Dagblaðið Vísir - DV - 20.01.1988, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 20.01.1988, Blaðsíða 2
2 MIÐVIKUDAGUR 20. JANÚAR 1988. Fréttir Hassinnflutningurinn: Einn í gæsluvarðhaldi, hin hafa játað aðild Nöfn fólksins, sem tekiö var fyrir aö hafa flutt á tveimur árum til landsins tæplega sjötíu kíló af hassi, eru .þessi: Stefán Einarsson (hann er enn í gæsluvarðhaldi), Hallgrímur Ævar Másson og Bryndís Valbjömsdóttir. Hallgrím- ur Ævar og Bryndís hafa viður- kennt þátttöku sína í starfseminni. Stefán, sem er viðskiptafræðingur, hefur ekki játað aðild sína að mál- inu. Verkaskipting milli þremenning- anna var á þá leiö að Stefán sá um innkaup og útvegun gjaldeyris. Hafði hann á sínum snærum „rassvasafyrirtæki" sem var notað til millifærslu á gjaldeyri. Tvívegis hefur verið krafist framlengingar á gæsluvarðhaldi Stefáns. Nú er hon- um gert að sitja í gæsluvarðhaldi til 2. febrúar. Stefán Einarsson hef- ur ekki áður komið við sögu flkni- efnadeildar. Hallgrímur Ævar Másson mun hafa lagt á ráðin um söluna hér heima. Var sölukerfið vel skipulagt og tryggt að kaupendur og seljend- ur hittust ekki. Hallgrímur Ævar hefur ekki áður verið tekinn fyrir sölu eða neyslu fíkniefna. Bryndís Valbjörnsdóttir hefur ein þremenninganna verið tekin fyrir flkniefnamisferli áður, þó aldrei eins stóran glæp og í þetta sinn. Bryndís aflaði viðskiptavina og hélt uppi-samböndum við þá. Rannsókn málsins er langt kom- in. Arnar Jensson hjá fíkniefna- deild lögreglunnar í Reykjavík segir að hann vonist til að rann- sókn ljúki áður en gæsluvarðhalds- úrskurðurinn yfir Stefáni Einarssyni rennur út. Amar sagði að það væru viss atriöi varðandi þau verk sem Stefán Ehiarsson leysti af hendi sem væm erfið í rannsókn, meðal annars „viö- skipti“ hans erlendis. Fleiri aðferðir voru notaðar við innflutninginn heldur en „rass- vasafyrirtæki" Stefáns Einarsson- ar. Þegar fólkið var gripið var verið að afhenda því 10,7 kíló af hassi sem flutt hafði verið til landsins í máln- ingardósum. í það skiptið var innflutningurinn á nafni manns sem búið hefur erlendis um nokk- urn tíma. ■ Lauslega má áætla að þremenn- ingarnir hafi velt allt að 65 til 70 milljónum króna við kaup og sölu á hassinu. Þetta er eitt umfangs- mesta mál sem fíkniefnadeildin hefur fengist við til þessa og um leið eitthvert skipulagðasta sölu- og dreifingarkerfi sem hefur verið stöðvaö. Rannsókn málsins hefur tekið langan tíma, bæði áður en fólkið var tekið og eins í framhaldi af handtökunum. Arnar Jensson sagði að fíkniefnadeildin hefði í nokkurn tíma beðið átekta á meðan verið var að komast að raun um hvaða starfsemi fólkið væri með og hve umfangsmikil hún væri. -sme Afleiðing minnkaðra skuldabréfakaupa Irfeyrissjoða: Húsnæðislánin skertust um 700 til 800 þúsund - segir felagsmálaraðherra Lánsréttur félaga í aðildarsjóðum Landssambands lífeyrissjóða mun skerðast verulega ef lífeyrissjóðimir munu minnka skuldabréfakaup sín af Húsnæðisstofnun úr 55% í 40%, samkvæmt upplýsingum sem DV fékk hjá Jóhönnu Sigurðardóttur fé- lagsmálaráðherra. Jóhanna sagöi að réttur fólks til húsnæðislána myndi skerðast um 700 til 800 þúsund krónur ef lífeyris- sjóðirnir drægju saman skuldabréfa- kaup, úr 55% í 40% af ráðstöfunarfé sínu en hámarkslán frá Húsnæðis- stofnun er nú 2,9 milljónir króna. Jóhanna sagði að húsnæðislánin væru sérstaklega niðurgreitt fjár- magn og lífeyrissjóðirnir gætu ekki boðið fólki sömu lánskjör þó þeir lán- uðu félögum sínum mismuninn á fullu og skertu láni. Jóhanna sagði ennfremur að af 34 lífeyrissjóðum innan vébanda Landssambands lífeyrissjóða væri Lífeyrissjóður Verslunarmannafé- lags Reykjavíkur sá langstærsti en skuldabréfakaup hans nema um 47% af heildarkaupum sjóða í landssam- bandinu. Jóhanna sagði að margir félagar í Lífeyrissjóði verslunar- manna væru láglaunamenn sem ekki ættu þess kost að kaupa húsnæði á almennum markaði og leituöu því til Byggingarsjóðs verkamanna. Því kvaðst Jóhanna furða sig á aö Lands- samband lífeyrissjóða skyldi amast við því að hluta íjármagns lífeyris- sjóðanna skyldi veitt til skuldabréfa- kaupa af þeim sjóði. Þá benti Jóhanna á að hugsunin að baki nýju húsnæðislögunum væri meöal ann- ars sú að Húsnæöisstofnun ákvæði sjálf hvernig hún deildi niður fjár- magni á milli Byggingarsjóðs ríkis- ins og Byggingarsjóðs verkamanna. Ákvörðun um þau skipti væri ekki hlutverk lífeyrissjóðanna. -ój í gær var þessi bifreið hífð úr húsagarði í Mosfellsbæ. Um helgina var bifreiðinni ekið þarna um með miklum hraða. Ökumaðurinn missti stjórn á henni með þeim afleiðingum að hún tókst á loft og stöðvaðist i garðinum - og það án þess að trén brotnuðu. Húsráðendur voru ekki á því að bifreið- in yrði dregin á brott þar sem það myndi valda skemmdum á gróðri. Því var gripið til þess ráðs að fá öflugan krana sem frelsaði bifreiðina úr garð- inum. -sme/DV-mynd JR Aldrei mælst til skuldabréfa- kaupa af Kaupþingi - segir Pétur Blöndal, formaður Landssambands Irfeyrissjoða „Sumt fólk heldur að aðrir séu eins og það og Jóhanna Sigurðardóttir kann kannski að halda að hún myndi notfæra sér aöstöðu sína væri hún í minni stöðu. Ég hef hins vegar forð- ast að mæla með þv! að lífeyrissjóð- imir kaupi skuldabréf af Kaupþingi. Enginn lífeyrissjóðamaður getur haldið því fram að ég hafi mælst til þess að skuldabréf verði keypt af Kaupþingi,“ sagði Pétur Blöndal, formaður Landssambands lífeyris- sjóða og framkvæmdastjóri Kaup- þings, í samtali viö DV. Pétur var spurður álits á þeim ummælum félagsmálaráðherra að þar sem verðbréfasjóðir væru í sam- keppni við Húsnæðisstofnun um fjármagn kynni að vera um hags- munaárekstra að ræöa, en lífeyris- sjóðirnir hvetja til minni skulda- bréfakaupa af Húsnæðisstofnun. Pétur Blöndal sagðist hafa heyrt gagnrýni af þessu tagi áður og það væri rétt að það væri erfitt að halda hagsmunum á íslandi aögreindum vegna fámennis og persónutengsla. „En ég er ekki að hugsa um hags- mum Kaupþings, væn eg að þvi heioi ég verið harðari í því að fá lífeyris- sjóðina til að hætta að kaupa skulda- bréf,“ sagði Pétur. Pétur sagðist telja að ef dæmið yrði hugsað lengra sæju menn mótsögn í málflutingnum þvi að þeim mun hærri sem binding fjármagnsins væri hjá Húsnæðisstofnun því hærri yröu vextirnir utan kerfisins, hjá bönkunum og verðbréfafyrirtækjun- um. „Menn sjá að þetta er í mótsögn. Ef Húsnæðisstofnun yrði lögð niður og lífeyrissjóðirnir yröu að ávaxta þetta ’mlklá flármágh ’sjáífír Tijá‘ bönkum og á veröbréfamarkaði myndu vextirnir hrapa niður. Þaö er þannig að þegar skömmtunarkerfi er tekið upp eykst eftirpurnin og með því að afnema skömmtun og miðstýr- ingu myndu vextirnir falla, jafnvel niður í þaö sama og Húsnæðisstofn- un býður. Skömmtun hefur þau sálfræðilegu áhrif að eftirspurnin eykst. Það má því segja út frá þessu að ef ég vildi bæta hag Kaupþings myndi ég reyna aö viðhalda þessu húsnæöiskerfi," sagði Pétur Blöndal. -ój nw'mwniimMumHninmiiiiHHe—iiu^ai Lrfeyrissjódur verkfræóinga: Getur ekki orð- ið gjald- þrota Uppbygging Lífeyrissjóðs Verk- fræðingafélags íslands er frá- brugðin uppbyggingu annarra lífeyrissjóða að því leyti að lífeyr- isréttindi sjóðsfélaga markast af því hvemig tfl hefur tekist með ávöxtun sjóðsins. Lífeyrissjóður- inn er gerður upp á núlli um hver áramót og réttindunum skipt á milli sjóðsfélaga, þannig að líf- eyrisréttindi geta verið breytileg eftir því hvernig til hefur tekist með ávöxtun innstæðunnar. Þessar upplýsingar fékk DV hjá Jóni Hallssyni, framkvæmda- stjóra lífeyrissjóðsins. í samtali við DV sagði Jón að lífeyrissjóðurinn starfaði eftir bráðabirgðareglum og enn heíöi ekki verið gengiö frá ákvörðun um verðtryggingu lífeyris- greiöslna. Lífeyrisréttíndi sjóðsfélaga eru reiknuð upp í ákveðna töflu þar sem tekiö er tillit til ýmissa áhættuþátta sem sjóöinn varða, svo sem ólifaðra ára sjóösfélaga, aldursmunar á milli maka, bamafiölda, hugsanlegra van- halda í iðgjaldagreiöslum vegna örorku og fleiri þátta. Töflurnar em síöan reiknaðar upp með 4% ársávöxtun. Jón Hallsson sagði að þessi aðferð Lifeyrissjóðs Verkfræðingafélagsins við út- reikning réttinda væri frábrugö- in aöferðum annarra lífeyris- sjóöa þar sem ekki væri tekiö tíllit til áhættuþátta. Jón sagði aö vegna þeirra reikningsaöferöa, sem notaðar em við uppgjör sjóðsins, geti hann í raun ekki orðið gjaldþrota; lífeyrisréttindunum er alltaf deilt niöur á félagsmenn. Lífeyris- greiðslur eru ekki verötryggðar cn iðgjaldagreiðslur em verð- tryggðar frá árinu 1979. Jón sagði að í raun væri sjóðurinn verð- tryggður samkvæmt þeirri ávöxtun sem næðist á hverjum tíma. -ój

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.