Dagblaðið Vísir - DV - 20.11.1987, Síða 32
44
FÖSTUDAGUR 20. NÓVEMBER 1987.
Sviðsljós
Ölyginn
sagði...
Chrissie Hynde
söngkonan fræga úr banda-
rísku hljómsveitinni Pretenders
er dýraverndunarsinni og er á
móti því að dýr séu drepin til
þess að búa til pelsa. Hún tók
nýlega að sér að ganga í stutt-
ermabol dýraverndunarsinna
með áróðursauglýsingu frá
þeim og auglýsa hann til sölu.
Aðdáendur hennar voru svo
æstir að kaupa af henni boli
að hún seldi á fáeinum klukku-
stundum boli fyrir 200.000
krónur.
Michael Jackson
kom mörgum á óvart í hljóm-
leikaför. sinni í Japan. Hann
gisti á einu flottasta hótelinu í
Tókíó og pantaði nokkur her-
bergi þar og lúxussvítu hótels-
ins þar á meðal. Allir bjuggust
við því að hún væri handa
honum sjálfum en hann tók
sjálfur minna herbergi. Lúxus-
svítan var fyrir besta vin hans,
simpansann „Bubbles". Mic-
hael Jackson er ekki minni
dýravinur en Chrissie Hynde.
Díana
prinsessa hefur sætt ákúrum frá
dýraverndunarsamtökum.
Ákveðin dýraverndunarsamtök
gerðu það opinskátt í ensku
dagblaði að prinsessan keypti
sér helst ekki skó úr öðru efni
en skinni af kálfum sem hafa
ekki náð þroska í móðurkviði.
Þetta kálfskinn er víst sérstak-
lega mjúkt og eftirsótt í skó og
auðvelt að ímynda sér hvernig
skógerðarmenn verða sér úti
um efnið. Dýraverndunarsinnar
eru alveg brjálaðir og hella yfir
aumingja Díönu skammarbréf-
um.
Kannski á hún eftir að líta svona út aftur ef hun tekur sig ekki á.
Þessi mynd var tekin fyrir stuttu þegar allt var í góðu gengi hjá Elísabetu
Taylor og Malcolm Forbes.
aftur
Eins og hún var búin að leggja hart að sér virðist nú sem allt sé á niður-
leið hjá leikkonunni Elísabetu Taylor. Hún hafði átt lengi í áfengis- og
pilluvandamáli, auk þess sem hún var orðin ansi feitlagin. En henni hafði
tekist hið ótrúlega, að grenna sig mikið og hætta öllu vín- og pillustandi.
Liz tókst að halda þetta út í nokkra mánuði og náði sér á þeim tíma í millj-
ónamæringinn Malcolm Forbes sem hún ætlaði að giftast. Auk þess var hún
búin að taka að sér kvikmyndahlutverk í fyrsta sinn í mörg ár, um ævi
Toscaninis. En nú virðist sem stefni í óefni hjá henni á ný.
Liz Taylor hefur lengi átt við miklar kvalir í baki að stríða og var það ein
ástæðan fyrir drykkju- og pilluvandræðum hennar. Eftir að hafa flogið til
Ítalíu fyrir töku myndarinnar um Toscanini fékk hún heiftarlega verki í
bakið. Að sögn náinna kunningja hennar urðu verkirnir til þess að hún leit-
aði á náðir pillu og víns til þess að lina kvalirnar. Þegar hún missir stjórn
á þessum vígstöðvum missir hún einnig stjórn á matarvenjum sínum og er
hún því farin að blása út aftur.
Malcolm Forbes reynir nú allt sem í hans valdi stendur til þess að hjálpa
henni út úr þessum vanda og forða henni frá því að verða eins og hún var
fyrir nokkrum árum.
Grandadagur
Um síðustu helgi var, í tilefni þess
að Grandi hf. hóf starfsemi sína fyrir
tveimur árum, haldinn sérstakur
Grandadagur. Starfsfólki Granda og
aðstandendum var geflnn kostur á
að skoða alla starfsemi fyrirtækisins,
auk þess sem því var boðið upp á
veitingar.
Um framkvæmd Grandadagsins sá
starfsmannafélag staðarins ásamt
stjórnendum. Auk þess var Alþýöu-
samband íslands með sýningu á
Grandagarði í tilefni dagsins.
Starfsfólki var einnig gefinn kostur
á ókeypis siglingu með einum togara
fyrirtækisins og varð að fara margar
ferðir vegna mikillar eftirspurnar.
Samtals komu um 750-800 manns til
þess að kynna sér starfsemi fyrir-
tækisins. Ljósmyndari DV mætti á
staðinn og tók nokkrar myndir.
Öllum þeim sem mættu á Granda-
deginum var boðið upp á veitingar
í mötuneyti staðarins.
í vinnslusölunum voru sýndar þær tegundir fiska sem Grandi nýtir til manneldis og hér skoðar áhugasamur strák- Grandi er nýbúinn að kaupa nýja
ur hvernig skata lítur út, nýkomin úr sjó. DV-myndir S og fulkomna karfavél sem hér sést.