Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.1988, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.1988, Blaðsíða 14
14 FÖSTUDAGUR 4. MARS 1988. Frjálst.óháð dagblað Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGÁSON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÚLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11, SlMI 27022 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 700 kr. Verð í lausasölu virka daga 65 kr. - Helgarblað 80 kr. Frönsku kartöflurnar íslendingar eru ýmsu vanir af samsteypustjórnum þar sem hver höndin hefur verið upp á móti annarri. Núverandi ríkisstjórn er ekki barnanna best í þeim efn- um. í hverju málinu á fætur öðru kemur upp ágreining- ur, mótsagnir og jafnvel þverstæðar ákvarðanir sem almenningur skilur hvorki upp né niður í. Þetta kæmi ekki að mikilli sök ef heimilisbölið á stjórnarheimilinu væri innbyrðis milli ráðherranna. En þegar vandamálið er farið að bitna á almenningi og valda vandræðum og óvissu vegna þess að eitt er ákveðið í dag og annað á morgun þá er rétt að staldra við. Ríkisstjórnin hefur stefnt að breyttri verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga og tók mið af þeirri stefnumörkun við gerð fjárlaganna fyrr í vetur. Með auknum verkefn- um sveitarfélaganna átti að efla jöfnunarsjóðinn. Með nýjustu efnahagsaðgerðunum hefur verið horfið frá þeirri stefnu. Sveitarfélögin sitja eftir með framkvæmd- irnar en skertar fjárveitingar. Félagsmálaráðherra hefur verið að móta breytingar í húsnæðismálunum. Fjárveitingar hafa verið ákveðn- ar, lánsloforð gefin út og lagabreytingar gerðar. En aftur hér grípur ríkisstjórnin til efnahagsaðgerða, kollvarpar fyrri áætlunum og skerðir fjármagn til húsnæðislána. Húsbyggjendur sitja eftir með sárt ennið og gagnslaus lánsloforð. Bæði þessi atvik má kannske réttlæta með brýnum efnahagsaðgerðum. En því er ekki að heilsa varðandi frönsku kartöflurnar. Þar hefur hringlandinn verið í hámarki ofan og utan við allar stefnur stjórnvalda. Fyrr í vetur stöðvaði Jón Helgason landbúnaðarráð- herra innflutning á frönskum kartöflum, nánast fyrir- varalaust. í síðasta mánuði heimilaði Jón Hannibalsson fjármálaráherra innflutninginn á ný. Þessu hefur land- búnaðarráðherra nú svarað með því að hækka svokallað jöfnunargjald á innfluttar franskar kartöflur úr 40% í í 140%' Þessi hækkun þýðir í reynd að innfluttar fransk- ar kartöflur eru aftur settar í bann, enda ósamkeppnis- færar á þessu verðlagi. Aðgerðir Jóns landbúnaðarráðherra eiga ekkert skylt við efnahagsaðgerðir. Þær eru afmörkuð stjórnvalds- ákvörðun til verndar framleiðslu einnar eða tveggja kartöfluverksmiðja. Þær eru í anda þeirrar skömmtun- ar- og styrkjastefnu sem íslenskt atvinnulíf nærðist á um áratugi og treystir enn á þegar allt er komið 1 þrot. Landbúnaðarráðherra virðist ætla að taka að sér það hlutverk í ríkisstjórninni að halda uppi þeim úreltu við- horfum að íslenskt atvinnulíf skuli þrífast á niður- greiðslum, styrkjum eða verndartollum. Þessi afstaða ráðherrans er því ankannalegri að nú þarf ríkisstjórnin að kappkosta að lækka verðlag til að efnahagslífið fari ekki úr skorðum á ný. Innflutnings- gjaldið á frönsku kartöflurnar gengur þvert á þetta markmið. Þvert á nýjustu efnahagsaðgerðir. Þvert á hagsmuni neytenda. Það er haft eftir Jóni Baldvin fjármálaráðherra að samstarfserfiðleikarnir innan ríkisstjórnarinnar stafi af lélegri verkstjórn. Þetta er skot á forsætisráðherra, enda hlýtur hann að átta sig á að ruglið með frönsku kartöflurnar og einhliða ákvörðun landbúnaðarráð- herra um hækkun innflutningsgjaldsins er prófsteinn á óað hvort forsætisráðherra getur haft stjórn á liði sínu. Stöðugar deilur milli ráðherranna eru til vansa. Ríkis- stjórnin er til athlægis. Forsætisráðherra verður að koma vitinu fyrir landbúnaðarráðherra. Ellert B. Schram Lánskjaravísi- talan og gengið íslensk íjölskylda, sem tók í fyrra lán úr Byggingasjóði ríkisins til húsnæðiskaupa, skuldar í dag 12% meira en fjölskyldur í grannlöndum okkar sem hefðu tekið jafnhá bank- alán í sama tilgangi. íslensk fyrir- tæki, sem keppa á erlendum mörkuðum, geta vænst þess að þurfa að bera 80% til 100% hærri fjármagnskostnað cn keppinautar þeirra. Þetta er afleiðing af víxl- gengi lánskjaravísitölu og gengis erlendra gjaldmiðla. í kjallaragrein í DV 20. febrúar sýndi undirritaður að lánskjaravísitalan er vafasamur mælikvarði á verðmæt eigna. í þessari grein er sýnt að þróun hennar gagnvart gengi erlendra gjaldmiðla er ekki síður athugunar verð. Lánskjaravísitala og erlend- irgjaldmiðlar Lánskjaravísitala er reiknuð út eftir tveimur öðrum vísitölum, vísitölu framfærslukostnaðar og byggingarvísitölu. Framfærslu- visitalan vegur helmingi þyngra en byggingarvísitalan. Lánskjaravísi- talan mælir eingöngu kostnaö. Annars vegar kostnað dæmigerðr- ar fjölskyldu við aö framfleyta sér. Hins vegar kostnað við að byggja fjölbýlishús. Inn í útreikningana ganga ekki þættir sem mæla þjóð- artekjur eða verðmæti þeirrar framleiðslu sem stendur undir vel- megun í landinu. Eitt af helstu einkennum í efnahagslífi okkar er hversu háð við erum viðskiptum við aðrar þjóðir. Þau eru mæld í erlendum gjaldmiðlum. Þjóðartekj- ur eru frekar háðar gengi erlendra gjaldmiðla en framfærslukostnaði heimila á landinu. Við höfum tekið mikið af erlendu fjármagni að láni. Fjárhæð þess fylgir gengi erlendra gjaldmiðla. Talsvert af lánsfjár- magni hér á landi er reiknað í erlendum gjaldmiðlum. Lánsfjár- hæðir hækka í samræmi við breytingar á gengi krónunnar. Þessi lán eru gengistryggð. Gengis- trygging lána var tekin upp hér á landi fyrir löngu. Sama máli gegnir um verksamninga og viðskipta- samninga. Þeirri hugmynd hefur oft verið hreyft að taka upp gengis- tryggingu á fjármagni í stað verð- tryggingar í því formi sem viö þekkjum hana. Ekki er ljóst hvers vegna gegnisþróun var sleppt þeg- ar grundvöllur lánskjaravísi- tölunnar var ákveðinn. Þeir menn, sem tóku ákvarðanir um samsetn- ingu hennar, hljóta þó að hafa íhugað þann kost. Því mundu fylgja ýmsir kostir að láta lánskjaravísi- töluna fylgja meðalgengi erlendra gjaldmiðla að einhverju eða öllu leyti. Til dæmis mundu lánskjör hér á landi verða sambærileg við það sem gerist erlendis og ekki væri sá eðlismunur sem nú er á innlendum verðtryggðum lánum og erlendum gengistryggðum lán- Lánskjör og gengi Lánskjaravísitalan hefur hækk- að mikið á undanfomum áram ef borið er saman við gengi erlendra gjaldmiðla. Þróunin er sýnd á KjaUarinn Stefán Ingólfsson verkfræðingur um lánum. Erlend fjölskylda gat fengið 2,3 milljón krónur á þessum kjörum í janúar 1987. Vextir af lán- unum eru ekki niðurgreiddir. Unnt var í flestum löndum að fá hag- kvæmari lán með niðurgreiddum vöxtum. Hér er því verið að bera hagstæðustu lán sem fáanleg eru hér á landi saman við óhagstæð erlend lán. Eftir eitt ár frá lántöku, í janúar síðastliðnum var verð- tryggða íslenska lánið orðið 2,9 milljón krónur með vöxtum og verðbótum. Erlenda lánið var á hinn bógin ekki nema 2,6 milljónir þó að vextirnir væra reiknaðir með. Á einu ári hafði verðtryggða lánið hækkað 12,2% meira en geng- istryggða lánið. Mismunurinn er 300 þúsund krónur. „Því mundu fylgja ýmsir kostir að láta lánskjaravísitöluna fylgja meðalgengi erlendra gjaldmiðla að einhverju eða öllu leyti.“ myndinni sem fylgir þessari grein. Frá árinu 1980 hækkaði vísitalan liðlega 5% á ári umfram erlendan gjaldeyri. 1984 hófst mikil hækkun á lánskjaravísitölunni. Frá þeim tíma hefur vísitalan hækkað til jafnaðar á hveiju ári um 11% um- fram meðalgengi. Mesta hækkunin varð á síðasta ári. Frá janúar 1987 til jafnlengdar í ár hækkaði láns- kjaravísitalan 21% meira en gengið. Það er eðlilegt að verð- tryggð lán hækki eitthvað gagnvart gengistryggðum lánum. í flestum löndum er verðbólga sem veldur því að sífellt minna fæst fyrir gjald- miðilinn. Þegar verðbólga og gengisþróun er borin saman má glögglega sjá þetta. Árin 1977 til 1986 hækkaði byggingarvísitala um 3,6% á ári samanborið við meðal- gengi erlendra gjaldmiðla. Verð- bólga í helstu viðskiptalöndum okkar er hins vegar svo lítil að hún skýrir ekki þann mikla mun sem verið hefur á lánskjaravísitölu og meðalgengi eftir 1984. Dæmi um húsnæðiskaup Til þess að skýra betur hvaða áhrif víxlgengi lánskjaravísitölu og gengis hefur má taka einfalt dæmi af fjölskyldu sem er að útvega sér húsnæði. Hér á landi eru hagstæð- ustu húsnæðislánin frá Bygginga- sjóði ríkisins. Þau era fullverð- tryggð með lánskjaravísitölu og bera auk þess 3,5% vexti. Fjöl- skylda hér á landi gat fengið um 2,3 milljón krónur að láni úr sjóðn- um í janúar 1987. Vextir eru niðurgreiddir. Lánin þykja afar hagstæð. Á sama tíma buðu bankar og lánastofnanir í grannlöndum okkar viðskiptamönnum sínum óverðtryggð lán til fasteignakaupa með 12% ársvöxtum. Lánin fylgdu gengi viðkomandi landa og era af þeim sökum jafngild gengistryggð- Háir vextir kæfa útflutnings- fyrirtæki Hækkun lánskjaravísitölunnar hefur hliðstæð áhrif á innlend fyr- irtæki. Taka má dæmi af tveimur fyrirtækjum sem skulduðu 100 milljón krónur í janúar 1987. Lán annars fyrirtækisins vora verð- tryggð með lánskjaravísitölu. Lán hins voru gengistryggð. Ári síðar skuldaði fyrirtækið með verð- tryggðu lánin 110 milljón krónur. Fyrirtækið með gengistryggðu lán- in skuldaði hins vegar 91 milljón. Mismunurinn er 19 milljón krónur eða tæplega 21%. Vextir af verð- tryggðum lánum hér á landi era einnig háir. Þeir era svipaðir og vextir af óverðtryggðum lánum í grannlöndum okkar. Undanfarin ár hefur lánskjaravísitalan hækk- að um 11% á ári samanborið við gengi erlendra gjaldmiðla. Fyrir- tæki, sem selja framleiðslu sína á erlenda markaði, hafa gengis- tryggðar tekjur. Þær fylgja breyt- ingum á gengi. Fjármagnskostnað- ur hækkar hins vegar í samræmi við lánskjaravísitölu. Þegar hún hækkar meira en gengið jafngildir mismunurinn vaxtahækkun fyrir þessi fyrirtæki. Þau standa illa að vígi í samkeppni við erlend fyrir- tæki sem taka sín rekstrar- og ijárfestingarlán í erlendum gjald- eyri. Jafnvel vaxtalaus verðtryggð lán væru þeim dýarari en slæm gjaldeyrislán. Á innlendum lána- markaði eru auk þess ekki fáanleg verðtryggð lán meö lægri en 8% til 9% vöxtum. íslensk fyrirtæki þurfa sennilega að bera 80% til 100% hærri fjármagnskostnað en erlend- ir keppinautar þeirra. Ástæðurnar má rekja til rangrar gengisskrán- ingar, hárra vaxta og ekki síst þess að reiknigrandvöllur lánskjara- visitölunnar orkar mjög tvímæhs. Stefán Ingólfsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.