Dagblaðið Vísir - DV - 06.01.1988, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 06.01.1988, Blaðsíða 7
MIÐVIKUDAGUR 6. JANÚAR 1988. 7 Fréttir Akureyri KASOara á föstu- dag Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri: Knattspyrnufélag Akureyrar, KA, verður 60 ára nk. föstudag, 8. janúar, og verður afmælisins minnst með margvíslegum hætti. Á afmælisdaginn er öllum yngri félögum KA, sem og þeim eldri sem áhuga hafa, boðið í KA-heimilið eftir kl. 16. Foreldrafélag KA mun standa þar fyrir veitingum og sýndar verða gamlar og nýjar myndir úr leik og starfi. Um kvöldið verður síðan veg- leg flugeldasýning. Hin eiginlega afmælishátíð verður síðan haldin í Sjallanum 29. janúar og er ekki að efa að þar verður ýmis- legt um að vera. Veislustjóri veröur Sigurbjöm Gúnnarsson. Kjarasamningar kennara: Vinnuhópur samninga- aðila tekinn til starfa upp hafi 15. janúar Að sögn Svanhildar Kaaber, for- manns Kennarasambands íslands, kynntu kennarar launanefnd ríkis- ins kjarakröfur sínar á fundi sem haldinn var 30. desember síðasöið- inn. Ákveðið var á þessum fundi að koma á starfshópi með fulltrú- um beggja aðila og mun hann skoða ýmis atriði í kröfugerö Kennara- sambandsins, einkum það sem snýr að launakröfunum. Svanhildur sagði að ekki hefði enn verið boöaður eiginlegur samningafundur en á fimmtudag- inn kemur yröi haldinn fundur hjá vinnuhópnum. í kjarasamningum kennara er ákvæði um aö þeir geti sagt samn- ingunum upp frá og með 1. janúar síðastliönum. Sagöi Svanhildur að ákveðið hefði verið aö segja núgild- andi samningum upp frá og raeð 15. janúar hafi nýir kjarasamning- ar ekki tekist fyrir þann tfma Ef til þess kemur yrðu samningar lausir 1. febrúar. í lögumumsamn- inga opinberra starfsmanna segir að ef kjarasamningar renna út vegna uppsagnar skuli samt eftir þeim farið þar til nýir samningar hafa verið gerðir. Hjá kennurum er höfuðkrafan um liærri laun. Sú prósentutala, sem kennarar ætla aö setja fram, hefur enn ekki veriö birt samn- inganefnd rflosins en það veröur gert síðar. Svanhildur sagöi í kröfugerðinni ýmsar kröfur sem varöa almennt skólastarf. Sagði hún aö næðu þær fram að ganga myndi það bæta mjög allt skóla- starf í landinu. Nefhdi hún sem dæmi breytingar á stjómun skóla í sambandi viö deildarstjóm, ár- gangastjóm og fagstjóm, einnig atriði um endurmenntun og fram- haldsraenntun kennara, færri nemendur í bekkjardeildum, mál- efni skóla í dreifbýli og ýTnislegt fieira sem bæta myndi skólahald i landinu næöi það fram að ganga. -S.dór Hlátuvgas úr hverunum - íslenskt heimsmet í bjartsýni íslendingar era heimsins mestu bjartsýnismenn að sögn sænska dagblaðsins Dagens Nyheter. Blaðið birti 31. desember niður- stöður könnunar um væntingar ólíkra þjóða til hins nýja árs sem gerð er um hver áramót undir for- ystu Gallupstofnunarinnar. Könmmin var gerð í 30 löndum í nóvember síðastliðnum. í hverju landi voru 1000 manns spurðir fjög- urra eins spuminga og virðist hafa verið erfitt fyrir íslendingana að finna dökkan blett á tilveranni. Aöeins 3% þeirra töldu árið 1988 verða verra en árið áður. 41% töldu ipjög ólíklegt að heimsstyijöld brytist út næstu 10 árin en blaðiö segir þjóðina þó slá öll heimsmet í bjartsýni þegar 51% aðspurðra sögðust viss um að árið 1988 yrði mjög friðsælt. Við virðumst þó pf- urlítið svartsýn þegar kemur að verkfóllum því 51% aðspurðra töldu líklegt að fleiri verkföll yrðu á þessu ári en því síðasta. Dagens Nyheter veltir mikið fyrir sér hvers vegna íslendingar séu svo fram úr hófi bjartsýnir og hallast jafnvel að því að hláturgas komi úr hveranum á íslandi. ^IBj Kópavogur: Götuljós var skyggt með rauðri málningu Þingsályktun um loðnuveiðar Þingsályktunartillaga um staðfest- ingu samkomulags um loðnuveiðar Norðmanna í íslenskri fiskveiðilög- sögu var samþykkt í sameinuðu Alþingi í fyrradag. Kveður samþykktin á um að Al- þingi heimili ríkisstjórninni að staðfesta fyrir íslands hönd sam- komulag milli íslands og Noregs um loðnuveiðar norskra veiðiskipa inn- an íslenskrar lögsögu á þessu ári. -ój Landhelgisgæslan: Ólögleg fiskiskip rekin til hafnar Kona, sem býr við Grenigrund í Kópavogi, var í fyrrakvöld nærri búin að aka yfir barn á mótum Fura- grundar og Grenigrundar. Konan sá ekki bamið fyrr en það var komið út á götuna miðja. Þegar konan fór að litast um á gatnamótunum sá hún sér til mikillar furðu að búið var að mála ljósker á einum Ijósastaurnum rautt. Af þeim sökum var engin birta frá ljóskerinu. Þegar konan talaði við götuljósa- deild Rafmagnsveitunnar var henni sagt að oft víeri gefið leyfi til að skyggja Ijósker. Væri það gert vegna gróðurs í þeim görðum sem ljósa- staurarnir standa við. í gær hafði DV samband við sömu aöila og var þá sagt að væntanlega væri búið að skipta um ljósker í umræddum ljósastaur. Ljóskerið var ekki málað með vitorði Rafmagns- veitunnar. Þegar Rafmagnsveitan leyfir að ljósker séu skyggð er aðeins sá hluti Ijóskeranna, sem lýsir að viðkomandi húsi, skyggður. Það fæst gert þegar birtan getur farið illa með gróður og eins þegar mikil birta berst inn í þau hús sem ljósastauramir standa við. -sme 't ■’ Búið var að mála Ijóskerið rautt og við það gaf Ijóskerið ekki frá sér neina birtu. Gljávíðir þolir ekki Ijósið og því hefur stöku sinnum verið gripíð til þess ráðs að skyggja Ijóskerin en ekki með þessum hætti, segir Raf- magnsveitan. DV-mynd KAE Landhelgisgæslunni hefur borist beiðni um að fiskiskip, sem ekki er búið að skrá á áhöfn, verði rekin til hafnar. Samkvæmt upplýsingum frá Landhelgisgæslunni ber nokkuð á því í upphafi hvers árs að skip haldi til veiða án þess að áhöfn hafi verið skráð á skipin. Þegar hafa borist beiðnir um að færa til hafnar Gullver NS og Núp ÞH. -sme Þrettandagleði hjá Þórsuram Gylfi Krist)ánB30n, DV, Akureyri: Þór á Akureyri hefur undanfarna áratugi gengist fyrir álfadansi og brennu á þrett- ándanum og svo mun einnig verða nú. Hefst skemmtunin kl. 20 á miö- vikudagskvöld á svæði félagsins og stendur fram eftir kvöldi. Að venju verður mikið um dýrð- ir. Álfar og tröll mæta á svæðið ásamt jólasveinunum sem kveðja áður en þeir halda heim á leið. Álfa- kóngur og drottning hans verða að sjálfsögðu á sérstökum palli og skemmtiatriði verða á dagskrá. Sérstakir gestir að þessu sinni verða þeir félagar Eiríkur Fjalar og OIli ofnæmissjúklingur sem munu skemmta af sinni alkmmu snilld en þrettándagleði mun eitt af þvi fáa sem Olli hefur ekki of- næmi fýrir. Vegleg brennawerður á staðnum og í lokin gangast skátar fyrir flugeldasýningu. OKKAR LANDSFRÆGA ÚTSALA hefst á morgun — fimmtudag LAUGAVEGI 37

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.