Dagblaðið Vísir - DV - 29.01.1988, Blaðsíða 9
FÖSTUDAGUR 29. JANÚAR 1988.
9
Utlönd
Arabískir fangar í ísraelsku fangelsi á Gaza-svæðinu.
Símamynd Reuter
Sáttahönd á
eftir járnhnefa
ísraelsk stjómvöld tilkynntu í
gær um nýjar aðgerðir til þess að
friða Palestínumenn á herteknu
svæðimum. Með þessum aðgerðum
vilja ísraelar rétta fram sáttahönd
eftir að hafa beitt Palestínumenn-
ina jámhnefa um nokkurra
mánaða skeið.
Yitzhak Rabin, varnarmálaráð-
herra ísraels, skýrði frá því í gær
að fjölgað yrði þeim jórdönsku rík-
isborgurum sem fengju heimild-til
að sameinast ættingjum sínum á
Vesturbakkanum.
Þá undirritaði yfirmaöur svæðis-
stjórnarinnar á Vesturbakkanum
byggingarheimildir fyrir um fimm
hundruð íbúa svæðisins. Þessir
íbúar hafa undanfarið reynt að fá
heimild til að endurbyggja heimili
sín en árangurslaust til þessa.
ísraelar hafa undanfarið beitt
svonefndri jámhnefastefnu gegn
palestínskum íbúum herteknu
svæöanna. í stefnu þessari felst
kerfisbundin beiting aflsmunar og
barsmíða til þess að draga úr óeirð-
um Palestínumanna á svæðunum.
ísraelskir hermenn hafa fellt þijá-
tíu og níu Palestínumenn og sært
að minnsta kosti sjö hundmð frá
því óeirðirnar hófust þann 9. des-
ember síðastliðinn.
ísraelski herinn hefur sent frá sér
skýrslu sem byggð er á yfirheyrsl-
um yfir Palestínumönnum sem
handteknir hafa verið i óeirðunum.
Segir í skýrslunni að meginorsakir
óeirðanna séu erfið lífsskilyrði á
herteknu svæðunum og höft þau
sem ísraelska hemámsliðiö leggur
á íbúa þar.
Þessar nýju aðgerðir, sem til-
kynnt var um í gær, eiga að draga
úr erfiöleikum Palestínumanna á
herteknu svæðunum.
Nauðungaruppboð
/annað og síðara, sem auglýst var i 82., 84. og 88. tbl. Lögbirtingablaðsins
1987 á fasteigninni Borgarbraut 7, Borgarnesi, þinglýstri eign Blængs Al-
freðssonar, fer fram að kröfu Iðnaðarbanka Islands og Veðdeildar Lands-
banka Islands á skrifstofu embættisins fimmtudaginn 4. feb. 1988 kl. 11.
Sýslumaður Mýra- og Borgarfjarðarsýslu
ííiíí&y.:?;::.
G LÆSIBÆ
Fæst í nýrri
fatadeild í
SS-búðinni
Glæsibæ.
' |
Bama
vindjakki
Efni:
35% bómull
65% polyester
Litir:
rauður
blár
Ijósgrænn
hvítur loðkragi
Stærðir:
120-170
Verð:
1.950.-
Kosn-
inga-
óeirðir
a
Indlandi
Stjórnin í Nýju Delhi á Indlandi
skipaði í gær her landsins að loka
landamærunum að Bangladesh til
þess að koma í veg fyrir að skærulið-
ar létu til sín taka í fylkisþingkosn-
ingunum sem fram eiga að fara í
Tripura á mánudag.
Gandhi forsætisráöherra gaf hern-
um þessa fyrirskipun þrátt fyrir
andstöðu leiðtoga fylkisstjómarinn-
ar, vinstri mannsins Chakraborty.
Hann er orðinn áttatíu og tveggja ára
gamall og er þetta líklega síðasta
kosningabaráttan hans.
Tólf ára stúlka var í gær myrt í
þorpi af skæruliðum og tveir stuðn-
ingsmanna Gandhis og tveir stuðn-
ingsmanna Chakrabortys féllu í
átökum í gær. Verkamaður úr röðum
kommúnista lést af völdum sprengju.
Neyðarástandi hefur verið lýst yfir í
hluta fylkisins.
Kosningar í Tripura em mjög mik-
ilvægar fyrir Gandhi sem gengið
hefur illa að undanförnu. Ýmis
hneykslismál á fyrra ári urðu einnig
til að veikja stöðu hans.
Bestu kjör
á íslandi ?
ENGIN ÚTBORGUN - ENGIR VEXTIR
Nú býðurVörumarkaðurinn
ný og betri greiðslukjör
Eftirtaldar hágæðavörur getur þú greitt með
4 greiðslum á Visa eða Eurocard greiðslukortum
á venjulegu afborgunarverði ÁN VAXTA
m
Electrolux
FUNAI
FUNAI
RYKSUGUR
VIDEO
GEISLASPILARA
SJÓNVÖRP
ÞVOTTAVÉLAR
BETRI KJÖR BJÓÐAST EKKI
TILBOÐ GILDIR TIL 20. FEBRÚAR. TILBOÐ ER HÁÐ PVl AÐ GILDISTlMI KORTA SÉ LENGRI EN GREIÐSLUTIMI.
KRINGLUNNIS. 685440'