Dagblaðið Vísir - DV - 06.01.1988, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 06.01.1988, Blaðsíða 13
MIÐVIKUDAGUR 6. JANUAR 1988. 13 Hemuminn friður „Kristnir íslendingar, sem byggja trú sín# m.a. á friðarhugsjón, verða að vita að Israel er sjötti stærsti vopnaútflytj- andi heims.“ Um jólin er oft rætt um frið. Prest- amir segja meðal annars að ein aðaluppspretta ófriðar sé röng skipting auðs milli manna og milli landa; sumir prestar að minnsta kosti. Og þeir hafa rétt fyrir sér. En þrátt fyrir að margt gáfulegt megi segja um friðinn er þarft að minna á að hugtakið friður er oftar en ekki pólitísk skiptimynt. Hann er póltískt hugtak sem þýðir ekki það sama í munni bresks atvinnu- leysingja og frú Thatcher; ekki það sama í munni smábóndans í Nic- aragua og hr. Reagans; ekki það sama í munni afgansks skæruliða og hr. Górbatsjovs og ekki það sama í munni herstöðvasinnans og herstöðvaandstæðings á íslandi. Stillt til friðar Þrátt fýrir augljósan mun á af- stöðu til friðar eftir stööu manna er stundum leyfilegt að segja fólk vaða í villu um frið og frelsi. Á ís- landi er því miður dapurleg hefð fyrir því aö styðja forráðamenn ísraels í viðleitni þeirra til að reka aöskilnaöarstefnu og þenja yfirráö sín með valdi yfir fjölþjóða svæði. Svonefndir zíonistar (sem ekki má rugla saman við gyðingdóm eða fjölþjóðlega menningu gyðinga) hafa haft betur í áróðursstríöinu um almenningsálitið á íslandi, um stuðning stærstu stjórnmálaflokk- anna, og þeir hafa tryggt sér máttlausa gagnrýni en góð sam- skipti. íslensk stjórnvöld hafa í orði KjáUarinn Ari Trausti Guðmundsson jarðfræðingur, kennari við Menntaskólann við Sund tekið undir allra hógværustu kröf- ur um rétt Palestínuaraba en vináttan við hernámsstjórnina er öllu yfirsterkari. Á meðan ísraelsk yfirvöld eru sí- fellt að „stilla til friðar" á uppruna- legu landsvæði frá 1947, jafnt sem hemumdu skikunum, líkar mörg- um íslendingum vel við framgang mála. Auðvitað eiga Palestínuar- abar, sem búa við herlög á hem- umdu svæðunum og skert borgararéttindi í ísrael, að vera stilltir; auðvitað er sama hvort vopnaðir menn kljást við Israels- her eða myrða saklausa borgara; allt eru það hryðjuverk; auðvitað eiga íslenskir listamenn að koma fram í hinni hernumdu Jerúsalem- borg og auðvitað eigum við að éta appelsínur sem em ræktaðar í ein- hverri þeirra 120 byggða sem ísraelar hafa neytt inn á hernumdu svæðin. Verst er að íslendingar skuli ekki alltaf hafa stutt allt hervald sem hefur verið að reyna að stilla til friðar hér og hvar á öldinni á her- numdum svæðum. Þá væru þeir sjálfum sér samkvæmir. Misskilinn réttur? Skýringin á þvi hve auðveldlega ísraelskum yfirvöldum gengur að fá stuðning hér við friðarstarf sitt er einkum fólgin í réttlátri reiði yfir framferði fjölmargra stjórna, hópa og valdamanna í garð gyð- inga, t.d. á þessari öld. Fæstir hljóta samt að viðurkenna hugmyndir zí- onista um að þeir séu guðs síns útvalda þjóð og eigi heilagan yfir- ráðarétt yfir landsvæði sem nær allt austur að íran og írak. Vitum við ekki að menn gyðingatrúar, múslímar og auðvitað menn ann- arra trúflokka (og um leið margra þjóða fólk meðal allra þessara trú- arhópa) hafa byggt lönd fyrir Miðjarðarhafsbotni? Og það svo lengi að gyðingar eiga ekki meiri séryfirráðarétt yfir landi þar en við íslendingar í Vestur-Noregi. Hvorki misjöfn kjör gyðinga um allan heim, andstyggð fasismans né fortíðin heimila yfirvöldum í ísrael að undiroka araba eða ala ungt fólk upp í apartheid. Friður í Palestínu og þar með lausn manna í ísrael á eigin vanda fæst bara með því að hverfa frá zíonisma og leyfa íjölþjóða ríki að myndast. Slíkt er ekki í sjónmáli. Á meðan geta menn eins og Rabin, landvamaráðherra ísraels, skýlt sér á bak við hryðjuverkatalið og sagt (samanber RÚV 16.12.): „Þján- ingar þeirra (þ.e. araba á Vestur- bakkanum og Gaza-svæðinu) munu aukast láti þeir ekki að stjórn." I Landinuhelga Kristnir íslendingar, sem byggja trú sína m.a. á friðarhugsjón, verða að vita aö ísrael er sjötti stærsti vopnaútflyfjandi heims. Hvorki meira né minna en 40% af iðnaðar- framleiðslunni eru vopn eöa vopnahlutar. Við þessa iðju unnu um 65.000 menn á árunum í kring- um 1975 og á árinu 1986 varð hagnaður af útflutningi vopna um 1,3 milljarðar Bandaríkjadoliara. Líklega fara um 10% af útflutningi þessum til stjómarinnar í S-Afríku. Yfirvöld í ísrael seldu ennfremur mikið af vopnum til íranskeisara á sínum tíma og vafalítið eru til dæmi um fjöldann allan af vopna- sölusamningum til lítt þekkilegra aðila. Þetta er ekki sett hér á blað til þess að rógbera ísraela sem slíka, heldur til þess að minna á að efna- hagslíf landsins er komið i algjörar ógöngur og helstu hugmyndastoðir zíonismans eru í raun andstæðar gyðingdómi. Sem alþýðutrú og lífs- máti er gyðingdómur bæði frið- samlegur og hógvær enda sýnir sagan að gyðingar hafa búið í ná- býli við önnur trúarsamfélög og með margs konar menningu í ald- anna rás. Sem flestir stuðningsmenn yfir- valda í ísrael, hér á íslandi, verða að huga að friðarhugsjón sinni. Það verður að andæfa hernumdum friði. Ari Trausti Guðmundsson „Þegar hinar tvær frumur hafa sam- einast, og hinir 46 htningar hafa raðast upp og myndað hið undurflókna forrit, með ótöldum milljónum „skipana“ og „boða“, - þá hefur ný mannvera orðið til.“ Um upphaf mannlrfs Þessi mynd sýnir utanlegsfóstur, sem tekiö var með skuröaðgerð. - Þessi örlitla mannvera var 6 vikna gamall drengur, sem var, aó sögn læknanna, sem framkvæmdu aðgerðina, ótrúlega liflegur og synti kröft- uglega i vökvanum (legvatninu). Stæröin var um 1 sentímetri. hina gerilsneyddu veröld sem barnið lifir og hrærist í, fylgjan sem er eins konar efnaskiptabanki sem vinnur næringu frá móðurinni, naflastrengininn sem flytur nær- inguna til bamsins svo og vökvinn sem bamið svífur í þyngdarlaust, líkt og geimfarinn svífur þyngdar- laus úti í geimnum, festur við geimfariö með líflínunni. Öll þessi líffæri tilheyra barninu en ekki móðurinni, þau em öll mynduð út frá hinni fyrstu frumu sem byrjaði að skipta sér, og tilheyra erfða- fræðilega vefjarflokki bamsins en ekki móðurinnar. Tryggvi Helgason í upphafi sameinast eggfruma konu og sáðfruma manns, sem hvor um sig inniheldur 23 litninga. Þessar tvær frumur mynda eina frumu sem inniheldur 46 litninga. Þessi fmma er þó að mörgu leyti einstök í sinni röð. Þetta er eina undantekningin í náttúmnni sem vitað er um, þar sem tvær heil- brigðar fmmur, sem hvorug getur skipt sér, mynda eina heilbrigða fmmu sem getur skipt sér. Þessi fruma er annaðhvort karl- kyns eða kvenkyns. Þessi fmma hefur innbyggt, flókið „forrit“ (nánast eins konar tölvuforrit) sem ákvarðar allt um útlit og eiginleika nýrrar mannveru. Aldrei í sögu mannkynsins hefur nákvæmlega eins maður orðið til, og aldrei fram- ar í sögunni mun nákvæmlega sams konar einstaklingur verða til. Þessi fmma er á vissan hátt full- komin, eða fullbúin. Frá þessu augnabliki bætist ekkert við, þ.e. enginn hluti, stykki eða efni, - allt til þess tíma að gamall maður eða gömul kona deyr - ekkert bætist við nema næring og súrefni. Þegar hinar tvær framur hafa sameinast, og hinir 46 litningar hafa raðast upp og myndað hið undurflókna forrit, með ótöldum milljónum „skipana“ og „boða“ - þá hefur ný mannvera orðiö til. Hvernig vex „þetta“? Þessi mannlega fruma skiptir sér í tvær framur fyrst, sem hvor um sig hefur 46 htninga og sömu „tölvuforrit“. Síðan skiptast þær aftur í fjórar frumur, síðan í 8 frumur, þá 16, 32, 64 og ávallt tvö- faldast fjöldinn við hverja skipt- ingu. Á lífsleið hvers einasta manns veröa framuskiptingamar samtals 45 og ekki fleiri. Að lokum hefur mannslíkaminn, fullvaxinn, samtals um 35 þúsund milljarða fruma. Hvað gerist fyrstu vikuna? Strax eftir að framurnar hafa sameinast, fljótandi í eggjaleiður- um móðurinnar, fara boðeindir litninganna aö raðast upp, eftir ákveðnu en flóknu kerfi. Hver litn- ingur er talinn innifela um 15.000 boðeindir „gen“. Sex til tólf klukkustundum síðar verður fyrsta frumuskiptingin. Hinn nýskapaði vísir að mann- veru heldur áfram að fljóta niður eftir eggjaleiðurum móðurinnar í 3 til 5 daga, í átt að leginu, þar sem hann límist fastur við næringarrík- an legvegginn. Jafnframt halda framurnar áfram að skipta sér, og á sjöunda degi hafa þær skipt sér átta sinnum, og framurnar orðnar 256 talsins þegar þessi mannlífsvís- ir límist við legvegginn. Þar festir hann rætur og tekur þar til sín næringu frá móðurinni. Þessi mannlífsvísir eða fóstur, þ.e. hið nýja ófædda barn, vex síðan með ótrúlegum hraða, og eftir átta Hvenær byrjar hjartað að slá? Eftir 18 daga byrjar hjartaö aö slá, og á 21. degi fer það að dæla blóði um undursmátt æöakerfið. Blóðið er í einhveijum ákveðnum blóðflokki, sem er ekki sá sami og móðurinnar. Þegar fóstrið er 8 vikna gamalt er hjartslátturinn orðinn það sterkur að hann heyrist vel með nákvæmum hlustunar- tækjum sem algeng era orðin á spítölum. Hægt er að fá segul- bandsupptökur með hjartslætti 8 vikna fósturs. Hverjum tilheyrir fylgjan? Líkami hins ófædda bams er að ýmsu leyti miklu margbrotnari og flóknari að gerð en okkar sem er- um fædd. Hið ófædda barn hefur í rauninni fleiri líffæri. Þau era líkn- arbelgurinn sem myndar hús um vikur hafa frumuskiptingar orðið 30 sinnum, og frumurnar era orðn- ar 1 milljarður að tölu. Þegar fóstrið hefur fest rætur í legi móðurinnar sendir fáaö eftir um þijá daga, efnafræðileg horm- ónaboð til móðurinnar sem stöðva frekari framleiðslu eggframa og sem segja líkama móðurinnar að búa sig undir fæðingu afkvæmis- ins. „Hér er ég komið,“ segir hið ófædda bam í sínum skilaboðum til móður sinnar, „nú er það ég sem ræð ferðinni". Líkami móðurinnar tekur þar með gríðarlegum breyt- ingum. Það er hið ófædda bam sem sjálft setur sinn fæðingardag. Meö hormónaskilaboðum segir það lík- ama móður sinnar nákvæmlega hvenær það vifji fæðast í þennan heim. fyiri grein KjaHariim Tryggvi Helgason flugmaður, Akureyri

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.