Dagblaðið Vísir - DV - 20.01.1988, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 20.01.1988, Blaðsíða 12
12 MIÐVIKUDAGUR 20. JANÚAR 1988. Frjálst.óháÖ dagblað Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJANSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFANSSON og INGÓLF.UR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11, SlMI 27022 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJALSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 600 kr. Verð í lausasölu virka daga 60 kr. - Helgarblaö 75 kr. Fiskvinnslan stopp Það þarf víst engum að koma á óvart þótt fiskvinnslu- fyrirtækin kveinki sér. Fastgengisstefnan hefur leikið þau grátt á sama tíma og fjármagns- og framleiðslu- kostnaður hefur aukist hröðum skrefum. Framleiðslan sjálf hefur átt undir högg að sækja og nú segja útreikn- ingar að frystingin sé rekin með fimmtán prósent tapi. Það tap kallar á lántökur og skuldasöfnun. Það er dýrt að vera fátækur og almennir vextir og dráttarvextir af lánum auka enn vandann og tapið. Mörg frystihúsanna eru lokuð um þessar mundir og vafasamt að þau verði opnuð á næstunni. Þannig blæðir undirstöðuatvinnu- vegunum út í kjölfar góðærisins. Fulltrúar fiskvinnslunnar hafa gengið á fund ríkis- stjórnarinnar og segja sínar farir ekki sléttar. Hingað og ekki lengra, segja þeir og engan skal undra. Ef ekki eru sköpuð skilyrði fyrir fiskvinnslufyrirtækin til áframhaldandi rekstrar er til lítils að setja kvóta og snakka um bættan þjóðarhag. Við lifum ekki lengi á loftinu. Enda þótt flestum sé ljóst að fiskvinnsla og frystingin hafa htla möguleika til uppsveiflu nema til komi breytt gengi á doharnum eru forsvarsmenn atvinnugreinar- innar ekki það glámskyggnir að einblína á gengisfeh- ingu eina og sér. Hér áður fyrr var það einföld leið og næstum sjálfvirk að feha gengið jafnskjótt og fiskvinnsl- an rétti upp htla putta. Og það jafnvel án þess að um væri beðið. En talsmenn frystihúsanna hafa síðustu dagana margítrekað að fleira megi gera til að rétta hag hennar heldur en að feha gengið með þeim hefðbundnu afleiðingum sem það hefur í fór með sér. Frystihúsa- menn hafa óskað eftir að létt verði af þeim launaskatti, þeir haldi uppsöfnuðum söluskatti svo og þeim sölu- skatti sem safnast mun á árinu. Þá hafa þeir sett fram kröfur um skuldbreytingar á lánum og fleira í þeim dúr. Víðtækra aðgerða er þörf og sýnast frystihúsamenn vera til viðtals um ráðstafanir en geta að sjálfsögðu ht- ið aðhafst án atbeina stjórnvalda. Á sama tíma og þetta gerist kveinkar fiskvinnslufólk sér undan lélegum kjörum og almennt er viðurkennt að bæta þurfi kjör þess. Fiskvinnslufólk er yfirleitt nefnt þegar talað er um að bæta hag hinna verst settu. Um þessar mundir eru forkólfar Verkamannasambandsins að efna til funda meðal fiskvinnslufólks vegna þess að það er sú lágtekjustétt sem harðast hefur orðið úti í launaskriðinu. Eða svo er sagt. Og hvort heldur það er rétt eða ekki þá bætir það ekki stöðu fiskvinnsluhús- anna eða auðveldar lausn þess mikla vanda sem við blasir þegar blásið er í herlúðra á þeim vígvelh. Það er enginn öfundsverður af að leysa úr þessum hnút, hvorki vinnuveitendur né launþegar og kannski er vandinn mestur hjá stjómvöldum, sem á endanum verða að sjá til þess að hjól framleiðslunnar haldi áfram að snúast. Unchr það skal tekið með forsætisráðherra að til hvaða ráðstafana sem gripið verður þurfi þær að faha í sama farveg á sama tímapunkti. Það er til lítils að feha gengið áður en vitað er hverjar niðurstöður fást í kjarasamningum. Sömuleiðis er harla vafasamt fyrir fiskvinnsluna beggja vegna borðsins að semja um kaup og kjör áður en vitað er um efnahagsráðstafanir ríkis- stjómarinnar. Vonandi bera menn gæfu til að finna farsæla lausn. Enn um sinn á þjóðin aht sitt undir fiskvinnslu og fryst- ingu. Henni verður að finna heilbrigðan rekstrargrund- vöh. EUert B. Schram í síðustu viku birtist Steingrímur Hermannsson á fundi framsóknar- manna í Reykjavík og flutti ógn- þrungna lýsingu á því hvernig komið væri í efnahagsmálum þjóð- arinnar. Þetta var sami Steingrím- ur og lofaði því fyrir ári að fengi Framsóknarflokkurinn brautar- gengi í kosningunum þá yrði verðbólgan komin niður fyrir 10% í upphafi ársins 1988. Niðurstaðan er hins vegar 55% verðbólga og viðbrögð Steingríms eru að hrópa til þjóðarinnar: „Róm brennur. Róm brennur. Ekki veit ég hversu lengi við þolum það.“ Þegar leiðtogar þjóða sækja lík- ingar í hinn fræga bruna Róma- borgar þá kemur flestum í hug keisarinn sem lék á fiðlu og skemmti sér meðan eldamir geis- uðu. Vissulega er eðlilegt að og fremst á herðum Steingrims Hermannssonar,“ segir greinarhöf. m.a. Iani WAMMI ■•4“ „Kom i - Hver 1 irennv kveikt IR i í? almenningur velti því nú fyrir sér hvort forsætisráðherra fráfarandi stjómar og helsti foringi núverandi ríkisstjómar, Steingrímur Her- mannsson, sé ekki sá íslenskra ráðamanna sem helst eigi heima í hinu fræga hlutverki keisarans með fiðluna. Meðan verðbólgubáhð óx stig af stigi skemmti hann sér við heimsóknir til Moskvu og Kína og leik í sjónvarpskvikmyndinni „Kletturinn í hafinu" sem Fram- sóknarflokkurinn sýndi lon og don fyrir síðustu kosningar. Slíkar samlíkingar geta vissulega verið til skemmtunar í skammdeg- inu. Þegar bál efnahagsóstjórnar æðir um þjóðfélagið þá er hins veg- ar brýnt að íeita svara við spurn- ingunum: Hvers vegna er komiö i þetta óefni? Hveijar eru orsakir vandans? Hver ber ábyrgðina? Hver kveikti í? Böndin berast að Steingími Það er ekki hægt aö saka launa- fólk um þær ófærur sem efnahags- málin eru komin í og birtast í nýrri óðaveröbólgu, hruni fastgengis- stefnunnar, brengluðum peninga- markaði, fallandi kaupmætti og aUsherjar óstöðugleika á öllum sviðum. Ríkisstjóm Steingríms Hermannssonar náði svokölluöum „þjóðarsáttarsamningum" við launafólk sem gerðir voru í trausti þess að ráðherrarnir stæðu við gef- in fyrirheit og bókuð loforð. í ræðu sinni viðurkennir Stein- grímur að skýringarnar séu fólgn- ar í þvi að ekki var gripið til aðgeröa á fyrrihluta ársins 1987, að fjárfestingar voru of miklar og sömuleiöis erlendar lántökur, að fjármagnskerfiö, sem ríkisstjóm hans kom á, „sé orðið ein ófreskja“ og þar hafi nánast allt farið á verri veg. Ræða Steingríms Hermannsson- ar var því í reynd samfelldur áfellisdómur yfir verkum hans eig- in . ríkisstjómar. Hún afhjúpaði allar blekkingar sem Framsóknar- flokkurinn flutti þjóöinni fyrir síðustu kosningar. Sjálfsagt var ræðan flutt í trausti þess að Stein- grími hefði tekist að gera „Ég var plataður“ póhtíkina að hreinni hst. Þjóðin fyrirgefl honum ahar synd- ir, umberi mistökin og blekking- amar og lofi honum aö koma sökinni yfir á samstarfsmenn sína, Þorstein Pálsson og Jón Baldvin. Sannleikurinn er nefnilega sá að ábyrgðin á hinum nýja Rómar- bruna í efnahagslífi íslendinga hvílir fyrst og fremst á herðum Steingríms Hermannssonar. Það er svo í stíl við leikhús fáránleikans að foringi þeirra sem kveiktu í telur sig nú best fallinn til að slökkva eldana. Neitaöi aðgerðum -opnaði þensiugáttir í kosningabaráttunni á Reykja- nesi frá áramótum til apríl í fyrra vakti ég hvaö eftir annað athygli á því að veröbólgan gæti faríð yflr 30% í lok ársins ef ekki yrði gripiö til aðgerða. Kjállariim Ólafur Ragnar Grímsson formaður Alþýðubandalagsins Steingrímur Hermannsson neit- aði þessu allan tímann og var mánuðum saman forsöngvari í framsóknarkómum sem í sífellu flutti þann boöskap að farsæl for- ysta Steingríms hefði tryggt að verðbólan yrði komin niður fyrir 10% í árslok. „Eins stafs tölu verð- bólgan“ var kjarninn í áróöurs- kvikmyridinni um klettinn í hafinu. Nú um áramótin viðurkennir Steingrímur að hann hafi vitað aha kosningabaráttuna að verðbólgan var að fara upp á við. Það hafi hins vegar ekki verið hægt að greina frá því eða grípa til aögeröa vegna þess „að það voru kosningar"! Þetta heitir á mæltu máh að blekkja þjóð- ina vísvitandi. Núna er Steingímur kominn í hóp þeirra sem gagnrýna offjárfestingu í stórbyggingum og verslunum og verslunarhúsnæði og miklar er- lendar lántökur einkafyrirtækja. Þegar varað var við þessari þróun á liðnu ári þá neitaði Steingrímur forsætisráðherra að hlusta á slíkar viðvaranir. Auðvitað var alltaf ljóst að bygg- ing flugstöövar, Kringlunnar, Seðlabankahússins, Holiday Inn og annarra stórhýsa á fáeinum árum og mest fyrir erlent lánsfé myndi í okkar íitla hagkerfi skapa mikla þenslu. Ríkisstjóm Steingríms Hermannssonar hleypti þessu öllu í gegn og fyrir kosningar kvartaöi Steingrimur yfir því aö Sjálfstæðis- flokkurinn mætti ekki hæla sér einn af þessum stórfjárfestingum. Þaö ætti líka að þakka Framsókn- arflokknum. Nú segir Steingrímur hins vegar að þetta hafi verið vit- lausar ofljárfestingar, eldiviður í Rómarbrunann. „Fjármagnsmarkaðurinn er ófreskja“ í ræðunni á framsóknarfundin- um varði Steingrímur miklum tíma th aö lýsa hinum miklu skelfingum sem einkenndu ástandið í peninga- málum og valdi hin stóru orðin th að lýsa fjármagnsmarkaðinum og vaxtakerfinu. Þaö var því napurt háð hjá Jóhannesi Nordal að svara því til í viðtah við DV að aht væru þetta nú verk ríkistjómar Stein- gríms Hermannssonar. Hið nýja íjármagnskerfi var nefnhega burð- arásinn í efnahagsstefnu þeirrar ríkisstjómar. Nú talar Steingrímur hins vegar eins og hann hafi ekkert vitað hvaö hans eigin ríkisstjórn var að gera. Nýja vaxtakerfiö, fjármögnunar-. fyrirtækin, erlendu lántökumar, lögin um Seðlabanka og viöskipta- banka og aðrir áberándi sýningar- gripir í búöarglugga þeirrar ríkisstjómar fyrir síöustu alþingis- kosningar era nú að dómi Stein- gríms orðin að ófreskju sem brýnt er að ráðast gegn. Hann gleymir hins vegar að geta þess að hann átti sjálfur stóran þátt í að skapa þessa ófreskju. Eiga óvitar að fara með eld- spýtur? Þessi Rómarræða Steingíms Her- mannssonar er því með dæmalaus- ustu hundakúnstum í íslenskri pólitík. Hann líkir nú afleiðingum sinnar eigin stjómar við bruna Rómaborgar. Ræðan er sjálfsagt flutt í trausti þess að endurteknar játningar í hinum fræga „Ég var plataður" sth Steingríms komi bara Framsóknarflokknum til góða. Því meiri sem mistökin séu þeim mun oftar hafi hann bara verið plataður. Þessi óvitaskapur, Steingríms Hermannssonar er hins vegar orð- inn þjóðinni dýr. Gamalt heilræði segir að óvitar eigi ekki aö fara með eldspýtur. Rómarræða Stein- gríms sannar enn á ný réttmæti þessarar viðvörunar. Þeir sem auð- velt er að plata eiga hvorki að halda á eldspýtustokknum né keyra brunábílinn. Það er því eölhegt að almenning- ur leiti nú svara við hinni knýjandi spurningu: - Ef Róm hins íslenska efnahagslífs er nú í björtu báli, hver kveikti þá í? Það væri óskandi að Steingrímur hefði manndóm til aö svara því. Ólafur Ragnar Grímsson „Það er því eðlilegt að almenningur leiti nú svara við hinni knýjandi spurn- ingu: - Ef Róm hins íslenska efnahags- lífs er nú í björtu báli, hver kveikti þá í? Það væri óskandi að Steingrímur hefði manndóm til að svara því.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.