Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.1988, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.1988, Blaðsíða 5
FÖSTUDAGUR 4. MARS 1988. 5 Fréttir Lógreglumenn verða ofl fyrir meiðslum í vinnu: Þeir sem valda slysunum sjaldnast borgunarmenn Lögreglumenn slasast oftar við vinnu sína en ætla mætti. Þessi stað- reynd er kannski ekki með öllu óskiljanleg þar sem lögreglan hefur mikil afskipti af drukknu og erfiðu fólki. Árlega eru höföuö nokkur mál vegna slysa sem lögreglumenn hafa orðiö fyrir í átökum. Sjaldnast eru þeir sem valda meiðslunum borgun- armenn fyrir skaðabótunum. Þegar svo er þarf ríkissjóður að greiða bæturnar. Nýlega gekk í Hæstarétti dómur í einu slíku máli. Ingimundur Helga- son, lögregluvarðstjóri á Seltjarnar- nesi, slasaðist við vinnu sína árið 1979. 24. febrúar 1988 dæmdi Hæsti- réttur í máli Ingimundar. Honum voru dæmdar 612.368 krónur ásamt vöxtum frá 29. janúar 1979. Ingimundur Helgason er 20% ör- yrki eftir slysið. Hann er með brjósk- los og hefur það haft mikil áhrif á starfsgetu hans. „Það var búiö að segja mér aö lítið þýddi að fara í mál vegna slyssins. Mér voru greiddar rúmlega 52 þús- und krónur fljótlega eftir að þétta gerðist og áttu það að vera heildar- bætur til mín. Það var fyrir þremur árum að ég stefndi og nú er loks kom- inn dómur Hæstaréttar. Ég hef orðið að draga úr vinnu og eins hef ég þurft að kaupa mér menn til að vinna verk heima fyrir, svo sem Ingimundur Helgason, lögreglu- varðstjóri á Seltjarnarnesi. Hæsti- réttur hefur dæmt honum bætur vegna slyss sem hann varð fyrir við vinnu sína. DV-mynd S Togarar ÚA: Góður afli að undan- fömu Gylfi Kristjánsson, DV, Akuxeyri: Afli togara Útgerðarfélags Ak- ureyringa hf. hefur verið góöur aö undanfórnu og hefur megin- uppistaðan veriö þorskur. Að sögn Einars Óskarssonar þjá ÚA nemur aflinri frá áramót- um nú um 2500 tonnutn þrátt fyrir að í janúar hafi aflinn ekki verið nema um 800.tonn og einnig lítill framan af febrúar. Síðan rættist úr og að undanfömu hef- ur verið mikil veiöi. Síðustu landanir togaranna 6 nema um 1100 tonnum. Harð- bakur var með 235 tonn, Svalbak- ur 217, Kaldbakur og Sléttbakur 190 tonn, Hrímbakur 155 tonn og Sólbakur 115 tonn. við viðhald hússins og fleira, verk sem ég vann sjálfur áður en slysið varð,“ sagði Ingimundur. Slysið varð með þeim hætti að hringt var í lögregluna á Seltjarnar- nesi og óskað aðstoðar við að fjar- lægja drukkinn mann sem brotist hafði inn á heimiii tengdaforeldra sinna. Kona mannsins hafði skömmu áður flutt með barn þeirra á heimili foreldra sinna. Áður en Ingimundur, sem var einn á ferð, fór inn í húsið. kallaði hann á aðstoð frá lögreglunni í Reykjavík. Þegar inn var komið reyndi Ingimundur í fyrstu að fá manninn með góðu til að 'yfirgefa húsið. Þær tilraunir dugöu ekki til og kom þá til átaka með þeim afleið- ingum að Ingimundur slasaðist. -sme SKRIFSTOFAH’88: FIYcJOTGAR Sýningin er ætluð öllum þeim sem vilja kynna sér og tileinka nýjungar í skrifstofuhaldi og - rekstri. Þar kynnir fjöldi fyrirtækja og stofnana vörur sínar og þjón- ustu, nánast hvað sem ertil auk- ins hagræðis og hagkvæmni á nútímaskrifstofu. FYRIRljESTRAR AHVERJUM DEGI Á hverjum degi sýningarinnar gefst gestum kostur á að hlýða á fyrirlestra sérfræðinga í hinum ýmsu þáttum skrifstofuhalds. ÍDAGKL. 17:15 ,3IAmESKJAlJÁSKRIFST0FUrai‘‘ Fyrirlesari: KRISTÍN GUÐMUNDSDÓTTIR, Sjúkraþjálfari. SKRIFSTOFAIM 88 Fagsýning fyrir stjómendur og starfefólk á nútíma skrifstofum. í LaugardalshöH, anddyri og neðri sal, 2.- 6. mars M. 13:00-20:00 SKRIF^pfAN oo Laugardalshöll

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.