Dagblaðið Vísir - DV - 20.11.1987, Blaðsíða 13
FÖSTUDAGUR 20. NÓVEMBER 1987.
13
Neytendur
Bakstur án eggja
Verö á eggjum hefur veriö hækk-
aö um mörg hundruð prósent í
vikunni. Þeir sem ekki náöu aö
birgja sig upp af eggjum áöur en
háa verðið gekk í gildi hljóta aö
mótmæla nýju eggjaveröi með því
að kaupa ekki egg.
Það er hægt að lifa góðu lífi án
þess að nota egg. Sumir næringar-
fræðingar segja meira að segja að
egg séu óholl og ekki megi borða
meira en 2 egg í viku.
Það er erfitt aö baka sætar kökur
án þess að hafa egg eða eggjaduft.
Hins vegar fara ekki egg í brauð
og snúða þannig að nú snúum við
okkur að slíkum bakstri.
Hveitibrauð
Hægt er aö nota bæði vatn og
mjólk til þess að bleyta í deiginu.
Brauðið verður finna, með mýkri
skorpu ef notuð er mjólk. Ef vatnið
er notað verður brauöið léttara,
með stökkri skorpu sem verður
frekar ljós á litinn.
Hægt er að nota heilhveiti að ein-
hverju leyti, t.d. blanda til helm-
inga. Uppskriftin hér á eftir er eins
konar grunndeig því hana má nota
til að baka margs konar brauð, en.
úr henni koma t.d. tvö formbrauð.
50 g smjörlíki eða
'Á dl olía
5 dl vatn eða mjólk
1 pk. ger
1 tsk salt
2 tsk sykur
750 g hveiti
Bræðið smjörl. í potti og bætið
vatninu eða mjólk út í og hitið þar
til blandan er 37° C. Leysið gerið
upp í hluta af blöndunni (eða farið
eftir leiðbeiningum á gerpakkan-
um), látið salt og sykur í blönduna.
Bætið út í ca 3/4 hluta af hveitinu.
Hnoöiö deigið þar til það er orðið
létt og slétt. Stráið þunnu hveitilagi
yfir deigið og breiðið hreinan klút
yfir og látið þaö lyfta sér á hlýjum
stað þar til það hefur tvöfaldað
stærð sína, eða í ca 30 mín.
Hnoðið þá deigið upp á nýtt og
hnoðið meira hveiti í það, eins
miklu og deigið þolir.
Úr deiginu er hægt aö búa til
ýmsar gerðir af brauði, kringlótt
brauð, formbrauð, löng brauö,
horn eða bollur. Látiö brauðin lyfta
sér aftur á plötunni, penslið svo
með vatni og bakið.
Brauðiö er best nýbakað, en
hveitibrauð geymist í 3-5 daga í
brauðkassa og í 6-12 mánuði í
frysti.
Bökunartími og hiti er mismun-
andi eftir því hvers konar brauð
það er sem þið ætlið að baka úr
deiginu.
Kringlótt brauð
Úr deiginu má fá tvö kringlótt
(bóndabrauð) brauð. Látið brauðin
lyfta sér á plötunni í 20-30 mín.,
penslið þá með vatni og bakið við
200-225° C hita í ca 30 mín. Penslið
aftur með vatni rétt áður en brauð-
ið er tilbúið.
Kælið á rist.
Formbrauð
Látið deigið í tvö smurð form (1 'A
1). Leggið stykki yfir brauðin og
látið þau lyfta sér á ný í ca 20-30
mín.
Bakið brauðin á neðstu rim í ofn-
inum við 225° C hita í ca 30 mín.
Hvolfið þá brauöunum á rist og
bankiö í botninn á þeim. Ef það
heyrist líkt og brauðin séu „tóm“
eru þau fullbökuð. Ef brauðin virka
þung getur verið nauösynlegt aö
baka þau án formsins í 10 mín. í
viðbót.
Kælið brauðin á rist.
Birkibrauð
Skiptið deiginu í tvennt. Takið
smáklípu af hvorum helmingi og
geymið. Búið svo til slétt og falleg,
ílöng brauð. Búið svo til langa
pylsu úr litla deigbútnum og snúið
upp á ræmuna. Leggið hana ofan á
brauðið eftir því endilöngu og festið
í báða enda. Látið brauðin lyfta sér
Skeriö ofan i snittubrauöin með beittum hníf eða jafn-
vel rakvélarblaði.
msmmmmm
Vefjið hornunum saman frá breiðari endanum
beygið litla hornið niður svo það brenni ekKi.
undir klæöi í ca 30 mín. Pensliö
með vatni og stráiö birkifræjum á
brauðið.
Bakið brauöin á neðstu rim í ofn-
inum í ca 25 mín. við 225°-250° C
hita. Kæliö á rist.
Stór horn
Skiptið deiginu í tvennt. Fletjið
hvorn helming út í stóran hring og
rúllið saman í horn. Látið hornin
á smurða plötu, látið mjósta end-
ann vísa niður að plötunni. Látið
lyfta sér undir klæði í 20-30 mín.
Penslið meö mjólk, stráið sesam-
eða birkifræjum á hornin og bakið
á neðstu rim eða í miöið í 20-25
mín. við 225° C hita.
Kælið á rist.
Snittubrauð
Úr deiginu geta komið 3-5 brauð.
Notið vatn í deigið í staðinn fyrir
mjólk og olíu í staðinn fyrir smjör-
líki og notið e.t.v. aðeins minna af
hveitinu. Deigið má gjarnan vera
eilítið lausara í sér en í venjulegu
brauði. Búiö til 3-5 mjóar lengjur.
Látið þær á smuröa plötu. Skerið
ofan í deigið með beittum hníf eða
jafnvel rakvélarblaði.
Hveitibrauð
Sni ttubrauð
Rúnstykki
Það er hægt að baka ýmsar tegundir af brauði úr sömu uppskriftinni.
>
Hamborgarabrauð
Látið brauöin lyfta sér á ný i ca
30 mín. án þess að breiða yfir þau.
Bakið þau síðan í miöjum ofni í
12-15 mín. við 270-300° C hita.
Penslið brauðin með köldu vatni
um leiö og þau eru tekin út úr ofn-
inum.
Kælið á rist.
Hprn
Úr uppskriftinni má fá 24-35 stk.
eftir stærö. Skiptið deiginu í fernt.
Fletjið hvern fjórðung út og skerið
út þríhyrninga annaðhvort meö
hnif eða kleinujárni. Vefjið horn-
unum saman, byrjið á breiðari
endanum en látið litla homið snúa
niður. Látið hornin lyfta sér í ca
30 mín., penslið með mjólk og strá-
ið á þau birkifræi ef vill. Bakist í
miðjum ofni í 8-10 min. viö 250° C
hita. Kælið á rist.
-A.Bj.
VANTAR NOTAÐAR KÍLVÉLAR
SCM/GUBISCH/WEINIG
STAÐGREIÐSLA
FYRIR GÓÐAR VÉLAR
IÐNVÉLAR & TÆKI,
Smiðjuvegi 28,
sími 76100
^ ——1
órkubhi.
í öUu nánu .
starfsorkuisköl ö{tugUr útuefm m/a' h