Dagblaðið Vísir - DV - 20.11.1987, Síða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 20.11.1987, Síða 9
FÖSTUDAGUR 20. NÓVEMBER 1987. 9 Utlönd Verkamaður hvilir sig eftir að hafa unnið við hreinsunarstörf í King’s Cross neðanjarðarbrautarstöðinni þar sem á fjórða tug manna beið bana i eidsvoða á miðvikudagskvöld. Símamynd Reuter Oiyggisráðstafan- ir voru ekki nógar Á meðan syrgjendur leggja blóm- sveiga á brunnin stigaþrep neðan- jarðarlestarstöðvarinnar King’s Cross í London liggja maður og kona milli heims og helju á gjörgæsludeild á sjúkrahúsi þar rétt hjá. Tólf aörir eru sagðir alvarlega slasaðir með brunasár og skemmd lungu. Á íjórða tug manns biðu bana í brunanum sem braust út síðdegis á miðvikudaginn undir rennistiga. Ekki hefur reynst unnt að bera kennsl á öll líkin sem eru illa leikin af hitanum af eldinum. Eldurinn magnaðist fljótt af súgnum frá neð- anjarðargöngunum og fylltust göngin af þykkum, banvænum reyk. Samgöngumálaráðherra Breta, Paul Channon, sem hefur fyrirskipað Skemmdirnar urðu gifurlegar í King’s Cross neðanjarðarbrautar- stöðinni þar sem eldur braust út á miðvikudagskvöld. Simamynd Reuter nefnd til aö rannsaka slysið, sagöi á þingi í gær að neðanjarðarjárnbraut- arkerfi London væri eitt hið örugg- asta í heiminum. Lagöi hann áherslu á að aðeins hafi verið um slys að ræða og þyrfti að rannsaka hvaða lærdóm væri hægt að draga af því. Embættismenn hafa einnig neitað að öryggisráðstöfunum hafi ekki verið sinnt. tweftt USLL SC KO UKÍSRCRÖUHD TRfllNS FROH Kl HC'$ CROSC-'ST, ROHCRRS 6T8TJDH TOORV/ CXCtPT OH THC HCTRORLXTRH RHB CIRCLe Í.XHC8. RL88>HO UNBCRCHOUHD TH8XH8 «ZLL BC 8VAZLRBLS «T FIH88URV RRRK BTRTXOH. WrpílOTMMíl Á skiltinu er tilkynnt að engar ferðir verði frá King’s Cross og St. Pancr- as vegna eldsvoðans sem þar varð. Símamynd Reuter En stjórnarandstöðumenn og sér- fræðingar á sviði brunavarna beina athyglinni að öryggisráðstöfunum og er bent á að vatnsúðunarkerfi hefði getað komið í veg fyrir að svo marg- ir týndu lífi. Eftir bruna í neðanjarðarlestar- stööinni í Oxford árið 1984 var mæít með því að slíku kerfi yrði komið fyrir. Fáir slösuðust við það tilfelli en eftir rannsókn kom fram að of mikið af eldfimu efni var notað með- fram veggjum og í rennistiga. Einnig vantaði þar reykskynjara. Meðlimur Verkamannaflokksins hefur greint frá því aö að fækkað hafi verið í starfsliði við brautarstöð- ina og starfsliðið hafi fengið minni fræðslu um öryggismál. Slökkviliðsmenn fyrir utan neðan- jarðarbrautarstöðina á miðviku- dagskvöld. Simamynd Reuter Mótmæla samvinnu um Gíbraltarflugvöll Brynhildur Ólafsdóttir, DV, Spáni; Embættismenn utanrikisráðu- neyta Spánar og Bretlands reyna nú að komast aö samkomulagi um flug- völlinn á Gíbraltar fyrir 7. desember en þá mun Evrópubandalagið énn á ný funda um samvinnu evrópskra flugvalla á sviði flutninga. í júní síðastliðnum notaði Spánn neitunarvald sitt innan Evrópu- bandalagsins og stöðvaði þessa samvinnu á þeirri forsendu að í samningnum væri Gíbraltarflugvöll- ur talinn einn af héraðsflugvöllum Bretlands. Bretum er mikið í mun að flugvöll- urinn á Gíbraltar verði með í samningi Evrópubandalagsins og líklegt þykir að lausnin verði sú að Spánveijar og Bretar semji sín á mUli um einhvers konar sameigin- lega notkun og jafnvel stjómun flugvallarins gegn því að Spánveijar dragi neitun sína tilbaka og gangi að samningi Evrópubandalagsins. íbúar Gíbraltar, sem eru um þrjá- tíu þúsund talsins, eru mikið á móti tilslökun af hálfu Breta. í síðustu viku tók tæplega helmingur íbúanna þátt í mótmælagöngu og nú hefur þing Gíbraltar sent ríkisstjórn Breta yfirlýsingu þar sem Bretar eru vin- samlegast beðnir um að undirrita ekki neinn samning við Spánverja sem hefði í for með sér sameiginlega stjórnun flugvaUarins. Amerísk olíumálverk í álrömmum, stærðir 1,23x1,53, kr. 21.500,1,28x1,02, kr. 19.500,1,02x0,77, kr. 15.500. OPIÐ ALLA LAUGARDAGA KL. 9-16. Greiðslukjör allt að 11 mán. með Eurocredit eða Visa vildarkjörum. ÍEURÖ KREDIT VILDARK/OR V/SA cn r rrna TTiíTn lr5J j SUÐURLANDSBRAUT 26 - SÍMI 84850 " P. O. BOX 8266 - 128 REYKJAVlK VÖNDUÐ LEÐUR- SÓFASETT Image, 3ja sæta sófi + 2 stólar, kr. 84.000, stgr. 76.210. Plaza, 3ja sæta sófi + 2 stólar, kr. 96.000, stgr. 87.210. Sandra hornsófi kr. 95.950,- stgr. 85.950.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.