stöðugt hótað morði.
Tamíltígrar, skæruliðar tamíla á
Sri Lanka, fóru í nokkrar árásarferð-
ir í gær. Var það um svipað leyti og
þeir létu lausa átján Indverja sem
verið hafa í haldi þeirra í meira en
mánuð.
Að minnsta kosti fjórir Indverjar
biðu bana og ellefu særðust þegái’
skæruliðar gerðu árás á indverska
tlutningalest í norðurhluta Sri Lanka
síðdegis í gær. Einnig voru gerðar
árásar á lögreglustöðvar og ráðist
var á friöargæslusveitir Indverja í
nokkrum héruðum. Miklar rigning-
ar komu í veg fyrir að Indverjar
gætu elt uppi árásarmennina.
Indverjarnir átján voru látnir laus-
ir eftir að samkomulag hafði náðst
um frelsun þeirra en ekki er ljóst
hvort tamílum var lofað einhverjum
Hin fimm ára gamla Melodie
Nakachian er nú laus úr greipum
mannræningjanna. Lögreglan frels-
aði hana í nótt og lést einn mannræn-
ingjanna í átökunum, að því er
yfirlögreglustjóri Spánar greindi frá
í morgun.
Melodie, sem rænt var fyrir tólf
dögum á Costa del Sol, var ómeidd
og er nú komin til foreldra sinna.
Höfðu mannræningjarnir, sem lýst
er sem harðsvíruðum glæpamönn-
um, hótað að svelta barnið til bana
eða drepa það ef ekki yrði gengið að
kröfum þeirra um fjögurra milljóna
dollara lausnargjald. Áður höföu
þeir farið fram á þrettán milljónir
en faðir stúlkunnar bauðst til að
greiða þeim eina.
Höfðu fóðurnum, sem er frá Líban-
on og sagður vera milljónamæring-
ur, borist peningagjafir hvaðanæva
að frá Spáni frá fólki sem vildi að-
stoða við að fá Melodie látna lausa.
Fréttir af því hvernig innrás lög-
reglunnar í íbúð mannræningjanna
nálægt Gíbraltar, gekk til eru enn
mjög óljósar en svo virðist sem
nokkrir hafi verið handteknir.
í gærkvöldi hafði móðir Melodie,
sem er söngkona frá Kóreu, sagt við
fréttamenn aö hún og maður hennar
myndu bíða alla nóttina eftir fréttum
og gaf hún þar með í skyn að búast
mætti við tíðindum. Frestur til að
greiöa lausnargjaldið átti að renna
út um kvöldmatarleytið í kvöld. All-
ur Spánn stóð á öndinni eftir að
segulbandsupptaka með rödd Me-
lodie var leikin í útvarp. Þar bað
eftirgjöfum. Að sögn sendiráðsstarfs-
manna Indveija á Sri Lanka var
frelsun fanganna ekki bundin nein-
um skilyrðum.
Að minnsta kosti tvö hundruð og
fjörutíu Indverjar hafa verið felldir
frá því að þeir létu til skarar skríða
gegn skæruliðum tamíla á norður-
og austurhluta Sri Lanka.
Móðir Melodie á tali við fréttamenn
áður en tilkynnt var um frelsun telp-
unnar. Símamynd Reuter
telpan föður sinn um hjálp. Útvarps-
sendingar í morgun hófust með því
að tilkynnt var um frelsun Melodie.
Að sögn lögreglunnar virðist ekk-
ert samband vera á milh mannræn-
ingjanna og fóður Melodie. Bresk
blöð höfðu greint frá því að faðir
Melodie hefði eitt sinn átt nætur-
klúhb í London og að hann hefði
verið rekinn frá Bretlandi.
Jólagjafahandbók
VERSLANIR!
Hin sívinsæla og myndarlega jólagjafahandbók kemur út 3. desember nk.
Þeir auglýsendur sem áhuga hafa á að auglýsa í
JÓLAGJAFAHANDBÓKINNI
vinsamlegast hafi samband við auglýsingadeild
Þverholti^ 11 eða í síma 27022 kl. 9-17 virka daga sem fyrst.
í síðasta lagi fimmtudaginn 26. nóv. nk.
Heræfingum mótmætt
Yflrvöld í Nicaragua mótmæltu
í gær heræflngum Bandaríkja-
manna í Honduras og sögðu að þær
ógnuðu friðarviðleitni á svæðinu.
Varaforseti Nicaragua, Sergio
Ramirez, sagði að á meðan löndin
á þessu svæði einbeittu sér að því
að koma á friði færu fram viða-
mestu heræfmgar Bandaríkja-
manna í Honduras til þessa. Ekki
væri á nokkum hátt hægt að líta á
þetta sem framlag til friðar, bætti
Ramirez við.
Undanfarin ár hafa Bandaríkja-
menn haft heræfingar í Honduras.
Fullyrt er að þær séu til að sýna
yfirvöldum í Nicaragua fram á
mátt Bandaríkjanna en Banda-
ríkjamenn líta á stjórnina í Nic-
aragua sem ógnun við öryggi
Bandaríkjanna.
Ramirez sagði að friðarsam-
komulagið, sem fjórir aðrir leið-
togar Mið-Ameríkuríkja undirrit-
uðu í ágúst, næði aðeins fram að
ganga ef yfirvöld í Washington
hættu stöðugum hótunum sínum.
Melodie laus
og ómeidd
Gagmýna skort
á ritfrelsi