Dagblaðið Vísir - DV - 29.01.1988, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 29.01.1988, Blaðsíða 17
FÖSTUDAGUR 29. JANÚAR 1988. 17 Lesendur Rikisóperan í Vín. - Stórkostieg upplifun að mati þeirra er þangað fara. Jólafrí í Vínarborg Þórarinn Reykdal skrifar: í fjölmiðlum hefur komið fram að fjöldi íslendinga hafi farið til útlanda nú um jólin. Mig hefur oft langað til þess að fara af landi brott um jól en það sem íslenskar ferðaskrifstofur hafa helst boðið upp á eru gjörsam- lega menningarsnauðar sólarlanda- ferðir. Þær höfða ekki til mín. Skíðaferðir til Sviss og Austurríkis eru að vísu mögulegar á þessum tíma árs en ég kýs fremur að fara á skíði í febrúar eða mars þegar sól er farin að hækka á lofti. Nú brá hins vegar svo við að feröa- skrifstofan Farandi auglýsti ferð til Vínar með'aðgöngumiðum á hina margfrægu nýárstónleika'. Ég sló strax til og skráði mig í þessa ferð og sé svo sannarlega ekki eftir því þar sem Vínarborg býður upp á syo margt annað en þessa tónleika. Ég ætla ekki að tína það allt til heldur segja í stuttu máli frá því sem ég taldi merkilegast. Þetta byrjaði með miðnæturmessu á jólanótt í hinni frægu Stefáns- dómkirkju. Hátíðleg athöfn í einni af fegurstu kirkjum meginlandsins. Á jóladagsmorgun fór ég í Hofburg kapelluna á tónleika hjá Vínar- drengjakórnum og síðan á öðrum degi jóla í Ríkisóperuna til að hlýða á óperu Wagners, Die Meistersing- er. Daginn eftir var á dagskránni ó- peran Rusalka eftir Antonin Dvorak. Hugljúft verk, samið um vatnadísina Undinu. Stjórnandi óperunnar þetta kvöld var Vaclav Neumann, sem nýtur mikilla vinsælda í Vín. Hinn 3. janúar var svo óperan enn og aft- ur, þar sem á dagskrá var La Bohéme með Placido Domingo og mótleikari hans, Mirela Freni, í hlutverki Mimi. Freni átti þarna ennþá meiri vin- sældum að fagna en Domingo og kom mér það nokkuð á óvart, en Mirella Freni er stórkostleg söngkona. Síðan voru það nýárstónleikar philharmoniersveita Vínar á gaml- árskvöld. Þessir tónleikar heita í raun Silvester tónleikar en gamlárs- dagur í kaþólskum löndum er ■kenndur viö heilagan Silvester. Frá- bærir tónleikar í hinum fagra sal Musikverein, undir stjórn Claudio Abbado, og söng Vínardrengjakór- inn með í tveimur verkum. - Þessum tónleikum er venjulega sjónvarpað hér heima, Á nýársdagsmorgun aftur í Hof- burg kapelluna og um kvöldið í Konserthaus, þar sem Vínar symp- honikersveitin flutti níundu sinfóníu Beethovens undir stjórn Hans Vonk með miklum glæsibrag. Ótalmargt fleira vár á boðstólum, bæði óperur og tónleikar. - í stuttu máli, frábær ferð og á Haraldur Jó- hannsson forstjóri miklar þakkir skildar fyrir þetta framtak sitt. Mér kom nokkuð á óvart hve fáir höfðu áhuga á svona ferð, þar sem hin fagra Vínarborg býður upp á svo margt fleira en óperur og tónleika. Fram- undan er listahátíö Vínar næsta vor og óskandi að hægt verði að gefa okkur íslendingum kost á ferð á þá frábæru hátíð. TTMBUR Fánastengur Hurðir og gluggar Listar Klæðningar Handriðalistar Gerctti Gólflistar Kverklistar Loftbitar TRÉSMÍÐAMÓNUSTA Rammalistar Skrautlistar Þakkantar Glerfalslistar SLIPPFÉLAGIÐ Vernd og viðhald eigna Mýrargata 2. Símar: 10123 og 28811. FERGUSON áíslandi. 22" litsjónvarp með þráð\ausri IjarstvrinQU' ^r. 45.985 staðgr. og einnig SUPRA litsjónvarpstseki m/þráðlausri fiarstýringu 14" á 20.500 - 20" á 29.900 STAÐGREITT Orri Hjaltason Hagamel 8 - sími 16139 Orðsending til strætisvagnastjóra: Akið hægt af stað Jóhann Þórólfsson skrifar: Ég vil nú sérstaklega beina orðum mínum til yngstu strætisvagnsstjór- anna með vinsamlegum tilmælum um að gá betur að sér. Ég hef tvisvar orðið að reisa upp gamlar konur sem duttu á gólfið þegar bílstjórinn rykkti vagninum af stað áður en þær kom- ust í sæti. Þetta gerðist með stuttu millibili. Ég spurði konurnar hvort þær hefðu meitt sig. Önnur þeirra sagðist hafa meitt sig í hnénu. í bæði skiptin voru ungir menn undir stýri. Þið, ungu vagnstjórar, ættuð að taka ykkur eldri menn til fyrirmynd- ar, t.d. Þóri og félaga hans sem aka „fimmunni“. Þeir taka aldrei af stað fyrr en fólk er sest. Það eru menn sem kunna sitt fag. Ég veit að þið gerið þetta ekki viljandi. Þetta er óaðgæsla. Sýnið nú meiri tillitssemi og liðleg- Eldra fólk þarf að komast í sæti áður en ekið er af stað. heit. Það er það sem gildir í þjónustu- greina. Kannski má bæta aðstöðuna störfum, liðlegheitoglipurð. Égvona með fleiri speglum til þess að sjá að þið takið þessa ábendingu til hvort fólk er sest í vagninum. VALHÖLL KYNNIR viðtalstíma þingmanna Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík Þingmenn Sjálfstæðiflokksins i Reykjavík bjóða Reykvíkingum í viðtalstíma í Valhöll, Háaleitisbraut 1, milli kl. 16 og 18. EINNIG VERÐUR HÆGT AÐ HRINGJA Á ÞESSUM TIMA í SÍMA 82900. VERIÐ VELKOMIN - HEITT KAFFI Á KÖNNUNNI. I DAG VERÐUR TIL VIÐTALS í VALHÖLL, HÁALEITISBRAUT 1, milli kl. 16 OG 18, Guðmundur H. Garðarsson ODYRABUDIN Opnum í dag kl. 13 verslun með fatnað og skartgripi VERÐDÆMI Barnabuxur frá kr. 570.- Barnaúlpur frá kr. 1.495.- Barnagallabuxur frá kr. 820.- Buxur í fuilorðinsstærðum: Fóðraðar frá kr. 1.360.- Gallabuxur frá kr. 985.- Betri buxur frá kr. 990.- Skíðagallar frá kr, 4.985.- Vinnuskyrtur frá kr. 470.- t>etta eru aðeins dæmi um okkar verð! ÓDÝRABÚÐIN ÞINGHOLTSSTRÆTI 6, sími 19566

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.