Dagblaðið Vísir - DV - 06.01.1988, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 06.01.1988, Blaðsíða 26
26 MIÐVIKUDAGUR 6. JANÚAR 1988. Jarðarfarir Andlát Fréttir Jón Sigurðsson húsasmíöameistari, Fagrahvammi 8, Hafnarfirði, sem andaðist mánudaginn 28. desember, verður jarðsunginn frá Hafnarfjarð- arkirkju fimmtudaginn 7. janúar kl. 13.30. Ólafur H. Matthíasson frá Haukadal í Dýrafiröi, lést í. Sjúkrahúsinu á Sauðarkróki þann 28. desember sl. Jarðarfórin fór fram frá Dómkirkj- unni í Reykjavík þann 5.þ.m. í kyrrþey að ósk hins látna. Guðný Jónsdóttir, Heiðargerði 80, Reykjavík, sem andaðist 30. desemb- er sl., veröur jarðsungin frá Foss- vogskirkju fóstudaginn 8. janúar kl. 15. . Guðni Skúlason bifreiðastjóri, Grýtubakka 20, sem andaðist í Borg- arspítalanum 29. desember sl., verður jarðsunginn frá Fossvogs- kirkju 7. janúar kl. 13.30. Jón Þorversson, fyrrverandi vita- vörður á Siglunesi, sem andaðist 29. desember, verður jarðsettur frá Siglufjarðarkirkju miðvikudaginn 6. janúar kl. 14. Jóhanna Þorbergsdóttir frá Þing- eyri lést í Sjúkrahúsi Akraness 26. desember. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey samkvæmt ósk hinn- ar látnu. Ragna Jónsdóttir kennari, Skjól- braut 10, Kópavogi, verður jarðsung- in frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 7. janúar kl. 10.30. Margrét Finnsdóttir, Dvalarheimili aldraðra, Borgarnesi, áður Haugum, Stafholtstungum, verður jarðsungin laugardaginn 9. janúar kl. 14 frá Staf- holtskirkju. Tómas Ólason, Stóragerði 6, Reykja- vík, verður jarðsunginn frá Dóm- kirkjunni fimmtudaginn 7. janúar kl. 13.30. útför Kristínar J. Guðmundsdótt- ur, Kötlufelli 7, Reykjavík, fer fram frá Dómkirkjunni föstudaginn 8. jan- úar kl. 13.30. Ragnar H. Ragnar, ísafirði, verður jarðsunginn frá ísafjarðarkapellu fimmtudaginn 7. janúar kl. 14. Vilfríður Þ. Bjarnadóttir verður jarðsungin frá Fossvogskirkju í dag 6. janúar kl. 13.30. Albert Jóhannesson lést 25. desemb- er sl. Hann fæddist 1. jú'ní 1895 að Eyvík í Grímsnesi. Foreldrar hans voru Jóhannes Einarsson og kona hans Guðrún Geirsdóttir. Albert hóf störf á Vífilsstöðum árið 1920, fyrst sem vélgæslumaður rafstöðvarinnar og svo fljótlega einnig sem bifreiða- stjóri fyrir spítalann sem hann svo starfaði við í yfir 50 ár. Eftirlifandi eiginkona hans er Eva Jóhannes- dóttir. útför Alberts verður gerð frá Fossvogskapellu í dag kl. 16.30. Sigriður Hannesdóttir lést 29. des- ember sl. Hún fæddist í Stykkishólmi 14. júní 1905. Foreldrar hennar voru Jóhanna Þórunn Jónasdóttir og Hannes Kristján Andrésson. Sigríð- ur var ein af brautryðjendum kvenna í Framsókn og sat um tíma í miðstjóm Alþýðusambands ís- lands. Hún giftist Hannesi Pálssyni, en hann lést árið 1978. Þau hjónin eignuðust eina dóttur, en fyrir hjóna- bánd hafði Sigríður eignast einn son. Útför hennar verður gerð frá Frí- kirkjunni í dag kl. 15? Tónleikar Einsöngstónleikar í Norræna húsinu Næstkomandi laugardag, 9. jan., kl. 16 mun Svanhildur Sveinbjömsdóttir mezzósópransöngkona halda sínu fyrstu opinberu einsöngstónleika í Norræna húsinu. Undirleikari hennar verður Ólaf- ur Vignir Albertsson píanóleikari. Söngskrá verður fjölbreytt. Hún mun syngja íslensk og erlend ljóð og aríur. Svanhildur lauk 8. stigi frá Söngskóla Reykjavíkur 1984. Auk þess hefur hún dvalið um eins árs skeið við söngnám í Vínarborg. Guðrún Jónsdóttir frá Skorrastað, Sjafnargötu 12, lést í Sjúkrahúsi Hvítabandsins 1. janúar 1988. Steinunn Ólafsdóttir, Vesturvegi 28, Vestmannaeyjum, andaðist I Sjúkra- húsi Vestmannaeyja 3. janúar. Marta Hólmkelsdóttir, Hringbraut 57, Keflavík, andaðist á-Landspítal- anum 31. desember. Sæmundur Einar Þórarinsson lést á vistheimilinu Kumbaravogi 4. jan- úar. Bryndís Pálmadóttir lést þann 4. jan- úar. Jónas Hallgrimsson, Hraunbæ 50, lést í Borgarspítalanum mánudaginn 4. janúar. Ingimundur Brynjólfsson frá Þing- eyri lést af slysförum 4. janúar. Ólafur Hjartarson, Grýtubakka 4, lést í Landspítalanum 4. janúar. Stefán Valdimar Stefánsson, Bræðraborg, Skagaströnd, andaðist í Fjórðungssjúkrahúsinu Akureyri laugardaginn 2. janúar. Guðrún Björnsdóttir, Karlagötu 21, lést að heimili sínu að kvöldi 3. jan- úar. Sigrún Kristín Kristjánsdóttir, Álfa- byggð 7, Akureyri, lést á heimili sinu aðfaranótt 3. janúar. Gunnar Hjartarson skólastjóri tekur við gjöf til skólans úr hendi Snorra Þorsteinssonar fræðslustjóra. Grannskóli Ólafsvíkur hundrað ára Tapað - Fundið Köttur á flækingi við rafstöðina Gulbröndóttur fressköttur, greinilega heimilisköttur, hefur verið á flækingi við rafstöðina við Elliðaár síðan fyrir jól. Upplýsingar í síma 33711 eftir kl. 18. Tilkynningar Námskeið hjá Sinfóníuhljómsveit æskunnar Nú stendur yfir námskeið hjá Sinfóníu- hljómsveit æskunnar. Þetta námskeið sækja hljóðfæraunnendur af öllu landinu og eru þátttakendur á aldrinum 11-25 ára. Námskeiðið stendur yfir í hálfan mánuð og er æft allt frá 5 tímum og upp í 8 tíma á dag. Námskeiðið hófst 28. des- ember og því lýkur með tónleikum þann 8. janúar sem verða haldnir í Mennta- skólanum við Hamrahlíð og hefjast þeir kl. 20.30. Á efniskránni eru sinfónía nr. 103 eftir J. Haydn og sinfónía nr. 3 eftir R. Schumann. Stjómandi Sinfóníuhljóm- sveitar æskunnar er Poul Zukofsky. Kvenfélag Hallgrimskirkju Janúarfundurinn, sem átti að vera fimmtudaginn 7. janúar, fellur niður. Þrettándabrenna og blysför Blysfor hefst kl. 20 við Iþróttahúsið á Digranesi. Gengið verður undir blysum vestur Fífuhvammsveg að SmáraveÚi þar sem kveikt verður í bálkesti. Við bálið verður kötturinn sleginn úr tunnunni, lúðrasveit leikur og HSSK setur á loft flugelda. Skátafélagið Kópar sér um framkvæmdir og eru allir velkomnir. Fólk er hvatt til að klæðast að hætti álfa, jólasveina, púka eða annarra þekktra og óþekktra vætta sem birtust mönnum þennan dag. Álfadans og brenna í Mosfellsbæ Flestöll félög í Mosfellsbæ standa fyrir álfadansi og brennu á þrettándanum í dag. Safnast verður saman við verslunar- hús Kjörvals þar sem Skólahljómsveitin mun spila undir stjórn Birgis Sveinsson- ar. Lagt veröur af stað frá Kjörvah um kl. 20 og gengið eftir Þverholti í átt að brennunni sem verður í brekkunni norð- ur af Ásholti og Álmholti. Á göngunni munu slást í hópinn álfakóngur og drottning svo og jólasveinar og púkar. Við brennuna mun skólahþómsveitin spila og kóramir í Mosfellsbæ leiða al- mennan söng. Félagar úr Flugbjörgunar- sveitinxú sjá um flugeldasýningu við brennuna. Happdrætti Happdrætti Samtaka gegn astma og ofnæmi Dregið var í 2000 miða happdrætti Sam- taka gegn astma og ofnæmi 24. desember sl. Vinningar komu á eftirtalin númer: 543 Fiat Uno bifreið. 1959 Útsýnarferð. 1330 Ferðaútvarpstæki. Vinninga skal vitjað á skrifstofu Sam- taka gegn astma og ofnæmi, Suðurgötu 10, sími 22153. Happdrætti Styrktarfélags vangefinna Vinningsnúmer í happdrætti Styrktarfé- lags vangefmna 1987. 1. vinningur: Audi 100 cc - bifreið - nr. 29380. 2. vinningur: bifreið að eigin vah fyrir kr. 600 þús. nr. 53063. 3.-10. vinningur: Bifreiðir að eigin vaU, hver að upphæð 325 þús - nr. 12157 -31241-39229-45083-56718-81279- 95490- 96180. Ámi E. Albertsson, DV, Ólafevifc Árið 1987 hefur verið mikið af- mælisár í Ólafsvík. Mörgum er eflaust í fersku minni 300 ára versl- unarafmæli Ólafsvíkur þann 26. mars í vor, sem síðan var haldið upp á með pompi og prakt um miðbik ágústmánaðar. En það var þó ekki aðeins Ólafsvík sjálf sem hélt upp á merkisafmæli heldur náðu hinar ýmsu stofnanir bæjarins merkum áfanga í þróunar- sögu sinni á þessu ári. Eigendur verslunarinnar Hvamm's héldu upp á að 30 ár voru liðin frá því að rekst- ur hennar hófst, en hún er jafnframt elsta starfandi verslunin í Ólafsvík. Þá var haldið upp á að 20 ár eru liðin frá því að hið merka mannvirki Ólafsvíkurkirkja var vigð en við það tækifæri var einnig settur í embætti nýr sóknarprestur, sr. Friðrik Hjart- ar. - Verkalýðsfélagið Jökull í Ólafsvík varð .50 ára nú í haust og var því fagnað með hátíðarsamkomu og skemmtun í félagsheimilinu á Klifi. Bauð félagið félagsmönnum sínum upp á kaffi og meðlæti í tilefni dagsins og um kvöldið var haldinn afmælisdansleikur. Síðast en ekki síst var haldið upp á afmæli samfelldrar barnafræðslu í Ólafsvík. Þann 19. nóvember 1887 var settur skóli hér í Ólafsvík, í húsnæði sem byggt var með framlögum versl- unarmanna og sjómanna sem gáfu hluta af afla sínum í sjóð svo unnt Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri: Ökumaður og fimm ára sonur hans voru fluttir á sjúkrahús á Akureyri í gærkvöldi eftir árekstur á Norður- landsvegi milli Akureyrar og Dalvík- reyndist að byggja hér skóla. Skóla- hald þetta hefur staðið samfellt síðan, þó svo fyrsta húsið sé löngu fallið og enginn viti með vissu hvar það stóð. En nú, 100 árum síðar, var þessum tímamótum fagnað. Svo merkum áfanga þótti við hæfi að fagna með viðhöfn. Á afmælisdaginn sjálfan, 19. nóvember, drógu nem- endur fána að húni og sungu skólan- um til heiðurs, en afmælishátíðin sjálf fór þó ekki fram fyrr en fyrstu helgina í desember. Mikill undirbún- ingur hafði farið fram og forvinna vegna afmælisins hófst strax við upphaf skóla í haust. Þegar nær dró hátíðahöldunum komst undirbún- ingurinn þó í hámark og fyrir kom að ljós sæjust í skólanum eftir klukk- an tvö að nóttu. Allir lögðust á eitt við að gera hátíðahöldin sem best úr garði, kennarar og starfsfólk skól- ans*, nemendur, foreldrafélagið og skólanefnd. Laugardaginn 4. desember hófst afmælishaldið með hátíðarsamkomu á sal Grunnskólans. Gunnar Hjartar- son skólastjóri bauð gesti velkomna og rakti í stórum dráttum aðdrag- andann að stofnun skólans og fyrstu starfsár hans. Þá tóku til máls nokkr- ir gestanna, m.a. Snorri Þorsteinsson fræðslustjóri og Hörður Zophanías- son, fyrrverandi skólastjóri' hér í ÓlafsVík, og flutti hann skólanum kveðju í bundu máli. Þá tók og til máls Jenný Guðmundsdóttir, for- maður skólanefndar. - Skólanum ur. Ekið var aftan á kyrrstæða dráttarvél sem haföi verið lagt á veg- arkanti. Ökumaðurinn meiddist á höföi og kvartaði um eymsli í hálsi. Sonur hans kastaðist út um afturgluggann bárust af þessu tilefni margar góðar gjafir, m.a. frá starfsliði skólans, nemendum, fyrrverandi nemendum, fræðsluskrifstofu Vesturlands, menntamálaráðuneytinu og Lions- klúbbi Ólafsvíkur. Þá fannst mörg- um mikið koma til gjafar frá Smára Lúðvíkssyni, smiði í Rifi, en hann færði skólanum m.a. hurðarhún úr gamla skólahúsinu sem tekið var úr notkun fyrir u.þ.b. 30 árum, en hann haföi nokkru fyrir þann tíma skipt um skrá í einni skólastofunni. Sam- kór Ólafsvíkur söng við þetta tæki- færi, nemendur tónhstarskólans léku og Elías Davíðsson, skólastjóri tónlistarskólans, lék tónlist sem hann samdi á staðnum á hljóðfæri sem hann smíðaði sjálfur úr íslensku gijóti og vakti það mikinn fögnuð hátíðargesta. Að lokinni hátíðardag- skrá var opnuð sýning í skólanum. Þar gaf að líta húsgögn og kennslu- tæki, allt að hundrað ára gömul, Ijósmyndir úr starfi skólans gegnum tíðina og muni sem nemendur skól- ans hafa unnið í handavinnu síðustu 30 árin. Um kvöldið var skemmtun í félagsheimilinu á Klifi. Þar fluttu nemendur gestum söng og dans, brot úr Kardemommubænum og elstu nemendur skólans stikluðu á stóru úr sögu skólans í leikþætti sem þeir sömdu sjálfir með aðstoð kennara eftir viðtölum sem þeir áttu við gamla nemendur skólans. Þá fluttu elstu nemendurnir einnig leikþátt- inn Dómarann eftir Anton Tsjekov í leikstjóm Guðjóns Inga Sigurðsson- ar, en hann aðstoðaði líka við önnur leikin atriði. í lokin slepptu kennarar skólans fram af sér beislinu eftir annasama mánuði og fluttu létt spaug við mikinn fögnuð nemenda. Að skemmtuninni lokinni var síð- an stiginn dans við undirleik hljóm- sveitar sem ekki haföi komið saman síðan hún var skólahljómsveit fyrir 13 árum og var öll vinna vegna æf- inga og undirleiks gefin sem framlag til afmælisins. Mikið fjör og gleði ein- kenndi þetta kvöld og ekki laust við að tár sæjust blika á hvörmum yngstu gestanna þegar tími var til kominn að halda heim. - Er það mat manna að hátíðahöldin hafi tekist fádæma vel og víst að þau munu lifa lengi í hugum þeirra er þátt tóku í þeim. á bílnum en meiddist lítið. Móðir hans, sem var í framsætinu, slapp ómeidd. Mikið tjón varð á bílnum og dráttarvélinni. Nemendur úr 6., 7. og 8. bekk sýndu rokkdans. Kastaðist út um afturgluggann - tveir á sjúkrahús á Akureyri

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.