Dagblaðið Vísir - DV - 20.01.1988, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 20.01.1988, Blaðsíða 15
MIÐVIKUDAGUR 20. JANÚAR 1988. 15 Lesendur „Áfengið herðir stöðugt tökin á okkar ráðvilltu þjóð,“ segir m.a. i bréfinu. Áfengisvandinn: Meðferð Jóhanna Eiríksdóttir skrifar: Ég vil byrja á að þakka Birgi Dýr- fjörð fyrir jómfrúrræðu hans á Alþingi sem birtist í einu dagblað- anna hinn 13. þ.m. í allri þeirri óhreinskilnu umræðu sem einkennt hefur þessi mál að undanfórnu álít ég mikinn feng að þessari ræðu því að hún var vel rökstudd og hnitmið- uð. Við þurfum að ræða þessi mál frá og málfliitningur nútímalegri sjónarmiðum. Sjónvarpsmynd á vegum Áfengis- varnaráðs á dögunum og umræðu- þátturinn á eftir, undir stjóm Ingimars Ingimarssonar, var dæmi um hvemig EKKI á að gera svona þátt. Ég heyrði nýlega mjög áheyrilegan og fróðlegan útvarpsþátt undir stjóm Ásdísar Skúladóttur um áfengis- vandamalið og böm. Þar ræddi hún m.a. við Sölvínu Konráðsdóttur sem kom inn á rannsóknarþáttinn og miðlun á þekkingu. Það hggur ljóst fyrir að stórlega- þarf að efla fræðslu og vamir gegn þeim vágesti sem áfengið er og stöð- ugt herðir tökin á okkar ráðviUtu þjóð. Stöð 2 - mikið um endursýningar Hringið r / i ei'ma X uuLLCL Björk, Syddí og fleiri áskrifendur: Ég og fleiri áskrifendur emm mjög óánægðir með dagskrána hjá ykkur á Stöð 2, að því er tekur td. til kvik- mynda, vegna þess að okkur finnst ekki sanngjamt að greiöa 1250 kr. á mánuði og hafa oft sömu myndirnar viku eftir viku. Þar af leiðandi finnst okkur sem Ríkissjónvarpið sé jafnvel orðið betra að þessu leyti því þar er síður hætta á að sjá sömu myndina oftar en einu sinni og ef það gerist- þá er það með margra mánaða millibili, jafnvel að nokkrum árum liðnum. - Gætiö að þessu, Stöðvar-menn. Patreksfirði óskar að ráða umboðsmann sem fyrst. Vinsamlegast hafið samband við afgreiðslu DV, Reykjavík, í síma 91-27022. * / ÍSLENSKAR GETRAUNIR V ■■■ íþrottamiöstööinni v/Sigtún ■ 104 Reykjavík- Island- Simi 84590 GETRAUNAVINNINGAR! 20. LEIKVIKA - 16. JANÚAR 1988 VINNINGSRÖÐ: 11 2—X 21 — X 21 — 1 11 1. VINNINGUR: 12 RÉTTIR, kr. 2.581.155,- 42696(4/11) 2. VINNINGUR: 11 RÉTTIR, kr. 25.482,- 40507 43174 50110 97437 126469 232213 239249 40692* 48266 50119 97752 126668 235942 239415 40773 48635 51094 125310+ 227442+ 238149 T00853 43114 48637 95676 125443 227750+ 238633 T00891 Kærufrestur er til mánudagsins 08.02.88 kl. 12.00 á hádegi. BÍLA-HAPPDRÆTTI HANDKNATTLEIKSSAMBANDS ÍSLANDS 18. janúar 1988 var dregið um 35 bila í bílahapp- drætti Handknattleikssambands íslands. 10 SUZUKI F0X K0MU UPP Á EFTIRTALIN NUMER: 89541 94609 147592 175495 187586 91279 102719 174321 186446 189050 25 SUZUKI SWIFT KOMU UPP Á EFTIRTALIN NÚMER: 4985 33018 60784 88798 133972 5170 39992 67443 107301 164322 10945 41332 70083 111307 174610 11836 53484 70667 118685 183322 31836 56388 76644 128889 183663 Handknattleikssamband Islands þakkar þér góðan stuðning við landslið okkar. Ljósritunarþjónusta: Líkafyriraust- an Elliðaámar Tulin Johansen hringdi: Ég hringi vegna lesendabréfs í DV fyrir stuttu þar sem kvartaö var yfir því að ekki fyndist nein ljósritunar- þjónusta í verslunar- og viðskipta- hverfum fyrir innan Elliðaár. Ég vil upplýsa að í Bóka- og rit- fangahúsinu að Gerðubergi 1 er þessi þjónusta veitt. Einnig er hægt að panta þessa þjónustu fyrirfram ef t.d. menn þurfa að fá fleiri en eitt eða tvö stykki ljósrituð. Síminn hjá þjón- ustunni er 79011. Happdrættin: Of háar vinn- ingsupphæðir Guðlaug Aðalsteinsdóttir hringdi: Ég er fyllilega sammála þeim er skrifaði lesendabréf í DV um að vinn- ingsupphæðir í happdrættunum væru cdlt of háar. Ég myndi t.d. vilja sjá fleiri vinninga. Ég tel að hæsti vinningur ætti ekki að fara fram úr 500 þúsund krónum. Ég er þess fuflviss að þetta er skoð- un mun fleiri en komið hqfur fram. Með þessu móti yrðu mun fleiri að- njótandi þess að fá einhvern vinning í hvert skipti en upphæðimar kæmu sér vel engu að síður. BÍLA MARKADUR ...á fullri ferd Á bllafnarkaði DV á laugardögum, auglýsa fjöldi bílasala og bílaumboóa fjölbreytt úrval bfla af öllum gerðum og I öllum verðflokkum. AUGLÝSENDUR ATHUGIÐ! Auglýsingar I bílakálf þurfa aö berast í slðasta lagi fyrir kl. 17:00 fimmtudaga. Smáauglýsingar I helgar- blað þurfa aó berast fyrir kl. 17:00 föstudaga. Síminn er 27022 BLAÐAUKI ALLA LAUGARDAGA

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.