Dagblaðið Vísir - DV - 29.01.1988, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 29.01.1988, Blaðsíða 3
FÖSTUDAGUR 29: JANÚAR 1988. 3 Fréttir Olís áætlar að byggja nýja þjónustustöð á Klöpp. Heilbrigðisráð Reykjavík- ur hefur samþykkt undanþágu til handa Olís um frágang oliugeyma sem grafnir verða i jörðu. DV-mynd KAE Olís fékk undanþágu heilbrigðisráðs: Nýjung í frágangi olíugeyma í jörðu Heilbrigðisráð Reykjavíkur hefur veitt Olís undanþágu frá heilbrigðis- reglugerð um frágang olíugeyma sem grafnir eru í jörðu. Samkvæmt reglugerð er skylt að steypa þró utan um geyma sem hafðir eru neðanjarð- ar. Olis hefur fengið heimild til að setja klæðningu úr plasti utan um geyma sem settir verða í jörðu við nýja afgreiðslu sem reist verður á Klöpp við Skúlagötu. Árni Sigfússon borgarfulltrúi, sem á sæti í heilbrigðisráði, sagði að und- anþágan hefði verið veitt, enda myndi Heilbrigðiseftirlitið fylgjast grannt með framkvæmdum og hugs- anlegri mengun af völdum geym- anna. Frágangur sem þessi er nýjung. Það var samdóma álit starfsmanna Heilbrigöiseftirlitsins að þessi nýja útfærsla væri framför frá því sem verið hefði. Hugmyndin er komin frá starfsmönnum Ohs en plastdúkur- inn er keyptur erlendis frá. Heilbrigðiseftirliti er gert að fylgj- ast vel með niðursetningu geym- anna. Einnig verður klæðningin lekaprófuð og samráð skal haft við Heilbrigðiseftirlitið varðandi pró- fanir og meðferð geymanna. í samþykkt heilbrigðisráðs segir: „Be- rist Heilbrigðiseftirlitinu um þaö upplýsingar að umrædd klæðning sé lakari lausn en þró eða sé á einhvem hátt ótrygg skulu tankamir grafnir upp og mengunarvarnir bættar." -sme Sjö keppa um titil- inn herra ísland Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri: Nú hafa verið valdir keppendur í keppni um titilinn herra ísland sem fram fer í veitingahúsinu Zebra á Akureyri 13. febrúar. Keppendur verða 7 talsins og em fjórir þeirra frá Akureyri og þrír frá Reykjavík. Keppendumir em þessir: Einar Karlsson, 18 ára Akureyring- ur. Hann stundar nám í Menntaskól- anum á Akureyri og helstu áhugamál em badminton, körfubolti og skíði. Arnór Diegó, 18 ára Reykvíkingur. Hann stundar nám við Fjölbrauta- skólann í Breiðholti og áhugamálin eru dans og líkamsrækt. ívar Hauksson, 24 ára Reykviking- ur. Hann vinnur á tæknideild Morgunblaðsins og áhugamálin eru golf, karate og vaxtarrækt. Hermann Jónsson, 17 ára Akur- eyringur. Hann er símasmiður og áhugamálin em bílar, lyftingar, vél- sleðar og konur. Hallgrímur Óskarsson, 20 ára Ak- ureyringur, nemandi í Menntaskól- anum á Akureyri. Áhugamál hans em tónlist, stjórnmál, námið, félags- störf og mannleg samskipti. Hlynur Jónsson, 20 ára Akur- eyringur sem starfar á veitinga- staðnum Uppanum. Áhugamál hans em íþróttir og skemmtanir. Edvin Árnason, 22 ára afgreiðslu- maður frá Reykjavík. Dómnefnd keppninnar hefur þegar veriö skipuð og em í henni Anna Margrét Jónsdóttir, ungfrú ísland 1987, Birna Friðriksdóttir snyrti- fræðingur, Kristjana Geirsdóttir veitingamaður, Ragnar Sverrisson verslunarmaður og Kristján Kristj- ánsson veitingamaður. Kynnir keppninnar verður Bryn1 dís Schram og hljómsveitin Model skemmtir. Herramennirnir sem keppa munu koma fram í sundskýl- um og samkvæmisklæðnaði og verður sigurvegarinn krýndur silf- urslegnum pípuhatti auk þess sem hann og hinir keppendur fá ýmis verðlaun. Pilsner og malt í V2 lítra dósum á stórlækkuðu verði Gerið verðsamanburð "■•*»»** j \ V | f®/ ^ ^ ■ %■ I'm o M / -\ * 1 íjWfw » / ,, i /‘y.íA '&%* -s *k © SÆf flk S ■JjZ > ' W ■ ■ -' O ' ll VI ' tijfr mrrwtk i |S&j hP 9* I- BHHb sB i :9h ' ') '■''■' isfí'-í í ■wTy, ■ ‘w jft • .... r / \ mmws h 1 ’ fflvT /i'j Opið IMEIRA URVALIEN NOKKRU SINNI FYRR um helgina eins. og áður TM-HUSGOGN Síðumúla 30 - Sími 68-68-22

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.