Dagblaðið Vísir - DV - 20.01.1988, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 20.01.1988, Blaðsíða 11
MIÐVIKUDAGUR 20. JANÚAR 1988. 11 Utlönd Spænski sósíalistaflokkurinn sætir gagnrýni verkalýðsfélaga Brynhildur Ólafedóttir, DV, Spáni; Nú stendur fyrir dyrum 31. flokks- þing sósíalistaflokks Spánar. Eftir tæplega sex ár við stjómvölinn stendur flokkurinn nú á miklum tímamótum og er kreppu farið að verða vart. í síðustu kosningum tapaði sósíal- istaílokkurinn fjölda atkvæða. Þrátt fyrir að flokkurinn sé enn með meiri- hluta á þingi hefur meirihluti tapast í sjö héruðum og sex mikilvægum sveitarstjómum. Úr röðum verkalýðsfélaganna verða gagnrýnisraddimar æ hávær- ari og hefur sambandið milli flokks- ins og verkalýðsfélaganna aldrei verið jafn slæmt. Talast vaxla við Nicolás Regondo, formaður verka- mannasambandsins, og Felipe González, formaður sósíalistaflokks- ins, sem áður voru miklir vinir og störfuðu hlið við hlið talast nú varla við og er jafnvel búist við endanleg- um skilnaði fljótlega en þá fyrst stæði sósíalistaflokkurinn frammi fyrir al- varlegri kreppu. Stór hluti atkvæða sósíalista- flokksins kemur úr röðum verka- lýðsfélaganna og ef þau hætta stuðningi sínum og segja endanlega skilið við flokkinn er meira en líklegt að hann tapi meirihluta sínum í næstu kosningum. Flokkur Mega fólksms Ásakanir verkalýðsaflanna á ríkis- stjóm Felipe González beinast aöal- lega að efnahagsstefnu stjórnarinn- ar. Telja þau að þaö sé ekki sósíalismi sem nú ráði ferðinni hjá ríkisstjóm- inni heldur „felipe-ismi“ og flokkur- inn sé orðinn „flqkkur fallega fólksins“ í stað þess að vera flokkur verkafólksins. Benda þau máli sínu til stuðnings á aukið atvinnuleysi og götótt velferðarkerfi. Ráðamenn Sósíalistaflokksins svara gagnrýninni með því að benda á fimm prósent hagvöxt á síðasta Verkalýðsfélög á Spáni gagnrýna nú harðlega efnahagsstefnu rikis- stjórnar Felipe González. Einnig telja þau að „felipe-ismi“ ráði ferð- inni hjá ríkisstjórninni í stað sósíal- isma. Simamynd Reuter ári, þann mesta á tíu ára tímabili. Segja þeir að vöxturinn í efnahagslíf- inu hafi skapað meiri vinnu, hætri laun og almenna grósku og að Spán- verjum líði betur nú en árið 1982 þegar flokkurinn komst til valda. Verkalýðsfulltrúar fjarstaddir Væntanlegt flokksþing, sem ber yfirskriftina Að sigra framtíðina, verður sett af Willy Brandt, forseta Alþjóðasambands jafnaðarmanna, um næstu helgi. Fjöldi fulltrúa sós- íalistaflokka og kommúnistaflokka víðs vegar að verður viðstaddur. Aft- ur á móti hafa deilumar við verka- Gróðaár hjá Air France Bjami Hinrikssan, DV, Bordeaux: Þrátt fyrir eða kannski vegna breytinga í fijálsræðisátt í flugmál- um í Evrópu er ljóst að allt gengur vel hjá Air France, stærsta flugfélagi Frakka og til skamms tíma einok- unaraðila ofþr frönskum skýjum. Gróðinn á síðasta ári nam sjö millj- örðum króna sem er helmingi meira en árið á undan. Farþegaflutningar jukust um 14,6 prósent og vöruflutn- ingar um 9,8 prósent þrátt fyrir að ekki væri nýjum vélum bætt í flug- flotann og starfsfólki fækkaö ef eitthvað var. Nýtingin var 69,5 pró- sent og er það met. Meira framboð flugferða, sérstak- lega í Evrópu, og samkeppnin við bandarísk, austurlensk og önnur frönsk flugfélög hefur lækkað verð talsvert. Segja má að betri sætanýt- ing hafi gert Air France kleift að bjóða fleiri ferðir á lægra verði með meiri gróða fyrir félagið. lýðsarminn heima fyrir gert það að um verkalýðsfélaga Spánar sitja frá síðasta flokksþingi þegar þeir verkum að sárafáir fulltrúar úr röð- flokksþingið. Er það mikil breyting voru í meirihluta. KÆRKOMIN NÝJUNG ÍSKEMMTANALÍFI LANDSMANNA! Stofnun MÁNAKLÚBBSIN S markar tímamót í skemmt- analífí landsmanna. MÁNA- KLÚBBURINN er einkaklúbb- ur og hafa eingöngu félagar og gestir Jieirra aðgang að honum. MANAKLÚBBURINN er ætlaður fólki sem vill fara út að borða og skemmta sér í þægilegu umhverfi og njóta góðrar kvöldstundar í góðra vina hópi eða með viðskipta- vinum. Frestur til þess að gerast stofnfélagi í klúbbnum rennur út 20. janúar næstkom- andi. Skráning félaga fer fram hjá veitingastjórum klúbbsins sem gefa allar nánari upplýs- ingar alla virka daga í símum 23333, 23335 og 29098. Ætlar þú ekki að slást í hópinn? Brautarholti 20, símar 23333, 23335 og 29098. * MIKIÐ ÚRVAL - VERD FRÁ KR. 290 PR. M2. TEPPAVERSLUN FRIÐRIKS BERTELSEN H/F, Síðumúla23, Selmúlamegin. Símar 686260 og 686266.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.