Dagblaðið Vísir - DV - 29.01.1988, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 29.01.1988, Blaðsíða 2
2 FÖSTUDAGUR 29. JANOAR 1988. Fréttir . Skákeinvígiti í Saint John: Eg hef aldrei séð neitt þessu líkt - sagði stórmeistarinn Raymond Keene þegar Kortsnoj féll á tíma með tapaða stöðu Siguidór Sigurdóissan, DV, Kanada: „Hver hefði trúað þessu. Jóhann er stórkostlegur, hann er að verða sá besti. Ég hef aldrei séð neitt þessu líkt,“ sagði enski stórmeistarinn Ra- ymond Keene í samtah við DV í gærkvöld þegar þeir Jóhann og Kortsnoj stálu enn einu sinni sen- unni í skákeinvígjunum í Saint John. Þeir lentu báðir í æðisgengnu tíma- hraki og skákinni lauk með því að Kortsnoj féll á tíma með tapaða stöðu. Nú þarf Jóhann aðeins hálfan vinning úr tveimur síðustu skákun- um til að vinna einvígið. Jóhann orðinn einn af átta Sigurdór Sigurdórsscm, DV, Kanada: „Hefurðu gert þér grein fyrir því að Jóhann er orðinn svo til öruggur um að komast í átta manna einvígín um að skora á Kasparov? Ég held að hann eigi ásamt Short og Karpov mesta möguleika á að komast í að skora á Kasparov," sagði ungverski stórmeistarinn Adorjan í samtali við DV í gær. Það er einmitt þessi staða sem upp er kominn. Jóhann er svo til öruggur um að komast í átta manna einvígin um áskorendaréttinn. Short, Ju- supov og Spelmann virðast einnig öruggir um að komast áfram, en hverjir fleiri fylgja þeim ásamt Karpov fæst úr skorið um helgina. „Jóhann kom ágætlega út úr byrj- uninni en tefldi veikt í miðtaflinu, síðan tefldi hann vörnina eins og snilhngur,“ sagði hollenski stór- meistarinn Ree eftir að skákinni lauk. Bandaríski skákmaðurinn og fréttamaðurinn Goodmann sagði Jó- hann hafa haft þægilegri stöðu allan tímann og þegar skákinni lauk stökk hann á fætur og fagnaði, ekki ósvipað og menn gera á boltaleikjum. Það má eiginlega segja að allt hafi verið orðið vitlaust í fréttamanna- herberginu undir lok skákar þeirra Jóhanns og Kortsnoj. „Ég hefði ekki trúað því að Jóhann næði að leggja Úrslit í gærkveldi Sigurdór Sigurdóissan, DV, Kanada: v Úrslit í einvígjunum sjö í gær- kveldi urðu sem hér segir og staðan í hveiju fyrir sig fylgir í sviga: Sokolov-Spraggett jafntefh (2,5-1,5) Yusupov-Ehlvest biðskák (2,5-0,5) Kortsnoi-Jóhann 0-1 (1-3) Short-Sax jafntefh (3-1) Timman-Salov biðskák (1,5-1,5) Portisch-Vaganian jafntefh (2,5-1,5) Seiravan-Speelman jafntefh (1-3) í dag er frídagur hjá skákmönn- unum en á morgun, laugardag, verður 5. umferð tefld og þá þarf Jóhann aðeins jafntefli til að tryggja sér sigur í einvíginu við Kortsnoj en menn skulu athuga það að hann er aldrei unninn fyr- irfram. karlinn með svörtu," sagði Vlastimir Hort við tíöindamann DV, en hann brosti út aö eyrum þegar skáklokin lágu fyrir, enda íslandsvinur, Hort. Svo mikhl var spenningurinn að starfsfólkið, sem yfirhöfuð kann ekki mannganginn, var komið í kringum sjónvarpsskerminn sem sýndi skák Jóhanns og Kortsnoj og spurði blaða- menn og skáksérfræðinga hvort „íslendingurinn ungi“ væri ekki að vinna og síðan var hrópað bravó þeg- ar úrshtin lágu fyrir. Undirritaður hefur fylgst með mörgum skákmótum en ég minnist þess ekki að hafa upplifað neitt því Sigurdór Sigiiidóissan, DV, Kanada: „Þetta er óviðjafnanlegt. Drengur- inn er stórkostlegur, ég verð að játa aö ég er orðlaus yfir þessum sigri,“ sagði Þráinn Guðmundsson, formað- ur Skáksambands íslands, eftir að sigur Jóhanns var í höfn í gær. „Þetta er glæsUegt, svona á að gera Sigurdór Sigurdórsson, DV, Kanada: „Þið getið svo sannarlega verið stoltir íslendingar af Jóhanni Hjart- arsyni, hann er aö verða sá besti, ég vUdi ekki þurfa að tefla einvigi við hann,“ sagði kanadíski stórmeistar- inn Spraggett sem hér teflir einvígi líkt sem átti sér stað síðustu mínút- um skákarinnar í gærkvöld. Tíma- hrakið var mikið, Kortsnoj var iðandi í sæti sínu en Jóhann eins rólegur og í stofimni heima hjá sér. Það varð mikiU fögnuður meðal okkar íslendinganna þegar skákinni lauk, menn voru brosandi og sæhr líkt og böm fyrir fram jólatré og ósk- uðu hverjir öðrum tU hamingju með þennan glæsUega sigur Jóhanns sem nú hefur tveggja vinninga forskot á Kortsnoj og aðeins tvær skákir eft- ir. þetta,“ sagði Margeir Pétursson, að- stoðarmaður Jóhanns, þegar tíöinda- maður DV mætti honum skælbros- andi í skáksalnum að tafllokum. Og fleiri höfðu svipuð orð. Helgi Ólafs- son sagðist aldrei hafa séð annað eins og lokamínútur skákarinnar og sama sagði stórmeistarinn Adoijan. við Sovétmanninn Sokolov þegar tíð- indamaður DV hitti hann að máli eftir einvígin í gærkveldi. Spraggett sagðist að vísu hafa þekkt vel tíl Jóhanns en sagðist ekki hafa trúað að hann væri orðinn svo fimasterkur sem raun ber vitni. SSgordór Sgurdórtocm, DV, Kanada: Um leið og skák þeirra Jóhanns og Kortsnojs lauk tók Kortsnoj í hönd Jóhanns en stmnsaði síðan í burtu út í sal. Eftir nokkrar mínútur kom hann til eiginkonu sinnar, Petra, og aðstoðarmanns- ins, Gurevich, sem sátu döpur og niöurlút í sætum sinum. Kortsnoj hafði ekki undirritað skorblaðiö, það er blaðið sem leikir keppenda era skráðir á. Eftir aö Kortsnoj haföi setið nokkrar mínútur við hhð Petra, heldur dapur á svip, kom starfs- maður með skorblaðiö og bað hann aö undirrita. KortSnoj leit ekki viö manninum góða stund, hrifsaöi svo aht í einu af honum blaðið, ritaði nafn sitt undir og rétti manninum án þess aö þakka fyrir sig. Það er greinilegt að mótlætið í skáktmum fær iqjög á Kortsnoj og Petra sem ef til vih er ekki skrýtiö, en þau geta ómögulega leynt gremju sinnL agurdór Sgurdórsson, DV, Kanada: Þegar þessi frétt er skrifuð era liðnir tæpir tveir tímar fiá því að skák Jóhanns og Kortsnojs lauk. Kortsnoj og kona hans, Petra, silja enn í skáksalnum og Kortsnoj starir á skákskerminn þar sem lokastaða skákarinnar blasir við. Það er ekki hægt annað en að vorkenna Kortsnoj eins og útht hans og líðan er þessa stundina. Þessi fyrrum næststerkasti skák- maður heims horfir fram á tap fyrir Jóhanni Hjartarsyni og verður aö sætta sig við þá stað- reynd að kynslóðaskipti era að eiga sér stað í skákinni. Ég er orðlaus yfir þessum sigri Þið gerið verið sfoltir af Jóhanni Jóhann tefldi frábærlega í tímahrakinu - Kortsnoj réð ekki við vandamálin og féll á tíma í 35. leik Eftir fjórðu umferð áskorenda- einvígjanna sem tefld var í gær efast enginn um það að Jóhann Hjartarson er kominn í hóp allra bestu skákmanna heims. Hand- ‘ bragð hans í skákinni við Kortsnoj var slíkt að ætla mætti aö Jóhann væri þessi leikreyndi refur sem ah- ir tala um en Kortsnoj íslendingur- inn óþekkti. í stað þess að pakka í vöm lagði Jóhann svo erfið vanda- mál fyrir áskorandann fyrrverandi að hann náði ekki að leysa þau á thskildum tíma. Kortsnoj átti enn eftir að leika fimm leiki er hann féh á tíma. Þá var hann með gjörtapaða stöðu eftír að hafa lagt upp í sókn sem geigaði gegn ör- uggri taflmennsku Jóhanns. Þetta var stórkostlegur sigur sem verður lengi í minnum hafður. Jó- hann hefur hlotið 3 vinninga gegn 1 vinningi Kortsnojs. Honum nægir jafntefh í næstsíðustu skákinni sem tefld verður annað kvöld til að sigra í einvíginu. Fyrirfram átti enginn von á þessari stöðu. Samt er langt frá því að einhver heppnis- bragur sé á árangri Jóhanns. Hann hefur einfaldlega teflt mun betur en Kortsnoj og virðist einnig hafa komið ákveðnari og betur undirbú- inn tíl leiks. Jóhann jafnaði taflið eftir byijun- ina að því er hermt var. Þó átti hann eilítið þrengri stöðu og útht var fyrir að Kortsnoj gæti reynt að angra hann. í stað þess að fara í mannakaup og létta á stöðu sinni tók Jóhann örlagaríka ákvörðun sem hann fór með drottningu sína út á kant. íslendingunum á móts- stað leyst ekki á blikuna enda var ekki ljóst hvað fyrir Jóhanni vakti. Kortsnoj vissi greinilega heldur ekki hvað var á seyði. Hann var kominn í tímahrak og á síðustu mínútunum fórnaði hann skipta- mun. Öflugur milhleikur Jóhanns kom honum í opna skjöldu. Samt var ekki ljóst hvað var að gerast fyrr en við 35. leik. Þá hafði Jó- hanni tekist meö hámákvæmri vöm að bægja hættunni frá og stóð uppi með unnið tafl er Kortsnoj féh á tíma. Enn stal Jóhann senunni í Saint John en vonandi hættir Kortsnoj þó ekki *að tefla eftir þetta reiðar- slag. Hvítt: Viktor Kortsnoj Svart: Jóhann Hjartarson Enskur leikur 1. Rf3 RfB 2. c4 b6 3. g3 c5 4. Bg2 Bb7 5. 0-0 e6 6. Rc3 Be7 7. d4 cxd4 8. Dxd4 d6 9. Be3 Jóhann beitir svonefndu „brodd- galtarafbrigði“ af enska leiknum sem hann hafði sérstaklega undir- búið fyrir einvígið. Hann eyddi aðeins 3 mínútum á fyrstu átta leik- ina en Kortsnoj fór sér mun hægar. Síðasti leikur hans er einkennheg- ur en þó mun áþekk hugmynd hafa sést áður í skákum hans. 9. - 0-0 10. Hadl Rbd7 11. Rb5 Varla sterkur leikur því að svart- ur fær nú óáreittur að leika d6-d5 sem oft reynist honum erfitt í þessu afbrigði. Byijunartaflmennska Kortsnojs vekur furðu ef staðan í einvlginu er höfð í huga. 11. - d5 12. Bf4 Bc5 13. Dd3 dxc4 14. Dxc4 a6 Hrekur riddarann af höndum sér. Svariö viö 15. Rd6 yrði 15. - Bd5 og ekki er Ijóst hvað riddarinn er að þvælast. 15. Rc3 b5 16. Dd3 Db6 17. Rg5 Bxg2 18. Kxg2 Had8! Öruggasti og besti leikurinn. Eft- ir 18. - Hfd8 leikur hvítur ekki 19. Rce4? vegna 19. - h6! og Rg5 veröur aö hrökklast til baka, heldur 19. Df3 og nú gæti svartur fahiö í gildra: 19. - h6? 20. Rxí7! Kxf7 21. Hxd7+! og ef 21. - Hxd7 þá 22. Dxa8, eöa 21. - Rxd7 22. Bc7 (fráskák) og vinnur. Einnig er 18. - b4?! 19. Rce4 ekki næghega gott. Þá er 19. - h6?! svarað með 20. Rh7! og hvítur nær betri stöðu. 19. Rge4 Be7 20. Df3 Flestir áttunú von á uppskiptum á e4 sem gefa stöðunni jafntefhslegt yfirbragð þótt hvítur eigi hugsan- lega einhveija möguleika á frum- kvæöi. Jóhann finnur magnaða leið sem hleypir miklu hfi 1 tafhð. Með því tekur hann áhættu sem telst varla nauðsynlegt eins og staðan er í einvtginu en það er eins og hann sé að tefla upp á tímahrak Kortsnojs. 20. - Da5!? 21. Rd6 Db4! 22. Hd2 e5 23. a3 Db3 Kortsnoj átti nú aðeins 8 mínútur eftir en Jóhann 24 mínútur. Staðan hefur gjörbreytt um svip í fáum leikjum. Nú er 24. Rf5 mögulegt en svartur svarar trúlega með 24. - De6 og hefur þá komið drottningu sinni á góðan reit. Kortsnoj ákveð- ur að fóma peði. 24. Bg5 Bxd6 25. Hxd6 Dxb2 Jóhann hugsaöi lengi um tvo síð- ustu leiki sína. Hann ákveður að þiggja peðsfómina. Ljóst er þó að Kortsnoj getur náð peðinu aftur með 26. Hxa6 eða reynt að þrýsta á stöðu Jóhanns með 26. Hfdl. Leiðin sem hann velur virðist afar hættu- leg. 26. BxfB RxfB 27. HxfB?! 27. - e4!! Ef hins vegar 27. - gxfB 28. Re4 æth hvítur hættulega sókn. Með þessum snjalla millileik opnar Jó- hann drottningu sinni leið í vöm- ina. Skák Jón L. Árnason 28. Rxe4 gxf6 29. RxflB+ Kg7 30. Rd7 Hfe8 Eftir 30. - Hxd7 31. Dg4+ nær hvítur höi sínu til baka. 31. Hdl Kh8 32. Df4 Hxe2!? 33. Hd4! f5! Annar frábær vamarleikur. Með næsta leik reynir Kortsnoj að losa um drottningu sína sem er nú bundin við að valda f2. 34. Kh3 He7! 35. Dd6? - Og Kortsnoj féh á tíma um leiö. Jóhann vinnur létt eftir 35. - Hdxd7 36. DÍ6+ Kg8, því að hvorki gengur 37. Hg4 vegna 37. - fxg4 (með skák!) né 37. Dg5+ Hg7. - Lokastaðan. -JLÁ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.