Dagblaðið Vísir - DV - 20.11.1987, Page 19
FÖSTUDAGUR 20. NÓVEMBER 1987.
tar Mathiesen , fyrirliði islenska landsliðsins, sést hér i baráttu við pólska varnarmenn í landsleiknum í gærkvöldi. Þorgils Óttar skoraði
þolanlega. Islensku landsliðsmennirnir verða að taka sig saman í andlitinu fyrir mótið á Akureyri og Húsavik ef ekki á illa að tara. DV-mynd Brynjar Gauti
Ísland-Pólland, 22-25:
Vömin banabitinn
- Enn einu sinni slæmur leikur eftir góðan sigur
Islenska landsliðinu í handknattleik virðist
vera svo til fyrirmunað að leika vel tvo leiki í
röð. Enn einu sinni gerðist þetta í gærkvöldi
er Pólland sigraði Island, 22-25,1 Laugardals-
höll. Leikur íslenska liðsins vannú allt annar
en í fyrri leik þjóðanna þegar Island sigraði,
28-21. Einbeiting leikmanna var greinilega
en
hann lék mjög vel. Bogdan Wenta var allt í
öllu hjá Pólverjunum og 1 fyrri hálfleik skor-
aði hann 8 mörk.
ísland hafði yfirleitt forystuna í fyrri
Island yfirleitt yfir í fyrri hálfleik hálfleik, þetta eitt til tvö mörk. Pólverjar
Páll skoraði fyrsta mark leiksins og börðust þó af mikilli grimmd og fyrir
leikhlé tókst þeim að jafna metin og
staðan í leikhléi var jöfn, 13-13.
Tómt basl í síðari hálfleik
Pólverjar náðu strax forystunni í síð-
ari hálfleik og komust í 17-20 þegar
hálfleikurinn var svo til hálfnaður. Þá
tók íslenska liðið við sér og þegar níu
mínútur voru til leiksloka var staðan
jöfn, 21-21. Þá hrundi allt aftur og Pól-
verjar sigruðu örugglega, 22-25.
Vörnin var mjög slök
Varnarleikurinn varð íslenska liðinu
að falli í gærkvöldi ásamt baráttu- og
einbeitingarleysi. Það er ljóst að ef ís-
lenska liðið ætlar sér að sigra á mótinu
fyrir norðan um helgina verða ýmsir
hlutir aö taka stakkaskiptum. Alfreð
Gíslason átti mjög góðan leik í gær-
kvöldi. Hann skoraði 7 mörk í fyrri
hálfleik en aðeins eitt í þeim síöari.
Aðrir leikmenn léku langt undir getu.
• Pólska liðið var nánast óþekkjan-
legt frá fyrri leik liðanna. Greinilegt var
að leikmenn liðsins ætluðu sér sigur í
leiknum og það tókst með mikilli bar-
áttu og frábærum leik Bogdans Wenta,
sérstaklega í fyrri hálfleik. í þeim síðari
var hann lengstum tekinn úr umferð og
þá dofnaði yfir kappanum.
Mörk íslands: Alfreð Gíslason 8/1, Þor-
gils Óttar Mathiesen 4, Kristján Arason
4, Kari Þráinsson 2, Páll Ólafsson 2 og
Jakob Sigurðsson 2.
Mörk Póllands: Bogdan Wenta 9, Leslaw
Dziuba 5, Ryszard Maslon 4, Marek
Kordowiecki 2, Zbigniew Plechoc 2, Art-
ur Lukaszewicz 1, Dariusz Bugaj 1 og
Grzegorz Subocl 1.
• Ojvind Bolstad og Terje Anthonsen
dæmdu leikinn og voru þeim mislagðar
hendur og dæmdu mun verr en í fyrri
leiknum á miðvikudagskvöld. íslending-
ar voru utan vallar í 6 mínútur en
Pólverjar í 2 mínútur. -SK
Iþróttir
- sagði Bogdan Kowaiczyk
„Þessi leikur var mjög eölilegur
að mínu mati. Fyrri leikurinn var
mjög góöur en sá seinni að sama
skapi ekki eins góöur. Liðiö íí't
erfiðleikum með að hal|ia jé'íifcj
beitingu tvo leiki í röö. Þgíta er
þó hlutur sem við hijótum að
kippa í liöinn með tímanum,'‘
sagði Bogdan Kowalczyk lands-
liösþjálfari í samtali við DV.
„Næsta verkeM okkar er mótið
fyrir norðan um helgina og mun-
um við reyna að gera okkar besta
á því móti. Við ættum að fara lan-
gleiðina með aö vinna mótið ef
allir spila af eðhlegri getu,“ sagði
Bogdan Kowalczyk.
Alfreð Gíslason
„Leikurinn var alls ekki nógu
góður af okkar hálfu, sérStaklega
var varnarleikurinn slakur.
Sóknarleikurinn var venjulegur
en þó ekki eins góöur og í fyrri
leiknum. Markverðir pólska liðs-
ins vöröu vel í þessu leik og allt
þeirra lið lék af eðlilegri getu,“
sagði Alfreð Gíslason.
„Við komurn tO með að berjast
um sigurinn ásamt Pólverjum á
mótinu fyrir norðan um helgina.
Hin liðin eru lakari að getu,“
sagði Alfreð Gíslaon.
Kristján Arason
„Þeir komu mun grimmari til
leiks nú en i fyrri leiknum eins
og ég bjóst reyndar við. Viö vor-
um með slen mestallan leikinn.
Það vantaði alla baráttu. Það var
aðeins á smákafla í seinni hálfleik
sem barátta var í liöinu,“ sagði
Kristján Arason.
„Þessi liö eru svipuð að styrk-
leika. Aðsteöjandi vandamál í
liðinu verðum viö búnir að laga
fyrir ólympíuleikana. Ég vona að
áhorfendur hafi gaman af mótinu
fyrir norðan og fjölmenni á leik-
ina," sagöi Kristján. Arason.
-JKS
Leikurinn
gegn Póllandi
í tölum:
Sóknarnýting íslands í leiknum
i gærkvöldi var 53,6%, 22 mörk í
41 sókn. Pólveijar fengu jafn-
margar sóknir og voru með 60,9%
nýtingu.
• Alfreð Gísiason skoraði 8
mörk í 10 skotum, eitt skot varið
og eitt framþjá. Hann vann 1
bolta og tapaöi 1 og var einu sinni
rekinn útaf í 2 mínútur.
• Kristján Arason skoraöi 4
mörk úr 7 skotum, 3 varin, 3 línu-
sendingar, tveimur boltum tapaö
og einu sinni útaf 1 2 mínútur.
• Þorgils Óttar skaut 5 skotum
og skoraði 4 mörk, eitt varið, eitt
fiskað víti, einn bolti unninn og;
eeinu sinni útaf í 2 mínútur.
• Karl Þráinsson skaut 4 skot-
um, skoraöi 2 mörk, 1 varið og 1
framhjá.
• Páll Ólafsson skaut 3 skotum
og skoraöi 2 mörk, 1 skot framhjá
og 4 boltum tapað.
• Jakob Sigurðsson skaut 3
skotum og skoraöi 2 mörk, 1 skot
varið.
• Guömundur Guðmundsson
skaut l skoti sem var varið. Hann
vann einn bolta.
• Sigurður Sveinsson tapaði l
bolta.
• Júlíus Jónasson tapaöi l
bolta.
• Sigurður Gunnarsson átti 1
línusendingu.
• Einar Þorvarðarson varöi 9
skot en Guðmundur Hrafhkels-
son 4.