Dagblaðið Vísir - DV - 06.01.1988, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 06.01.1988, Blaðsíða 12
12 MIÐVIKUDAGUR 6. JANÚAR 1988. Frjálst, óháð dagblað Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSÖN Ritstjórn, skrifstofur. auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11, SlMI 27022 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF,, ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverö á mánuði 600 kr. Verð í lausasölu virka daga 60 kr. - Helgarblað 75 kr. Matarskatturinn Þá hefur matarskatturinn loks verið lögfestur. Ekki gekk það andskotalaust. Allt frá því í haust, þegar ríkis- stjórnin ákvað að afnema undanþágur á matvörur, hefur verið þvælt og þrefað um þennan svokallaða matar- skatt og á ýmsu gengið. Rökin fyrir skattinum eru að mörgu leyti skynsamleg og skiljanleg. Verið er að fækka undanþágum á söluskatti, en margvíslegar undanþágur hafa gert söluskattskerfið flókið og boðið heim svikum og undanslætti. Enginn vafi er á því að sú hagkvæmni, sem á að vera fólgin í söluskattslausum vörum, hefur ekki alltaf komið að tilætluðum notum og þeir þá grætt sem síst skyldi. Sumir hafa einnig spurt hvers vegna skuh greiða niður matvöru fyrir efnafólk. Er þá ekki nær að koma niðurgreiðslum til skila í vasa þeirra sem á félagslegri aðstoð þurfa að halda, án þess að allir aðr- ir njóti góðs af henni? Þannig mælir margt með einum og almennum sölu- skatti á vöru og þjónustu, sem getur stuðlað að heilbrigð- ara og réttlátara skattkerfi og er þar að auki eðhlegur undanfari virðisaukaskattsins sem stefnt er að um næstu áramót. En ríkisstjórnin hefur hikað og hikstað í þessu máh og frestaði framkvæmd skattsins fyrr í haust th að styggja ekki verkalýðshreyfinguna. Þau viðbrögð gáfu th kynna að ríkisstjórnin væri ekki sannfærð um rétt- mæti matarskattsins og voru veikleikamerki. Gefið var í skyn að th greina kæmi að feha niður skattinn ef verka- lýðshreyfingin félh frá kröfum í kjarasamningum. Það var boðið upp á matarskattinn sem verslunarvöru. Það gera menn ekki ef þeir eru vissir í sinni sök. Það gera menn ekki ef þeir telja réttlætinu framfylgt og með þessu hiki viðurkenndi ríkisstjórnin að matarskatturinn væri umdehanlegur og vafasamur, jafnvel í eigin augum. Það á hka eftir að koma í ljós að matarskatturinn kyndir undir óróa og ólgu í væntanlegum kjarasamning- um. Hann kemur á óheppilegum tíma og er ótaktískur þegar mest ríður á að halda verðbólgu í skefjum með hófsömum kjarasamningum. Matarskatturinn verður oha á eld og hjá honum mætti komast ef skattafíkn ríkis- sljórnarinnar væri ekki sú sem raun ber vitni. Matar- skatturinn er aðeins ein af mörgum skattaálögum sem ríkisstjórnin hefur gripið th. Lauslega áætlað er tahð að skattar hækki á bihnu átta til tíu milljarða króna á árinu. Þetta er auðvitað óðs manns æði og þá ghdir einu þótt stjórnarliðið haldi því fram að skattarnir renni aft- ur til fólksins í einu eða öðru formi. Skattheimtan stendur eftir sem áður og keyrir úr hófi. Ríkisstjórnin hæhr sér af hahalausum fjárlögum. Það er auðvelt að afgreiða hahalaus fjárlög með því að skatt- pína þjóðina. Matarskatturinn er angi af þeirri skatt- píningu og verður ekki undanskihnn frá þeirri skattastefnu sem nú er rekin. Þess vegna er hann um- dehdur og gagnrýndur og byrði á heimhunum sem hafa ekki í aðra vasa að leita th að mæta útgjöldum sínum. Matarskattur einn út af fyrir sig, á réttum tíma og við réttar aðstæður, er verjanlegur. Sem hður í afnámi undanþága á söluskatti á hann rétt á sér. En á þessari stundu er hann sem blaut tuska í andht verkalýðs- hreyfingar og láglaunafólks. í ljósi annarrar skattbyrði og skattahækkana samtímis er hann póhtískur afleik- ur. Matarskatturinn er dæmdur th að grafa undan því trausti sem ríkisstjómin þarf á að halda. Ehert B. Schram Menn hinna glötuðu tækifæva Um áramótin var rætt við ýmsa forystumenn í íslensku þjóðlífi. Tvennt setti svip á svör þeirra. Þeir dæmdu árið 1987 sem tíma hinna glötuðu tækifæra og vöruðu við verulegum erfiðleikum í efna- hagsmálum á nýju ári. Þessi tvíþætti dómur er vissulega réttur. Hann vekur hins vegar ýmsar spumingar. Hvers vegna var dýrmætum tækifærum glutrað niður? Hvað villti mönnum svo sýn að ekki var tekiö á vandamálunum í tæka tíð? Er líklegt að þeir sem ábyrgð bera á svo stórfelldum mistökum geti leitt þjóöina út úr þeim ófærum sem þeir hafa sjálfir átt mestan þátt í aö skapa? Þegar umræðan um aðgerðir í efnahagsmálum hefst á nýju ári er nauösynlegt aö leita svara við þess- um spumingum. Kjarni þeirra er hvort menn hinna glötuðu tæki- færi eigi áfram að vera með húsbóndavald í Stjómarráðinu. Blekkingar um verðbólguárangur Á fyrstu mánuðum ársins 1987 lögðu Steingrímur Hermannsson, Þorsteinn Pálsson og aðrir forystu- menn Framsóknarflokksins og Sjálfstæöisflokksins ofurkapp á að ielja þjóðinni trú um að þeim hefði tekist að koma veröbólgunni niður í „eins stafs tölu“ eða niður fyrir 10%. Mikill blekkingarleikur var sett- ur á svið til að gefa þessari áróðurs- kenningu sannferðugt útlit. Forstjóri Þjóðhagsstofnunar, Þórð- ur Friðjóns9on, var látinn vitna í fjölmiölum. Hönnuðum á auglýs- ingastofum og flokksskrifstofum var skipað að útbúa myndimar frægu um „Klettinn í hafinu“ og „Hina réttu leið“. • Ekkert var gert til að taka á yfir- vofandi veröbólguvanda. Kosn- ingahagsmunir Steingríms, Þorsteins og félaga kröföust þess aö söngnum um „eins stafs tölu veröbólguna" yrði haldið áfram. Þjóöin átti aö trúa að miklum ár- angri heföi verið náö í stjómartíð Framsóknarflokksins og Sjálfstæð- isflokksins. Strajc í janúar 1987 varaði ég við þessum blekkingum. Verðbólgan myndi í árslok verða á bilinu 20-30% og jafnvel enn meiri ef ekki yrði gripið til gagnráðstafana strax í upphafi þess árs sem nú er nýliðið. Óháðir hagfræðingar bentu svo á að þróunin gæti hæglega orðið um 40% verðbólga. Á þessar viðvaranir var ekki hlustaö. Raunhæfri efnahagsstjóm var fómað á altari kosningahags- muna stjómarflokkanna. Verð- bólgan magnaöist stig af stigi. Ekkert var gert. Tækifærin til að- geröa áður en vandinn yrði illvið- ráðanlegur vora ekki nýtt. Hjutdeild Alþýöuflokksins í viöræöum um stjómarmyndun kappkostuðu forystumenn Fram- sóknarflokksins og Sjálfstæðis- flokksins að viðhalda þeim fólsunum sem höföu verið kjaminn í kosningaáróöri þeirra. Efnahags- stefna nýrrar stjómar mætti ekki fela í sér viöurkenningu á hinum mikla verðbólguvanda. Þá yrði strax ljóst að þjóðin heföi verið blekkt. Þess vegna ætti í málefna- samningi eingöngu að fjalla um langtímamarkmiö en segja sem fæst um aösteðjandi erfiðleika. í sjálfu sér var ekki merkilegt að bíósýningu Framsóknarflokksins um „Klettinn í hafinu“, sem gafst svo vel í kosningum, yrði haldið áfram um sumarið og fyrri hluta vetrar. Klofningur Sjálfstæðis- flokksins gerði það svo enn brýnna fyrir Þorstein Pálsson að hylja verðbólgusyndimar. Það var hins vegar stórfurðulegt að Jón Baldvin Hannibalsson, Jón Sigurðsson og aðrir forystumenn Alþýðuflokksins skyldu samþykkja að ganga inn í þetta blekkingaleikrit. Alþýðuflokkurinn hefur löngum reynt að stæra sig af raunsæi í efnahagsmálum. Hann fór út úr ríkisstjóm árið 1979 vegna þess að KjaUarinn Olafur Ragnar Grímsson formaður Alþýðubandalagsins inni dýrkeyptar. Það heföi verið betra að fara að ráðum okkar í upphafi árs 1987 og grípa þá til nauðsynlegra aðgerða. Það er athyglisvert að forystu- menn VSÍ og ASÍ vora sammála í dómum sínum þegar Morgunblaðið bað þá að dæma liðið ár. Fyrirsögn- in á svörum Gunnars J. Friðriks- sonar, formanns Vinnuveitenda- sambandsins, var: „Gjöfult ár en jafnframt ár glataöra tækifæra". Ásmundur Stefánsson, forseti Al- þýðusambandsins, sagði f fyrir- sögn: „Ár hinna glötuðu tæki- færa“. Það er ekki tilviljun að niður- staða þeirra var hin sama. Rök beggja voru einnig samfelldur áfelhsdómur yfir fráfarandi og ný- myndaöri ríkisstjóm. Ráðherram- ir notuðu ekki tækifærin sem þeim voru sköpuð. Steingrímur viðurkennir blekkingarnar Það sætir svo einnig tíðindum að í áramótagrein í Tímanum játar Steingrímur Hermannsson að hafa beitt blekkingum í aödraganda kosninganna. Nú viðurkennir hann að hafa vitað um verðbólguþróun- ina á fyrri hluta ársins. Á gamlárs- dag sagði Steingrímur orðrétt: „Raunar vora einkenni vaxandi þenslu og viðskiptahalla orðin nokkuð augljós á vormánuðum. Þá „Ráöherrar fyrrverandi og núverandi ríkisstjórnar sóuöu heilu ári í aðgerð- arleysi. Þeim var meira í mun að viðhalda blekkingum í pólitísku hags- munaskyni en segja þjóðinni sannleik- ann og nýta tækifærin til nauðsynlegra aðgerða.“ forystumönnum fannst ekki nóg gert í verðbólgumálunum. Þeir settu fram stífar kröfur um aögerð- ir í viöræðum um stjómarmyndun árið 1980 og allan þennan áratug hafa talsmenn flokksins reynt að halda á lofti vörumerki ábyrgðar í efnahagsmálum. í sumar var hins vegar algerlega snúið við blaðinu. Alþýðuflokkur- inn samþykkti að hylma yfir verðbólgusyndir fráfarandi ríkis- stjórnar. Löngunin í ráðherrastól- ana var svo mikil að Jón Baldvin og félagar samþykktu að fram- lengja valdatíma Steingríms og Þorsteins án þess að tekið væri á hinum mikla verðbólguvanda sem ríkisstjóm Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins haföi skap- að. Dómur ASÍ og VSÍ En veraleikinn gefur engin grið. Tími blekkinganna er liðinn. Við lok ársins 1987 yar Ijóst aö þær við- varanir sem við í forystu Alþýðu- bandalagsins settum fram vora vissulega orö að sönnu. Verðbólgan hefur seinni hluta ársins verið á bilinu 25-30% og er núna á veru- legu skriði upp fyrir 30%. Fastgengisstefnan er hrunin og tími óðaverðbólgunnar er hafinn á ný. Raunvaxtasprengingin tröllríð- ur atvinnulífinu og efnahag heimil- anna. Misréttið í Kjaramálunum fer vaxandi. Góðærinu hefur verið sóað. Tækifærin til þáttaskila í efnahagsstjóminni vora ekki not- uð. Blekkingar Framsóknarflokks- ins, Sjálfstæðisflokksins og síðan Alþýðuflokksins era orðnar þjóö- kannaði ég hvort grandvöllur væri fyrir nokkrum viðnámsaögerðum. Svo reyndist ekki vera, enda kosn- ingabaráttan í algeymingi og ýmsir töldu að slíkt gæti beðiö fram yfir kosningar." En Steingrimur faldi þennan sannleika fyrir þjóðinni. Opinber- lega söng hann áfram kosninga- sönginn um hinn mikla árangur í baráttunni.gegn veröbólgunni. Nú upplýsir hann í áramótagrein að hafa alla kosningabaráttuna talað gegri betri vitund. Hann og hinir ráðherramir hafi vitað að verð- bólgan var að æða upp á við. En þeir gerðu ekki neitt. Þeir glötuðu tækifæranum. Menn hlnna glötuðu tækifæra Þegar nýtt ár gengur í garð era vandamálin sem forysta Alþýðu- bandalagsins varaði við strax í janúar á liönu ári orðin að stóram hnút. Ráðherrar fyrrverandi og núverandi ríkisstjómar sóuðu heilu ári 1 aðgerðaleysi. Þeim var meira í mun að viðhalda blekking- um í pólitísku hagsmunaskyni en segja þjóöinni sannleikann og nýta tækifærin til nauðsynlegra að- gerða. í upphafi nýs árs er þvi brýnt að sérhver landsmaöur velti í alvöra fyrir sér þeirri spumingu hvort menn hinna glötuðu tækifæra séu líklegir til aö gera í ár það sem þeim mistókst í fyrra. Ef gagn: kvæmt traust á að ríkja og árangur að nást þá er nauösynlegt að ný forysta taki við landsstjóminni. Ólafur Ragnar Grímsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.