Dagblaðið Vísir - DV - 20.01.1988, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 20.01.1988, Blaðsíða 14
14 MIÐVIKUDAGUR 20. JANÚAR 1988. m Bjarni Ásgeirsson: Tek ekki þátt í því en veit af þessu og mun fylgjast með. Spumingin Lesendur Tekur þú þátt í „heilsu- mánuðinum“ sem nú stendur yfir? Hefur kaupmátturinn minnkað? Innflutt gegn fram- vísun farseðils Dagbjört Helgadóttir: Ég hugsa að ég reyni það, að einhverju leyti. Tryggvi Ásgrímsson: Nei, það geri ég ekki og hef ekkert hugað að þessu. Áfengur bjór, kaffi og tóbak: Júliana Rannveig: Ekkert frekar þennan mánuð en aðra. Finnst það samt lofsvert að vekja athygli á þessu. Sérstaklega vatninu. Sigfús skrifar: Það hefur mikið verið rætt um stöðu fólks í sambandi við þessar nýju efnahagsráðstafanir sem ríkis- stjórnin hefur gert og kann enn að þurfa að gera á næstunni. Einkan- lega hefur það verið matarskatturínn svonefndi og kaupmáttur launatekna sem er ofarlega á blaði. Á laugardaginn var (16. janúar) fór ég dálítið á ílakk um borgina þar sem ég þurfti að ná í eitt og annað til við- gerða í íbúð minni og fór víða. Byrjaði í Kaupstað til að kaupa mat- vörur. Þar var bókstaflega troðfull búð af fólki eins og um jól væri og ég gat ekki betur séð en fólk keypti þar með sömu formerkjum og áður. Enginn spurði um verð í matar- deildinni enda kannski engin ástæða til. Allt var vel merkt. En maður hefði nú haldið að einhver væri að fetta fingur út í háa veröið á vörun- um eða láta í ljósi vanþóknun á nýjum og hærri verðum. En svo var ekki, a.m.k. ekki á meðan ég var þarna. Og uppi á efri hæðinni var bókstaf- lega „rífandi gangur“ í verslun. Þar var útsala á fatnaði og allir kepptust um að ná í eitthvað. Ég sé ekki að Verslað í Kringlunni. verðin væru neitt sérstaklega lægri og heldur ekki hærri en endranær. Það spurði heldur enginn um verð, bara keypti. Síðan fór ég vestur í Kringluna. Og þar gaf á að líta. Þar var líkast þvi að sú verslun hefði opnað þennan dag, svo yfirþyrmandi var umferðin inni, á báðum hæðum. Ogþarna voru alls konar uppákomur. A efri hæð- inni léku knattleiksmenn listir sínar (sennilega blak eða eitthvað þess háttar) og á göngunum voru kynn- ingar á hvers konar nýjungum. Þar ’var m.a. annars boðið upp á ókeypis blóðþrýstingsmælingu og biðröð hjá hjúkrunarfræðingunum. Alls staðar voru umsvif og þau mikil. Fólk kom með marga poka út úr verslununum og síðan hélt það í átt að kafíistofu eða veitigastöðum til að fá sér hressingu. Eini agnúinn virtist vera sá að verslanir lokuðu klukkan fjögur. Fólk hefði örugglega viljað getað verslað lengur. Eg hélt leiðar minnar í verslunina Byggt og búið til að gera mína versl- un. Ég get ómögulega verið að kíkja á hvem einasta hlut og reyna að fá samanburð á því hvort hann hefur hækkað í verði frá því síðast (og þá síðast hvenær?). Maður bara kaupir, greiðir með greiðslukorti, notar enga peninga og fer! Hvað vill fólk hafa það betra? Enda held ég að enginn eða mjög fáir geri það. Kaupmáttur eða ekki kaup- máttur, verðbólga eða ekki verð- bólga, vísitala framfærslukostnaðar eða vísitala byggingarkostnaðar? Hver hefur áhuga á þessu í dagsins önn? Mín skoðun er sú að allur þorri fólks hafi mikla peninga handa á milli, íjármunir hafa færst til yfir í greiðslukort að stórum hluta og fólk greiðir eftir á. Kaupmáttur fóíks er því mikill, hvernig sem á málin er litið. Svo fer að vora og fólk fer að hugsa til utanlandsferðarinnar. Tek- ur sér langt frí, jafnvel launalaust, því enga skatta greiðir sá sem ekki vinnur. Og.....den tid den sorg“. P.L.M. skrifar: Einu sinni enn er ölið á könnunni hjá hinu háa Alþingi. Þaö er útlit fyrir að þaö sé hægt að karpa um þaö endalaust. Furöu vekur að á Alþingi skuli þeir menn sem vilja hafa allt í sama farinu varðandi ölið ekki flytja tillögu um að hafa sama fyrirkomu- lag á innllutningi á öörum vöru- flokkum, svo sem t.d. kaffi og vindlingum, eða tóbaki yfirleitt. Það gæti sjálfsagt verið ágætt að farseðill til útlanda innihéldi rétt til hvers flugfarþega, aö ekki sé nú talað um áhafnir, um að hver einstakling- ur mætti koma með t.d. 10 kg af kaffi úr hverri ferð. - Það ætti að full- nægja eftirspurn nokkurn veginn og ef þaö nægði ekki væri sjómönnun- um okkar blessuðum vel trúandi til að sjá um afganginn. Sama hátt mætti hafa á um innflutning á tóbaki og fleiri vörum. Þetta væri einfóld lausn og SÍS og ríkið losnuðu við margs konar amst- ur og óþægindi við dreifmgu og sölu á þessum vörum. Margir telja að það fyrirkomulag sem nú er á innílutningi og fram- leiðslu á áfengu öli gefi góða raun og sé til fyrirmyndar. Með þessum hætti er flutt inn löglega og ólöglega og framleitt löglega og ólöglega gífur- legt magn. Það mætti þó auka með því t.d. að tvöfalda skammtinn, sem fylgir far- seðlinum, og sama má segja um kvótann til áhafna fiugvéla og skipa. Þaö er ekki trúlegt að landinn myndi geta drukkið meira af öli. Landsbankanum eiga „sendlar" ekki rétt á bankastjórastöðu. Landsbankinn og sendisveinamir: Engan rétt á bankastjórastöðu Bréfritari vill gefa flugfarseðli meira vægi varðandi innflutning á varningi til landsins. Ámi Jónsson skrifar: Það hefur heldur betur orðið róstu- söm umræðan um ráðningu nýs bankasfjóra Landsbankans. Tals- menn úr öllum flokkum hafa látið í sér heyra en farið misjafnlega með umræðuefnið an allir kenna ein- hverjum um hvernig komið er um ráðningar í þessi feitu embætti sem gefa um eða yfir 300 þúsund krónur í tekjur á mánuði. Einhvers staðar las ég að í raun- inni væri það fráfarandi bankastjóri sem bæri sökina á því hvernig komið væri því hann hefði verið búinn að hugsa sér að fá eftirmann sem var starfsmaður innan bankans. Til þessa mega stjórnmálamenn ekki hugsa og segja að úr því bankinn sé ríkisbanki verði ekki hjá því komist aö ráða í bankastjórastöður eftir pólitísku mynstri. En það sem mér finnst þó vera at- hygliverðast eru ummæli hins nýráðna bankastjóra og hvernig hann er þegar farinn að spretta úr spori varöandi yfirlýsingar og digur- barkaleg ummæli um þetta mál sem af mörgum er kallað mesta hneyksli á nýbyijuðu ári. Hvað mun þá verða síðar? í tveimur blöðum a.m.k lætur hinn nýráðni bankastjóri falla ummæli ( sem ekki eru til þess fallin að setja niður deilur eða draga úr eftirköst- um. í DV nýlega segir þessi nýráðni bankastjóri m.a.: „Það getur ekki orðið regla að sendisveinar vinni sig upp í bankastjórastöður." Og í viðtali við Alþýöublaöiö bætir hann um betur og hnykkir á skoðun sinni með því að spyija: „Eiga sendl- ar í bönkunum eftir 30 ára starfs- reynslu að eignast einhvem rétt til þess að verða bankastjórar?" Að vísu má geta sér þess til að hinn nýráðni bankastjóri eigi ekki við hina ungu sendla bankans, jafnvel þótt einhyer þeirri yrði mosavaxinn í því starfi í 30 ár. Því raunalegri eru þessi ummæli að hann á sennilega við hinn almenna starfsmann í Landsbankanum sem hefur unnið sig upp með þvi að hafa starfað í hin- um ýmsu deildum oger orðinn betur kunnugur öllum viðskiptum en nokkur stjórnmálamaður getur orð- ið eftir setu í bankastjórastarfmu einu. - Slíkir menn, segir hinn ný- ráðni, eiga engan rétt á bankastjóra- stöðu! Þessi ummæli eru í hæsta máta óviðurkvæmileg og til þess fallin að valda ólgu og reiöi meðal banka- starfsmanna, ekki bara í Lands- bankanum, heldur innan raða bankastarfsfólks. í Útvegsbanka er nýbúið að ráða í stöður aðstoðar- bankastjóra úr röðum starfsfólks og bankastjóri í þeim banka er aðeins einn og virðist sá banki nú ganga banka best. Það er því ekki nema eðlilegt að hrollur fari um starfsfólk í banka- stofnun þar sem nýjasti bankastjór- inn flokkar starfsmenn sem sendisveina og segir þá engan rétt hafa nema til þess að vinna og allar götur engan rétt til að hljóta stöðu bankastjóra. Sigurður G. Sigurðsson: Kannski fremur venju tekið eftir umræðu um þetta, t.d. í sjónvarpinu, og finnst hún minnisverð. Arhar Sigurbjörnsson: Tók ekki við mér vegna þessarar kynningar en ér alls ekki á móti framtakinu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.