Dagblaðið Vísir - DV - 20.11.1987, Qupperneq 17
FÖSTUDAGUR 20. NÓVEMBER 1987.
17
Lesendur
Inga Eydal, söngkona og útvarpsmaður.
Góður útvarpsþulur:
Þakklæti til Ingu Eydal
Jóhann Þórólfsson skrifar:
Það má nú ekki minna vera en þú
fáir þakklæti fyrir þína dásamlega
góðu þætti er þú flytur hlustendum
á laugardagskvöldum. Þú ert einn
hinna bestu þula og ekki hvað síst
áttu þakkir skildar fyrir að velja
smekkleg lög.
íslenska efnið, sem þú býður upp
á, er afbragð og mitt mat er að út-
varpið á Akureyri sé miklu betra en •
það hér syðra. Og þar sem ég er nú
sagður hagyrðingur vil ég senda þér
eftirfarandi kveðju:
Víki gleði vart af leið,
vösk er ævisaga.
Ársól lýsi æviskeið,
eigðu bjarta daga.
Gaman væri að fá að heyra í Braga
Hlíðberg með gott harmóníkulag við
tækifæri.
P.S. Jónas er besti útvarpsmaður-
inn sem við eigum. Bestu kveðjur til
hans. Einnig vil ég flytja útvarpsráði
kveðju mína.
Auður Guðmundsdóttir skrifar:
Ég festi kaup á íbúð og var búin
að sækja um lánið áður. Ég fékk
loforð fyrir ákveðinni upphæð svo
og uppgefna útborgunardaga.
Síðan leiö að því að ég átti að fara
að borga i íbúðinni og vissi ég ekkí
betur en allt væri í lagi. Ég kann-
aði þetta nú samt til frekara öryggis
og hringdi í stofnunina.
Þá er mér sagt að ég hafl ekki
sent inn allar upplýsingar svo að
láninu seinki. Eg rýk því til og
sendi umbeðnar upplýsingar sam-
stundis. Nokkrum dögum seinna
fer ég svo í bankann. Þar er mér
sagt að enn vanti tvö plögg til við-
bótar!
Ég sendi þau eins og um var beð-
ið og það með hraði en aftur
seinkar láninu. Nú er komið fram
yfir greiðsludag og dráttarvextir
farnir að bætast við.
Mér finnst að Húsnæðisstofnun
eigi að greiða þessa vexti. Ég veit
um fleira fólk sem hefur lent ná-
kvæmlega í þessu sama. Það væri
óskandi að þessir herraraenn, sem
þarna ráða, einfólduðu málin fyrir
okkur þannig að fólk komist nokk-
urn vegimi heilt á sönsum út úr
þessu og lendi ekki i stórfelldum
fjárhagsvandræðum.
Er hægt aö einfalda málin hjá
Húsnæóisstofnun?
BLAÐ
BURÐARFÓLK
í eýtiAtaíirv /weAsjjL:
Mánagötu
Karlagötu
Háaleitisbraut 11—51
Starhaga
Lynghaga
Fálkagötu
Hjarðarhaga
Oddagötu
Aragötu
Litla-Skerjafjörð
Hverfisgötu 1-66
^ Húsvörður
Starf húsvarðar við Kársnesskóla í Kópavogi er laust
til umsóknar. Starfið veitist frá 1. jan. '88. Umsóknar-
eyðublöð liggja fram á skólaskrifstofu Kópavogs,
Hamraborg 12, sem gefur nánari uppl. ásamt skóla-
stjóra Kársnesskóla. Umsóknarfrestur er til 30. nóv.
Skólafulltrúi
JÁRNSMÍÐAVÉLAR
BEYGJUPRESSA - 30 TONN -
EDWARDS - TREUBAND - 2 MTR.
KLIPPUR
EDWARDS - 1/25
IÐNVÉLAR & TÆKI,
Smiðjuvegi 28,
sími 76100.
NAMITANNSMIÐI
Ákveðið hefur verið að taka 4 nemendur til náms í
Tannsmíðaskóla íslands í janúar 1988.
Inntökuskilyrði eru grunnskólapróf og kunnátta í
ensku og einu Norðurlandamáli er svarar til stúdents-
prófs. Auk þess þarf að fylgja vottorð um eðlilegt
litskyggni. í umsókn skal tilgreina aldur (kennitölu),
menntun og fyrri störf.
Umsóknir skal senda til Tannsmíðaskóla íslands,
Vatnsmýrarvegi 16, 101 Reykjavík, fyrir 5. desember
næstkomandi.
Menntamálaráðuneytið.
ÞEGAR AÐRIR
HÆKKA
ÞÁ LÆKKUM VIÐ
DÆMI UM VERÐ
Poplínfrakkar 1950,-
Jakkaföt 2500,-
Vetrargallar 1900,-
Jogginggallar 800,-
Peysur 800,-
Barnanáttföt 480,-
og margt fleira.
JÁ, ÞETTA ER SATT
KOMDU BARA OG SJÁÐU
OPIÐ KL. 10-16 LAUGARDAG
Bylgjubúðin
ARNARBAKKA 2 - SÍMI 75030