Dagblaðið Vísir - DV - 06.01.1988, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 06.01.1988, Blaðsíða 29
MIÐVIKUDAGUR 6. JANÚAR 1988. 29 DV Óþægir veður- guðir Sumir vilja halda því fram að þeir ríku fái allt sem þeir vilja. Það á þó alls ekki alltaf viö. Til dæmis hafa veðurguðimir alls ekki viljað þókn- ast spænsku konungsfjölskyldunni. Hún hefur haft það að sið í mörg ár að renna sér á skíðum í Pýreneafjöll- um á landamærum Frakklands og Spánar. Þau eru mætt þar til leiks sem endranær en enginn er snjórinn. Fjölskyldan konungborna verður því að láta sér nægja að dansa í kringum jólatréð í staðinn. Reyndar verða skíðaunnendur víða í Evrópu að sætta sig við það sama því að skíöa- lönd víðast hvar í Evrópu eru að mestu snjólaus eða snjólítil. Þetta á að vera hrollvekjandi atrlði I myndinni með einhvers konar risahum- rum en hfttir ekki f mark. Bill Cosby misheppn- aður leikari? Óhætt er að segja að Bill Cosby sé vinsælasti sjónvarpsmaöurinn í Bandaríkjunum og þó víðar væri leit- að. Hugur hans hefur þó oft stefnt til kvikmynda og hefur Cosby gert fjöldamargar tilraunir til að öðlast vinsældir á þeim vettvangi. En það virðist ekki vera sama kvikmyndir og sjónvarpsþættir því honum hefur gengið vægast sagt illa á kvikmynda- brautinni. Vill þá brenna við að hann hafi ekki verið nógu vandlátur á hlutverk. Á tímabili gafst Bill Cosby upp á tilraunum við að leika í kvikmynd- um en nú nýveriö var markaðssett kvikmynd með hann í aðalhlutverki og þykir hún vægast sagt hörmuleg. Cosby leikur í kvikmynd sem ber heitið „Leonard: Part 6“. Hann tekur að sér hlutverk opinbers njósnara í myndinni og á hún aö vera einhvers konar blanda af gaman- hrollvekju- spennumynd en áhorfendur vita ekki hvort þeir eiga að hlæja eða gráta því leikur hans er svo hjákát- legur. Vonandi lætur hann þetta sér að kenningu verða og heldur sig við sjónvarpsþættina sem eru allavega enn vinsælir vestra. Bill Cosby verkar vægast sagt hjákátlegur i nýjustu kvikmynd sinni sem ber heitið „Leonard: Part 6“. Sviðsljós Eins og sjá má er enginn snjór í Pýreneafjöllunum svo að spænska kon- ungsfjölskyldan getur ekki rennt sér á skiðum þessi jól. Á myndinni sjást Elena prinsessa, Juan Carlos Spánarkonungur, Felipe prins og Soffía Spán- ardrottning. Simamynd Reuter Ófríð í æsku gömul. Whitney Houston, hin glæsilega þeldökka söngkona, sem þykir hafa til að bera mikinn kynþokka, þótti ekkert sérlega fallegt barn í æsku. Hún þótti reyndar frekar ólöguleg en fór aö skána þegar hún óx úr grasi. Þegar Whitney var fimm ára gömul lenti hún í slæmu slysi. Hún var að leika sér við aö naga spýtu en datt fram fyrir sig og rak hana niöur í kok. Hún slasaöist mjög illa við þetta og læknirinn, sem með- höndlaði hana, taldi líklegt að hún myndi missa máhð. En betur fór en á horfðist og nokkrum mánuð- um eftir slysið og meðhöndlun lækna fór hún aö tala aftur og meira aö segja aö syngja. Heimur- inn væri einni frábærri röddinni fátækari ef verr hefði farið. ásjálegri þegar hún var 16 ára og likjast meira þvi sem hún er í dag. Ölyginn sagði... Julian Lennon - sonur Bítilsins sáluga, Johns Lennon - er ekki ánægður með gengi sitt í tónlistarheiminum upp á síðkastið. Plötur hans hafa ekki selst vel og hann hyggst nú leggja meiri al- vöru i tónsmíðarnar. f því skyni hefur hann leigt sér villu í Sviss við lítið vatn og ætlar sér að dveljast þar meginhluta ársins og semja lög. Hann segir að borgarlíf- ið sé allt of freistandi og plati hann frá skapandi tón-' smíðum. Michael Jackson verður þrjátíu ára næsta haust. Hann er þegar farinn að skipuleggja afmæli- sveisluna fyrirfram og hún verður sko ekkert slor. Hann áformar að leigja Concord- þotu og ætlar að bjóða 100 vinum sínum og kunningj- um til Hong Kong. Þar mun vera ætlunin að bjóða upp á sýningu með frægu, jap- önsku fjölleikahúsi og síðan í veglega afmælisveislu. Síðan verður öllum gestun- um boðin gisting í lúxuss- vitum áður en haldið verður heim á leið. Elísabet Taylor - sem nú er byrjuð að leika á ný eftir nokkurt hlé - er nú að velta fyrir sér hlut- verki um ævi sjónvarpspre- dikaranna Jims og Tammy Bakker sem meðal annars hafa verið sökuð um alvar- leg fjármálasvik. Elísabet segir að það komi til greina að hún leiki hlutverk Tammy ef fyrrum kærasti hennar, George Hamilton, leiki Jim Bakker. ■ n. • r

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.