Dagblaðið Vísir - DV - 06.01.1988, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 06.01.1988, Blaðsíða 6
6 MIÐVIKUDAGUR 6. JANÚAR 1988. Viðskipti Ráðning bankastjóra Landsbankans: Margslungin refiskák - tibingur í stjómaiflokkunum vegna binnar óvæntu stefnu sem málið hefur tekið Þegar ráðnir hafa verið stjóm- málamenn í stöður bankastjóra ríkisbankanna hafa málin nær allt- af runnið ljúflega í gegnum bankaráðin sem skipuð em fulltrú- Fréttaljós Sigurdór Sigurdórsson um stjómmálaflokkanna. En svo gerðist það á síðasta degi liðins árs, þegar ganga átti frá ráðningu Sverris Hermannsonar alþingis- manns sem bankastjóra Lands- Peningamarkaður INNLÁNSVEXTIR (%) hæst Innlán óverðtryggð Sparisjóösbækur ób. 20-22 Lb.lb. Úb.Vb. Sp Sparireikningar 3ja mán. uppsógn 20-24 Úb.Vb 6 mán. uppsógn 22-26 Úb 12 mán. uppsógn 24-30,5 Úb 18mán. uppsógn 34 Ib Tékkareikningar, alm. 6-12 Sp.lb. Vb ^értékkareikningar 12-24 Ib Innlán verðtryggð Sparireikningar 3ja mán. uppsögn 2 Allir 6 mán. uppsógn 3,5-4 Ab.Úb, Lb.Vb Innlán meðsérkjörum 18-34 Sb Innlán gengistryggð Bandarikjadalir 6-7,25 Ab.Sb. Sterlingspund 7,75 9 Ab.Sb Vestur-þýsk mörk 3-3,5 Ab.Sp Danskar krónur 8.75-9 Allir nema Bbog Sp ÚTLÁNSVEXTIR (%) lægst Útlán óverðtryggð Almennir vixlar(forv.) 33-34 Sp.Lb. Úb.Bb. Ib.Ab Viðskiptavixlar(fon/.)(1) 36eöa kaupgengi Almennskuldabréf 36 37 Lb.Bb. Ib.Ab, Sp Viðskiptaskuldabréf(1) kaupgengi Allir Hlaupareikningar(yfirdr.) 36-39 Lb.Bb, lb,Ab. Útlán verðtryggð Sp Skuldabréf 9,5-9.75 Allir nema Úb Útlántilframleiðslu Isl. krónur 31-35 Ub SDR 8-9 Vb Bandarikjadalir 9-10,5 Vb . Sterlingspund 10,5-11,5 Vb.Úb Vestur-þýsk mörk 5,5-6,5 Vb Húsnaeðislán 3.5 Lífeyrissjóðslán 5-9 Dráttarvextir 49.2 4.1 á mán. MEÐALVEXTIR överðtr. des. 87 35 Verðtr. des. 87 9.5 VÍSITÖLUR Lánskjaravísitala des. 1886 stig Byggingavísitalades. 344 stig Byggingavisitala des. 107,5stig Húsaleiguvísitala Hækkaði 5% 1 okt. VERÐBRÉFASJÓÐIR Gengi bréfa verðbréfasjóða Avöxtunarbréf 1,3536 Einingabréf 1 2.550 Einingabréf 2 1,489 Einingabréf 3 1,588 Fjölþjóðabréf 1,140 Gengisbréf 1,0295 Kjarabréf 2,518 Lifeyrisbréf 1.282 Markbréf 1,277 Sjóðsbréf 1 1,226 Sjóðsbréf 2 1,226 ■ Tekjubréf 1,317 HLUTABRÉF Söluverð að lokinni jöfnun m.v. 100 nafnv.: Almennartryggingar 130 kr. Eimskip 365 kr. Flugleiðir 252 kr. Hampiðjan 136 kr. Hlutabr.sjóðurinn 141 kr. Iðnaðarbankinn 154 kr. Skagstrendingur hf. 186 kr. Verslunarbankinn 133 kr. Útgerðarf. Akure. hf. 174 kr. (1) Við kaup á viðskiptavixlum og við- skiptaskuldabréfum, útgefnum af þriðja aðila, er miðað viö sérstakt kaupgengi, kge. Búnaðarbanki og Samvinnubanki kaukpa viðskiptavixla gegn 31% ársvöxt- um og nokkrir sparisj. 30,5%. Skammstafanir: Ab = Alþýðubankinn, Bb = Búnaöarbankinn, Ib = Iðnaðarbank- inn, Lb = Landsbankinn, Sb = Samvinnu- bankinn, Úb= Útvegsbankinn, Vb = Verslunarbankinn, Sp = Sparisjóð- irnir. Nðnari upplýsingar um peningamarkað- inn blrtast i DV á fimmtudögum. Tryggvi Pálsson þykir fær bankamaöur. Jónas Haralz bankastjóri vill hann sem eftirmann sinn og þess vegna titrar nú allt í stjórnarflokkunum. bankans, sgm um hafði verið samið milli stjórnarflokkanna, að tveir bankaráðsmenn hlupu útundan sér og vildu annan mann í staðinn. Þrír af fimm bankaráðsmönnum vildu ráða Tryggva Pálsson, yfir- mann fjármálasviðs Landsbank- ans, til starfans. Þá notaði Pétur Sigurðsson, formaður bankaráðs, formannsvald sitt og frestaði á- kvörðunum um ráðningu um einn mánuð. Samkomulagið Stjómarflokkarnir höfðu gert með sér samkomulag um skiptingu bankastjóraembætta i Landsbank- anum og Búnaðarbankanum. Ákveðið hafði verið að Kjartan Jó- hannsson alþingismaður fengi bankastjórastól í Búnaðarbankan- um þegar Stefán Hilmarsson léti af störfum um áramótin. Þegar til kom neitaði Stefán aö hætta enda ekki kominn á aldur eins og sagt er og því verður ekkert af því að Kjartan verði ráðinn í bráð. Sjálfstæðismenn áttu að fá stól Jónasar Haralz í Landsbankanum en Jónas er á fórum til starfa við Alþjóðabankann. Og það er einmitt þessi stófl sem nú er tekist á um. Sverrir Hermannsson, alþingis- maður og fyrrum ráðherra, átti að taka stöðu Jónasar. Framsóknarflokkurinn á svo að fá stól Helga Bergs þegar hann læt- ur af störfum vegna aldurs og Val Arnþórssyni sfjómarformanni Sambandsins er ætlaður sá stóll. Ef Kjartan hefði verið ráðinn við Búnaðarbankann hefði dæmið gengið upp. Kratar reiðir Þegar ráðning Kjartans brást reiddust kratar. Fulltrúi þeirra í bankaráði Landsbankans, Eyjólfur K. Sigurjónsson, snerist þá gegn Sverri Hermannssyni og styður Tryggva Pálsson. Þótt Arni Vil- hjálmsson, annar fufltrúi Sjálf- stæðisflokksins í bankaráði, hafi lýst yfir stuöningi við Tryggva hefði þaö ekki dugað nema af því að Eyjólfur gerir það líka. Auk þessara tveggja styður Lúðvík Jós- epsson, fulltrúi Alþýðubandalags- ins, Tryggva. Pétur Sigurðsson, fufltrúi Sjálfstæðisflokksins, og Kristinn Finnbogason, fulltrúi Framsóknarflokksins, styðja tveir Sverri Hermannsson. Þannig standa málin nú. Að sjálfsögðu er mikill titringur í sljómarflokkunum vegna þessa máls. Framsóknarmenn geta ekki lengur talið sig ömgga um að fá stól Helga Bergs þegar hann losn- ar. Kratar telja sig hafa verið svikna hvað varðar ráðningu Kjartans Jóhannsson og því er mikiö um að vera í flokkunum um þessar mundir. Þáttur Árna Vilhjáímssonar Menn spyrja eðlilega hvers vegna Árni Vilhjálmsson, fulltrúi Sjálf- stæðisflokksins í bankaráöi, hafi snúist gegn flokksákvörðun. Ástæðan mun vera sú aö Jónas Haralz bankastjóri vill að Tryggvi Pálsson taki við af sér og hefur hann unnið Árna á sitt band. Jón- asi mun vera annt um að fagmaður í bankastarfsemi taki við banka- stjórastöðunni og hefur Ámi fallist á þau rök. Hart hefur verið lagt að Áma að skipta um skoðun svo að hægt verði að standa við stjómarflokka- samkomulagið en að sögn kunn- ugra verður honum ekki ekið í afstöðu sinni. Aftur á móti mundi Eyjólfur vera til viðtals um Sverri Hermannsson ef staðið verður við ráðningu Kjartans. Það gæti því dregið til tíðinda í Búnaðarbankan- um innan skamms. Tryggvi Pálsson Og nú er eðlflega spurt: Hver er hann þessi Tryggvi Pálsson sem verður til þess að setja allt á annan endann á stjómarheimilinu? Tryggvi er 38 ára gamall hag- fræðingur sem starfað hefur við Landsbankann í rúm 10 ár. Hann er sonur Páls Ásgeirs Tryggvason- ar sendiherra og Bjargar Ásgeirs- dóttur, Ásgeirssonar, fyrrum forseta íslands. Tryggvi þykir mjög fær banka- starfsmaður og sérfræðingur um efnahags- og peningamál. Hann hefur oft verið fenginn til að halda ræður og fyrirlestra á ráðstefnum og fundum um banka, peninga og efnahagsmál. Að sögn eins banka- stjóra Landsbankans er Tryggvi í hópi færastu bankamanna lands- ins. Hann er sem fyrr segir yfir- maður íjármálasviös Landsbank- ans. Þáttur starfsfólksins Þegar það spurðist fyrst sl. haust að Sverri Hermannssyni væri ætl- aður bankastjórastóll Jónasar Haralz bmgðust starfsmenn Landsbankans hart við og skrifuðu undir áskomn til bankaráðsins um að ráða innanhússmann í starfið. Þar munu flestir hafa verið með Tryggva Pálsson í huga. Ef svo fer að Tryggvi verði ráðinn en ekki Sverrir getur starfsfólkið þakkað þaö Stefáni Hilmarssyni, bankastjóra Búnaðarbankans, sem neitar að standa upp fyrir Kjartani Jóhannssyni. Ýmsir halda því fram að Stefán hafi þarna teflt eins og stórmeistari. Hann hafi viljað fag- mann í starfið og séð leikina fyrir. Hvort sem þetta er rétt eða ekki er Ijóst að mikil átök em framundan um bankastjórastöðumar í ríkis- bönkunum tveimur. -S.dór Fiskmarkaður Norðurlands hf.: Selt fyrir rúmlega 10 milljónir króna Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri: Hjá Fiskmarkaði Norðurlands hf., sem tók til starfa 6. október sl., vom seld 303 tonn af fiski til áramóta. Þar af komu 199 tonn í desember og virð- ist því sem starfsemi fyrirtækisins fari nýög vaxandi. Aflinn, sem seldur var hjá fyrir- tækinu, var að langmestu leyti línufiskur en togaraaflinn nam að- eins 13 tonnum. Aflinn kom af 10 veiðiskipum og var söluverð 10,2 mifljónir. Langmestan hluta aflans keyptu fyrirtæki á Akureyri eöa 126 tonn. Þá kom Sauðárkrókur með 58 tonn og Dalvík með 44 tonn. AUs var séld- ur fiskur til 7 staða á Norðurlandi, frá Sauöárkróki til Kópaskers. Tölvukerfi fyrirtækisins hefur ver- ið í sífelldri endurskoðun, það lagað og því breytt eftir þörfum, og er það nú orðið mun ömggara en til að byrja með. Stjóm fyrirtækisins hefur nýlega ákveðið að auka hlutafé þess. Er hluthöfum gefinn kostur á aö auka hlut sinn og nýjum aðilum að eignast hlut. Hafa undirtektir verið ágætar og t.d. hafa tveir hluthafar ákveðið að auka hlutafé sitt um samtals 285 þúsund krónur. ViðtaJið i>v Guðmundur Jónsson arkitekt. Vandinn virkar hvetjandi Tónlistarhúsið og nýtt Kjarvals- safn em bæði mikið rædd um þessar mundir. Tónlistarhúsið hefur lengi verið í deiglunni og em m.a. fyrir- hugaðir styrktartónleikar næstu helgi en ákvörðun um að byggja hús undir verk og veraldlegar eigur Jó- hannesar Kjarvals kom upp á yfir- borðið nýlega. Guðmundur Jónsson arkitekt teiknar bæði húsin og eru þau stærstu verkefni arkitektastofu hans á Bygdoy allé 13 í miðborg Osló en þar í borg hefur Guðmundur ver- ið búsettur ásamt eiginkonu sinni, Rebekku Guðnadóttur, frá því hann hóf nám við arkitektaháskólann í Osló fyrir 13 árum. Á þessum tíma hefur hann tekið þátt í 21 samkeppni og unnið til verðlauna í 16 þeirra. Hann hefur einnig starfað sem kenn- ari og prófdómari við arkitektaskól- ann. Fram á þetta ár vann hann hjá tveimur þekktustu arkitektum Nor- egs, Lund og Slaato, en með sigri sínum í samkeppninni um íslenskt tónlistarhús skapaðist grundvöllur fyrir að hann opnaði eigin teikni- stofu. Guðmundur segir arkitektúrinn eiga hug sinn allan og vera helsta áhugamálið. „Mér finnst mikil ábyrgð hvíla á herðum mínum að gera Kjarvalshúsið sem best úr garði. Bæði vegna þess að húsið er fremur lítið af safni að vera, eða 600-700 m2 að grunnfleti, og þarf því að sam- tvinna marga þætti á litlum fleti en einnig vegna þess að það mun þjóna sem minnisvarði fyrir einn besta Ustamann þjóðarinnar. Verkefnið virðist í fljótu bragði vandasamt en það virkar alltaf hvetjandi á mig að takast á við það vandasama og er undirmeðvitundin þegar tekin að starfa við hönnun hússins þó mjög stutt sé síðan mér var falið þetta verkefni. Fyrstu drög að húsinu krot- aði ég í flugvélinni á leið til íslands í jólafrí, á eina nærtæka bréfsnifsið, sem raunar var uppsölúpokinn. Þó pappírinn hafi ekki verið virðulegur sýnir þetta að heilinn er tekinn til starfa. Fyrsta skrefið verður þó á að finna bestu staðsetningu fyrir húsið á lóðinni. Hvenær áætlað er að húsið rísi veit ég ekki enn þar sem mörg formsatriði eru ekki frágengin en stefnt er að því að vinna þetta nokk- uð hratt.“ -TBj /----------------\ Ferðu sttmdum á hatisinn? Á mannbroddom, ísklóm eða negldom skóhlífum ertu „sveflkaldur/köld". Heímsaektu skósmiðinn! \ yar°" J

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.