Dagblaðið Vísir - DV - 29.01.1988, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 29.01.1988, Blaðsíða 14
14 FÖSTUDAGUR 29. JANÚAR 1988. £rjálst,óháð dagblaö Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaöur og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÖLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJANSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoöarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PALL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11, SlMI 27022 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJALSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 600 kr. Verð I lausasölu virka daga 60 kr. - Helgarblað 75 kr. Verðug viðmiðun Vestfjarðasamningarnir eru verðug viðmiðun fyrir væntanlega kjarasamninga. Landsmenn verða að hugsa sinn gang. Framundan eru að líkindum minnkandi tekj- ur þjóðarinnar í heild. Við höfum átt góð síðustu ár og kjör stórbatnað hjá þorra launafólks. Nú þarf að hægja ferðina. í framhaldi af samningunum á Vestfjörðum þurfa forystumenn launafólks að svara grundvallar- spurningum. Er ætlunin að stefna að miklum kaup- hækkunum og knýja þær fram með verkfóllum eða vilja menn fylgja grunntón Vestfirðinga og fara hófsamlegri leið? Vilja menn taka undir kröfur fiskvinnslufólks um bætt kjör umfram aðra? Fari launamenn leið mikilla kauphækkana, blasir aðeins við meiri verðbólga og meiri gengislækkun en ella. Þetta gerist, vegna þess að heildin hefur úr minna að spila, þegar þjóðartekjur lækka. Með þvi móti lækkar kaupmáttur launa. í mik- illi verðbólgu hækka vextir enn. Líf margra verður þungbærara, verði þessi leið farin. Fyrir þorra launþega er bezt að fara leið tiltölulega lítilla kauphækkana, sem þá yllu lítilli verðbólgu. Við getum almennt ekki gert ráð fyrir, að kaupmáttur vaxi enn. Þó mætti nú fylgja í fótspor Vestfirðinga og bæta kjör fiskvinnslufólks. Vestfirðingámir gera ráð fyrir um þrettán prósent kauphækkun á árinu. Þeir búast við sigi gengisins og verðbólgu, sem verði á árinu svipuð og kauphækkanirn- ar, sem þeir sömdu um. En í Vestfjarðasamningunum eru sérstök ákvæði um hlutaskipti fiskvinnslufólks, sem ættu að gera því kleift að bæta kjör sín, ef vel gengur. Engin leið er að fullyrða, hve mikið. Því hefur sérstaklega verið tekið tillit til fiskvinnslu- fólks í Vestfjarðasamningunum. Þetta þarf að gerast annars staðar. En ekki má í samningunum gleyma öðr- um hópum, sem verðskulda sérlega bætt kjör. Þar má nefna þorra afgreiðslufólks í verzlunum og þorra al- menns iðnverkafólks. Kjarasamningarnir mega ekki rífa upp kjörin umfram getu þjóðarbúsins, en tækifæri er til að veita þeim hækkun öðrum fremur, sem dregizt hafa aftur úr síðustu ár. Til þess verða aðrir að fórna. Ríkisstjórnin ætlar að teygja sig til að styrkja fisk- vinnsluna. Talað er um endurgreiðslu söluskatts í þeirri grein og skuldbreytingu með lengingu lána. Sumar greinar eru aðkrepptar vegna þróunar gengisins. Fryst- ingin er rekin með vaxandi tapi. Þegar litið er til kjarasamninga, virðist ljóst, að nokkurra prósenta geng- isfelling hlýtur nánast að verða á árinu. Því fylgir tilheyrandi verðbólga. VestQarðasamningarnir taka nokkurt tillit til komandi gengislækkunar. Ríkisstjórnin á leikinn. Hún þarf að byggja á Vest- fj arðasamningunum um hófsamlega hækkun launa. Jafnframt þurfa launamenn að viðurkenna, að fisk- vinnslufólk þarf að fá meira en flestir aðrir til að bæta misrétti síðustu ára. í þessu ljósi ber að fagna Vest- fjarðasamningunum og vona, að það frumkvæði verði ekki brotið niður. Launþegar almennt eiga ekki á kost að bæta kjör sín enn í bih. Þeir verða að sætta sig við að bíða betri tíma. Þeir tapa aðeins, ef æsingamenn í verkalýðshreyfingu efja þeim út í vinnudeilur, þar sem kauphækkanir brenna síðan á báli verðbólgu. Mikinn lærdóm má draga af Vestfjarðasamningun- um. Haukur Helgason Um 2300 manns hafa sótt námskeið i Sæbjörgu og vítt og breitt um landið. Ovyggismál sjómanna: Á merkum tímamótum Allir vita að sjómannsstarfið er eitt það hættulegasta og erfiðasta sem stundað er á íslandi. Á hverju ári verða mörg alvarleg slys og menn spyrja í sífellu af hveiju. Hvað skeði og hvemig getur slíkt Kjallariim Þór Magnússon erindreki SVFÍ gerst? Hvað er til ráða? Ýmislegt er gert til að koma í veg.fyrir slys- in, t.d. rannsóknir á orsökum, reglugerðir um skip, búnað og rétt- indi, áróður og tilkynningar, öryggisfræðsla og þjálfun. Samt sem áður dugir það ekki tíl. Skip stranda, brenna, sökkva í illviðrum og blíðviöri. Sjómenn farást bæði á rúmsjó og í höfnum og margir slas- ast við sín daglegu störf. Þegar farið er að kanna hvað veldur öllu þessu komum við alltaf beint eða óbeint að mannlega þættinum. Besta slysavörnin Það er hægt að fylia öll skip af alls kyns björgunarbúnaði og tækj- irni, gera meiri og flóknari rann- sóknir, setja strangari reglur um skip og siglíngar þeirra, fjölga þyrl- um og hraðskreiöum björgunar- bátum við strendur landsins en ekkert af þessu kemur í veg fyrir aö slys verði. Sú hugarfarsbreyt- ing, sem er að verða hjá sjómönn- um um eigið öryggi, er besta slysavörnin. Fyrir nokkrum árum var oft gert grín að sjómönnum sem létu sig varða öryggismál skips og áhafnar. í dag hlýtur slíkt að teljast til undantekninga. Skipstjóri ber ábyrgð á skipi sínu og skipshöfn. Hann á heimtingu á að fá frá skipveijum allar upplýs- ingar sem geta varðað öryggi skips og áhafnar. Honum ber einnig skylda til að sjá um að eftirlit sé í lagi og að lagfæringar séu gerðar svo fljótt sem auöið er. Skipstjóri, sem ræðir fordómalaust við áhöfn sína um öryggismál skipsins, hlýt- ur að njóta trausts og virðingar. Það er vafalaust kappsmál hverrar útgerðar að halda í starfsmenn sína og skip og gera það sem hægt er til að koma í veg fyrir slys og óhöpp. Þess vegna væri eðlilegt aö útgerð- armenn héldu reglulega fundi með áhöfnum sínum til að fjalla um þessi mál og framkvæma í fram- haldi af því, það skilar sér í betra skipi með ánægðum mönnum. Mikil breyting Siglingamálastofnun ríkisins þarf að taka upp markvissara eftir- lit með ýmsum atriöum sem varða öryggi skipa og áhafna þeirra, til dæmis með eldvarna- og slökkvi- búnaði, neyðarútgöngum og undankomuleiðum, staösetningu toggálga og blakka, breytingum á skipum og stöðugleika. Þá þarf að bæta merkingar á hylkjum björg- unarbáta vegna mismunandi losunar bátanna. Einnig þarf stofn- unin að beita sér fyrir því að sjálf- virkir neyðarsendar verði settir sem fyrst í öll íslensk skip. Skyndi- skoðanir skipaeftirlitsmanna hafa gefið góðan árangur og þarf aö fjölga þeim verulega. Yfirvöld verða að gæta þess að fiskveiðistefnan verði ekki til þess að eigendur smærri báta freistist til að róa í vafasömum veðrum. Eins og áður sagði hefur orðið mikil breyting á sl. árum í öryggis- málum sjómanna. Frá því að Slýsavamaskóli sjómanna tók til starfa og til dagsins í dag hafa um 2300 manns sótt námskeið í Sæ- björgu og vítt og breitt um landið. Slysavamafélag íslands er að vinna stórvirki við uppbyggingu Slysavamaskólans og um leiö eitt mikilvægasta björgunarstarf í ís- lenskri sjóferðasögu. Það færi vel á því nú á þessu ári, þegar Slysavamafélag íslands er 60 ára og sjómannadagurinn verð- ur haldinn hátíðlegur í fimmtug- asta sinn, að ráðamenn þjóöarinn- ar tækju höndum saman og legðu varanlegan grunn að uppbyggingu og rekstri Slysavamaskóla sjó- manna. Þannig gætum við þakkað sjómönnum okkar fyrir þeirra þátt í velmegun þjóðarinnar. Fljótvirkari tilkynningaskylda Tilkynningaskylda íslenskra skipa tók til starfa í maí 1968 og 13. maí 1977 voru lögin um fram- kvæmd hennar samþykkt á Al- þingi. Sámkvæmt þeim em öll íslensk skip, sem búin eru talstöð, tilkynningaskyld, önnur en varð- skip. Tilkynningaskyldan er starfrækt til öryggis fyrir sjófarendur og sem upplýsingaþjónusta fyrir aðstand- endur sjómanna og útgerðarmenn og er spjaldskrá hennar óyggjandi heimild um úthaldsdaga skipanna sem oft hefur gagnað bæði sjó- mönnum og útgerðarmönnum vel. Því meiri nákvæmni sem gætir í mætingum og tilkynningum skip- anna því betur nær tilkynninga- skyldan tilgangi sínum. Skipstjóm- armenn, sendið ávallt tilkynningar í byijun hvers skyldutíma og gleymið aldrei brottfarar- eöa komutímanum. Nú er senn lokið við að tölvuvæða Tilkynningaskylduna sem gerir haiia að enn fljótvirkara og örugg- ara stjórnúnartæki við leitar- og björgunarstörf. Jafnframt þarf sem nákvæmastar tilkynningar til strandstöðvanna hveiju sinni. Skipstjómarmenn, sinnið hlust- vörslu af kostgæfni. Sjómenn: Ykkar árvekni - ykkar öryggi. Þór Magnússon „Siglingamálastofnun ríkisins þarf að taka upp markvissara eftirlit með ýms- um atriðum sem varða öryggi skipa og áhafna þeirra.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.