Dagblaðið Vísir - DV - 20.01.1988, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 20.01.1988, Blaðsíða 27
MIÐVIKUDAGUR 20. JANÚAR 1988. Sviðsljós HÖFUÐBORGARBUAR! Skemmtið ykkur í Súlnasal og gistið í glæsilegustu hótelherbergjum landsins. Losnið við amstur og leigubílavandræði en notið þann munað og þægindi sem Hótel Saga býður upp á! Sérstök kjör um helgar! GILDIHF Bjarni Dagur Jónsson, útvarpsmaður á Stjörnunni, færði afmælisbarninu haka til þess að taka „fyrstu skóflustunguna" að nýju ráðhúsi við Tjörnina. SÝNINGIN SEM SLÓ í GEGN Á NÝÁRSDAG! Fyrrverandi og núverandi borgarstjórar hittast, Egill Skúli Ingibergsson og Ólöf Elin Daviðsdóttir, kona hans, og afmælisbarnið, Davið Oddsson borgarstjóri, og Ástriður Thorarensen, kona hans. Þeir gerðu garðinn frægan með Útvarp Matthildi hér um árið, Þórarinn Eldjárn og Davíð Oddsson. Auk þess var Hrafn Gunnlaugsson með þeim i „útvarpinu". DV-myndir GVA Biðraðir mynduðust fyrir utan Oddfellowhúsið vegna mikils fjölda gesta. Flugglaðir hf. tilkynna brottför flugs SAG 66 til dægurlanda öll laugardagskvöld í janúar. Ýmsar helstu stórstjörnur íslenskrar poppsögu síðustu tveggja áratuga verða um borð og bera fram hugljúfar og bráðfjörugar tónlistarkræsingar meðan kokkarnir á Sögu sýna listir sínar. Maggi Kjartans yfirflugstjóri og áhöfn hans hafa viðkomu í mörgum bestu dægurlöndum endurminninganna - og þeir Pálmi Gunnarsson, Jóhann G. Jóhannsson, Rúnar Júl, Engilbert Jensen, Einar Júlíusson, Anna Vilhjálms, Magnús Þór Sigmundsson og fleiri listamenn skapa stemninguna. Góður matur, fyrsta flokks skemmtun, danshljómsveit í sérflokki og frábærir gestir gera laugardagskvöldið í Súlnasal að frábærri byrjun á nýja árinu. Verð á þessu öllu er aðeins kr. 2.900. Og munið: Þessi dagskrá . verður aðeins í janúar! Tryggið ykkur far i tíma. Flugfarseðlapantanir í síma 29900. Brottför kl. 19:00 Fertugur Borgarstjórinn í Reykjavík, Davíö Oddsson, varö fertugur um síðustu helgi. í tilefni dagsins bauö hann fjölda gesta í afmælisveislu í Odd- fellowhúsinu við Vonarstræti. Davíð Oddsson er borinn og barn- fæddur Reykvíkingur, frá Mennta- skólanum í Reykjavík lá leið hans í lögfræði við Háskóla íslands þaðan sem hann lauk prófi árið 1976. Davíð var starfsmaður Almenna bókafé- lagsins 1975-76 en að loknu lögfræði- prófi tók hann við starfi skrifstofu- stjóra Sjúkrasamlags Reykjavíkur. Hann tók við framkvæmdastjóra- starfi fyrirtækisins árið 1978 og gegndi því til ársins 1982 en þá varð hann borgarstjóri Reykjavíkurborg- ar. Þá hafði hann gegnt starfi borgarfulltrúa í Reykjavíkurborg frá árinu 1974. Davíð Oddsson er kvænt- ur Ástríði Thorarensen og eiga þau einn son, Þorstein, sem er 16 ára gamall. Mikill ijöldi gesta kom í afmæhs- veislu Davíðs, á milli 5 og 600 manns, og mátti þar þekkja mörg kunnugleg andlit úr þjóðlífinu. borgarstjóri

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.