Dagblaðið Vísir - DV - 20.01.1988, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 20.01.1988, Blaðsíða 10
10 MIÐVIKUDAGUR 20. JANÚAR 1988. Utlönd Bandaríska alríkislögreglan gerði nýlega upptækar nær sautján milljónir dollara í fölsuöum seðluxn í borginni Houston í Texas. Er þetta mesta magn falsaðra peningaseðla sem bandarísk yfirvöld koma höndum yfir á einum og sama stað. Peningamir fundust i pappaköss- um I húsi rétt fyrir utan Houston, að sögn talsmanns alríkislögregl- unnar. Lögregian handtók tvo menn í Ffladelfíu á fimmtudaginn þegar þeir reyndu aö selja um hundraö og sjötíu þúsund döllara í fölskum seölum. Handtaka þeirra leiddi síð- an til þess að peningamir fundust í Houston. Að sögn alríkislögreglunnar fannst einnig mikið af búnaöi tíl peninga- fölsunar í bflskúr hússins. Svo virðist sem mennimir tveir hafi unnið að fölsun seðlanna 1 um mánuð og talið er að þeir hafi einir staöiö að málinu. Mennimir hafa báðir hlotiö dóma fyrir falsanir áður. Lest rakst á skriðdreka Fjórir létu lifiö og þrjátíu og sex slösuðust í gær þegar ausutr-þýsk far- þegalest rakst á sovéslcan skriödreka skammt frá bænum Potsdam. Að sögn austur-þýsku fréttastofunnar ADN var ökumaður skriödrekans að reyna að komast yfir jámbrautarteina, sem ekki em afgirtir, rétt við Forst Zinna stöðina viö Potsdam sem er suðaustur af Vestur-Berlín. Ökumaður lestarinnar lét llfið samstundis og þrir farþega hennar einnig. Lestin var á leið frá Leipzig til Austur-Berlin. Að sögn fréttastofunnar fóra háttsettir embættismenn úr samgöngu- ráðuneyti Austur-Þýskalands þegar á slysstað og skipulögðu þar rann- sóknir og hreinsistarf. Fuliyrðingar um svindl Einn af þeim forsetaframbjóö- endum, sem mestum árangri náðu í forsetakosningunum á Haiti um síðustu helgi, fullyrti í gær aö hann heföi sannanir fyrir því að svindlaö heföi verið i kosningunum. Sagðist hann ætla aö gera sannanir þessar opinberar ef hann yrði ekki lýstur sigurvegari kosninganna. Lofaði hann hins vegar að setja upp ríkis- stjóm sem leitað gæti sátta í deilumálum landsins ef hann fengi sigur sinn viðurkenndan. Frambjóðandinn, sem heitir Ger- ard Philippe-Auguste, var annar af tveim frambjóðendum sem augijós- lega nutu mest fylgis meðal kjós- enda á Haiti. Hann sagði í gær að flokkur hans heföi sannanir fyrir því að víða heföi verið pottur brot- inn í kosningunum. Sagði Gerard að í sumurn tilvikum heföi greinilega verið svindlað í þáp Leslie Manigat sem naut um það bil jafnmikils fylgis meðal kjósenda. A fundi með fréttamönnum í gær sagði Gerard að k úrslitin úr atk væða- tainingunni yröu sér ekki í hag myndi hann gera sannanir sínar opin- berar. Aðeins um tíu af himdraði kjósenda á Haiti tóku þátt i atkvæðagreiðsl- unni en stjómarandstaða landsins haföi hvatt fólk tii að sitja heima. Eldur í hreyfii Staðfest hefur verið aö áður en þotan, sem fórst í Kína á mánudag, hrapaði hafi verið laus eldur í einum hreyfla hennar og bilun hafi verið í öðrum. Hundraö og átta manns fórust meö þotunni sem var af gerðinni Ilyus- hin 18. ísraelskir hermenn felldu í morgun þrjá palestínska skæruliða sem gerðu tilraun til þess að komast inn fyrir norðurlandamæri ísraels, frá Líbanon, að því er talsmaöur ísra- elska hersins skýrði frá. Skæruliðamir höföu sprengiefni í fóram sínum og talið er fullvíst að þeir hafi ætlað að nota það til árása innan ísraels. Talsmaðminn sagði að einn ísra- elskur hermaður heföi særst í bardaganum við skæruliðana. Þremenningamir reyndu að kom- ast inn yfir landamærin um tíu kflómetra frá þeim stað þar sem Pa- lestínumaður flaug yfir þau í svif- dreka í nóvembermánuði síðastliðn- um. Sex ísraelskir hermenn féllu í þeirri árás. Vamarmálaráðherra ísraels, Yitz- hak Rabin, sagði í morgun að skæruliðamir þrír heföu verið félag- ar í frelsissamtökum Palestínu, PLO, en ekki er vitað hvaða hluta samtak- anna þeir tilheyrðu. Rabin lýsti því yfir í gær að ísra- elski herinn hefði nú tekið upp nýja stefnu í aðgerðum sínum gegn Pa- lestínumönnum á herteknu svæðun- nm á Gaza og Vesturbakkanum. Sagði Rabin aö öryggissveitir hersins ísraelskir hermenn leiða ungan Palestínumann á brott eftir að hafa hand- tekið hann á Vesturbakkanum. Símamynd Reuter þar beittu afli og barsmíðum og út- göngubanni fyrst og fremst. Sagði hann að herinn myndi halda áfram að beita ofbeldi gegn Palestínumönn- um þar til mótmælaöldumar meðal þeirra lægði að nýju. Yfir fjörutíu Palestínumenn hafa nú fallið í átökum við ísraelska hernámsliðið á herteknu svæðunum í mótmælum undanfarinna vikna. Liðlega þijú hundruö þeirra hafa særst. Felldu þrjá Palestínumenn VararVesturlönd við þróun vopna Eduard Sévardnadse, utanrikisráð- herra Sovétríkjanna, varar við frekari framþróun hefðbundins víg- búnaðar. Símamynd Reuter Eduard Sévardnadse, utanríkis- ráðherra Sovétríkjanna, varaði í gær Vesturlönd við afleiðingum þeim sem það kynni að hafa ef þau reyndu að bæta sér missi kjamorkuvopna með því að þróa nýjar tegundir hefö- bundinna vopna eða fullkomna þann vígbúnað sem þau þegar hafa. Ráðherrann sagði að það gæti haft alvarlegar afleiðingar ef ríki Atlants- hafsbandalagsins hrintu í fram- kvæmd slíkri þróun vígbúnaðar og Sovétríkin myndu ekki sætta sig við slíkt. Sévardnadse kom viðvörun sinni á framfæri við lok opinberrar heim- sóknar sinnar til Vestur-Þýskalands í gær. Að þeirri heimsókn lokinni flaug hann til Spánar þar sem hann mun eiga viðræður við stjómvöld. Mótmæla ffdekri“ við her landsins Raul Alfonsin óskað til hamingju með sigurinn yfir uppreisnarmönnum. Simamynd Reuter Vinstri sinnar í Argentínu mót- mæltu í gær harðlega því sem þeir kalla „dekur“ ríkisstjómar landsins við herinn og fullyrtu að undanslátt- ur Raul Alfonsin forseta við herfor- ingja hafi leitt til þeirra tveggja uppreisna sem hermenn hafa gert á undanfömum níu mánuðum. Hundruð vinstri sinna efndu í gær til mótmæla fyrir utan þinghúsið í Buenos Aires. Á mánudag fagnaði Alfonsin sigri yfir uppreisnarmönnum, undir for- ystu Áldo Rico ofursta, en þeir gáfust þá upp eftir að hafa þrjóskast við í tvo daga. Vinstri sinnar segja þennan sigur næsta fánýtan þar sem undansláttur stjómvalda haldi áfram. Krefjast þeir þess að hreinsanir fari fram inn- an hersins og að þeir sem gerst hafi sekir um mannréttindabrot verði látnir sæta ábyrgð. Rico er nú aftur í varðhaldi og bíð- ur réttarhalda. Hann var forsprakki beggja uppreisnartilraunanna á und- anfömu ári en helstu kröfur hans voru þær að þeir herforingjar, sem hann telur bera ábyrgð á hrakförum Argentínumanna í Falklandseyja- stríðinu, verði reknir úr embætti.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.